Vísir - 15.01.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 15.01.1965, Blaðsíða 8
8 (985 VÍSIR 'Jtgefandl: BlaOaútgáfan VISIR Ritstjörl: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar Þorsteinn Ö. Thorarensen Bjðrgvin Guðmundsson Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. ð mðnuð) f lausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur) Prentsmiðja Visis — Edda h.t. Erfiðleikar iðnaðarins Jjví er ekki að leyna, að aðstaða íslenzks iðnaöar er nú erfiðari en oft áður. í síðasta hefti tímarits iðn- rekenda er á það bent, að samdráttar hafi gætt í viss- um framleiðslugreinum iðnaðarins á árinu sem nú er nýliðið. Er því eðlilegt að reynt sé að gera sér grein fyrir orsökum þess og jafnframt því hvað sé helzt til úrbóta. Með hinu stóraukna frjálsræði í innflutningi, sem lögleitt var 1960,jókst eðlilega samkeppni erlendra iðnaðarvara við hinar íslenzku. íslenzkir iðnrekendur og iðnaðarmenn munu flestir hins vegar á því máli, að slíkt frjálsræði í viðskiptum með iðnaðarvörur sé eðli- Iegt og fullkomin tollverndarstefna sé ekki iðnaðinum í hag þegar til lengdar lætur. Innflutningur erlendra iðnaðarvara hefur hins vegar valdið íslenzkum iðnaði erfiðri samkeppni vegna gamalla synda. Sumar greinar iðnaðarins hafa ekki getað staðizt samkeppnina vegna þess að eðlileg uppbygging fyrirtækjanna var hindruð á árum hafta og hamla. Nú eru afleiðingar haftatíma- bilsins að koma í ljós. í nær fimmtán ár var iðnaðin- um meinað að byggja verksmiðjuhús. í mörg ár fékk iðnaðurinn ekki að flytja inn vélar til framleiðslunnar, með þeim afleiðingum, að notazt hefur orðið við gaml- an og óhagnýtan vélakost fram á síðustu ár. Og í þriðja lagi var iðnaðurinn seldur undir mjög strangar og oft óréttlátar verðlagshömlur. Úr flestu þessu hefur að vísu verið bætt í tíð núverandi ríkisstjómar, enda hefur iðnaðurinn verið í hraðri uppbyggingu síðustu fjögur árin. En frelsið kom að mörgu leyti of seint. Hönd ríkisafskipta, hafta og hamla hafði of lengi kreppt að hinu frjálsa framtaki í landinu. £n hvað er þá til ráða? Engum kemur í hug að auka tollvemdina. Það væri vissulega spor afbur á bak. Já- kvæðu úrræðin eru þessi: Mjög þarf að auka fjárhags- lega fyrirgreiðslu við iðnaðarfyrirtæki landsins. Iðn- lánasjóður hefur að vísu margeflzt á síðustu ámm. En það er bæði réttlátt og sjálfsagt að framlag ríkisins til sjóðsins verði til helminga á við iðnaðinn sjálfan, eins og er með sjóði sjávarútvegs og landbúnaðar, en mið- ist ekki aðeins við 2 millj. króna, svo sem það^r í dag. Með auknu rekstrarfé stórbatnar samkeppnisaðstaða iðnaðarins, vélakostinn er unnt að endurnýja og auka byggingu verksmiðjuhúsa. í öðru lagi þarf að stofna rannsóknarstofnun iðnaðarins, sem geri íslenzkum iðn- rekendum kleift að hagnýta sér tæknina í harðri sam- keppni við erlenda vöru. Iðnaðardeild Atvinnudeildar- innar hefur nær engin tengsl við iðnaðinn. Koma verð- ur upp sambærilegum rannsóknarstofum og tíðkast í sjávarútvegi og landbúnaði. Með þessu tvennu væri mikið unnið. Óhjákvæmilegt er að vísu að sum iðn- fyrirtæki lúti í lægra haldi í samkeppninni við erlendu vöruna. En þorrinn getur fullvel keppt við erlenda vöru, aðeins ef iðnaðinum eru búin jafn góð skilyrði í landinu eins og sjávarútvegi og landbúnaði. Það mál þolir nú enga bið. NASSER í KLÍPU Egyptaland rombar a barmi gjaldbrots. íhemju kostnaður of vonlausu stríði í YEMill Þess var cetið í fréttum nú fyrir nokkrum dögum, að fyrir- skipuð hefði verið lolcun kaup- hallanna í Kario og Alexanddu. vegna verkfalls rikisvcrðbrAa. Samtímis var þess getið, að stjórn Nassers hefði að und- anfömu orðið að selja hluta af gullforða landsins í Sviss. vegna fjárhagserfiðleika. Þeir eiga án efa rætur að rekja m. a. til borgarstyrjald- arinnar f Yemen, þar sem Nass- er hefir haft tugþúsunda lið til stuðnings byltingarstjórn Sallals, sem annars myndi að lfkindum fallin fyrir löngu. Að undanfömu hafa og borizt fréttir um vaxandi hryðjuverk i Aden, ensku nýlendunni á sunn- anverðum Arabíuskaga, en þau hafa imnið hryðjuverkamenn frá Yemen, þjálfaðir af egypzk- um Iiðsforingjum þar, að sögn, ennfremur hafa borizt fréttir um aukinn ágreining við Bandarfkin o. fl. Og loks er talið, að svo geti farið. að Nasser verði að horfa upþ á hemaðarlegan og stjómmálalegan ósigut í Yemen. í yfirlitsgrein í Norðurlanda- blaði er i upphafi sagt frá því sem gerðist á brezku heimili i Aden á Þorláksmessukvold. Þar var ungmennaboð. Ungmennín skemmtu sér konunglega við dans og bítlamúsík, ét skypdi- lega varð ægiieg sprenging. — Sprengja hafði verið varpað inn um gluggann. Sextán ára dóttir Sidney flughersforingja, nýkom- in úr skóla á Englandi, i ljóla- heimsókn til foreldra sinna, lá liðið lfk á gólfinu, og/ 17 ára piltur, sonur Sir Charles Harr- ingtons yfirhershöfðingja, Iffs- hættulega særður. Mörg ung- menni særðust meira og minna. Sprengjunni var vafalaust varp- að af hryðjuverkamanni úr „þjóðarsamtökunum til frelsun- ar hins hemumda Suður-Yem- en“ og þar með átt við brezku krónu-nýlenduna og brezku suð- ur-arabisku verndarríkin. „DAUÐUR BÆR“ Á jóladag var svo framið ann- að sprengjutilræði og beið bana af völdum þess lögreglufulltníi, Fadhle Ahmad Khalai, er hafði látið til sín taka f öryggisþjón- ustunni við að hafa upp á hryðjuverkamönnum. — Einnig særðist arabiskur drengur og lézt hann tveimur dögum sfðar. Heitið var 20.000 punda verð- launum hverjum þeim, sem léti í té URplýsingar, er Ieiddu til þess að morðingjar Khalals yrðu handsamaðir. Sir Charles Harr- ington yfirhershöfðingi, sem fyrr var nefndur, hvatti menn til still ingar í jólaávarpi, og kvað Breta mundu gegna skyldum sín um hvað sem á gengi og ekk^. t skyldi verða til þess, að þeir hvikuðu frá stefnu sinni .. Þegar hafa margir Bretar beð- ið bana af völdum hryðjuverka- starfseminnar og það er ekkert lát á henni. Eftir að dimma tek- ur eru göturnar í Aden mann- Iausar. Brezkir ríkisborgafar hafa verið hvattir til þess aö hafa aldrei gesti hjá sér i boð- um, í mesta lagi tólf, að ganga rammlega frá dyrum og gluggum og flóðlýsa húsin að utanverðu frá þar sem því verður við kom- ið. HRYÐJUVERKAALDAN 1 Aden hafa allir á tilfinninng- unni, að mikil átök muni fram- undan. Aden og allt suðvestur- hom Arabíuskaga sé að verða „stórpólitfskur miðdepill". Menn gera sér þó ljóst f Aden, að það sem er að gerast í Aden, verður að skoðast í tengslum við at- burði á miklu stærra svæði, og að þeir, sem standa að baki hryöjuverkamönnunum hafa aðset ur í Kairó. Átökin í Aden eru hluti þolraunar á þessu ári milli Egyptalands Nassers og Banda- rfkjamanna að nokkru leyti, en það er á aðstoð þeirra. sem Iand Gamal Nasser ið hefur lifað að verulega leyti á undangengnum tíma, og einn- ig Breta. Hryðjuverkamennirnir eru vopnaðir og þjálfaðir af Eg- yptum og kalla þeir hryðjuverk- in ,blóðbaðs-hemaðaraðgerðina‘, og verði f henni „sleppt lausum öllum vftis árum gegn brezka hemum og nýlendustjóm Breta'. ÁHRIFIN Hryðjuverkastarfseminni er ekki stjórnað opinberlega frá Kairo, en engum vafa er undir- orpið, að henni er stjórnað það- an. Fyrir um tveimur mánuðum skipaðj Nasser egypzkan liðsfor- ingja til þess að stjóma henni. Var hann þá öllum ókunnugur. Heitir maður þessi Quatan as- eh-Scuubl. Vopnabirgðum hef- ur verið komið fyrir í þeim hluta Yemen sem iýðræðissinnar ráða yflr, og til hinna óánægðu kyn- kvísla í Suður-Arabíu eru send vopn og veitt aðstoð. Ekki mun það vekja minni undrun, að hryðjuverkstarfsem- in var haf einmitt nú í vetur — en þótt mörgum mannslífum hafi verið tortímt í henni hefur tilætluðum stjórnmálalegum ár- angri ekki verið náð. Alveg hið gagnstæða. Stjórnarandstöðuflokkarnir tveir i Aden, sem árum saman hafa barizt fyrir sjálfstæði og verið andstæðingar Breta, hafa lýst andúð . inni á hryðjuverka- starfseminni. Annar þessara flokka er hinn „socialistiski þjóðflokkur AbduIIah Asnags og hinn er Si " 'r-Arabíuflokkurinn. Þess er að geta, að Arthur Greenwood nýlendumálaráðherra Bretlands kom nýlega til Aden til þess að ræða við stjórnina þar og leiðtoga flokkanna og grundvöllur var lagður að raun- hæfum samningaumleitunum á þeim grundvelli, þannig að Aden fengi sjálfstæði, og Bretar héldu þar hernaðarlegrj aðstöðu sinni, sem er þeim einkum mikilvæg vegna samgönguleiða. HÖFUÐTILGANGUR NASSERS er ekk'i að koma þvi til leiðar, að Aden verði sjálfstætt, heldur að leiða athyglina frá hernaðar- legum, stjórnmálalegum og efna hagslegum erfiðleikum, sem hann á f annars staðar. Það er nú svo komið, að hann getur vart öllu lengur leikið sama leikinn og hann hefur gert und- angengin ár, en hann hefur leik- ið tveim skjöldum, brosað til beggja handa, og þeg'ið aðstoð í austri og vestri, en eftir að hann tvívegis f seinni tíð hefir ráðizt harkalega á Bandaríkin, hefur stjómin þar tekið afstöð- una til hans til gagngerðrar endurskoðunar. Hafa og smán- arverk verið unnin í Egypta- land'i á bandarískvim eignum. Hefur honum ,iú verið sagt, að hann geti ekki vænzt þess að fá matvælabirgðir að verð- mæti 250 millj. dollara (af um- frambirgðum Bandaríkjanna), þar sem þjóðþingið telji ekki r"tt, að veita slíka aðstoð til lands, sem veiti fjárhagslega að- stoð uppreisnarmönnum í Kongó og hryðjuverkamönnum í Yem- en. ANDAR KÖLDU Yfirleitt andar nú köldu i garð Nassers vestra og ekki aðeins á þjóðþinginu, og New York Times hefur til dæmis gagnrýnt Dean Rusk fyrir að hafa ekki mótmælt harðlegar en hann gerði, er bandarísk flugvél var skotin niður fyrir nokkru yfir Egyptalandi (hún var eígn olíu- félags og fórust tveir menn, sem í henni voru), né árásinni á bandaríska bókasafnið í Kairó, eftir að Bandaríkin höfðu veitt stuðning til flutnings'ins á belg- iska fallhlífaliðinu til Kongó. Margt bendir til, að Banda- ríkin muni ekki styðja Nasser lengur, en þau hafa stutt hann til þess að hann yrði ekki of háður Rússum. \ LOFORÐ RÚSSA Hin harkalega árás Nassers á Bandaríkin kom eftir að Sjel- epin varaforsætisráðherra Sov- étríkjanna hafði lofað Nasser hátíðlega framhaldsaðstoð frá Sovétríkjunum til Assuan-stífl- unnar og annarra mannvirkja þar — en staðreyndin er sú, að ein af ásökunum í garð Krús- évs var, að hann hefði upp á sitt eindæmi lofað Nasser að- stoð. Vitanlega er það mikil- vægt fyrir Nasser að eiga von á framhaldsaðstoð Rússa til þess að geta verið milliliður áfram, en það er ekki víst, að sú að- stoð, sem hann fær vegi upp á móti því sem hann tapar, ef Bandaríkin draga úr aðstoð við hann eða fella íiana niður. Á BARMI GJALDÞROTS Egyptaland rambar í reynd inni á gjaldþrotsbarmi. Verðlag á undangengnum mánuðum hef- Tramhald á bls. 7

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.