Vísir - 15.01.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 15.01.1965, Blaðsíða 16
ISIR Föstudagur 15. janúar 1965 Fiskverð hækkar Auglýst hefur vedð nýtt hámarks ..jrð á nýjum fiski og hækkar verð ið um 15—18% vegna hækkunar fiskverðs, sem sagt hefur verið frá hér í blaðinu. 1 aðalatriðum hækkar fiskverðið þannig í smásölu, að hausaður og slægður þorskur kostar nú kr. 6.60 en kostaði áður kr. 5.70, þorskur slægður með haus kostar nú kr. 5.30 f stað 4.60. Ný ýsa slægð með haus, kostar nú kr. 7.20 en kost- aði áður kl. 6.10, en slægð og haus uð kostar ýsan nú kl. 9.00, kostaði áður 7.65. Einnig hækkar flakaður fiskur, þorskflök kosta nú 13.70 kílðið, en ný ýsuflök 17.00. Fiskfars hækk ar í 17.50. Sæittdur Danne- brogsordu Frederik IX. Danakonungur hef- ur sæmt fyrrverandi landsbóka- vörð dr. Finn Sigmundsson, riddara krossi 1. stigs Dannebrogorðunnar. Sendiherra Dana hefur afhent hon- um heiðursmerkið. fíjótarí afskipanir á freð- físki en nokkru sinni fyrr — segir Bjarni V. Magnússon, framkvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar Markaðshorfur í útfluttum sjávarafurðum íslendinga eru nú með bezta móti, einkum í freðfiskinum. Verðlag fer stöð ugt hækkandi og eftirspurnin er svo mikil, að afskipanir hafa ----------------------------- Enski togurinn: MALINU VÍSAD FRÁ DÓMI Tuku toguruns óheimil Skðmmu fyrir hádegi f dag kvað Þórður Björnsson yfirsakadómari upp dóm f máli skipstjórans á brezka togaranum, sem legið hefur undir ákæru réttvisinnar, frá þvi taka togarans fór fram nú fyrir skemmstu, Dómsniðurstaðan var sú að mál- inu var vísað frá dómi og skal greiða allan kostnað sakarinnar úr rfkissjóði, þ. á m. málsvamarlaun skipaðs verjanda ákærða, Gísla ís- leifssonar hrl. kr. 9000,00. í dómsforsendum segir m. a.: Dómurinn telur varhugavert, gegn mótmælum ákærða, að telja lög- fulla sönnun vera framkomna fyrir því að umræddur togari hafi verið innan fiskveiðimarkanna þegar varð skipið gaf honum stöðvunarmerki í fyrsta sinn, en fyrr verður eigi talið að eftirför hafi byrjað. Hafi taka togarans því eigi verið heimil samkvæmt alþjóðareglum, sem fs- land verður að hlíta. Af hálfu saksóknara var frestur veittur til áfrýjunar. Dómskvaðning í máli íslenzka togarans fer fram eftir hádegi í dag. gengíö fyrr en nokkru sinni áð ur. Vísir átti tal af Bjarna V. Magnússyni framkvæmdastj. Sjávarafurðadeildar SÍS, en deildin flytur út flestar sjáv arafurðir aðrar en saltfisk. Bjarni sagði, að markaðshorfur væru ágætar, fisk vantaði á alla markaði og verðið hefði hækk að. Engir tollar hafa lagzt á af urðirnar erlendis undanfarið og ekki er búizt við neinum tolla hækkunum á mörkuðunum á næstunni. Bjarni sagði, að tilfærsla milli landa hefði verið lítil, hvað<$> útflutn'ingsmagnið snertir, því verðlag hefði hækkað nokkuð jafnt bæði f Englandi og Banda ríkjunum. Þessir tveir markaðir eru orðnir skyldari en áður og verulega að. í>á hefur verðlagið verðsveifiur á þeim fylgjast í Frakklandi fylgzt að verðlag- inu í þessum löndum undanfar ið. Tollar voru þar háir fyrir nokkrum árum, en þeir hafa lækkað vegna samræmingar inn an Efnahagsbandalagsins. Þetta á aðallega við freðfisk inn, sem er mikill meirihluti af útflutningi Sjávarafurðardeildar og um helmingur af útflutningi landsmanna af þorskfiskafurð um. 1 skreiðinn’i hefur aftur á móti verið fremur tregur mark aður undanfarið, þótt verðið hafi staðið í stað, en nú er sal an farin að glæðast aftur. Um áramótin var búið að af skipa yfir 90% af freðfiski frystihúsa SÍS og þessa dagana er skip að hreinsa upp á höfn unum fyrir Ameríkumarkaðinn Bjarni sagði, að þetta væri fljót ari afskipun en nokkru sinni áður, og vafasamt væri, hvort unnt væri að ná fljótari afskip un. Bjarnj sagði, að fsfiskskortur inn á mörkuðunum umhverfis Norður-Atlantshafið hefði bein áhrif á neyzluna á freðfiski, þannig að hann hækkaði Ifka í verði . Verkfallið á bátaflotanum hef ur nú staðið yfir 1 tvær vikur og er það farið að hafa mikil áhrif á atvinnuástand í landi. Fiskvinnsiustöðvamar fá engan fisk til að vinna úr. Verkfallið ríkir í öllum verstöðvum á Suð- vesturlandi nema i Sandgerði, þaðan sem símskeytið fræga misfórst. Ljósmyndari blaðsins skrapp inn i frystihúsið á Kirkju sandi. Þar stóð verkstjórinn einn yfir auðum sölunum. Þar sem áður var hávaði og fjör er núna þögn og auðn. Frystihúsin í Reykjavik hafa mjög fjölmennt starfslið, en þessa dagana hefur það ekkert að gera, og biftnr aðeins eftir því að þetta verkfaU leysist. Vélum og tækjum Susanna bjargað Skipið brotið og björgun þess vonlaus Veðrið og timinn sigruðu björg- unarmennina, sem hafa i nokkrar vikur verið reyna að bjarga þýzka strandskipinu Susanna Reith við Raufarhöfn. Siðdegis i gær var svo mikil norðanátt og haugasjór Raufarhöfn, að björgunarmenn ótt- uðust að skipið mundi þá og þegar brotna og sökkva. Var þá gripið til þess ráðs að draga skipið strax af klettinum, sem það sat á, og draga það á hliðinni upp i fjöru, þar sem það liggur nú brotið og fullt af sjó. Er aðaláherzla nú lögð á að bjarga vélum og tækjum úr skip inu og öllu því öðru lauslegu, sem Framh. á bls. 6. Bátar leita / vinnslusílilina Voru að fkasta í Meðallands- bugtinni frant í birtingu Skipstjórinn á brezka togaranum Hewett sést hér til hægri ásamt Geir Zoega umboðsmanni brezku togaranna. Bátum fer nú fjölgandi á ný Meðallandsbugtinni — leita Í5 þangað í vinnslusfldina. Mokafli var í gærkvöldi og nött á Breiðamerkurdýpi og kunnugt er um þrjá báta, sem fengu um 3000 tn. í Meðallandsbugtinni — en þar veiðist stærri síld, góð vinnslusíld. Flestir bátanna landa Vestmannaeyjum og þar er allt í fullum gangi við móttöku og bræðslu. Alis munu 23 bátar hafa fengið um 30.000 mál i fyrrakvöld og fyrri nótt og þegar þetta er ritað var blaðinu kunnugt um tæplega 20 báta, sem höfðu frá 6-700 upp í 1700 tn. hver. Voru þá ekki allir bátar búnir að tilkynna afla sinn. Bátarnir sem fengu afla í Meðal landsbugtinni eru: Jón Finnsson 600-700, Gunnar SU 1000-1100 og Sigurður Bjarnason 1300 tn. Hinir bátarnir eru: Akraborg 1400 Meta 1400, Bjarmi II. 1700, Ingiber Ólafsson 900, Hannes Hafstein 1700, Kópur 800, Gulitoppur 750, Halldór Jónsson 900, Héðinn ÞH 1200, Gullfaxi NK 1600-1700, Gull berg NS 900, Ófeigur II. VE 800 og Guðbjörg GK 1400. HAFÞÓR KOMINN A BREIÐAMERKURDÝPI. Laust eftir kl. 10 átti blaðið tal við Jakob Jakobsson fiskifræðing Var hann þá nýbúinn að tala við Jón Einarsson skipstjóri á sfldar leitarskipinu Hafþóri, sem var al veg nýkominn á Breiðamerkurdýpi hann hafði leitað fyrst út af Aust fjörðum en lítið getað leitað vegna storms. Hefur hann nú leit á Breiðamerkurdýpi og vfðar. Jón Einarsson sagði Jakobi, að bátar hefðu fært sig I Meðallands bugtina og myndu nokkrir hafa verið að kasta alveg fram í birtingu Þarna er betri síld sem fyrr var greint og fiskiðjuverin vilja vitan- lega óim fá vinnsiusildina. Af afl anum f fyrrinótt fór mest i bræðslu. Flestir lönduðu í Vest- mannaeyjum, Oddgeir landaði I Grindavík og Húni IL f Þorláks- höfn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.