Vísir - 16.01.1965, Síða 1
•••• 'if'-'h
Laugardagnr 16. janúar 1965 - 13. tbl,
Fyrir nokkrum dögum birtist
hér I blaðinu frétt og mynd,
sem sýndi Robert Kennedy og
Ethel konu hans ásamt fjöl-
skyldu á skautum á skautasvæð
inu í Rockefeller Center í New
York. Vakti íþróttaáhugi fjöl-
skyldunnar talsverða athygli i
Bandaríkjunum.
í gær var ljósmyndari Vísis
I.M. á ferðinni niðri á hinu á-
gæta skautasvelli, sem íþrótta-
ráð Reykjavikur hefur látið gera
á Tjamarísnum. Þar voru þá að
skemmta sér á skautum tvær
konur, sem kunnar eru hér á
landi. Þær voru brezka og banda
riska sendiherrafrúin. — Báðar
hafa þær dvalizt hér i nokkur
ár og hafa hið mesta yndi af
útiveru og ferðalögum, eru sann
kallaðar fþróttakonur. Og þegar
þær sáu þetta ágæta skautasvell
á Tjörainni vildu þær ekki missa
af svo ágætu 'tækifæri til að
njóta skemmtilegrar útiveru.
Er Ijósmyndari Visis spurði
Framh. á bls. 6.
Sendiherrafrúrnar á skautum. Enska sendiherrafrú
in frú Boothby t. v. og sú bandariska, frú Penfield.
VISIR
<$>■
Ætluðu uð
brjótust yffir
••
Oxnuduls'
heiði í ndtt
Holt verður komið i gagnið
Samkvæmt upplýsingum, sem Vís
ir fékk frá Vegamálaskrifstofunni
i gærkvöldi eru vegir yfirleitt fær
ir og færð góð um Suðurland og
eins fyrir Hvalfjörð og upp i Borg
arfjörð, en þar fyrir norðan er
yfirleitt þung færð og sums staðar
algerlega ófært.
Þó munu vegir á Snæfellsnesi
vera færir orðnir, því bæði Kerl-
ingarskarð og Fróðárheiði voru
rudd í gærkvöldi. Um sveitir á Snæ
fellsnesi er ágæt færð.
Brattabrekka á Dalasýsluleið var
lokuð nema stærstu bílum í gær.
Bílar voru aðstoðaðir f gær á
Norðurlandsvegi bæði yfir Holta-
vörðuheiði og lfka um Húnavatns
sýslur — um Svínvetningabraut og
Vatnsskarð til Skagafjarðar.
Þá lagði í gær bílalest frá Akur
eyri í fylgdi ruðningsvéla frá Vega
gerðinni inn Öxnadal og yfir Öxna
dalsheiði. Bílamir voru um fjögur
leytið í gær f Bakkaseli og voru
þá búnir að vera 8 tfma á leiðinni
inn Öxnadalinn, sem aðeins er
stundarferð í góðu færi. Bjuggust
þeir við að komast yfir öxnadals-
Framh. á bls. 6
BLAÐIÐ • DAG
Bls. 2 Laugardagskross-
gátan
— 3 Myndsjá: Stýrimenn!
skemmta sér
— 4 Af rykföllnum
réttarblöðum
— 7 Minningarræða sr.
Jóns Auðuns um
Thor Thors
— 8—9 Bernskuár Jac-
queline Kennedy
Eftir tæpan mánuð verð-
ur haldin hér í Reykja-
vík ein stærsta og fjöl-
landaráðs mun koma hér
saman. Er það í annað
skipti, sem það er haldið
hér. Fyrst var það á ís-
iandi árið 1960.
★
Þingið verður haldið í hátíða-
sal Háskólans, en auk þess fær
það til umráða nokkrar kennslu
stofur í Háskjólanum. Þingið
1960 var haldið á sama stað.
Nú er nokkru örðugra um vik,
þar sem þingið er nú haldið að
vetrarlagi og kennsla stendur
yfir, en var árið 1960 haidið að
sumarlagi. Fundir nefnda verða
haldnir að Hótel Sögu. Fundir
stjórnarnefndar Norðurlanda-
Framh. á bls. 6
Skipstjórinn rómar
kurteisi íslendinga
mennasta alþjóðaráð-
stefna, sem hér hefur ver
ið haldin. Þing Norður-
„Ég hafði raunar ekkert
að óttast“, sagði Fleet-
vvood-skipstjórinn, Robert
John Hutcheon, við blaða-
mann Vísis rétt eftir að
dómstóll í Reykjavík hafði
látið málið gegn honum
niður falla. „Ég vissi alltaf
að íslenzkir dómstólar og
íslenzkt réttarfar var nokk
uð, sem óhætt var að
treysta. Núna hef ég í
fyrsta sinn komið fyrir ís-
lenzkan dómstól og nú veit
ég að saklaus verður þar
ekki dæmdur“, sagði þessi
'iraustlegi skipstjóri.
Vísismenn komu í heimsókn
um hádegisbilið í gær og i
brúnni hittum við skipstjóra á
samt nokkrum af 20 manna á
höfn, en þeir voru að ræða við
íslenzka lögregluþjóna, sem þar
höfðu verið á vakt og voru að
kveðja. „Það hafa allir hér ver
ið sérlega kurteisir og skemmti
legir við okkur eins og raunar
alltaf,“ segir skipstjóri og býð
ur okkur til hýbýla sinna inn
af stjórnklefanum.
„Þetta var annars leiðinda-
mál, en auðvitað getur landhelg
isgæzlan ykkar gert mistök eins
og aðrir. Við vorum að veiðum
rétt fyrir utan Iandhelgi, og ég
er ekki i nokkrum vafa um það
Við vorum fyrir utan ,en við
vorum nálægt línu, það er rétt.
Yfirheyrslurnar hér í Reykjavík
voru mjög hógværar og okkur
ekkert sýnt nema kurteisin.
Hutrheon sagði okkur, að fjöl
Framh a bls. 6