Vísir - 26.03.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 26.03.1965, Blaðsíða 4
4 V í S I R . Föstudagur 26. marz 1965. Viðtal við Jón S. Austmar skipstjóra Iftn þessar mundir er staddur á Akureyri í orlofi Jón S. Aust- njar skipstjóri, ásamt konu sinni Ingibjörgu Loftsdóttur, en þau hafa verið búsett i Kaupmanna- höfn um langt árabil. Jón er nú í heimsókn hjá móður sinni og tveim bræðrum. Fréttamaður Vísis náði snöggv ast tali af þeim hjónum, en tími þeirra er mjög setinn af heim- boðum til vina frá gömlu dög- unum. Ævisaga mín byrjar á Húsa- vík, segir Jón, en 7 ára gamall fkrtti ég til Akureyrar með for- eldrum mínum, Sigurði og Svan fríði Austmar. — Hvenær hófstu sjómennsku? — Ég var 14 ára þegar ég fór sem messadrengur á Willemoes, sem síðar varð gamli Selfoss. Skipstjóri minn var sómamaður inn Júlíus Júliníusson frá Akur- eyri. Hann er nú fjörgamall bú settur í Reykjavík. Ég var aftur með honum seinna, bæði á Lag- arfossi og Brúarfossi. Hann setti mikinn svip á stétt sína á þeim tíma. Willemoes var þá í venju- legum flutningum frá íslandi til Norðurlanda, og man ég að fyrsta ferðin okkar var með hesta frá Húnaflóahöfnum til Bergen, og var siglt innan skerja við Noreg vegna hættu frá tund urduflum úr fyrra stríði. Það var ævintýralegt fyrir ungling. Ég var 18 ár á 'skipum Eim- skipafélagsins, skrapp þó til Danmerkur á því tímabili og var þar á nokkrum skipum. Mér er sérstaklega minnisstæð dvöl- in á einu þeirra. Við fengum fisk í matinn allar máltíðir vik- unnar. Skipstjórinn og brytinn drógu fiskinn úr lítilli jullu, sem var um borð. Hvert kjöt og ann ar kostur skipsins fór, er önnur saga. Árið 1939 réðist ég til A. P. Möller í Kaupmannahöfn og hef lengst af verið hjá þeim síðan, framan af sem stýrimaður, en skipstjóri á stórum olíuflutn- ingaskipum síðan 1956. — Hvaða skip ertu með núna? — Hjá A. P. Möller á enginn skipstjóri sitt skip, eins og það er kallað. Við fáum skipanir frá aðalstöðvunum að taka við þessu skipi núna, en svo kann- ski allt í einu kallaðir af því yfir á annað. Ástæða fyrir þessu er, að skipstjórafæð er hjá fé- laginu, en allir skipstjórar fá sitt 55—60 daga orlof á ári. Alls eru tankskipin 30, 20—77 þús- und lesta stór. En félagið á alls 83 skip og nöfn þeirra allra enda á Mærsk. Núna síð- ast var ég með Regina Mærsk, það er 27 þúsund lestir, er í miklu uppáhaldi hjá eigendum af því að hennar hátign drottn- ingin skírði það á sinum tíma. Ég tek sennilega við því aftur eftir leyfið. — Hvert er stærsta skip, sem þú hefur verið með? — Kathrine Mærsk, sem er 40 þúsund lestir. — Heldur þú að aðrir ís- Iendingar hafi stjórnað svo stóru skipi? — Ekki svo ég viti til, þó get- ur það verið. — Hvernig er svo ferðum ykkar háttað, er mikið um fast- ar rútur? — Nei, tankskipin hafa engar rútur. Þau eru yfirleitt leigð stóru olíufélögunum. Við ferm- um oftast í Persaflóa, höfnum í Miðjarðarhafi eða á norður- strönd Afríku. Flækjumst síðan með olíuna um öll heimsins höf, þó án þess að koma nokkurn tíma til Danmerkur. — Er þá ekki heimilislífið lítið? Frú Ingibjörg verður fyrir svörum: — Nei, nei, þegar okkur leið- ist einveran, förum við um borð til þeirra. Þeir mega hafa okkur hjá sér í 6 mánuði á ári. En við þurfum stundum að ferðast langt til að komast til þeirra. Ég flaug einu sinni til Singa- pore og sigldi með þeim kring- um hnöttinn. Eða 48 þúsund km., skaut Jón inn, og bætti við: — Ég efast um að aðrar íslenzkár konur hafi ferðazt meira. — Þú hlýtur að vera sjó- hraust, frú Ingibjörg? — Já, sjóveiki þjáir mig ekk- ert. Svo er aðbúnaðurinn um borð mjög góður. Skipstjóra- íbúð er um 70 ferm. með öllum þægindum. Annars er ég sjaldan nema 3 mánuði á ári um borð, Jón S. Austmar og Ingibjörg Loftsdóttir. af því ég þarf að annast um húsið okkar og garðinn. Við eigum heima í Geeldsdalen 13, Virum, um 14 km. frá ráðhúsinu í Kaupmannahöfn. Svo við snúum okkur aftur að sjómennskunni, hvað er stór áhöfn á þessum skipum og er það ekki mislitur hópur? — Á tankskipunum eru yfir- leitt 52ja manna áhafnir, svo er leyfilegt að fjórar konur yfir- manna séu með hverju sinni. Ég hef mest haft menn af 11 þjóðernum í einni áhöfn. — Hvernig eyðir svona stór hópur frítímum sínum? — í skipunum eru dágóð bóka söfn, íþróttasalur þar sem ýms- ar íþróttir eru æfðar, svo eru oft keppnir, svo s4m k'nátt- spyrna, við lið annarra skipa, þegar legið er við land. Hvert skip á sinn íþróttabúning. Þá er klúbbur með alls konar dægrastyttingum, spila- og skák turneringum o. fl., svo eru allt- af tvær kvikmyndasýningar á viku. — Og að endingu: Eru Danir góðir húsbændur? — A. P. Möller er rekið með miklum aga og stjórnsemi, svo að persónulegt rell sem brýtur í bág við áætlanir þeirra, þýðir ekki að tala um. En samt eru þeir raungóðir starfsfólki sínu, ef eitthvað bjátar á. Þeir sjá 'skipstjórnarmönnum sínum fyr- ir fræðslu í nýjungum, láta þá fara á námskeið annað slagið til að fylgjast með tímanum. Annars hefur allt gengið stór- slysalaust hjá mér fram að þessu. Þessi alúðlegu og víðförlu hjón eru senn á förum héðan, munu dvelja um vikutíma í Reykjavík og síðan aftur til skyldustarfanna. Vísir óskar þeim velfarnaðar. S. Bj. Eitt skipa þeirra, sem Jón hefur stýrt hjá A. P. Moller. Leikur Demus Tjað er skammt stórra högga á milli í tónlistarlifi borgarinn ar. Heimsþekktir virtúósar eru næstum daglegir gestir — og þeir meira segja Ieggja í keppni við „heimsmenn11 eins og t.d. Jörg Demus á síðustu tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. Þar lék hann Es-dúr pí- anókonsert Mozarts, KV 482, sjaldheyrt en stórfenglegt verk. Demus býr yfir fjölmörgum „svipbrigðum" í leik sínum og mikilli kunnáttu á leikmála löngu liðinna daga — leikmála sem var gefinn af sérkennum þeirra hljóðfæra, er gömlu meistararnir þekktu. Þetta kom skýrar fram þegar hann lék fyrir Tónlistarfélagið sl. mánudags- og þriðjudags- kvöld. Þar flutti Demus Sónöt una op. 110 eft'ir Beethoven, sin fónísku etýðurnar op. 13 eftir Schumann og loks B-dúr síð- sónötu Schuberts. Hann sýndi vel, að gaumgæfilegur flutning ur smáatriða þarf ekki að leysa löng verk í sundur (eins og mönnum hættir oft við), marg þáttungar þessir voru í höndum hans þrjú stórvirki. Sumir hljóðfæraleikarar eru svo traust vekjandi, að áheyranda finnst, að þeir „geti allt“ Demus er vissulega einn þeirra. Á áðurnefndum tónleikum Sinfóníuhljómsve'itarinnar voru tvær sinfóníur spilaðar í gegn, sú klassíska eftir Prokoffséf og sinfónían eftir Arriaga. Igor Buketoff stóð á stjómpalli. Hjávera Buketoffs vekur enga eftirvæntingu meðal vel- unnara hljómsve'itarinnar — og því miður ókleift að kenna draug nýjungagirninnar um það Spurningin er, hvort það sé framtíðaráætlunin að halda uppi hljómsveitarstarfi á grundvelli h'ingaðkomu einleikara eða söngvara á heimsmælikvarða? orkell Sigurbjörnsson Föstudagsgreinin — Frh. af bls. 7. farið, er lagt til, að skattar verði auknir stórlega. Skatta- aukningin er nauðsynleg, segir Krag, bæði til að draga úr fjár málaspennunni og heldur hann því fram, að gre'iðsluafgangur ríkissjóðs verði að nema að minnsta kosti 1.2 milljörðum danskra króna á ári. Þetta fé verði að taka úr peningavelt- unni, því annars fari eyðslan fram úr öllu hófi. En auk þess heldur hann því fram, að óhjá kvæmilegt sé að ríkisútgjöldin aukist í nútímaþjóðfélagi. Kröf- urnar sem nú eru gerðar til ríkisvaldsins hafa vaxið svo stórkostlega. Hann bendir m.a. á það, hverjar afleiðingar af auk inni bifreiðaeign sé. Hún þýðir milljarðaúrgjöld til vega. í þeim umræðum, sem farið hafa fram hefur Krag reynt að halda sér eins mikið og hægt er á hreinum efnahagslegum grundvelli. Hann hefur lagt skýrslur efahagssérfræðing- anna fyrir stjórnarandstæðinga lagt spilin á borð'ið og sýnt þeim tölur sérfræðinganna og forstöðumanna ríkisbankans um að nauðsynlegt sé að hafa 1.2 millj. kr. greiðsluafgang. Þetta er kænlega að farið hjá Krag. Ætlunin er að hindra að stjóm árandstæðingar geti notfært sér þessi mál í áróðurstilgangi. Með þátttöku í samningaumleitunum verða stjórnarandstæðingar að sýna fulla ábyrgðartilfinningu Það nægir ekki að gagnrýna til lögur stjórnarinnar heldur verða þeir að koma með sínar móttill- lögur. Þess vegna fara þeir var lega. Ef samkomulag færi út um þúfur, þá yrðu þeir sjálfir að taka við þessu sama ástand'i, sömu vandamálunum og sömu skýrslunum. Þorsteinn Thoraresen

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.