Vísir - 26.03.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 26.03.1965, Blaðsíða 8
8 S 1 R Föstudagur 26. marz 1965. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Ritstjóri:* Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóran Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstrœti 3 Áskriftargjald er 80 Kr. á mánuði t lausasölu 5 kr. eínt. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis - Edda h.f Kapp með forsjá Við vörðuna á „bflabryggjunnf*. það er stefna okkar íslendinga að umheimurinn við- urkenni að landgrunnið er hluti af íslandi, sagði Jó- hann Hafstein dómsmálaráðherra í umræðunum, sem fram fóru um landhelgismálið á Alþingi. Á undan- förnum áratug höfum við íslendingar haldið á land- helgismálinu af djörfung og festu. Fyrir vikið hafa margir sigrar unnizt á þeim vettvangi. Fyrst var landhelgin færð út í 4 mílur árið 1952 og beinar grunn- línur dregnar, er Ólafur Thors var sjávarútvegsmála- ráðherra. Síðan var þegar hafizt handa um undir- búning að frekari stækkun fiskveiðilögsögunnar. Naut ríkisstjórnin þar hollra ráða sérfræðings síns í þjóð- réttarefnum, Hans G. Andersen sendiherra. íslend- ingar áttu frumkvæðið að því að landhelgismálin voru tekin upp á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Á báð- um sjóréttarráðstefnum samtakanna í Genf, 1958 og 1960, lýstu íslendingar þeirri skoðun sinni, að alþjóða- reglur heimiluðu 12 mílna landhelgi. Á grundvelli þess sjónarmiðs var landhelgin færð út í 12 mílur 1958. Saga mála síðan er alkunn. Þeirri ákvörðun var mætt með mótspyrnu Breta og ástand skapaðist, sem haft gat mjög örlagaríkar afleiðingar. Ekki tókst að binda enda á það fyrr en núverandi ríkisstjórn gerði landhelgissamninginn árið 1961, sem batt enda á deiluna. Sá samningur rann út í fyrra og höfum við síðan notið óskorað fullra 12 mílna landhelgi. Jslendingar hafa aldrei farið í launkofa með það, að takmark okkar er ekki einungis sú landhelgislína, heldur friðun fiskimiða landgrunnsins fyrir ágangi erlendra fiskimanna, svo efnaleg afkoma þjóðarinnar verði þar með tryggð á ókomnum árum. Þá baráttu hljótum við að heyja á grundvelli laga og réttar og með hliðsjón af því, sem í þeim málum gjörist með öðrum þjóðum. Eins og sakir standa hefur heimild í lögum ýmissa þjóða til helgunar landgrunnsins ekki verið framfylgt gegn mótmælum annarra þjóða, nema hjá þremur Suður-Ameríkuþjóðum, þar sem veiðar eru þó leyfðar erlendum mönnum á sama hátt og innlendum. Því hljótum við að vinna að settu marki með þeirri forsjá, sem einkennt hefur baráttuna í landhelgismálinu frá upphafi. í því efni vinnast eng- ir sigrar með gífuryrðum á innlendum vettvangi. Höf- uðnauðsyn er að þar starfi allir flokkar landsins í eindrægni, en forðist þá pólitíska flokkadrætti, sem spillt gætu málinu og veikt málsstað okkar gagnvart erlendum þjóðum. Halldór og Sigurjón Rist. FSÁ MlMIS x ekki sagt að ég hafi hreyft mig spönn frá miðstöðvarofninum það sem af er vetri, og þó að nú sé sólskin, er ekki að vita hvað orðið getur inni á afrétti, þegar hafís er lagztur að landi. Kannski skellur á okkur iðu- laus stórhríð í nótt, hugsa ég, c>g hyað ætli verði þá um hita- veituvesaling eins og mig? En hálft í hvoru finnst mér ég vera fjári kjarkaður að leggja út í þetta — kannski er það ein- mitt til þess að geta miklazt með sjálfum mér af þeim kjarki, sem ég er að reyna að telja mér trú um möguleika á stórhríð, og þessi kvíðaaðkenning ekkert annað en yfirskin oflætisins. Undarlega auðvelt að sálgreina sjálfan sig, þegar maður situr aftur í jeppa á leið inn á Hreppa mannaafrétt síðast á Góu, og hafís fyrir Norðurlandi. Urriðafoss byltist milli klök- ugra klappa og skara og fyrir neðan hann er blágrænt, autt lón og jakahrönn báðum megin. Halldór dregur upp bók og blý- ant, virðir fyrir sér ána og skráir athuganir sína í bókina. Hann er ekki einungis jeppabíl- stjóri hjá raforkumálaskrifstof- unnit sem ekur norskum vatns- virkjunarsérfræðingum inn að Tangafossi og aftur í höfuð- borgina, þegar þeir hafa dvalizt þar eins lengi við rannsóknir og þeim þykir gott hverju sinni, heldur framkvæmir hann llka alls konar mælingar og gerir athuganir fyrir sína húsbændur í leiðinni. Síðan er ekið um Holtin, svo nefnda Hagabraut. Við stöldr- um stundarkom við í Saurbæ og hressum okkur á kaffi og meðlæti, en húsfreyja þar er systir Núma smiðs. ökum slðan sem leið liggur upp að Galtár- holti, þar sem Halldór bætir benzíni á bílana. Enn er glampandi sólskin og fögur sýn til Heklu, sem skaut- ar drifhvítum fannafaldi með mjallarslæðum að barmi. Ann- ars er að líta inn á afréttinn eins og á haustdegi, áður en snjó festir nema í giljadrögum og ofan miðjar hlíðar, og fönn á tindum. Þess sér lítil merki að vetur konungur hafi setið þar að völdum undanfarna mánuði. Margháttaðar mæl- ingar og athuganir. Jeppinn skeiðar vikurauðnina upp með Þjórsá og Búrfell blas ir við I skini kvöldsólarinnar. Þar sést hvergi fönn nema efst í klettastöllunum. Fyrir innan Búrfellið er lág nokkur, og Hall dór segir að komið hafi til mála að grafa Þjórsá þar göng þvert yfir, en setja stífluna við Búr- fell. Annars er það ekki lands- lagið þarna, sem veldur mestum vandkvæðum í sambandi við fyrirhugaða virkjun, hyggur hann_ heldur kuldinn í árvatn- inu á vetrum. Það er grunn- stingullinn, sem þá er alltaf í vatninu, sem þeir fáfróðu óttast — að hann stífli síurnar. Fyrir bragðið eru gerðar margháttað- ar mælingar og athuganir á ánni á þessu svæði. Vatnshitinn mældur á ýmsum stöðum og allt bókfært. Og svo er vatns- magnið mælt að staðaldri. Það ér vegna þessara mælinga og athugana, sem menn dveljast að pYRIR svo sem þrem stundum var ég staddur við Mímis- bar vestur í Hótel Sögu og fylgdist með því, er Valdemar okkar Björnsson, fjármálaráð- herra í Minnesota, reyndi að finna einhvem tengilið milli húnvetnskra áa, blaðastúlku frá Þjóðviljanum og austfirzkra kjarnaætta. Nú er ég kominn austur að Urriðafossi í Þjórsá, á leið inn fyrir Búrfell^ nánara tiltekið inn að Tungufossi, þar sem mætast Tungnaá og Þjórsá við Sultartanga. Ég, ek í jeppa- bíl, búnum talstöð, utanborðs- hitamælum, gott ef ekki ratsjá Iíka. Halldór Eyjólfsson, kunn- ur afréttabilstjóri og öræfaunn- andi, situr undir stýri og við hlið honum Hallgrímur kennari Jónasson, sem óþarft er ,að kynna nánara, en ég sit í aftur- sætinu ásamt Núma, trésmið úr Reykjavík, sem kveðst vera bor- inn og bamfæddur austur f Holtum. Einnig situr þar ungur sonur Halldórs, Ómar, í orlofs- ferð til ömmu sinnar að Mykju- nesi í þeirri sveit. Þetta er laug- ardaginn 20. marz í glampandi sólskini og heiðskím, svölu veðri. Við erum auk þess allir í sólskinsskapi, eða ekki verður annað merkt. Raunar er ekki alveg laust við að það hvarfli að mér dálítill kvfði. Ég get

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.