Vísir - 26.03.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 26.03.1965, Blaðsíða 7
VlSI'R . Föstudagur 26. marz 1965. “7 ★ jjT|anskir stjórnmálamenn hafa síðustu daga haft nóg um annað að hugsa en handritamál- ið. Það hefur verið mikið um að vera í Kristjánsborg, ijósin hafa logað langar nætur. Allir kunn- ustu og áhrifamestu stjórnmála menn Dana hafa setið þar á fundum. Þreyttir menn hafa set- ið þar við fundarborð og svefn- inn stundum verið nærri því að yfirbuga þá. Þessir maraþonfund ir hafa einna mest líkzt fund- unum hjá sáttasemjara hér á dögunum í farmannaverkfellinu. Stundum hafa fundirnir staðið þar til morgunsólin reis upp og fyrstu mjólkurvagnarnir fóru skröltandi um torgið fyrir fram an Kristjánsborgarhöllina. Það orð hefur komizt á að em- bætti forsætisráðherra Danmerk ur sé ekki sérlega eftirsóknar- vert. Þeir eru orðnir margir for- ustumenn Jafnaðarmannaflokks- ins, sem gengt hafa þessu em- bætti, er fallið hafa í valinn, þar sem þeir þoldu ekki áreynsl una, sem fylgdi starfinu. Er þess skemmzt að minnast þegar Viggo Kampmann fyrirrennari núverandi forsætisráðherra varð að gefast upp, þar sem hjarta hans og taugar höfðu bilað. Nú- verandi forsætisráðherra Jens Otto Krag er ungur maður grann holda og íþróttamannlega vax- inn, svo að vonandi þolir hann betur en fyrirrennarar hans þá áreynslu, taugaspennu og and- vökur, sem hann verður nú að ganga í gegn um. En segja má, að hann hafi þurft að sitja á eilffum fundarhöldum í marga sólarhringa, fundum með forustu mönnum hinna flokkanna, fund um með sérfræðingum og em- bættismönnum, fundum með eig in flokksmönnum. Enn eru vandamálin ekki útkljáð, en svo getur farið þrátt fyrir líkamleg- an og andlegan styrk þessa unga manns, að hann falli nú einnig í valinn, það er að segja með þeim hætti að stjórn hans falli nú á þeim vandamálum sem við er að stríða. Það hefur að vísu oltið á ýmsu þessar löngu við- ræðunætur, einn daginn hefur þótt víst, að stjóm Krags væri fallin og efnt yrði til nýrra kosn inga, næstu nótt hefur útlitið orðið betra og líkur orðið á sam komulagi. Jþeir sitja þarna um lágnættið við græna samningaborðið í Kristjánshöll forustumenn i dönskum stjórnmálum, forsætis ráðherrann Jens Otto Krag, efna hagsmálaráðherrann Henry Griinbaun, fjármálaráðherrann Poul Hansen og hinu megin við borðið Erik Eriksen og Henry Christensen frá Vinstri flokkn- um, Karl Skytte frá Radikala flokknum og Paul Möller og Poul Sörensen frá íhaldsflokkn- um. Þeir sitja þarna hver á móti öðrum eins og pókerspilarar, fyr ir framan þá langar skýrslur um efnahagsmál, skattamál, vöru- skiptajöfnuð, áætlanir um fjár- festingu og húsnæðismál. Þessi litli hópur er í rauninni allt for- ustuliðið í dönskum stjórnmál- um. Einna helzt hefur vantað hinn kraftmikla Per Hækkerup utanríkisráðherra, sem hefur verið á ferðalagi suður í Egypta landi. Meðan fundirnir í Krist- jánsborg standa yfir í þykkum vindlareyk situr Hækkerup á úlfalda suður við Keops-pýra- mídann mikla. Það gefur þannig auga leið, þegar öll þessi stórmenni eru talin, að hér standa yfir mikil- vægar umræður. Satt að segja eru þessir fundir úrslitastund. Það verður að ganga frá fjár- lögum fyrir 1. apríl og á því hangir öll tilvera dönsku stjórn- arinnar. Hér mætast allir kraft- ar. Öðru megin við borðið sitja fulltrúar Jafnaðarstefnunnar, sem farið hafa með völd svo til óslitið í 40 ár, hafði um tíma öflugan meirihluta á þingi, en styrkur hennar hefur síðan dvín að nokkuð. Nú sem stendur sit ur Jafnaðarflokkurinn enn að völdum en með minnihlutstjórn. Þess vegna hefur Jens Otto Krag neyðst til þess að reyna að hafa samráð við stjórnarand stöðuflokkana til þess að koma fjárlögum og efnahagsáætlunum í gegn. Sú aðstaða hans er ekki öfundsverð, forsætisráð- herraembættinu fylgja þannig ekki þau traustu völd, sem Við samningaborðið á Kristjánsborg. Vinstra megin næst Erik Eriksen, Henry Christensen, Karl Skytte. Lengst til hægri Poul Hansen fjármálaráðherra og Jens Otto Krag forsætisráðherra. VANDAUÁL VCRDBÓLCU OC EYDSLUÞJÚÐFÉLA CS þyrftu að vera á erfiðleikatím- um. TTinu megin er stjórnarandstað ,an. Þetta eru fulltrúar 3ja flokka. Einn þeirra, Radikali flokkurinn hefur um langt skeið átt stjórnarsamstarf með Jafn- aðarmönnum, en þar sem það hefur kostað hann fylgistap á- kvað flokkurinn að hætta því stjórnarsamstarfi eftir síðustu kosningar. Radikala langar þó innst inni til að halda því sam starfi áfram, flokksmennimir eru róttækasti hluti borgarstétt arinnar, sem kýs miklu fremur völd Jafnaðarmanna, heldur en íhaldsmanna. Þá koma fulltrúar Vinstri- manna. Þar er Erik Eriksen sem er all vel þekktur hér á landi, vegna heimsókna sinna til ís- lands og áhugasamrar þátttöku í norrænu samstarfi. Það er Erik Eriksen sem setið hefur í lykil og áhrifastöðu eftir síð- ustu kosningar. Sumir hafa kall að hann hinn „óopinbera" for- sætisráðherra Danmerkur. Vegna oddastöðu flokksins hef ur það verið hans að segja til um, hvaða leiðir skuli ákveðnar og samþykktar. Nú um nokkurt skeið hefur tekizt óvenjulega gott samstarf með honum og íhaldsflokknum og samkomulag hefur ríkt milli þessara flokka, að þeir skuli beita sér sameigin lega fyrir því að koma á borg- aralegri stjórn í Danmörku und- ir forsæti Erik Eriksen. En á hinn bóginn hefur Erik Eriksen einnig staðið til boða að taka þátt í stjórn með, Jafnaðar- mannaflokknum. Radikaíir hafa lagt að honum að koma inn í hópinn og vitað er að sumir vinstri menn eru svo ákaft fylgj andi þessu, að jafnvel er hætta á að þeir kljúfi flokk sinn til þess að styðja Jafnaðarmenn fremur en íhaldsflokkinn. Tjannig liggja línumar, en allir verða að fara varlega eins og pókerspilarar. Það getur ver ið að nú sé að koma að þátta- skilum í dönskum stjórnmálum, getur verið að valdatíma Jafn- aðarmanna sé að ljúka. Og svo í miðjum þessum fund arhöldum birtist skoðanakönnun Gallup-stofnunarinnar um það, hvernig fylgi flokkanna meðal almennings sé háttað. Skoðana könnunin gefur til kynna að ef kosningar fæm fram myndi íhaldsflokkurinn stórauka fylgi sitt, Vinstri flokkurinn standa í stað, en Jafnaðarmenn tapa nokkru fylgi. Þessar tölur gefa mönnum hugmyndir í pókerspil inu, hvar ásarnir liggja, hverjir hafa möguleika fyrir fullu húsi. Ihaldsflokkurinn verður fús til að leggja út f kosningar en verð ur samt að fara varlega. Hann má ekki fá þann stimpil á sig, að hann hafi hindrað samkomu Iag með hrottaskap. Vinstri menn kæ sig ekki um kosn- ingar, ef peir aðeins standa í stað. Á móti þeim situr Jens Otto Krag eins og hinn full- komni slóttugi pókerspilari og lætur hina vita, að hann óttast ekki kosningar. Þó Gallup spái Föstudagsgreinin fylgistapi Jafnaðarmanna, þá sé það nú ekki öruggt. Það geti breytzt á einum mánuði.Og Krag lýsir því yfir, að ef samkomulag náist ekki nú, þá muni hann hiklaust rjúfa þing og láta nýjar kosninagr fara fram í maí. TTg hver eru svo vandamálin, ^ sem við er að stríða. Á- standið er orðið breytt í Dan- mörku frá því sem áður var. Á árunum fyrir stríð var við að stríða fátækt, atvinnuleysi, peningaleysi. I því andrúmslofti öreigavandamálsins reis upp meirihlutafylgi Jafnaðarmanna. En nú er þetta allt orðið gjör- breytt. Vandamálin eru nú aðal- lega þau, að Danmörk er orðin eyðslu og fjárbólguþjóðfélag. Hér norður á Islandi þekkjum við þetta fyrirbrigði allt frá því á stríðsárunum. Danir hafa ekki kynnzt því að ráði fyrr en á síðustu fimm árum. Mörg öfl fara saman og valda þessum vandræðum. Það eru hugmyndir nútímafólks um að skapa sér aukin lífsþægindi fullkomnari tækni og fjöldaframleiðslu. Tpyrir tiu árum mátti segja að Danir væru eins og þeir hafa verið um allan aldur spar söm og nægjusöm þjóð. Nú er þessu umsnúið. Nú gera fjöl- skyldurnar allt I einu kröfu til stórkostlega aukinna lífsþæg- inda. Heimilin hafa verið „raf- vædd“ á skömmum tíma. Sala á fsskápum, hrærivélum.sjálfvirk um þvottavélum hefur rokið upp úr öllu valdi. Bifreiðasalan hef ur margfaldazt en því fylgir um leið krafan um milljarðaútgjöld í þjóðvegi og bílabrautir. Það hefur verið róttæk breyting að Danmörk skyldi þannig á skömmum tíma ummyndast úr gamaldags sparsemdar þjóðfé- lagi í nútímalegt eyðsluþjóðfé- lag. Bein afleiðing af þessu er svo aukin eftirspurn varnings og þjón ustu á öllum sviðum, sem síð- an fæðir af sér verðbólgu. Og ekki er að sökum að spyrja þeg ar verðbólgan fer að hafa sín áhrif til skemmri eða lengri tíma. Hún ýtir að sjálfsögðu undir eyðsluna, því að þá er um að gera að eyða peningunum þó það sé í einhvem óþarfa, áð- ur en gildi þeirra rýmar. Þannig er allt farið úr skorðum í dönsku efnahagslífi, sterk öfl undir niðri stuðla að siaukinni eyðslu og mjög erfitt að koma við ráðstöfunum til að tempra þetta. Sjálfur hef ég komið til Danmerkur með fárra ára milli- bili og orðið var þessarar miklu breytingar. Þessu fylgir vissu- lega meira fjör og kraftur á öll- um sviðum, en maður verður furðu lostinn yfir verðlaginu, hvernig það hefur breytzt. Dan- mörk er þannig orðin meðal dýr ustú landa. Síðustu fréttir herma, að svo mikill innflutn- ingskattur og söluskattur hafi verið settur á bíla í Danmörku að þeir eru nú komnir upp í álika verð og hér á íslandi, t.d. er Cortinan sem er einn vinsælasti bfllinn þar kominn upp f 175 þús. ísl. krónur og aðrar tegund- ir eftir því. Og benzín er tals- vert dýrara þar. Þetta háa verð lag á bílum og öðru sem til þeirra þarf er sett á beinlínis til að reyna að draga úr bifreiða- fjölguninni, þvf að ríki og bæj- arfélög geta ekki fullnægt vega og bílastæðaþörf ef sama aukn- ing heldur áfram. 'y/'iðræðurnar í Kristjánsborg hafa snúizt um þessi vanda- mál, sem fylgja eyðslu- og verð bólguþjóðfélaginu. I tillögum, sem Krag forsætisráðherra lagði fram og er undirstaða þe’irra viðræðna, sem fram hafa Framhald a bls. 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.