Vísir - 26.03.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 26.03.1965, Blaðsíða 9
V í S IR . Föstudagur 26 marz 1965. 9 staðaldri á vegum raforkumála- skrifstofunnar inni við Tanga- foss. Við höfum stanz við Tröll- konuhlaup, þar sem Halldór þarf að mæla árvatnshitann og athuga grunnstingulinn. Hallgrímur hefur orð á þvi, að mikill hafi sá kvenmaður ver fð, sem klofaði þarna yfir ána á fossunum. Mér kemur í huga lýsing Snorra á viðureign Þórs við Tröllkonuhlaup, sem „jók ár strauminn". Það væri ekki ama- legt fyrir þá á raforkumálaskrif stofunni að einn slíkur kven- maður tæki sér stöðu við Tröll- konuhlaup og yki árstrauminn, svo að ekki þyrfti að' kviða vatnsskorti. Og þá yrði varla grunnstingull í Þjórsá ... Hólmar og Spínadovsky. Enn er ekið inn eftir vikur- auðninni, og loks sést skálinn Þó að skálinn virðist lítill að utan séð, er þar furðu rúmgott þegar inn er komið - eldhús og borðsalur næst dyrum og svefnherbergi með „kojum“ fyr ir fjóra inn af. Klukkan er um átta að kvöldi, og við, ferða- langarnir, lítt þreyttir, því að ferðin hefur gengið eins og i sögu — eða öllu heldur eins og í lygasögu, miðað við staðhætti og árstíma. Innan skamms er borið fram rjúkandi kaffi og ekki færri tegundir meðlætis en tíðkast í henni Reykjavík. Skál- inn er hitaður kósangasi og notalega hlýtt, og kyrrðin um- hverfis leggst að okkur eins og mjúkur og þægilegur skjólfeld- ur. En þeir Hólmar og Halldór eru ekki á því að láta gestrisn- ina setja við kaffið og meðlætið. Nú taka þeir til við matseldina og áður en langt um líður er kyöldverður framreiddur. Mér verður litið á 'bækur Úti fyrir skála við Tangafoss — Halldór, Spinadovsky, Hóbnar, Númi og Hallgrimur. BAR AB M MISBRUNNI framundan. Honum hefur verið valinn staður við Tangafoss, eða austanvert við mót Tungnaár og Þjórsár. Þegar við nálgumst skál ann heyrist þar hundgá inni, og um leið og hurðinni er hrundið frá stöfum, kemur bringuhvítur hundur með svartan feld, rauð- brúnan í jöðrum, í loftköstum út úr dyrunum og fagnar gest- um ákaflega. Á þröskuldi stend- ur maður með gleraugu, grann- vaxinn og stillilegur og eflaust fagnar hann líka komu okkar, þó að hann láti ekki eins á því bera. Eflaust hefur verið vandfund- inn tvitugur maður til að dvelj- ast þama í skálanum inni á af- rétti vetrarlangt, oft og tíðum aleinn — en 40 km leið til byggða um vikurauðn, lítt rat- færa í náttmyrkrum eða hríð, þó að bfltroðningarnir séu merktir stikum á köflurh. En þessi ungi Vestfirðingur gaf sig fram og fékk starfann, eftir að hann hafði verið vandlega at- hugaður af læknum og öðrum sérfróðum — meðal annars geng ið úr skugga um að hann væri ekki myrkfælin og yfirleitt ekki uppnæmur fyrir smámunum. Hundurinn, sem er annar skála- búi að staðaldri, er líka ungur. Heitir sá Spínadovský, en er venjulega kallaður Spíni kvað skozkrar ættar en upprunninn f Holtunum. nokkrar á borði inni i svefn- klefanum. Sé þar meðal annars „Sjöstafakver" Kiljans og fleiri góðar bækur, og minnist þess, að eitt sinn var ég gestur sænskra skógarhöggsmanna í rúmgóðum bjálkakofa alllangt frá byggð. Þeir voru tólf saman og þar sá ég enga bók. Þegar ég svo spurði hvort þeir hefðu ekki neitt lestrarefni sér til dægrastyttingar, gláptu þeir á mig. Vestfirðingurinn ungi, sem læknar og sérfræðingar hafa dæmt svo heilbrigðan á sál og Iíkama, að óhætt sé að láta hann dveljast á afrétti allt skammdegið, les nýjustu bækur nóbelsskáldsins í tómstundum. Skyggnilýsingar við Hreysi? Að kvöldverði loknum er sezt að rabbi um daginn og veginn — og þó öllu fremur vegleysur, því að þeim Halldóri og Hall- grími verður tíðrætt um öræfin og óbyggðirnar, þar sem þeir virðast báðir allseins heima og heima hjá sér. Verð ég, sem ekki hef víða farið þar sem þjóð braut sleppir, margs vfsari af ræðu þeirra, er ég vissi ekki áður. Þeir tala um vætti og vofur á öræfum eins og góð- kunningja og segja frá ókyrrð í sæluhúsum eins og sjálfsögð- iim hlut. í skálanum í Áfanga- gili, sem ekki er ýkjalangt héð- an, er til dæmis ekki alltaf kyrrt — getur sá aðgangur magnast svo að hraustustu karlmenni, sem þekktir eru að því að láta sér fæst fyrir brjósti brenna, eins og Haraldur í Hólum, flýja þaðan á haustnóttu við annan Halldór Eyjólfsson á fööurlands- brókum, sitjandi á kojustokk. mann, sem ekki er aukvisi held- ur. Muni ég rétt, þá kom Har- aldi ekki til hugar að Iáta Heklu elda skelfa sig forðum, svo að mögnuð má þessi ókyrrð hafa verið í Áfangagili. En það er víðar ókyrrð í sæluhúsum, að reynslu og sögn þeirra Halldórs og Hallgríms, en ekki vil ég rekja það hér, svo að lúnir ferðalángar hræðist ekki að Ieita þar athvarfs. Og þessi ókyrrð er ekki bundin við sæluhúsin eingöngu. Inni við Hreysi Eyvindar og Höllu hjá Hreysikvísl hafa þeir félagar báð ir, og þó einkum Hallgrímur, orðið fyrir sterkum áhrifum. — Leikur þeim grunur á, að þar muni annaðhvort þeirra vera á reiki, Eyvindur eða Halla og kannski bæði. Er þeim félögum í mun að vita þetta nánar, og ráðgera að fá miðil þangað sem ferðafélaga á sumri komanda, ef það gæti orðið til þess að menn yrðu einhvers vísari. Mér verður reikað út. Það er stjömubjart og bragandi norð- urljós yfir afréttinum. Ekkert rýfur kyrrð öræfanna annað en Iágur niður ánna við skarir og vær gnýrinn í Tangafossi. Um- ferðarþys og erill borgarinnar virðist órafjarri — og þó stend- ur jeppinn, fararskjóti okkar i hlaðvarpanum og ber því vitni, að vélamenningin hafi haldið hér innreið. Og hvernig verður að líta héðan í áttina að Búrfelli að nokkrum árum liðnum? Og það voru hljóðir... Við vöknum hressir og endur- nærðir árla morguns, drekkum kaffi og höldum síðan í göngu- ferð inn með Tungnaá. Þeir Hall dór og Hallgrímur kunna öll ör- nefni á fingrum sér, og Númi getur nokkuð lfka f þeim fræð- um; hann hefur leitað afréttinn hérna haust eftir haust og auk þess verið varðmaður við sa\ið- fjárgirðinguna sumarlangt inni f Básum_ eða þar f nágrenninu. En það þýðir ekki að þylja nöfnin tóm í stuttri blaðagrein, enda er ég ekki viss um að muna þau rétt. Þegar við höfum gengið drjúg an spöl inn með ánni verður fyrir okkur allhátt hraunbarð og snarbratt niður öðrum megin, en varða hlaðin efst á bungunni. Þarna hafði Halldór eins konar bilabryggju tvö sumur, er hann dvaldist inn við ána og ferjaði bíla ferðafólks yfir hana á stór- um „vatnatrukk" — ók honum að barðbrúninni, og mátti þá aka bílunum beint á pall trukks- ins eða af. Var leið sú þá fjöl- farin, nógir flutningar og oft glatt á hjalla, segir Halldór. Nú er kominn kláfur á Tungnaá inni á Haldi, og við það hefur bílferja Halldórs Iagzt niður af sjálfu sér. Inni á barðinu finnur Spinad- ovsky flöskubrot, og má ráða það af tappanum, að skozkt viský hafi verið á pytlu þeirri, Framh ð bls 13 I skála að morgni — Hallgrimur athugar ömefni á landabréfi. Númi fylgist með. Halldór mæiir hitann i Þjórsá fyrir neðan Tröllkonuhlaup.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.