Vísir - 31.03.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 31.03.1965, Blaðsíða 5
5 VISIR . MiBvlkudagur 31. marz 1965. I utlönd í iiLorgun utlönd í morgun útlönd "'mdrgun út: LÖn< I i morgun 1 Washington er litið svo á, að OTBkin í Vietnam muni harðna vegna sprengjuárásarinnar á banda rísku sendiráðsbygginguna f Saigon Manntjón af völdum hennar hef ir orðið mun meira en búizt var við. r>ð er nú kunnugt orðið, að ti -1 • —" menn biðu bana af völd- um ' ennar, en um 150 munu hafa særzt. Johnson forseti hélt fund með helztu ráðunautum sínum í gær, m. a. McNamara landvarnaráðherra og Rusk utanríkisráðherra, en Tay lor sendiherra gerir utanríkisnefnd öldungadeildar í dag grein fyrir ástandi og horfum í Suður-Viet- nam. Að fundi Johnsons loknum í gær kyöldi lýsti hann yfir, að sprengju tilræðið bæri taumlausri harðýðgi og miskunnarleysi vitni, en þetta atferli myndi gera Bandaríkjastjóm enn ákveðnari í að styðja Suður- Vietnam í að halda frelsi sínu og sjálfstæði. Samtímis lýsti hann yf- ir, að hann myndi fara fram á sér- staka fjárveitingu þjóðþingsins til þess að reisa nýja sendiráðsbygg- ingu í Saigon. SAMKOMULAGS- UMLEITANIR? í London er tilkynnt, að Patrick Gordon Walker fyrrverandi utan- ríkisráðherra leggi af stað í Suð- austur-Asíuferðina 15. apríl, og var sagt í brezka útvarpinu, að „menn vonuðu, að hann myndi eiga við- ræður við leiðtoga, ekki aðeins í Saigon, heldur einnig í Hanoi og Peking“. Áður en þessi ferð var ákveðin, hafði Wilson forsætisráðherra lýst yfir, að ekki væru fyrir hendi skil- yrði eins og sakir stæðu um samstarf milli Breta og Rússa (sem sameiginlega hafa með höndum formennsku varðandi Gen- farsáttmálann um Suðaustur-Asíu) til þess að leita samkomulagsleiða, en Bretar myndu leita þeirra á eigin spýtur. Og er það þess vegna, að Gordon-Walker er sendur i eins konar könnunarleiðangur til SA.- Asíu. HEFNDIR? Það er nú mikið rætt um, að hefnt verði með síauknum og harð- ari loftárásum fyrir árásina á sendi ráðsbygginguna í Saigon. Árás var gerð á eina flugbraut Vietcong I gær og hún eyðilögð, en tekið var fram að þessi árás hefði verið á- kveðin fyrir sprengjutilræðið. í NTB-frétt segir, að ekki sé víst, að forsetinn saki Norður-Viet nam um að standa á bak við til- ræðið. Frá opinberri hálfu liggur ekkert fyrir um það enn, hvort hert verði hin hernaðarlega sókn í Vietnam vegna árásarinnar, en líklegt er, að mjög verði lagt að forsetanum að gera það og þess krafizt, að sent verði meira lið til Suður-Vietnam. Talið er víst, að Maxwell Taylor sendiherra leggi til, að það verði gert. Fasteignir TIL SÖLII y2 húseign við Kirkjuteig. Stór 4 herb. fbúð á 2. hæð, 2 svalir, teppi á öllum gólfum, uppþvotta- vél í eldhúsi. Bílskúrsréttur. 3 herb. fbúð f rishæð, teppi á stig- um. 4 herb íbúð við Ljósheima. þ stofa, 3 svefnherb. á sér gangi, eldhús bað og svalir. 4-5 herb. fbúð við Safamýri. Ný í- búð með teppum, 2 svalir, sér geymsla, sameign f þvottahúsi. Bílskúrsréttur. Timburhús á eignarlóð f miðbænum Kjallari, hæð og rishæð. Á hæð- inni er 4 herb. íbúð, f rishæð 3 herb. íbúð með kvistum. 1 kjall ara þvottahús og geymslur. 2 bíl- skúrar. í smíðum: 4 herb. íbúð fokheld í Kópavogi. Sér inngangur og sér hiti. Stærð um 110 ferm. Geymsla og þvotta ; | 6«8iP®jallafcí. HúSfð éf-á!góðum stað-á nesinui'- j Í 4 herb. fbúSaim. 123 ferm. við Hoha gerði f Kópavogi, Tilbúin undir tréverk. 1 stofa, 3 svefnherb. á sér gangi ,eldhús, bað. Þvotta- hús á hæðinni. Geymsla í kjall- ara. 3 herb. íbúðir fokheldar við Kárs- nesbraut. Sár þvottahús á hæð- inni gert ráð fyrir sér hita. Hús inu skilað múruðu og máluðu að utan. Einbýlishús f Garðahreppi. Fokhelt með hitalögn, stærð um 200 ferm. Bflskúr fyrir 2 bíla, malbikuð gata. JÓN iNGIMARSSON löp. Hafnarstræti 4 . Sími 20555 Sölum.: j i Sigurg. Magnúss., kvöldsimi 34940 : JAFNAN FYRIRLIGGJANDI STÁLBOLTAR MASKÍNUBOLTAR BORÐABOLTAR MIDF7AÐRABOLTAR SPYRNUBOLTAR SLITBLAÐABOLTAR STÁLRÆR 7ÁRNRÆR HÁRÆR VÆNG7ARÆR HETTURÆR FLATSKÍFUR SPENNISKÍFUR SDÖRNUSKÍFUR BRETTASKÍFUR SKÁLASKÍFUR MASKÍNUSKRÚFUR BLIKKSKRÚFUR FRANSKAR SKRÚFUR DRAGHNOÐ * HANDVERKFÆRI * i^TSTVI BRAUTARHOLTI 20 R.VÍK - SÍMI 15159 FLJÚGIÐ MEÐ „H ELGAFELLI" Sími 22120 • Reykjavík Sími 1202 • Vestm.eyjum □□□□□□□□□□□□□□□□□□CIDaDQDDDQDDDQDDDQQDDDDaDDDDDQDDDQDOQDQQQDDDD□□□□□□ Hjarto bifreiðarinnar er hreyfillinn andlitið aftur ó móti — er stýrishjólið Bæði þurfa að vera í góðu ástandi, en stýrishjólið þarf ekki aðeins að vera í góðu ástandí, það þarf einnig að líta vel út. Og hvernig fær maður fagurt stýr- &l?9 ishjól? Það er aðeins ein lausn, kom- ið einfaldlega til okkar. Það er margt hægt að gera til að fegra stýrishjólið yðar, en betur en við gerum það, er ekki hægt að gera. Er það? - eða hvað? Og er það hagkvæmt? — Já, hag- kvæmt, ódýrt og endingargott og .. Viljið þér vita meira um þessa nýj- ung? — Spyrjið einfaldlega við- skiptavini okkar, hvort sem þeir aka einkabifreið, leigubifreið, vöru- bifreið, eða jafnvel áætlunarbifreið. Allir geta sagt yður það. — Eða hringið strax í síma 21874, við gefum yður gjaman nánari upplýsingar. □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□DQDaDaDDQD þingsjá Vísis þingsjá Visis þingsjá Vísis Hækkun dráttarvaxta — Ríkisborgararéttur Fundir voru £ báöum deildum Alþingis í gær. í efri deild voru 4 mál á dag- skrá og voru öli tekin fyrir. Má þar m. a. nefna frv. um leigu- bifreiðir og hundahald. í seðri deild voru 8 mál á dag- skrá og mælti viðskiptamálaráð- herra fyrir 3 þeirra, en þau fjalla öll um hækkun dráttarvaxta. HÆKKUN DRÁTT ARVAXTA Viðskiptamála- ráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, lagði fram 3 frv. um hækkun á drátt- arvöxtum og heita þau frv. um víxillög, bann við okri og tékkaf. I greinargerð með einu þessara frv. segir, að um síðastliðin ára- mót hafi Seðlabankinn ákveðið almenna hækkun dráttarvaxta, sem nauðsynleg þyki til að stuðla að aukinni skilvísi við greiðslu skulda. Breyting sú, sem hér er lagt til að gerð verði á víxillög- unum, veldur því, að vextir þeir, sem heimilt er að krefja skuld- ara um eftir gjalddaga víxils, verða aðrir og nokkru hærri en nú gildi. Samkvæmt núgildandi lögum er viðbótarkostnaður skuld ara vegna vanskila á greiðslu víx- ils hverfandi allt til .þess, er kostn aðar við dómstól fer að gæta. Slfkt fyrirkomulag sé óheillavæn- legt, og sé með þessu frv. ætlað að bæta úr því. Verði frv. að lögum, munu dráttarvextir vegna víxilskúlda verða 1% fyrir hvern mánúð éða brot úr mánuði. Hin frv. 2 um bann við okri og um tékka eru' svipaðs eðlis. RÍKISBORGARARÉTTUR Einar Ingimund arson mæti í neðri deild fyrir nefndaráliti á frv. um ríkisborgara- rétt. Leggur nefndin til að 30 manns verði veitt ur ríkisborgara- réttur hér á landi. Af þessum hópi eru 16, sem ekki fullnægja þeim skilyrðum, sem sett eru um rfkisborgararétt, en þeir eru allir júgóslavneskir flóttamenn, sem komu hingað árið 1959, en árið áður hafði íslenzka ríkisstjórnin samþykkt eftir tilmælum Samein- uðu þjóðanna að veita þessu fólki aðstoð, sem það þyrfti, og veita því ríkisborgararétt svo fljótt sem lög leyfðu. Einnig var því sagt, að hér væri fyrir hópur ungverskra flóttamanna, sem sömu lög giltu um. Nú hafa hinir ungversku margir hverjir hlotið íslenzkt ríkisfang, og þykir því eðlilegt, að Júgóslavarnir hljóti það nú eftir sömu reglum. Einnig er gert ráð fyrir að Þórunn Askenazhy fái íslenzkan ríkisborgararétt, sem hún hefur misst við að giftast hinum rúss- neska listamanni. f STUTTU MÁLI Jón Þorsteinsson mælti í efri deild fyrir frv. um hundahald, en það er flutt af heilbrigðis- og fé- lagsmálanefnd deiidarinnar. Efni frv. er á þá leið að skattur af þarfahundum skuli vera 30 kr., en af öðrurrt hundum 300 kr. Er skatturinn þar með hækkaður um helming og er talið nauðsyn- legt til að standa undir hreins- unarkostnaði, sem að öðrum kosti hefur þurft að greiða að hluta úr sýslusjóðum. Þá mælti Jón einnig fyrir frv. um breytingar á lögum um leigu bifreiðir. Er breytingin á þá leið að fjöldi leiguvörubifreiða í sýslum og sveitum verði takmarkaður, en ákvæði um þetta hafa ekki verið tii fyrr en nú. Gísli Guðmundsson mælti fyrir frv., sem hann og fleiri flytja um að stofna héraðslæknisumdæmi á Norðausturlandi. Matthías Á. Mathiesen mælti fyrir frv. um að selja Mosfells- hreppi jarðirnar Þormóðsdal og Bringur. Er það flutt samkv. ósk hreppsnefndar Mosfellshrepps.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.