Vísir - 31.03.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 31.03.1965, Blaðsíða 9
V í S IR . Miðvikudagur 31. marz 1965. 9 vegna þess að ég taldi mig bera ábyrgð á hópnum sem með mér var Ég hélt líka að eitthvað al- varlegt hefði skeð eftir að ég var farinn úr eynni því að á mánu dagsmorguninn var hringt til mín úr Vestmannaeyjum og mér sagt að Surtsey væri öll hulin samfelldum reykjarmekki og þar mundu einhver stórfelld um- brot verið í gangi. — En var ekki sú raunin á?, — Nei, orsökin fyrir þessum mökk mun hafa verið óvenju- mikið logn og hitauppstreymi Reykur og gufa hlóðust yfir ey nni og héldust þar kyrr. — En hvaða skýring er á öskrunum úr gígnum? — Það mun orsakast af gos bruna eða vetni sem streymir eftir þröngum rásum í gegnum glóandi hraunleðjuna og upp á yfirborðið. Þá myndast þetta ó- hugnanlega hvæs eða öskur, eins og allt ætli um koll að keyra. — Svo ég víki talinu að öðru Björn, hvað ertu búinn að fara margar ferðir út í Surtsey? — Ef þú vilt vita hvað ég hef oft lent þar ,þá eru ferðirnar orðnar 28 talsins itaeð Lóunni. Lóan^ tíður gestur í Surtsey. MIKIL BREYTING HEFUR ORÐ- Um síðustu helgi hafði Surtur tekið á sig nýjan svip og fór nú með meiri hamförum og djöf ulskap, en hann hafði gert um langt skeið. Verulegar breytingar höfðu orðið á gígnum og myndazt í hann stórt skarð að norðaustan Þar hafði gígbrúnin fallið nið- ur og um leið stækkað gíginn til muna. Frá þessu skýrði Björn Páls- son flugmaður, sem er allra manna kunnugastur Surti orð- inn og hefur lent flugv. sínum nær 30 sinnum á Surtsey frá þvi í janúarmánuði sL — Þú segir að breytingar hafi orðið á gígnum? — Já, miklar. Og síðan að ég tók að lenda á Surtsey hef ég ekki séð gíginn í þvílíkum ham og á sunnudaginn var. Við það að brotnað hefur úr gígskálinni sér maður hvernig hraunið bylt ist fram af ógurlegum krafti og fellur í voldugum eldfossi nið- ur I gíginn. Þetta er störkostleg sjón og áhrifamikil. Áður sást aðeins krauma niður í gígnum og hraunskvettur upp úr honum öðru hvoru, en ekki með þeim hamförum sem voru á honum nú. En það sem gerði þessar ham- farir jafnframt óhugnanlegar var öskur niðri í gígnum. Það var í senn svo kraftmikið og óhugnanlegt að það settii <að manni ónot og maður bjóst hálft í hvoru við ógurlegri sprengingu Slik hljóð hef ég aldrei heyrt í Surti fyrr og mér var um og ó að halda ró minni, ekki sízt Hún virðist vera betur fallin til Surtseyjarferðar en aðrar flugvélar. — Af hverju það? — Skýringin er fólgin í þvi að fjörusandurinn, sem lent er á, er laus og hjólin marka djúp spor i sandinn. Þess vegna er það að þær flugvélar aðrar, sem lent hafa á Surtsey hafa átt í erfiðleikum með að ná sér á loft. En Lóan er með tvöföldum hjólum bæði að framan og aft- an og ristir þess vegna ekki eins djúpt í sandinn. Auk þess þarf hún tiltölulega litla ferð til að ná sér til flugs. ☆ — Er hægt að lenda í Surtsey í hvaða vindátt sem er? — Nei, það er ekki hægt. Ég hef lent þar í norðaustan vindi, ennfremur bæði i austan átt og vestanátt, en það er úti lokað að lenda þar í sunnanátt. — Hvers vegna? — Þá stefnir vindurinn af fjallinu og getur verið svip- vinda, en líka leggur þá reykj- armökkinn frá gígnum yfir lend ingarsvæðið og byrgir manni sýn. Ég vil helzt ekki heldur fara i logni — farþeganna vegna, því þá njóta þeir ekki þess sem Surt ur hefur upp á að bjóða. Gígur inn fyllist af reyk eða gufu á barma og byrgir fyrst og fremst alla sýn niður í gíginn en auk þess er brennisteinsfýlan illþolandi ,og manni leggur'fyr ir brjóst. — Er lendingarstaðurinn breytilegur frá degi til dags? — Já, hann er það. Það ber mest á þvi eftir stórstreymi eða miklu hafróti. Þá rífur sjórinn upp fjöruna og þurrkar út hjól- förin. — Er það ekki vont? — Nei, þvert á móti. Það verð ur í lendingu að forðast gömul hjólför. Það er ekki hægt að lenda tvisvar í sömu förunum. Þess vegna er nauðsynlegt að sjórinn flæði yfir þau, þurrki þau út og þétti sandinn. í fyrsta skipti sem ég lenti á flugvél í Surtsey var 18. jan. sl. þá lenti ég ofarlega á fjöru- bakkanum. Sjórinn hefur ekki náð förunum og þess vegna hef ég aldrei getað lent þar síðan. Nú lendi ég nær sjónum og það hefur reynzt ágætlega. Hitt er svo annað mál, að í miklum sjógangi ber sjórinn alls konar drasl og jafnvel steina upp í f jöruna og þetta verður að hreinsa burtu. — Brýtur sjórinn ekki smám saman af sandinum? — Nei, hann virðist stækka og eyjan virðist stækka bæði að norðan og sunnan, að sunn- an af hraunrennslinu og að norð an af sandburði. ☆ — Hvað hefurðu flutt marga farþega út í Surtsey? — N'lega 300 talsins. — Og áhuginn mikill að kom ast þangað? — Mjög mikill og í rauninni miklu meiri en hægt er að anna eins og sakir standa. — Hvað flýgurðu marga daga vikunnar? — Ég hef flogið oftast á laug ardögum og sunnudögum þeg- ar viðrar, en stundum hef ég far ið með hópa í miðri viku ef svo hefur borið undir og þeir hafa pantað flugvélína, bæði vísinda menn og aðrir. ☆ — Hvernig þurfa Surtseyjar- farar að vera búnir og hvað þurfa þeir að varast eftir að út í eyna er komið? — Góðir, uppháir gönguskór eða þá gúmmístígvél tel ég al veg sjálfsagða. En annað veiga- mikið atriði er að hafa vettl- inga eða góða þykka glófa á höndum. Margir hafa hrasað f hrauninu, borið hendur fyrir sig en hlotið við það skeinur því hraunið er víða egghvasst og ekki beint notalegt að detta á það. — Er það annars varasamt yf irferðar? — Það er fyrst og fremst ó- greiðfært og sumsstaðar er hol rúm undir þunnri hraunskán sem brotnað getur undir manni. Fyllstu varúðar skyldu menn einnig gæta á gígbrúninni og hætta -r ekki of fra ..rlega. Það er aldrei að vita nema hún kunni að svíkja og hrynja und an fótum manns. Loks vil ég benda fólki á, að hætta sér aldrei einsamalt út á hraunið, heldur fara í fylgd með öðrum ef út á það er lagt Það er aldrei að vita hvað fyrir kann að koma. Það er f jölbreyt landslag í Surtsey. Hér sést niður í Iónið. VIÐTAL VIÐ BJÖRN PÁLSSON FLUGMANN M\

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.