Vísir - 31.03.1965, Blaðsíða 11
VISIR . Miðvikudagur 31. marz 1965.
rr
Ódýrar páskaferðir
til skíðastaðanna
Þetta eru dómaramir, sem munu að öllum likindum verða burðarás dómarastarfanna í hinum ýmsu flokk-
um í sumar.
TVEIR DÓMARAR FARA
UTAN Á NÁMSKEID
í morgun fóru utan til
Noregs tveir íslenzkir
knattspyrnudómarar, þeir
Grétar Norðfjörð og Einar
Hjartarson, en þeir munu
taka þátt í miklu dómara-
námskeiði, sem haldið er
árlega hjá norskum dóm-
urum í upphafi starfstíma-
bils þeirra. Fréttamaður
Vísis hitti Grétar að máli í
gærdag þegar hann var að
undirbúa ferð sína.
—•. Hvað tekur námskeiðið lang-
an tfma, Grétar?
— Það tekur þrjá daga, og eins
og þú getur séð á þessari dagskrá,
er ekki slakað á, unnið frá þvf
snemma á morgnana þar til seint
á kvöldin. Námskeiðið er haldið í
fjallahóteli í Leangkollen, sem er
skammt frá Osló, eitthvað um hálf
tíma akstur þaðan og þama munu
allir beztu dómarar í 1. deild verða
meðal þátttakenda. Kennarar koma
frá Svíþjóð og Danmörku og halda
fyrirlestra. Á lista yfir þátttakend-
ur þekkjum við nokkur nöfn, þvi
þarna verða allir norskir dómarar,
sem hér hafa dæmt landsleiki.
— Hvað vildir þú segja um gagn
semi þess að íslenzkir dómarar
kynni sér störf „kollega" erlendis?
— Það er okkur lífsspursmál að
fylgjast með því sem fram fer í
knattspymumálum Evrópu, því lín-
an í þeim málum er gefin þar. Við
verðum að kynnast túlkun dómara
erlendis á reglunum, sem eru mjög
breytilegar með ámnum. Meining-
in er sfðan að halda fundi hér
heima og reyna að samræma túlk-
unina meðal félaganna heima, en
það hefur komið í ljós, að dóm-
arar hafa túlkað ýmsar greinar
laganna á margvíslegan hátt, en
vitaskuld verðumvið að fylgja þeim
stefnum sem erlendis em uppi
vegna síaukinna samskipta við út-
lönd. Mér finnst líka að við verð-
um að reyna að auka enn á hróð-
ur íslenzkra dómara, sem nú eru
byrjaðir að dæma milliríkjaleiki
erlendis og kallaðir þangað gagn-
gert.
— Hvað getur þú sagt mér af
námskeiðinu að öðm leyti?
— Það hefst á föstudaginn með
skriflegu prófi, en lýkur síðan á
sunnudag. Það, sem tekið er fyrir,
er m. a. að teknar verða fyrir á-
kvarðanir frá ráðstefnu um knatt-
spyrnureglurnar, sem fór fram í
Svíþjóð, rætt um læknisskoðun og
heilsugæzlu leikmanna, þjálfun
dómara, því þeir þurfa að æfa ekki
síður en leikmenn, rætt um að-
stöðu dómara í ýmsum löndum og
margt fleira, sem varðar dómara
og knyttspyrnumál. Farið verður
í æfingar og mun sænskur þjálfari
sjá um kennsluna.
' að er annars virðingarvert,
að íslenzkir dómarar hafa und-
anfarin ár reynt eftir megni að
afla sér kunnáttu og leikni í
þeirri iist að dæma knattspyrnu.
Góður knattspymudómari þarf
sannarlega að hafa bein i nef-
inu. Hann þarf að gjörþekkja
reglurnar og þarf að auki að
setja sig inn í aðstæðumar og
dæma út frá eigin skynsemi í
mörgum tiifellum. Hann þarf
lika að afla sér úthalds til að
geta fylgzt með. Það er síður
en svo létt starf að fylgja ná-
kvæmlega hröðum leik í 90 mín-
útur og hafa aðeins 10 minútna
hvild á milli hálfleikja. Utan-
ferðir dómaranna hafa orðið tii
þess að blása lífi i samtök þeirra
og Dómarafélag Reykjavíkur er
mjög vel starfandi um þessar
mundir, enda er það nauðsyn til
að hægt sé að koma á samræmi
í störfum dómaranna.
—jbp—
í tilefni af skíðalandsmóti,
Skíðamóti Islands, sem haldið
verður á Akureyri um páskana
og skíðaviku á ísafirði á sama
tíma, hefir Flugfélag Islands á-
kveðið að sérstök „skíðafar-
gjöld“ skuli gilda frá Reykjavík
til Akureyrar og Isafjarðar frá
8.—25. april að báðum dögum
meðtöldum. Skíðafargjöldin eru
30% lægri en venjuleg einmiða-
fargjöld á þessumi flugleiðum
og kostar farið Reykjavík—-Ak-
ureyri—Reykjavík aðeins kr.
1022,00. Sama fargjald er einnig
í gildi á flugleiðinni Reykjavík
—ísafjörður—Reykjavík um
páskana. Gildistími farmiða er
7 dagar.
SKÍÐAMÓT ÍSLANDS,
AKUREYRI
Skíðamót Islands hefst á Ak-
ureyri þriðjudaginn 13. apríl og
lýkur á annan páskadag, 19.
apríl. Skíðamótið fer fram við
Skíðahótelið í Hlíðarfjalli, en
þar er sem kunnugt er hin ákjós
anlegasta aðstaða til skíðaferða.
Tvær skíðalyftur eru í Hlíð-
arfjalli, önnur við hótelið en
hin nokkru ofar, við svonefndan
Stromp.
Margt verður til skemmtunar
meðan mótið stendur, kvöldvök
A' Tjh 't’ Skíðahðtéiitíú1 og' skemmt-
SKÍÐAVIKAN
Á ÍSAFIRÐI
Á Isafirði verður skfðavika
um páskana og einnig þar verð
ur margt til skemmtunar. I ná-
grenni Skíðahótelsins í Selja- ■
landsdal er frábært skíðaland.
Þarna mun gestum hótelsins og
öðrum, er dvelja á Isaflrðl skfða
vikuna, gefinn kostur á skíða-
kennslu, skfðaferðir verða skipu
lagðar um nágrennið, en á
kvöldin verður efnt til kvöld-
vaka í Skíðahótelinu og skemmt
anir verða f samkomuhúsum á
Isafirði.
Skíðafargjaldið Reykjavfk—
Isafjörður—Reykjavík, er sem
fyrr segir kr. 1022,00 og gildis-
tími farmiðanna 7 dagar frá því
lagt er upp í ferð.
-Prcntun p
prentsmiðja & gúmmlstlmplaflarö
Elnholtl 2 - Slmí 20960
BING * GR0NDAHL
POSTULÍNSVÖRUR
ORRXVOSS
KRISTALLVÖRUR
rusru
O
K!
PQSTULtfN & KRISTALL
SÍMI 24860
HÓTBL SAGA, BÆNDAHÖLLIN
Veiði-
menn
Á morgun 1. apríl rennur upp sá langþráði dagur þegar byrja má að
veiða sjóbirting.
Munið að við höfum eins og ávallt áður bókstaflega allt sem þarf í
fyrstu veiðiferðina — ekki síður en hinar seinni og í enn meira úrvali
en nokkru sinni áður.