Vísir - 13.04.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 13.04.1965, Blaðsíða 8
8 v i s n I 1983. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði I lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis — Edda h.f Úrelt iðnfræðsla f>að hefur lengi verið ljóst að það fyrirkomulag sem tíðkazt hefur hér á landi um iðnfræðslu er mjög ó- viðunandi. Hluti námsins, hin verklega hlið, hefur átt að fara fram á mörgum árum á verkstæðum og vinnustöðum. í orði lítur það ekki svo illa út. En reyndin hefur orðið sú að þessi fræðsla hefur í allt of mörgum tilfellum orðið hálfkák eitt. Iðnnemarnir hafa sáralitla kennslu fengið á vinnustöðunum en verið notaðir þess í stað sem ódýr vinnukraftur. Þá hefur það oft verið gagnrýnt hve langt iðnnámið er hér á landi í sumum þeim greinum sem kenna má á miklu skemmri tíma. Afleiðingin hefur orðið sú að iðnaðar- nemarnir hafa komið úr námi án þeirrar fullkomnu menntunar sem þeir eiga kröfu á og þjóðfélagið hlýt- ur einnig að krefjast. ]\ú hefur verið lokið við að semja nýja löggjöf um iðnfræðslu í landinu. Kjami hennar er að iðnskólar verða stofnsettir í öllum kjördæmum landsins. Verð- ur þar sköpuð aðstaða til víðtækrar verklegrar kennslu í skólunum í sérstökum verknámsdeildum og er ætlazt til þess að sú kennsla komi að verulegu leyti í stað iðnnáms á verkstæðum. Þetta er mikið og heillavænlegt framfaraspor. Það mun stuðla að mjög bættri menntun iðnaðarmanna ef vel tekst til. Slík menntun á og verður og að hafa það í för með sér að kostnaður við iðnaðarframkvæmdir minnki sökum aukinnar menntunar og verkskilnings iðnaðarmanna og aukinnar hæfni þeirra til þess að taka upp nýj- ungar og breyttar vinnuaðferðir í starfsgreinum sín- um. Á slíku er vissulega ekki vanþörf hér á landi, eins og reynsla undanfarinna ára einkum í bygging- ariðnaðinum hefur sýnt. Gildi rannsóknanna \ laugardaginn skýrði Vísir frá fregn sem athygli hefur vakið. Það var frásögn af uppfinningu íslenzks útgerðarmanns sem tekið hefur einkaleyfi erlendis á aðferð til þess að vinna fiskimjölsblokkir til mann- eldis úr leifum fiskiflaka. — Hér skal engu spáð um það hverjir verða framtíðar sölumöguleikar þessarar nýju vöru. Reynslan leiðir það í ljós. En uppfinningin sýnir hver nauðsyn það er að við íslendingar séum vel á verði og vakandi í leit nýrra aðferða til þess að framleiða sjávarafurðir fyrir erlenda markaði, nýta og bæta það hráefni sem sjómenn okkar sækja í greipar Ægis. Eins og sakir standa ríkir of mikið skipulagsleysi á þessu sviði. Ekki sízt þarf að stórefla Rannsóknarstofnun sjávarútvegs- ins með það í húga að þar sé unniðumfangsmikiðstarf á þessu sviði. Sú stofnun þarf að vera vel búin tækj- um og hafa stærri mannafla færustu sérfærðinga á að skipa. Ein stærsta fiskveiðiþjóð álfunnar má ekki láta sér annað sæma en slíka öfluga rannsóknar- deild. Páskaferðirrnar: Spilavíti og Keeler Það má segja að ferðir ferða- skrifstofanna um páskana mið- ist við það að eitthvað sé fyrir alla. Fyrir þá sem vilja hafa það gott og njóta lífsins i rólegheit- um kynnast Englandi með slnum gömlu siðvenjum efnir Saga til páskaferðar til Brighton Njáll Símonarson segir lesendum í stuftu viðt. hverju ferðalöngum gefst kostur á að "kynnast' í einnr íIKrr feið, . ‘ . , - — Hvað er það, sem ferðaiang urinn sér, þegar hann lítur út um gluggann á hótelinu sínu fyrsta morguninn, sem hann dvelst f Brighton? — Þá sér hann ströndina og hafið, sem blasir við. Hótelið er við aðalbúlevardinn og snýr út að ströndinni. — Það hlýtur að vera ánægju leg tilfinning? — Maður talar ekki um fólk, sem er iið fara í sína fyrstu ferð til útlanda, en það er alltaf um helmingur þess sem fer en hins vegar er það nú dálftið hæpið að fólk fari að synda á þessum árstfma. En það er oft gott veð- ur þama á bessum árstíma, hit inn getur farið upp í allt að 25° á C. og fólk setur verið á strönd inni og sólað sig. — Hvemig myndi dagur á sröndinni líða? — Þarna eru sólstólar og fólk- ið liggur ce sólar sig. Svo er þarna stðr bryggja, sem gengur út f sjóinn og þar eru alls konar tæki. Þar er einnig stór konsert salur þar sem er verið að skemmta allan daginn þama er dægurlagasöngur og músfk, bítlar og hvað eina Það er Tívolísvipur á þessu, þarna er hringekja, Parisarhjól og alls konar spilakassar fvrir yngri fræga í London, þar er hægt að sjá alls konar vaxmyndir. — Christine Keeler og annað frægt fólk? — Já, hún lenti i útibúinu, það var rýmt til í safninu í London og hún var send niður eftir. Þarna er líka geysimikil sýningarhöll Georgs IV. Þetta er höll, sem hann Iét byggja þarna og þar er mikið af gömlum munúm frá hans tímabili. f Brighton bú margir frægustu leikarar Englands t. d. Sir Laur ence Olivier. Að vísu er hann ekki nærri alltaf þama en þegar ég var þarna í ferð í fyrra hafði hann komið til þess að dveljast um helgi og fólkið hópaðist sam an fyrir framan húsið til þess að geta séð hann. — Farið þið í einhverjar ferð ir um nágrennið? — Já, við förum í smátúra t. d. til Folkstone, sem er mikill ferðamannabær á sumrin. f einni ferðinni var borðað f gömlu húsi frá 18. öld, sem var sam- bland bæði af krá og gistihúsi og var ákafíega fomfálegt og hafði mikinn sjarma yfir sér. Þama vom borðaðir típiskir enskir réttir, t. d. ekta enskt roast beef en eins og kunnugt er em Englendingar frægir fyrir það. En þarna á suðurströndinni og mjög fallegt, ströndin er fall eg og fjölbreytileg með hvítum kalkklöppum og þama er blóma mergð blómarækt er mikil, öll torg og skrúðgarðar eru vel hirt. — Verður svo ekki farið til London? — Það má gera ráð fyrir þvi að fólkið skreppi til London, þetta er ekki nema klukkutíma ferð með lest hvora leið, en þar að auki verður dvalið 3 daga í London, íslendingar þurfa alltaf að komast í búðir og svo er mik ið að sjá í London. Aðalleikhús tímabilið stendur yfir núna. Af því sem er verið að sýna má nefna að i Saddler Wellsóper- unni er verið að sýna Brúðkaup Fígarós og Orpheus f undirheim um. Svo er verið að sýna á Strand Sound of Music, söng- leik, sem hefur gengið í fjörgur ár og er alltaf jafnvinsæll og virðist ætla að ná sömu vinsæld um og My fair Lady. Svo eru skoðaðir ýmsir merkisstaðir. — Þeta verður sambland af hvíld og skemmtun? — Þetta verður ágætis afslöpp unarferð fyrir fólk, sem vill taka því rólega og leggur ekki út í fjallgöngur eða sund þetta verð ur róleg, hugguleg stutt ferð. Skógafoss afhent- ur i næsta mánuði kvnslððina bað má segia að betta sé eins konar enskt Reno Hafa þeir snilavfti barna’ — Þama er eina snilavítið f Bretlandi Það er staðsett ! M etrnnolv* npliriu — Svo að fólkið hefur tæki- færi til þess að eyða þama pen- ingum eða til þess að græða? -- Frekar til þess að eyða. — Hvað er fleira sem hægt er að sjá? — Þama er útibú frá Madame Tussaud vaxmyndasafninu Eins og áður hefur verið sagt frá í fréttum á Eimskipafélagið nú 2 skip í sn. 'um hjá Álborg Værft í Álaborg, m.a. „Skóga- foss“ sem var hleypt af stokkun um 13. febr. s.I. og systurskip hans, sem kiölur var lagður að um svipað leyti. Smfði beggja þessara skipa miðar mjög vel áfram og nu er ákveðið að m.s „Skógafoss" verði tilbúinn og afhentur Eim- s’ aginu að lokinni reynslu ferð hinn 26. maf n.k. — Dag inn áður hinn 25. maí verður systurskipi m.s. „Skógafoss" hleypt af stokkunum. M.s. . Skógafoss" er opið/lok- að hlifCarþilfarssklp með full- um stvrkleika sem lokað. Fyr f í stað verður skipinu siglt sem lokuðu hlífaðarþilfarsskipi og er burðarþol þess þá um 3800 D.W. tonn Seinna skipið verður vsentan lega afhent Eimskipafélaginu í október n.k.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.