Vísir - 13.04.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 13.04.1965, Blaðsíða 9
V1 S I R . Þriðjudagur 13. apríl 1965. STÚR VIRKJUN VID BÚRFCIL ■ ALÚMlNVCRKSMIDJA eftir INGÓLF JÓNSSON ráðherra 4"kft er rætt um atvinnumál hér ^ á landi sem eðlilegt er, þar sem afkoma alls almennings byggist á því, hvernig atvinnu- vegunum vegnar. Til skamms tíma hafa atvinnuvegirnir verið fábreyttir og þjóðarbúið rekið að mörgu leyti við frumstæðar ‘aðstæður. Á síðari árum hafa miklar breytingar orðið til bóta, hvað þetta snertir. Gömlu at- vinnuvegirnir, landbúnaður og sjávarútvegur, hafa í seinni tfð tileinkað sér tækni og frarhfar- ir, sem orðið hafa. Samfara þessu hefur skapazt innlent fjár- magn og þjóðartekjurnar farið vaxandi með ári hverju. Tekjur almennings hafa aukizt og lífs- kjörin yfirleitt batnað. Miðað við það sem gerist hjá nágranna þjóðunum í þessu efni, þola kjör almennings fyllilega samanburð. Með vaxandi tækni í veiði- aðferðum hefur sjávaraflinn auk izt frá ári til árs. Fréttir berast um það, að fiskimið á fjarlæg- um slóðum, sem áður voru afla- sæl, séu nú til þurrðar gengin. Bendir það til þess, að óvarlegt sé að treysta eingöngu á sjávar- aflann. Vonandi hafa fiskimiðin í kringum Island sérstöðu þánn- ig, að afli geti haldizt þar um alla framtíð, ef komið verður í veg fyrir ofveiði. LANDGRUNNIÐ FYRIR ÍSLENDINGA Landgrunnið allt verður að vera fyrir islendinga eina, svo fljótt sem möguleikar leyfa. Þótt ástæða sé til að vera bjartsýnn um gæði íslenzkra fiskimiða er óhjákvæmilegt að gera sér grein fyrir þvi, að eftir því sem þjóð- inni fjölgar verða þjóðartekjurn ar að aukast og framíeiðsluverð- mætin að vaxa. Árið 1980 má reikna með að íslendingar verði um 260 þúsund og um næstu aldamót allt að því helmingi fjölmennari en nú — eða 380 þúsund. Ekki er hugsanlegt að aflinn við íslandsstrendur vaxi í réttu hlutfalli við þarfir þjóð- arinnar. — Það mætti gott þykja ef aflamagnið gæti haldizt líkt því sem verið hefur. En afla- verðmætið gæti eigi að síður aukizt mikið með breyttum verkunaraðferðum á fiskinum. Á þvx sviði er vitanlega mikið verkefni að vinna, sem vonandi gefur góðan árangur. Þegar þetta er hugleitt, verður Ijóst, að þjóðin verður, eftir því sem unnt er, að notfæra sér gæði landsins. — Leggja verður á- herzlu á, að rækta landið, græða það upp og koma í veg fyrir frekari skemmdir af uppblæstri og ey^ingaröflum. ÓMETANLEGUR FJÁRSJÓÐUR I GRÓÐURMOLDINNI Með því að tryggja undirstöðu landbúnaðarins, með mikilli ræktun, mun þessi gamli at- vinnuvegur geta, þegar timar iíða framleitt kjöt, ullarvörur, skinnavörur og fleiri'afurðir t:í útflutnings í vaxandi mæli og tryggt þjóðinni stórauknar gjald eyristekjur. Þegar landbúnaður- inn hefur fengið þau skilyrði, sem stóraukin ræktun gefur, mun útflutningur margs konar landbúnaðarvara geta átt sér stað án meðgjafar úr rikissjóði. Það er sorglegt, hversu margir eiga erfitt með að gera sér grein fyrir þeim miklu mögu- leikum, sem landbúnaðurinn hef ur í okkar ágæta, stóra og rækt- anlega landi. Skilningur manna á þessum málum fer þó vax- andi og er ekki að efa, að fram- fara- og uppbyggingarstefnan i íslenzkum landbúnaði hefur sigr að. Landbúnaður og sjávarútveg- ur hafa verið frá landnámstið lífgjafar þjóðarinnar, þótt oft hafi í gegnum aldirnar vantað mikið á að þjóðin hefði nægilegt til fæðis og klæðis á meðan at- vinnuvegirnir störfuðu á frum- stæðan hátt. í seinni tíð hefur iðnaðurinn orðið fyrirferðarmik- ill í atvinnulífinu. Fjöldi manna hefur fengið atvinnu við margs konar iðnað. Mörg iðnaðarfyrir- tæki hafa risið, sem sómi er að, og hafa öll skilyrði til þess að starfa, jafnvel í samkeppni við erlenda framleiðslu. TRYGGJA VERÐUR ATVINNU FYRIR ALLA Iðnaðurinn mun á komandi árum taka við meira vinnuafii og talsverðum hluta af fólks- fjölguninni sem árlega bætist við á vinnumarkaðinum. Til þess að tryggja öllum örugga og góða atvinnu, þarf stöðugt að bæta við atvinnutækin. Á árinu 1965 munu bætast við 3.500 manns 18 ára að aldri. Árið 1966 mun þessi aldursflokkur verða 3.700. Árið 1968 verður sami aldurs- flokkur 3.900 og árið 1970 bæt- ast við 4.000 ungmenni á þess- um aldri. Þetta fólk dreifist á hinar ýmsu atvinnugreinar. — Nokkuð margir munu verða bundnir f skólum og ekki vera við verkleg störf nema yfir sum- armánuðina. Augljóst er að fyr- irhyggju þarf að hafa í uppbygg ingu atvinnulífsins, til þess að tryggja efnalegt sjálfstæði þjóð- arinnar og góða afkomu alls al- mennings f landinu. AÐEINS 2% AF VATNSAFL- INU HEFUR VERIÐ VIRKJAÐ Um þessar mundir er mikið rætt um stórvirkjanir og alúmín- verksmiðju. Nauðsynlegt er fyr- ir þjóðina að nota vatnsaflið í ■ríkari mæli en hingað til hefur verið unnt að gera. Rannsóknir Ieiða í Ijós að virkjun við Búr- fell er hagstæðust og er þá gert ráð fyrir að virkja þar 210 þús. kw. Vitað er að ágæt aðstaða er í Þjórsá til virkjunar a. m. k. einni milljón kw. Virkjanlegt vatnsafl á öllu landinu er talið vera 4 — 5 milljón kw. Af þessu má sjá að af miklu er að taka þegár athugað er að enn hefur ekki verið virkjað á íslandi meira en 100 þús. kw. eða 2% af virkjanlegu afli. Auk þess er jarðgufan ómæld með öllum þeim möguleikum, sem henni fylgja. — Vitað er að jarðgufa getur verið hentug til raforku- vinnslu. Gert er ráð fyrir að á þessu þingi verði sett lög um virkjun Þjórsár við Búrfell. — Sömuleiðis munu verða sett lög um heimild til þess að stækka Laxárvirkjun, þegar henta þykir. Samningaumleitanir standa yfir við svissneskt fyrirtæki um að alúmínverksmiðja verði byggð hér og fái raforku frá Búrfellsvirkjun. Verði byggð 60 þús. tonna alúmínverksmiðja, eins og talað hefur verið um, mun hún þurfa allt að 100 þús. kw. raforku eða nærri helming- inn af því, sem fyrirhugað er að virkja við Búrfell. ALÚMÍNVERKSMIÐJA GERIR MÖGULEGA ÓDÝRA RAFORKU Notendur raforkunnar munu fá miklu hagstæðara verð á raf- magninu fyrir það, að alúmín- Ingólfur Jónsson. verksmiðjan kaupir stóran hluta af orkunni og gerir það mögu- legt að virkja það sem hag- stæðast er. Samningaumleitanir hafa farið fram við Svisslend- inga undir forystu iðnmrh., J6- hanns Hafsteins. Þó mun taka talsverðan tíma að ganga frá samningum að fullu. Vonandi takast þeir svo giftusamlega sem vonir standa til. Við slíka samn- ingagerð er margs að gæta og verður að gefa sér nægilegan tíma til þess að skoða málin nið- ur í kjölinn. Það er þvi líklegt að lögð verði fram á ]>essu þingi tillaga til þingsályktunar, sem gefur ríkisstjórninni heimild til þess að halda samnngaviðræð- um áfram og gera samning nú í sumar, sem lagður verður fyr- ir Alþingi til staðfestingar næst- komandi haust. Eðlilegt er að framgangsmáti þessa máls verði á þann veg sem hér hefur verið lýst. — Enginn vafi er á því, að stórvirkjun og alúmínverk smiðja, ef hagstæðir samningar takast um verksmiðjuna, munu marka gifturík spor til fram- fara í íslenzku þjóðllfi og eiga stóran þátt í að tryggja ört vax- andi þjóðfélagi efnahagslegt ör- yggi- SiBferðisskylda okkar að styðja þróunarlöndin — segir Thorkil Kristensen, framkvæmdastjóri O.E.C.D. L Framkvæmdastjóri Efnahags og Framfarastofnunarinnar í París Thorkil Kristensen var fyrir skömmu á ferð í heima- landi sínu Danmörku. Þá flutti hann erindi í danska útvarpið um aðstoð norrænu ríkjanna við þróunarlöndin. Seg ir Kaupmannahafnarblaðið Poii- tíken að erindið hafi vakið mikla athygli og rekur efni þess. Vandamál þróunarlandann, eru mjög mikil, en það er þó hægt að leysa þau, sagði Thor- kil Kristensen. Grundvallarmun urinn á þessum ríkjum og okkar eigin löndum er mismunandi þekking. Það mun taka langan tima, kannski fleiri aldir að jafna þennan mun. Vestrænu ríkin hafa flest það til brunns að bera sem þróunat löndin skortir, þekkingu, fjár- magn og markaði með miklum kaupmætti. En okkur skortirfast mótaða stefnu í málum þróunar 'andanna Það nægir ekki að hin ríku lönd veiti árlega 6 milljörðum dollara til þróunarlandanna Hjálp þessi er of lítil og er að of miklu leyti í mynd lána til skamms tíma með háum vöxt- um. Við verðum að auka aðstoð ina, lengja lánstímann, allt upp í 40—50 ár og bjóða lán með betri kjörum en hingað til hefur verið gert. MENNTUN NAUÐSYNLEG Þá kvað Thorkil Kristensen mikilvægara en veita lán til þess ara landa væri að hjálpa þróun- arlöndunum við að mennta æáku þeirra. 1 mörgum þessara landa skorti grundvallarskólakerfi og mjög mikill skortur væri á sér fræðingum á flestum sviðum. Reynslan hefur því miður sýnt að þúsundir þeirra lækna og verkfræðinga frá þróunarlönd- unum sem menntun sína hafa hlotið í vetrænum löndum hafa kosið p' setjast þar að í stað þess að snúa heim. Einnig þess vegna er nauðsynlegt að kennsl an geti sem mest farið fram í þróunarlöndunum sjálfum en það er ekki unnt nema að þeim sé veitt aðstoð við að koma fuH- komnum skólakerfum á fót ENN SKORTIR FÓLK Þá gat prófessor Kristensen þess að þótt þúsundir sérfræð- inga í mörgum greinum væru nú að störfum í þróunarlöndun um og Bandaríkin og fleiri lönd hefðu myndað friðarsveitir til starfa þar þá væri eftirspum- inni eftir slíkum sérfræðingum hvergi nærri fullnægt. Ég tel að ungir menn og kon- ur í löndum okkar ættu að Ifta á það sem siðferðislega skyldu sína að verja einu eða fleiri ár- um ævi sinnar til starfa f þróun- unarlöndunum. Viljinn er þó ekki einhlítur. Góður undirbún- ingur undir starf þar er einnig nauðsynlegur til þess að sem beztur árangur náist, sagði Krist ensen. Aðstoð við þróunariönd- in á ekki aðeins að vera einn liðurinn i fjárlögum allra vest- rænna landa heldur verðxir sá skilningur að skapast að vanda- mál þróunarlandanna snerta okk ur alla. Við eigum að spyrja okk ur sjálfa hvar við getum lagt hönd á plóginn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.