Vísir - 13.04.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 13.04.1965, Blaðsíða 11
VlSIR . Þriðjudagur 13. apri! 1965. T7 HHmar Olafsson leikur sinn 300. leik / kvöld „Hasttur? Eg lofa engu um það", segir hinn 37 ára gamli fyrirliði Fram, sem hefur leikið handknattleik i meistarafl. i 17 ár „Nei, ég sé ekki eftir þeim tima, sem ég hef eytt í að stunda handknattleik". Það var Hilmar Ólafsson, sem í 17 ár hefur verið í meistaraflokki í handknattleiksliði Fram og stát- ar af að hafa unnið Islandsmót í handknattleik 6 sinnum, 4 sinn um inni og tvívegis úti. Hilm- ar hefur á þessu tímabili ver- ið einn okkar traustustu leik- manna. I kvöld heldur Hilmar upp á nokkurs konar afmæli, — hann leikur sinn 300. Ieik með félagi sínu á Hálogalandi gegn danska liðinu Gullfoss. Hilmar var að vinnu, þegar Vísismenn bar að garði hjá hon- um I gærdag. Hann var að vinna við nýja pressu I prentsmiðju bókaútgáfunnar Leifturs og verk efnið að þessu sinni var tals- vert merkilegt, — stærsta og víðlesnasta bókin, sem sé síma- skráin. „Ég þpld að það hafi verið í hraðkeppnimóti, sem ég keppti fyrst með Fram", sagði Hilmar. „Ég kom hingað um það leyti frá Isafirði, en þar hafði ég keppt með Herði og tvívegis ver ið Vestfjarðameistari". — Þú átt talsvert marga tíma að baki sem handknattleiksmað- ur? „Já, það á ég örugglega. En það er hægt að verja tímanum verr. Ég sé ekki eftir þeim tíma, sem ég hef eytt í handknattleik, því þar hef ég komizt í góðan félagsskap. Annars var ég líka mikið í knattspyrnu hjá Fram á árunum 1952 — 55 og ekki má gleyma spilamennskunni, því ég gerði mikið af því um eitt skeið að spila bridge". — Finnst þér íslenzkum hand knattleik ekki hafa fleygt fram síðustu árin? „Jú, það finnst mér, en við eigum margt ólært. Þið hafið kannski lesið Berlingske Tid- ende um daginn. Þar var sagt að þjálfari Ajax hefði sagt starfi sínu lausu eftir að liðið vann bikarkeppnina dönsku í hand- kmutleik. Hann ságði,' á$ í lið- inu væj-i’ öf mikil einstaklings- hyggja, því gæti liðið ekki stað- ið jafnfætis liðum í Mið-Ev- rópu. Það er alveg sama hérna. Sjáðu bara landsliðið okkar. — Þetta eru allt of miklir einstakl- ingshyggjumenn, en hugsa minna um liðið í heild, — sjö kraftakarlar sem verða ekki mikils megnugir I leik gegn liði, sem leikur eftir vel lagðri taktík. En það hafa orðið framfarir, það er enginn vafi á því. T. d. var línuspil nær óþekkt hér lengi, en það barst hingað um sama leyti og ég var að byrja, með dönskum félögum. Og margt fleira hefur komið inn í leikinn hjá okkur og nú fer aðstaðan brátt að batna til muna með nýju húsi“. — Nú verður 300. leikurinn þinn Iíklega jafnframt sá síðasti á þessu keppnistímabili. Verður þetta kannski síðasti leikur þinn með Fram? Það bregður fyrir kyndugu brosi á andliti hins 37 ára gamla fyrirliða Fram. „Ég held ég geti ekki sagt neitt fyrir um það. Maður veit aldrei hvað getur gripið mann á haustin, þegar æf- ingar eru að byrja. Nei, ég held ég lofi engu um það“. — jbp — Hilmar Ólafsson við vinnu í gær. Hjólatrilla tapaðist á leiðinni frá Lindarbraut, Seltjarn- amesi, að Víghólastíg, Kópavogi. — Skilvís finnandi geri aðvart í síma 38900. Danska handknattleiksliðið Gull- foss mætir í kvöld öðrum andstæð ingi sínum í heimsókninni til ís- | lands. Það eru Framarar sem mæta þeim í hinum þröngu húsakynnum Lsindsfbkkagðiinan 26. aprái Landsflokkaglíman fer fram mánudaginn 26. apríl n.k. á Há- logalandi. Hefst hún kl. 20.15 og verður keppt í þrem þyngdarflokk um og tveim drengjaflokkum. Enn fremur verður glímt í drengjaflokki 13 ára og yngri þriðjudaginn 27. apríl í fimleikasal Miðbæjarskól- ans og hefst glírhan kl. 20. Þátttöku tilkynningar sendist fyrir 20. apríl til Rögnvalds Gunnlaugssonar, Fálkagötu 2. Hálogalands og er ekki að efa að þar verður harður leikur, en ekki er ótrúlegt að Fram takist að sigra þama, enda er Fram gott lið og að auki mjög vant húsinu. Dómari í kvöld verður Reynir Ólafsson. Á fimmtudaginn verður gaman að fylgjast með Gullfoss-Iiðinu, en þá hittir liðið hina nýbökuðu ís- landsmeistara FH á Keflavíkurflug velli á hinum stóra leikvelli. Er það í rauninni hinn eini og rétti mælikvarði á getu liðsins. Leikurinn í kvöld hefst að af- loknum úrslitaleik frá íslandsmót- inu í 2. flokki karla, en þar mnun Valur og KR keppa til úrslita. Verð ur sá leikur vafalaust mjög skemmtilegur og jafn, Hefst hann kl. 20.15. Páskadvöl í Jósefsdal Dvalið verður í skála Ármanns um páskana. Farið verður á mið- vikudag kl. 8 e.h., fimmtudag kl. 9 f. h., laugardag kl. 2 og 6, sunnudag kl. 10 og mánudag kl. 10. Snjór er nú nægilegur í Bláfjöll um og verður farið þangað upp Fuglinn býr sér heimili af litlum efnum. Þú getur einnig búið heimili þitt ódýrum húsgögnum frú B-deild SKEIFUNNAR hvern dag. Göngubraut vegna nor- rænú skíðagöngunnar hefur verið merkt efra og geta þeir sem ekki hafa lokið göngunni notað tækifær ið. 1 skálanum verða seldar veiting ar jafnt fyrir dvalargesti og þá sem dvelja daglangt. Kvöldvökur verða haldnar hvert kvöld með leikjum kvikmyndasýningum og söng. Allar nánari uppýsingar verða gefnar á Lkrifstofu félagsins Lind- argötu 7, þriðjudagskvöld kl. 8— 9,30. Sími 13356. 1 Drengjohlaup Armonns Hið árlega drengjahlaup Ár- manns fer fram að venju fyrsta sunnudag f sumri. sem er þann 25. apríl. Keppt verður í þriggja og fimm manna sveitum og um bikara sem Jens Guðbjörpsson gaf til keppni í þriggja manna sveit og Gunnar Eggertsson til keppni í fimm manna sveit. Þátttaka í 'hlaupinu tilkynnist fyrir 21. apríl til frjáls- íþróttadeildar Ármanns eða til Jó- hanns Jóhannessonar Blönduhlíð 12 sfmi 19171. Hlaupaleið verður til- kynnt síðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.