Vísir - 26.04.1965, Qupperneq 8

Vísir - 26.04.1965, Qupperneq 8
 20 V í SIR . Mánudagur 26. apríl 1965. RÆÐA GUNNARS - m. m þessu tímabili og auk þess sér- stök.framkvæmda- og fjáröflunar .áaetlun fyrir árið 1963. Siðan hef ur verið unnið að gerð áætlana í ýmsum einstökum greinum, auk þess, sem ný framkvæmda- og fjáröflunaráætlun var gerð fyrir árið 1964. Ríkisstjórnin hefur tal- ið rétt, að haldið sé áfram á þess- ari braut. Að áætlun fyrir árið 1965 hefur verið unnið að und- anförnu á vegum fjármálaráðu- neytisins, Efnahagsstofnunarinn- ar og Seðlabankans og verður sú áætlunargerð bráðlega birt Al- þingi og almenningi. Nýr framkvæmdasjóður í sambandi við framkvæmdaá- ætlunina má nefna nýmæli, sem þegar hefur verið skýrt frá opin- berlega, en það er Vestfjarða-' áætlunin, framkvæmdaáætlun fyr ir Vestfirði. Þegar hefur verið tek in ákvörðun um einn þátt hennar samgöngumálin. Ákveðið er að taka myndarlegt lán hjá Viðreisn arsjóði Evrópuráðsins til þeirra framkvæmda. >á vil ég geta þess, að á döf- inni eru og til athugunar hjá rík- isstjóminni, víðtækar tillögur til eflingar atvinnubótasjóði, fram- kvæmdasjóði strjálbýlisins, til þess að tryggja jafnvægi í byggð landsins. Lausn þessara mála þarf að byggjast á vandlegri rann- sókn á aðstæðum í þeim byggðar lögúm, þar sem atvinna er of iítil ,éða hætta á atvinnuskorti eða fólksflótta. Á þeim rækiiegu athugunum þarf svo að byggja Jir hhi'fFamkvæmdir, fjár- ar og lántökur. Til þessar- ar stáifsemi þarf að afla mikils stofnfjár og árlegra tekna. Gjaldeyrisskorturinn var lengi FERMINGAR- IÍR Höfum margar teg- undir af úrum til ferm- ingargjafa og annarra tækifærisgjafa. Póst- sendum. MAGNÚS ÁSMUNDS SON úrsmiður Ingólfsstræti 3 og Laugavegi 66 Sími 17884. i vel einn okkar versti vágestur. Nú er svo komið, að við eigum gjaideyrisforða, 1600 millj. kr. Söfnun gjaldeyrisforðans og þær umbætur, sem gerðar hafa verið um efnahagskerfi og fjármál, hafa endurvakið lánstraust ísl. út á við. Það kom strax fram 1961, þegar Alþjóðabankinn opnaði dyr sínar að nýju fyrir okkur, en þær höfðu verið lokaðar um 8 ára skéið. Hann lánaði til stækkun- ar hitaveitunnar í Reykjavík, og i nú stendur t’il að fá þar stórlán 1 vegna virkjunar í Þjórsá. Hið endurvakta lánstraust íslands kom einnig fram í lánsútboðinu i Lundúnum í desember 1962. i Eitt af þeim málum, sem undan farin ár hefur verið til athugunar í fjármálaráðuneyt’inu, er sú hug [ mynd, hvort breyta skuli um I mynt og taka upp stærri mynt-1 einingu en nú er. , Á árinu 1958 hreyfði ég því í. útvarpsræðu, hvort ekki væri at , hugandi, að ísiendingar tækju j upp nýja verðmeiri mynt. Árið ! 196) fól ég Jóhannesi Nordai, | Seðlabankastjóra, Klemenzi I Tryggvasyni, hagstofustjóra og | Sigtryggi Klemenzsyni, ráðu-1 neytisstjóra að athuga þetta mál og semja um það greinargerð og tillögur. Niðurstaða þeírra varð sú, að þeir mæla eindregið með þvf, að í þessar breytingar verði ráðizt. Eins og kunnugt er hafa Frakk ar og Finnar gert slíka breytingu með þvi að strika tvö núll aftan af, þ.e.a.s. taka upp einn franka og eitt mark f stað 100. Embættismennimir þrir leggja til ,að hafinn verðí undirbúningur að því að taka upp nýja mynt- einingu, tíu sinnum stærri en ni1- gildandi króna. Aðalrökin fyrlr breytingunni eru þessi: 1) Með stærri mynteiningu mundu aliar myntir undir 10 aur- um faiia niður og með því spar- ast verulegur kostnaður af út- gáfu tiltölulega dýrrar smámynt- ar. 1 því sambandi má upplýsa, að það kostar a.m.k. 17 aura að búa tií >einseyring, og 47 aura að búa til fimmeyring. 2) Veruiegt hagræði og vinnu- spamaður mundi fást með stærri mynt og niðurfelíingu eins auka- stafs úr öllum peningaupphæðum 3) Breyting mynteiningar f verðmætari einingar myndi hafa góð sálræn áhrif og stuðla að breyttri afstöðu til verðgildis krónunnar, sem mjög hefur rýrn- að vegna verðbólguþróunar sfð- astliðna áratugi. Þetta mál er á athugunarstigi. Engin afstaða hefur verið tekin til þess af rfldsstjóminní f heild eða stjómarflokkunum. Um mál- ið þarf umræður meðai almenn- ings. Áður en f stfka mynt- breytingu verður ráðizt, þarf að vera fyrir hendi almennur skiln- ingur á þvf, að það sé rétt og æskilegt. Slíkt mál væri hæpið að lögfesta með meirihlutaatkvæð um, ef veroiegur ágreiningur væri um það á þingi eða með þjóðinni. Tfl viðbótar þeim rökum, sem ég rakti, vil ég bæta einu við: Islendingar hafa jafnan verið stolt þjóð. Mundi það ekki vekja þægilega stoltartilfinningu í brjóstum manna, þegar fslenzka krónan ,i orðin verðmesta krónan á Norðuriöndum? Ég Iæt nú lokið þessu yfirliti. Ýmsar tiiraunir hafa verið gerð- ar á undanfömum árom til um- bóta í starfsemi rfkisins, umbóta, sem miða að hagkvæmari rekstri bættri þjónustu. aukinnj velmeg- un og menningu. Sumt hefur tek izt, sumt ekki, sumt-bíður betri tfma. En áfram verður að sækja með opnum augum og einbéittum hug til æ betra og réttlátara þjóðfélags, til blessunar í bráð og lengd fyrir land og lýð. Ræða Ingólfs Jónssonar — Frh. af bls. 19: Sjálfstæðisflokkurinn hefur út- rýmt svartamarkaði og höftum, sem ýmsir virðast nú hafa gleymt að hér voro til staðar fyrir fáum árom. Til þess að hugsjónir ræt- ist og atvinnuvegimir eflist, eins og stefnt er að, þarf að stuðla að jafnvægi f verðlags- og kaupgjalds mált..ii. Efnahagsmálin verða að þróast þannig, að atvinnuvegimir geti gengið hindronarlaust og verð mætaöflunin verði á engan hátt tafin. Á s.l. ári virtist birta í lofti með júnísamkomulaginu, sem svo hefur verið kallað. Menn gerðu sér von- ir um, að forystumenn launþeganna og almenningur, hefðu nú komið auga á, að leiðin til þess að bæta kjörin væri sú, að miða við hvað atvinnuvegimir geta borið. Hvers vegna skyldu launþegar ekki hafa iært af reynslunni? Það hefur oft verið svo, að þegar kauphækkunin hefur verið mest, hefur minnst orð ið eftir af hagnaðinum fyrir laun- þegann. Nú reynir á, f maí og júní n.k., hvort skynsemin verður ráð- andi eða hvort þeir, sem vilja tefja fyrir framförum og batnandi lífs kjörom, mega sín meira. Vonandi ræður það, sem þjóðinni má verða til hagnaðar, nú eins og í fyrra. Við Sjálfstæðismenn erum e’in- huga og munum ganga til starfs- ins, með festu og djörfung. Við munum fara eftir þvi, sem sam- vizkan telur rétt vera og þjóðinni er fyrir beztu. Við höfum skyldum að gegna við þjóðfélagið. Þær skyld ur getum við bezt uppfyllt, með því að fá aukinn kraft, aukið fylgi með þjóðinni. Leiðin til þess er að kynna þjóðinni stefnu Sjálfstæðis- flokksins og störf. Eng'inn Sjálf- stæðismaður má liggja á liði sínu til þess að vinna flokknum fylgi í kauptúnum, kaupstöðum og sve'it- um. Hér á landsfundinum skulum við strengja þess heit að vinna ötul lega að framgangi og auknu fylgi flokks okkar. Með því vinnum við þjóðinni mest gagn, með þvi rækj- um við þær skyldur, sem á okkur hvíla. Blómabúöin Hrísateig' 1 stmar 38420 & 34174 HeiEbrigðir fætur eru undirstaða vellíðunar. Látið býzku Birkestocks skóinnleggin lækna fætur vðar Skóinnlegg- stofan Vífilsgötu 2, sími 16454. Opið virka daga kl. 2 — 5, nema laugardaga.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.