Vísir - 30.04.1965, Síða 4

Vísir - 30.04.1965, Síða 4
4 V1SIR . Föstudaginn 30. apríl 1965. AÐALFUNDUR Flugfélags íslands h.f. verður haldinn föstu- daginn 4. júní n. k. í fundarsal Hótel Sögu og hefst kl. 2 e. h. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða af- hentir hluthöfum á aðalskrifstofu félagsins í Bændahöllinni 4. hæð, frá og með miðviku- deginum 2. júní. Stjórnin. íbúð v/ð Þinghálsbraut Höfum til sölu íbúð við Þinghólsbraut 3ja herb. íbúð jarðhæð tilbúið undir tréverk og málningu. Einnig kemur til greina að selja íbúðina fullgerða. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10, sími 24850 Kvöldsími 37272. Minnmgnrorð — Framh. af bls. 8 lagði hann á sig hin margvísleg ustu störf fyrir Sjálfstæðisflokk inn, enda þótt hann væri ekki ávallt samþykkur stefnu hans og störfum. En innan flokksins vildi hann vinna og þar vann hann af alhug og einlægni að framgangi hugsjóna sinna til síðasta dags. Og nú stöndum við eftir hinir fjölmörgu vinir hans og kunn- ingjar, sem störfuðu með hon- um, glöðum og kátum, minnugir þess, að skarð það, sem nú er höggvið í vinahópinn mun „ó- fullt og opið standa". Við þökkum af innileik fyrir öll hans miklu störf og fyrir það að hafa verið vinir hans og samherjar og átt þess kost að starfa með honum, sem aldrei lét neina örðugleika vaxa sér í augum, en tókst á við vandann af ótrauðum dugnaði og karl- mennsku. Kjarkur og þrek samfara glaðlyndi og einlægni voru þeir þættir í skapgerð Ás- mundar, sem okkur eru minnis- stæðastir. Við vottum ættingjum hans öllum, konu hans og sonum, foreldrum og systkinum dýpstu og innilegustu samúð og biðjum guð að styrkja þau og blessa í hinni miklu sorg þeirra. Minningin um góðan dreng mun lifa. Baldvin Tryggvason. Tæðdfæirlskssyp ALLT Á AÐ SE Seljum næsíu daga bólstruð stálhúsgögn. Eins og: . ”” -sinea öo Eldhúsborð 120x70 eða 60x100 og 4 stólar (bak) sett (innbrennt) ................. kr. 2.300.00 Eldhúsborð 120x70 eða 60x100, fallegt mynstur — 895.00 Bakstólar .......................... - 375.00 Kollar, bólstraðir — aðeins ........ — 100.00 Aílt vandaðar og góðar vörur. Athugið, að við erum að hætta og gefum þetta einstakalega lága verð, sem er allt að helmingi lægra en búðarverð. — Sendum heim. Þér getið fengið vörurnar heim með yður strax. — Ath. að þetta stendur stuttan tíma. Stólhúsgognabólstrun Álfabrekku v/ Suðurlandsbraut öin AFGREIÐUM FRÁ LAGER: jk Kjöljám — Þakrennur — Þakventlar — |||k Þensluker — Þakrennur og niðurfallsrör með tilheyrandi festingum. W NYTT ^ S'IMANÚMER 30330 SMÍÐUM EFTIR PÖNTUN: H.F. B0RGAR- BLIKKSMIÐJAN MÚLA V'SUÐURLANDSBRAUT Sitrii 30330 Lofthitunar- og loftræstikerfi — Kantjám — Sorp- leiðslur — Vatnslistajám — Benzingeymar — Reykrör Skotrennur o. m. fl. ruór OG «?D|ejSLA 1“|H_ Handritastofnunin — Frh. af bls. 9. ur verið, þegar litið er í skrá um ævintýri, sem safnað hefur verið og nýkomin er út. Er þar miðað við árið 1935 og er skráin þegar orðin 1250 blað- síður. Árið 1956 hafði verið safn að alls 43 þúsund sögum og ævintýrum. Auk þess hefur Duilearga einnig látið safna þjóðsögum á Suðureyjum og í Hálöndum Skotlands. íslenzk þjóðfræða- stofnun. — En hvað er um söfnun f þjóðfræðum hér á landi að segja? — Allmikið hefur verið skráð sem kunnugt er af einstökum mönnum, og má hér minna á starf þeirra Sigurðar Nordal og Þórbergs Þórðarsonar á þessu sviði og útgáfur þeirra. En um skipulega söfnun hefur þó vart verið að ræða fram að þessu, svo sem með frum tíðkast. Nú er hins vegar kominn vísir að íslenzkri þjóðfræðastofnun hér á landi. Okkur hefur leikið hug- ur á að kanna hvað eftir væri meðal alþýðu af þjóðsögum og kvæðum. Til þessa höfum við ekki getað sent nema einn mann enn út af örkinni til slíkr- ar könnunar. Hallfreð Örn Ei- ríksson cand. mag. Hóf hann starf í fyrrasumar og árangur- inn var góður. Var það fyrsta skipulagða söfnunin á þessu sviði og er ætlunin að halda henni áfram í sumar, en ! fyrra var safnað á Austurlandi og í Skaftafellssýslum, og mál sögu manna og rímna hljóðritað. Er það mikill kostur að nema þann ig hið lifandi orð af vörum sögu- manna. Eitt af verkefnum hinn- ar fyrirhuguðu stofnunar í ís- lenzkum fræðum verður því ' þjóðfræðin, óg söfnun sagna og skrifaðra handrita á þeim vett vangi. Slíkt starf hefur reyndar Fornleifafélaginu og Þjóðminja- verið unnið að nokkru af safninu, sem gengizt hafa fyrir söfnun örnefna viðsvegar að af landinu. — Þér gáfuð út skrá yfir ís- lenzk ævintýri þegar árið 1929, prófessor Einar Ólafur. — Já, sú bók kom þá út i Helsinki. Nú er í vændum við- bót við þá skrá og er sennilegt að dr. Almquist vinni hana í samráði við mig, en hann nam hér íslenzk fræði og lauk fyrir skömmu doktorsprófi við Upp- salaháskóla Fjallaði ritgerð hans um Forníslenzkan níðkveðskap, ágæt rit. Hér skal við bætt að prófessor Einar hefir á liðnum árum unn ið mikið og merkt verk að út- gáfu íslenzkra þjóðsagna og rannsóknum á þvi sviði. Safnið Fagrar heyrði ég raddirnar kom út frá hans hendi 1942, þjóð- kvæði og stef sem hann valdi og bjó til prentunar og er sú bók ófáanleg fyrir löngu. Merkt rit, Um íslenzkar þjóðsögur, gaf prófessor Einar út 1940 og enn má geta að í nýrri útgáfu Hand- ritastofnunarinnar Viktors sögu ok Blávus ritar hann ítarlega rit gerð um riddarasögur, sem segja má að séu þjóðsögum náskyldar. Er visulega gott til þess að ýita að sérstök þjóðfræðideild er nú í að komast á laggirnar við stofn unina í íslenzkum fræðum sem starfa mun undir leiðsögn pró- fessors Einars Ólafs. Nýjar útgáfur. — Hvað er að fregna af út- gáfustörfum hinnar nýju Hand- ritastofnunar? — Fyrsta ritið er þegar kom- ið út, eins og ég gat um fyrr, Viktors saga og Blávus. Segja má að útgáfustarfsemi Hand- ritastofnunarinar sé framhald á Handritaútgáfu Háskólans. Þar hafa komið út á liðnum árum merkar bækur, Landnáma, ís- lendingabók, Ijósprentun. og Riddarasögur. Nú er það ætlan okkar að út komi á næstunn' á vegum Handritastofnunarinn- ar fjögur bindi af ljósprentuðum handritum. Tvö bindin verða myndir af íslenzkum innsiglum frá fyrri öldum, ásamt athuga semdum við þau. Innsiglin gerðu listamenn, sem Árni Magnús- son hafði í þjónustu sirmi en athugasemdirnar við teikning- arnar gerði Árni Magnússon sjálfur, með eigin hendi. Verður þetta fróðleg bók og falleg, bæði frá menningar og listsögulegu sjónarmiði. Þá er í vændum sýn isbók íslenzku handritanna. Mun sú útgáfa ná frá upphafi handritaskriftar hér á landi fram til um 1280. Verður þama sýnishorn af hverju handriti og hönd allra skrifaranna ef fleiri en einn eru. Þessi bók er vænt anleg nú í haust og mun pró- fessor Hreinn Benediktss. sjá um útgáfu hennar. Fjórða bindið sem út kemur, einnig í haust, eru kvæði Jónasar Hallgríms- sonar í eigin handriti hans, all þykk bók. Mun ég rita formála að kvæðunum, en skýringar ritar Ólafur Halldórsson cand. mag. fróðlegar og mikilsverðar. Og loks munu væntanlega koma út eitt eða tvö bindi af prentuðum bókum frá stofnuninni, sem nán ar verður skýrt frá síðar. — Þetta eru mikil og góð tíð indi fyrir alla þá sem íslenzkum fræðum unna. En hvað getið þér sagt um framtíðarverkefni í útgáfum? — Við erum með í undirbún ingi verk í þremur bindum, ljós prentun af íslenzkum ártfða- skrám Það eru skrár yfir dán ardægur manna, sem samdar voru svo unnt væri að láta syngja sálumessur árlega á þeim dögum. Þá er einnig i bígerð hjá okkur útgáfa á Rímnabók. Það verður ljósprentun á handriti dýrmætu sem niðurkomið er í safninu í Wolfenbiittel í Þýzka- landi. Staðan í handritamálinu. — Um fátt hefur verið jafn mikið rætt á þessum vetri sem handritin íslenzku í Árnasafni og endurheimt þeirra. Hvernig teljið þér að sakir standa f því máli? — All sæmilega. Mér sýnist hjóðið í dönskum blöðum ekki vera okkur jafn óhagstætt upp á síðkastið og fyrr í vetur. Ég held að okkar menn séu að herða sig og ýmsar greinar birt ast sem eru málstað íslendinga hliðhollar. Þegar þessi grein er að koma út má segja að nokk- urt él sé í lofti, en ekki víst að ástæða sé til að vera svartsýnn fyrir því Menn hafa nokkuð bollalagt um það hvaða áhrif för dönsku stjórnmálamannanna á þing Norðurlandaráðs hér hafi haft. Ég er þeirrar skoðunar að sú för hafi ekki spillt fyrir mál- inu. Nú bíðum við eftir því að sú nefnd danska þingsins sem um málið fjallar skili áliti sínu. Af því áliti má mjög ráða um úrslit málsins á þingi. Gert er ráð fyrir að ákvörðun verði þar tekin ekki seinna en um miðjan maí, hver sem niðurstaðan verð ur. I fáum orðum sagt er ég held- ur bjartsýnni um úrslit málsins en ég var fyrr, sagðj prófessor Einar Ól. Sveinsson að lokum G. G. S.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.