Vísir - 30.04.1965, Side 9
V1S IR . Föstudaginn 30. apríl 1965.
☆
Visinda- og fræðistörf pró-
fessors Einars Ólafs Sveins-
sonar hafa borið hróður hans
víða um lönd, og við alla há-
skóla þar sem norræn fræði
og germönsk eru á kennslu-
skrá, eru rit hans lesin og
mikils metin. Prófessor Ein-
ari Ólafi hefur hlotnazt marg-
vísiegur visindaheiður og nú
í byrjun þessa mánaðar gerði
þjóðarháskóli íra i Dyflinni
hann að heiðursdoktor í bók-
menntum. Sama heiðursvott
sýndi hinn fomfrægi Uppsala
háskóli honum árið 1962. Út-
nefningar þessar koma okk-
ur löndum prófessors Einars
Ólafs Sveinssonar ekki á 6-
vart svo mjög sem hann er
kunnur og virtur hér i heima-
landi sínu fyrir rannsóknir
sfnar og rit um bókmenntir
þjóðarinnar á liðnum öldum.
Tíðindamaður Vísis hitti pró-
fessor Einar Ólaf Sveinsson að
máli fyrir skömmu og var rætt
um nýlega för hans og konu
hans frú Kristjönu til Iriands til
athafnarinnar í Dyflinni, en einn
ig um störf Handritastofnunar-
innar, sem prófessor Einar Ól-
afur veitir forstöðu, um hand-
ritamálið og sitthvað fleira.
Kanslari þjóðarháskólans er for-
seti írlands hin aldna stjórn-
málakempa og sjálfstæðisfor-
ingi, De Valera.
Heiðursdoktor
í Dyflinni.
— Er ég hitti hann að máli
við doktorskjörið ,segir prófess-
or Einar ólafur Sveinsson, greip
ég tækifærið og ákvað að fram-
kvæma það, sem ég hafði áður
ákveðið, að íslendingabók skyldi
ég gefa þeim manni, sem slægi
mig til riddara. Tjáð'i ég De Val-
era þá ætlan mína. Bauð hann
okkur hjónunum síðan til sín
næsta dag til viðræðna og síð-
an í hádegisverð, sem hann hélt
okkur. Var þar einnig kominn Duilearge (t h.)_ sem ávarpaði Einar Ólaf af hálfu Dyflinnarháskóla við doktorskjörið.
Við heiðursdoktorskjörið f Dyflinnarháskóla, prófessor Einar Ólafur Sveinsson og prófessor S. Ó.
Merkar útgáfur Handritastofn-
*
unar Islands á
næstu grösum
„Hugr er minn í Dyflinni"
Mæit fyrír heiöursdoktorskjörí próf. Einars Ólafs
Sveinssonar við Oyflinnartiáskóla
Við heiðursdoktorskjörið
1. apríl flutti prófessor Séam
us ó. Duilearga eftirfarandi
ræðu fyrir prófessor Einari
Ólafi Sveinssyni, við athöfn
Dyflinarfiáskóla. Birtíst ræð-
an hér í þýðingu af ensku.
Árið 1103 lét í haf Magnús
ber fætti Noregskonungur
sem vetursetu hafði haft
f Dublin, og hugðist halda
norður heim á Ieið. Fyrir
honum átti að liggja að deyja
í bardaga í Downpatrick Enn
þá er hann í minnum hafður
sem hetja í írskri þjóðsögu,
Maonus na Luinge Luaithe
(Magnús mjöksiglandi). Hann
var einnig ágætt skáld. Áður
en hann hvarf frá Dyflinni
varpaði hann fram þessum
ljóðlínum til irskrar stúlku
— ingian eins og hann kall-
ar hana — sem hann unni og
yfirgaf. Hann kvað svo:
Hugr er minn í Dyflinni.
Ærskan veldr því, at írskum
ann ek betr en mér svanna
Það fer þvl ekki nema vel
á því, að vitnað sé í þessi
orð fornra tíma í þessari
borg, Dublin — og sennilega
er það f fyrsta skipti opinber
lega í írlandi í átta hundruð
ár, sem það er gert - ein
mitt við þetta tækifæri er
háskóli vor heiðrar frægan
íslenzkan lærdómsmann, Éin-
ar Ólaf Sveinsson, prófessoi
í íslenzkum bókmenntum
við Háskóla íslands og for-
stöðumann Handritastofnun-
ar íslands f Reykjavík.
Einar Ólafur er ekki ein-
ungis mikill lærdómsmaður,
heldur er hann líka skáld.
þótt þess verðleiks sé ekki
getið f hans merku æviskrá
sem hér liggur fyrir framan
mig. Orðstír hans er mikill,
ekki aðeins á Norðurlönd-
um, heldur meðal allra þeirra
vísindamanna sem við ís-
lenzk og norræn fraeði fást
um gjörvallan heim. Meðlim
ur er hann í mörgum vísinda
og fræðafélögum í sínu eig
in landi og eriendis: Hinni
konunglegu Gustav Adolf
Akademíu, the Medieval Aca
demy of America, Vísinda-
akademíu Noregs og Svíþjóð
ar og fil. dr. honoris causa
er hann frá Uppsalaháskóla.
Hann er riddari af Fálkorð-
unni íslenzku, konunglegu
sænsku Nordstjfirna orðunni
og einnig riddari af Order
des Arts et des Lettres.
Af ágætum ritum hans
nefni ég aðeins þau sem frá-
bærust eru: Verzeichnis der
islfindischen Mfirchenvariant
en (1929), Um íslenzkar þjóð
sögur (1940), Á Njálsbúð
(1943), norsk þýðing 1959,
Dating the Icelandic Sagas
(1958) og rit hans um elztu
bókmenntir íslendinga. ís-
lenzkar bókmentir í fornöld
(1962). Þá ber og að nefna
hinar víðkunnu útgáfur
hans á íslendingasögum,
meðal þeirra Laxdælasögu
(1934), Eyrbyggja sögu
(1935) og síðast en ekki sízt
Brennu-Njáls sögu (1954)
sem allar komu út í hinni
kunnu útgáfu, sem hann
stýrði um margra ára skeið.
En þrátt fyrir þær virð-
ingar, sóma og vísindaheiður
sem Einari Óiafi Sveinssyni
hefur hlotnazt þá er hann
ekki einungis fræðimaðurinn,
skáldið, þjóðsagnafræðingur-
inn og bókmenntaskýrandinn
— hann er einnig maður
hugumstór og sannur vinur
írlands um langan aldur.
Sjálfur getur hann mæta vel
tekið undir orð Magnúsar
berfætta: Hugr er minn í
Dyflinni.
írska var fyrsta tungan,
sem töluð var á íslandi,
fyrsta kirkjan þar var til-
einkuð Drottni og Kólum-
killi, fyrstu handritin á ísl.
voru írsk, komin með Pöp-
um, sem fundu landið og lifa
enn i staðarnöfnum á ís-
landi. í minningu þessara
fyrstu landnema og þeirra ó-
kunnu manna af írsku bergi
brotnir sem á íslandi báru
síðar beinin lýk ég þessu
stutta ávarpi til fulltrúa ír-
lands á íslandi, honoris
causa, Einars Ólafs Sveins-
sonar með þessum orðum á
frskri tungu:
Við óskum þér hjartanlega
«1 hamingju, kæri vinur
með virðingartákn það, sem
Háskóla írlands hefur hlotn-
azt að veita þér. Megi það
bera vitni, ekki aðeins um
það álit sem við höfum á
þér sjálfum, heldur einnig á
þjóð þinni, sem þoldi, eins
og forfeður okkar, þjáningar
og skort, en sneri þó aldrei
baki við föðurlandi sínu.
Megir þú heill len ' lifa “
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
i
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
i
t
t
t
4
i
i
i
4
4
t
i
i
t
t
t
t
t
i
t
t
t
4
i
t
t
t
t
t
t
t
t
i
t
t
4
t
t
V
*
sá ágæti maður, Mac Eoin, sem
hér hefur dvalizt, íslenzkumað-
Ur mikill sem nú kennir írsk
fræði við School of Advanced
Studies í Dýflinni, og einnig
prófessor Duilearga. Þar voru
einnig komnir margir úr fjöl-
skyldu De Valera. Sjálfur bar
hann þar af öllum mönnum,
þótt aldurhniginn sé orðinn og
sjóndapur. Þar hittum við einn-
ig kónu hans, mjög skemmtilega
og geðfellda.
— Hverja aðra en yður út-
nefndi háskólinn heiðursdokt-
ora að þessu sinni?
— Alls vorum við níu, en hin-
ir aðrir voru annaðhvort írar
eða menn með náin tengsl við
írland. Allmargir voru kjömir
h'eiðursdoktorar í lögfræði, og
er mér minnisstæðastur þeirra
Comelius C. Cremin, sendi-
herra íra hjá Sameinuðu þjóð-
unum, mikilhæfur maður og
höfðinglegur.
Þessir dagar, sem við hjónin
dvöldumst í Irlandi, verða okk-
ur ávallt minnisstæðir fyrir
þann vinarhug og hlýju, sem
við hvarvetna urðum vör við.
Og sjálfur met ég mikils þann
sóma, sem Dyflinnarháskóli
sýndi mér með doktorskjörinu.
Fyrst komum við til frlands fyr-
ir 17 árum og það var gaman
að sjá hve miklar framfarir hafa
orðið í landinu á þeim tíma,
sem liðinn er. Við ferðuðumst
m. a. til vesturstrandarinnar og
máttum gjörla sjá hvarvetna
þau miklu umskipti, sem í Iand-
inu hafa gerzt.
Þjóðfræðisöfnun
íra.
— írar leggja mikla stund á
þjóðfræði?
— Já, víst má segja það.
Þó byrjuðu þeir tiltölulega
seint. Það er ekki fyrr en Iaust
fyrir 1930 að skipuleg söfnun
þjóðsagna og kvæða hefst í ír-
landi á vegum Dyflinnarháskóla.
Fram að þeim tíma höfðu að-
eins nokkur kver verið gefin
út og söfnun skammt komið.
Þá er það sem Duilearga er
sendur til Lundar að nema þessi
fræði og kynna sér bæði tækni
við söfnun og flokkun í þjóð-
fræðum. Nam hann hjá prófess-
or von Sydow, föður hins kunna
leikara. Þegar heim kom hóf
Duilearga síðan söfnun og kom
brátt í ljós ,að ógrynni var til
af efni, þjóðsögum, kvæðum,
helgisögum og söngvum og voru
næg verkefni heilt sumar f einu
héraði. Nú stýrir Duilearga
írsku þjóðfræðistofnuninni og
hefur þar marga menn í þjón-
ustu sinni og einnig marga út
um land, sem að þessu starfi
vinna. Er þjóðfræðisafn íra orð-
ið eitt hið stærsta í heimi, en
starfsmenn þess hafa gert sér
Ijóst, að þeir máttu heldur ekki
vera öllu seinni á ferðinni því
eftir 30 — 40 ár eru hinar gömlu
munnmælasögur gleymdar í
hraða og umbyltingum nú-
tímaþjóðfélagsins. Einna bezt
má sjá, hve umfangsmikil söfn-
un þjóðfræðistofnunarinnar hef-
Framh. á bls. 4
Rætt við prófessor Einar
Ólaf Sveinsson um írlands-
tör, þjóðsagnasöfnun, út-
gáfur og fleira