Vísir - 24.05.1965, Page 11

Vísir - 24.05.1965, Page 11
V1S IR . Mánudagur 24. maí .. RITSTJORI JON BIRG’R PETIIRSSON Úthaldið færði heimaliðum sigurinn Sigurbj'órn Bjarnason simar frá Akureyri: 2=1 SIGUR í ÍSNEPJUNNI Nöpur ísgola af norðri næddi um leikmenn Akur- eyrar og Fram og um 1500 áhorfendur á grasvelli Ak- ureyringa í fyrsta leiknum þar nyrðra í 1. deild, sem fram fór í gær. Harka, hraði og spenna einkenndi þennan leik, en það fór hér eins og í Njarðvík, þar sem Akranes og Keflavík börðust, að úthald heimaliðsins varð til að færa sigur. Einnig hér var sigurmarkið skorað 5 mínútum fyrir leikslok og leiknum lauk 2:1 rétt eins og í Njarðvík. Mér fannst að Akureyringar hafi verið úthaldsbetri og það hafi ráð ið úrslitum. Hraði í leiknum var gífurlegur, þegar frá byrjun og þeg ar 20 mínútur voru eftir af leik var greinilegt að Framarar gátu ekki meira. Hins vegar áttu Akur- eyringar nóg eftir að leik lokum. I byrjun hálfleiks áttu Akureyring ar allgóð skot og Valsteinn átti ágætt tækifæri, sem' hann misnot aði. Framarar voru óheppnir í upp hafi leiks að missa út af hinn ágæta framvörð Ólaf Ólafsson, sem meiddist á fæti, brákaðist á ökla. Fyrsta markið kom á 14. mínútu og skoraði Sævar Jónatansson það með fallegu skoti af löngu færi og fór boltinn undir Hallkel, mark- vörð Fram. Um miðjan hálfleikinn fyrri náði Fram undirtökum í leiknum á móti norðanstrekkingnum. Lauk þessu svo að Hallgr. Scheving skoraði með laglegu skoti af stuttu færi, 1:1 og stóð þannig í hálfleik. Til að byrja með hafði Fram yfir höndina í seinni hálfleik. En smám saman tókst Akureyringum að snúa vörn í sókn. Eitt skot Framara var mjög hættulegt, Helgi Númason skaut hörkuskoti í slána svo small í og Samúel varði rétt á eftir vel. Síðustu 20 mínúturnar voru gleðilegustu mínúturnar fyrir áhorf endur því þá sýndu Akureyringar virkilega hvað í þeim býr og áttu nú alls kostar í fullu tré við mót- herjann. Steingrímut Björnsson með því að afgreiðá boltann ská- hallt upp í markið, 2:1. Guðjón Jónsson og Hallkell björg uðu vel þessar mínútur og voru þeir að mínum dómi beztu menn Fram ásamt Helga Númas. í heild sinni tel ég Framliðið betra en Akureyr arliðið. Af Akureyringum voru þeir Skúli Ágústsson og Guðni Jónsson dug legir og jákvæðir og Samúel mark vörður slapp vel frá sínu. Liðið hefir ágætt úthald, en ýmislegt vantar enn á, sem eflaust á eftir að lagast. Einstaklingar Akureyrar voru aftur á móti betri en Fram- ara. Valur Benediktsson dæmdi þenn an leik. Ég hitti hann ásamt fleir um í búningsherbergi að leik lokn- um og spurði hann um álit sitt á leiknum: „Ég get ekki dæmt leik inn þar sem ég var ekki áhorfandi í venjulegum skilningi og treysti mér ekki til þess að meta úrslitin. En þetta var mikil baráttuleikur og mjög hraður“, sagði hann. Jón Stefánsson, fyrirliði Akureyr- inga: Þetta var kærkominn sigur fyrir okkur. Ég var hálft í hvoru farinn að sætta mig við jafntefli, þegar Steingrímur komst í gegn“. Skúli Nielsen, fararstjóri og þjálf ari Fram: Jafntefli eða 2:1 fyrir okk ur hefði verið sanngjarnt eftir gangi leiksins, en Akureyringar voru úthaldsbetri og unnu á því“. — sbj — Jón B. Pétursson skrifar: 2:1 SIGUR í VARMASKÚRUM íslandsmeistararnir í knattspyrnu unnu sín fyrstu stig í 1. deild í hlýrri, léttri rigningu á heimavelli sín- um í Njarðvík í gærdag. Lið þeirrá er eins skipað og í fyrra í öllum aðalatriðum, kröftugt lið og stórhættu- Iegt, — og úthaldið var þeirra megin og sigurinn fylgdi með. Akranesliðið var heldur kraftalítið í samanburði við Keflvíkinga og sigurinn hefði eins getað orðið stærri en 2:1 fyrir Keflavík. Fjölmenni var af áhorf- endum, líklega hátt á 2. þúsund. Ekki var leikurinn mikið meira en mínútu gamall, þegar boltinn lenti í neti Kjartans Sigtryggssonar í Keflavíkurmarkinu. Það var Eyleif ur, sem skallaði stórglæsilega í markið. Þetta hefði átt að vera liðinu nægileg uppörvun, en svo varð þó ekki. Keflvíkingar sóttu mun meira, en Akurnes'ingar drógu sig heldur til baka. Vörn þeirra var nokkuð góð, en hinn ungi mark- vörður þó langbezti og traustasti hlekkur hennar, þótt enginn Virt- ist þora að treysta á hann. Hins- vegar var vörn Keflavíkur nokk- uð fumandi og allt virtist opnast, þegar framherjar Akurnesinga birtust skyndilega. Keflvíkingar jöfnuðu í fyrri hálf ' leik. Það var á 37. mínútu sem Rúnar Júlíusson, með sinn loðna bítlakoll, blautan af rigningunni og ataðan aur'i af vellinum, fékk bolta fyrir markið og fram hjá því utan af hægri kantinum. Rúnar notfærði sér þetta tækifæri einkar skemmti lega. Færið var mjög lokað að því er virtist, því Jón Ingi, mark- Framh. á bls. 6 Guðmundur Hermannsson þeytir kúlunni rúma 16 metra. Gott veður ein- kenndi iR-mótið — árangur mótsins var frekar slæm- ur, en einstakir menn lofa góðu Halldóra Helgadóttir sígrar í 100 m hlaupi kvenna. Á eftir henni koma Linda og Sólveig. Vormót ÍR fór fram á Melavell- inum í hinu bezta veðri í gærdag. Það er synd, að áhorfendur skuli ekki hafa verið fleiri en reyndist — liðlega 100, því frjálsíþróttamót geta verið hin bezta skemmtun, ekki hvað sízt í svo góðu veðri sém í gær. Árangurinn í heild var ívið lak ari en á sama móti í fyrra, en var- hugavert er að byggja spádóma á árangri fyrsta frjálsíþróttamóts sumarsins. Fremur er lítið um stjörnur á himni frjálsíþróttanna, Valbjörn mætti ekki til keppni, Olfar Teits- son stökk lengst 6.73 og Jón Þ. Ólafsson stökk hæst 1.93 m. ÚrslA mótsins urðu sem hér seg ir: 100 m hlaup: 1. Ólafur Guðmundsson, KR 10.9 2. Einar Gíslason, KR 11.2 3. Ragnar Guðmundsson, Á 11.5 4. Einar Hjaltason, Á 11.6 400 m hlaup: 1. Ólafur Guðmundsson, KR 51.0 2. Sigurður Geirdal, UBK 54.4 3. Hjörleifur Bergsteinsson, Á 58.8 j 800 m hlaup j 1. Halldór Guðbjörnsson, KR 1:58.5 j 2. Þórarinn Arnórsson, ÍR 2:05.0 j 3. Marinó Eggertsson UNÞ 2:10.2 j 3000 m hlaup: | 1. Kristleifur Guðbjörns. KR 8:47,4 i 2. Halldór Jóhanness. HSÞ 9:03,6 4x100 m boðhlaup 1. Sveit KR (Halldór, Ulfar, Ólafur, Einar) 46.1 2. Sveit ÍR 49.5 Kúluvarp: 1. Guðm. Hermannsson KR 16.22 2. Ármann J. Lárusson UBK 13.30 3. Erlendur Valdimarsson, IR 13.16 4. Arnar Guðmundsson, KR 12.70 5. Ingvi Guðmundsson UBK 12.10 6. Bogi Sigurðsson 12.06 Kringlukast: 1. Þorsteinn Löve, IR 45.72 2. Erlendur Valdimarsson, ÍR 44.29 3. Þorsteinn Alfreðsson, UBK 42.34 4. Jón Þ. Ólafsson, IR 42.16 Sleggjukast: 1. Jón Ö. Þormóðsson, IR 50.23 Framh. á bls. 6

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.