Vísir - 29.05.1965, Page 6

Vísir - 29.05.1965, Page 6
V1 S I R . Laugardagur 29. maí 1965. Nemendur sitja í sölum skólanna og streitast við prófverkefnin. Landspróf - aðeins inntöku- próf í menntaskóiana Þessa dagana þreyta um það bil 850 landsprófsnemendur um allt land lokasprettinn, en samkvæmt „fallprósentu" undanfarinna ára er gert ráð fyrir að um það bil 600 úr þeim hópi öðlist réttindi til áframhaldandi náms í menntaskól- um en 250 unglingar verði úr leik. Óhætt er að reikna með að örlítill hluti hinna síðar nefndu reyni á nýjan leik og verji með því móti tveim árum undir inntökupróf í menntaskóla, en meginhluti þeirra ] hverfur þó frá því námi og snýr \ sér að öðru. Og þá verður eftir ein i spurning: hvaða gagn hafa þessir I unglingar af landsprófslestrinum? Það dylst engum lengur, að skortur á húsnæði í menntaskólum ýtir undir að hert sé á kröfum þeim, sem gerðar eru til inntöku þar. Þar af leiðandi þurfa ýmsir nemendur að hverfa frá langskóla- námi, sem ella ættu kost á því. Ýmsir þessara unglinga leita í annað nám, iðnnám, skrifstofunám o. fl. En það er nær sama hvert þeir leita, þeir eru engan veginn betur settir með landsprófskunn- áttu upp á vasann. Ýmsir hafa skrifað um landspróf áður, en fæstir þeirra komið með leiðir til úrbóta. Margir munu þó sammála um, að hepppilegt sé að hafa prófið með núverandi fyrir- komulagi, en önnur hlið á málinu er sú er fyrr greinir; prófið er enn sém stendur eingöngu inntökupróf í menntaskóla. Það mætti vel taka það til athugunar, hvort ekki sé hægt að haga landsprófslestri og landsprófi á þann hátt, að prófið sjálft geti gilt til jafns við gagn- fræðapróf, eða stytt iðnnám þeirra manna, er undir það ganga o.s.frv. Með þessu ej átt við, að húsnæð- isskortur og kennaraskortur í menntaskóíúm verðrékiíí 'til ’þeks Lesendur gætu haft gaman af að giíma við eftirfarandi lands- prófsspurningar í sögu frá 17. maí s.l. I) Hvaða sögulegar villur eru í þessum setnmgum: a) Páll postuli ávarpaði mannfjöldann í Jerúsalem á hebresku. b) Aðeins eitt af ritum Sókratesar hefur verið þýtt S íslenzku. c) Gregoríus páfi VII. ofsótti Lútherstrúarmenn grimmilega en lét Kalvínstrúarmenn að mestu leyti í friði. d) Robespierre vildi gera eignir olíuhringanna upptækar og þjóðnýta þær. e) Georg Brandes orti mörg fögur Ijóð í anda rómantísku stefnunnar. II) Hver af þessum setmngum er sögð í anda eins af eftirtöldum mönnum? Hvaða setning finnst yður eiga bezt við bverh um sig? Setningarnar eru: a) Það er draugagangur í kjallaranum. b) Á höggstokkinn með aðalsmenriina. c) Ég ætla að setjast við píanóið. d) í grænum skógarlundi er gott að vo: e) Ég er mesta mikilmenni allra alda. f) Heiðraðu föður þinn. g) Meira gull. h) Reyndu að síma til hans. Mennirnir eru: Bell, Chopin, Colbert, Hitler, Konfúsíus, Marat', Poe og Rousseau. að fella þurfi fjölda nemenda, held ur sé miðað við t.d. einkunnina 5,0 sem landsprófseinkunn, en inn- tökueinkunn í menntaskóla hagað eftir því sem talin er þörf á. Jafn- framt verði landsprófsskírteini lagt til jafns við gagnfræðaprófsskír- teinj og kennslu að verulegu leyti hagað samkvæmt því. Með þessu móti ætti að vera unnt að fá mun betri nýtingu á náms- tíma fjölda ungmenna. b. sigtr. Allor likur • G G • G O • e G • ; • | G G • G G 9 Framh ar bls i sem eru að hefjast í Danmörku vegna handritamálsins. — Ég tel allar líkur benda tii jíess,. að við: f.áum handri,tin. Ég. * byggf það á •manna, sem liafa^^éljpckíngu á pv? að niðurstáÖa rnáiaféfl- anna verði okkur í hag. Það er ólíklegt að málaferli taki nieirá en 1—2 ár, þar sem báðir aðilj- ar hafa hug á að fá skorið úr málinu sem fyrst. En fyrr en dómur er fallinn í því máli get- ur danska stjórnin ekkert að- hafst til að afhenda íslendingum handritin. Ferró — Veitingahúsadeilan iögð undir úrskurð róðuneytis 1 gærkveldi klukkan 7 hófu þjónar aftur sölu á „sjússum“ eftir að bráðabirgðasamkomulag hafði orðið á milli veitinga- og gistihúsa- eigenda og framreiðslumanna sam- kvæmt beiðni þeirra fyrrnefndu. Blaðið sneri sér til Jóns Magnús- sonar lögmanns Samb. veitinga- og gistihúsaeigenda í gær og spurði hann um gang mála. — Samband veitinga- og gisti- húsaeigenda sneri sér í gær til fé- lags framreiðslumanna með beiðni um að þeir endurskoöuðu afstöðu sína til sölu á áfengissjússum i samræmi við niðurstöðu fundar með ráðuneytisstjóra dómsmála- ráðuneytisins og að framreiðslu- menn hefji afgreiðslu áfengis í sam ! ráði við gjaldskrá þá, sem gilti j þegar deilan hófst. Einnig samþykktu veitingamenn að láta afskiptalaust, að þjónustu- gjald sé lagt á söluskatt, meðan beðið er úrskurðar fjármálaráðu- neytisins um það mál. Framh. af bls 16. „Listin hefur breytzt — allt hefur breytzt — við skulum ganga dýpra hingað inn“ sagði hann og tók á rás inn í sal, þar sem hann var í óðaönn að hengja upp, ramma inn, líma plaköt á vegg: Þetta er draum- óra (súrrealisma) sýning á öld véla —^kynæðis — geimferða — varga og víga, og þessa hringiðu hengir þessi svipgæfi piltur úr Mosfellssveitinni hatt sinn við, hvort sem öðrum líkar betur eða verr . . Um þessar mundir er lflca verið að sýna verk eftir hann á Ítalíu — og nýverið hélt hann sýningu í Moskvu á hóteli. „Hvernig gekk þér að sýna í Rússlandi?" „Það gekk upp á það, að ég sá aftur Évtushenko oj> fleiri kunningja, sem ég hitti í París fyrir nokkrum árum. „Hvernig er Evtushenko?" „Hann er búinn að syngja sitt síðasta — hann var hafinn upp, þegar Krutsjóv komst til valda — valdhafarnir tqku hon- um fegins hendi. ftánn gerði gott ijóð um gröf Stalins. Við sáumst oft á Café Fior“ Ferró sauðist nú eiga heima í París — „þar . á ég stórt stúdíó — ég vinn ekki minna en fjórtán tíma á sólarhring". Nú er Ferró farinn að gera kvikmyndir — fantasíur, sem eiga að teikna raunveruleikann, svipað og Kóreufólkið reyndi í Lindarbæ. Hann er með ljós- myndir úr þessum hughrifum. Þarna voru atriði úr „Gold- water“ — áhrifamiklu verki, sem var gert í herferðinni gegn forsetaefni repúblikana. Ferró stendur sjálfur fyrir framan klósetsál og sprænir gull- vatni, en ung og fögur stúlka horfir á. Og þarna voru atriði úr mynd, sem heitir „Happenings" — djarfar senur. „Ég er aö setja saman nýja kvikmynd, sem á að heita Grettur listarinnar (eða lista- mannanna) — ég hef þegar fengið 80 kunna listamenn út um allan heim til að gretta sig stundarkorn fyrir framan mynda vélina — þessi mynd verður þögul“. Fimm ár eru liðin síðan hann sýndi hér síðast — og allan þann tímann hefur hann dvalizt erlendis — hann kvaðst dvelj- ast 4—5 mánuði árlega í Banda- ríkjunum („síðast sýndi ég í Gertrude Stein Gallery á 84.- götu). Málverkin hans flakka um allan heim — þau eru vél- knúin að því er virðist eins og innihald þeirra —. Kjarval sagðist skilja nafnið Ferró — það væri íslenzkt, sett saman úr fer (af sögninni að fara) og ró, sem merkir kyrrð. Loks fannst skýringin á nafninu. „Nafnið kom af sjálfu sér“, sagði Ferró. Það kennir margra grasa á þessari sýningu. Þarna eru gamlar myndir, 10 ára gamlar. („Þær eru bernskubrek"). Og mósaikmyndir úr fslenzku grjóti og glerjum og alls konar dóti. Og allar vélvæðingarnar, og nú agðist ,.hann vera kominn yfir rococo- o^-böi-oqué eingöngu. m iliinf.ari kemur fljúgandi inn í dómkirkjú, líklega til að s'egja tíðindi frá guðsrfki, Stalín elsk- ar strút eins og Leda og svan- urinn og Hitler litli fæðist, kemur í eggi, huppmikil kona í bakgrunni, fasisrtiinn verður til, i gírkassi trónar' yfir mannkyni, skriðdrekar. æða um, Filippus fjórði eldist um 17 ár gegnum bítíana — þetta eru myndirnar hans Ferrós — hann sagðist kannski vera súrralisti og aldrei verið svona afslappaður á æv- inni. — „Þetta er bara sýning", sagði hann. „Listamannaskálinn er bezta sýningarpláss í heimi — það er svo róandi að sýna hér og svo góð hlutföll í skál- anum“. „Ætlarðu ekki að sýna beran kvenmann — svona til hátíða- brigða?“ „Ég var að hugsa um að láta rottu koma upp úr gólfinu, en er hættur við það. Perúiskur málari sýndi á Italfu fyrir nokkru og var settur í fangelsi fyrir það, að hann sleppti tutt- ugu rauðmáluðum rottum út á sýningargólfið, þegar forseti landsins birtist. Hann varð að dúsa inni tvo daga. Á meðan afsökuðu blöðin hann og sögðu valdhöfunum, að það væri hefð í Perú við vissar kringum- stæður að haga sér svona“. — s t g r. Mfsgnús — Framhaiu öls. 16 sumrin, en ég shef dvalið hér á hverju sumri bau ár, sem ég hef sungið í Höfn. Hvað hefur bú haft mörg hlut verk á.þessum tíma í óperum? Ég hef haft aðaihlutverk í 14 óperum auk stærri hiutverka svo segja má að þetta hafi gengið ágætlega til þessa dags. Hvað varstu að syngja í vet- ur? Ég söng í Rigoletto, La Bo- heme, Cavaleria Rustitana, Tannhaiiser, Töfraflautunni og Sál og Davíð eftir danska höf- undinn Carl Nielsen, sem er mjög skemmtilegt verk. Hefur þú áhuga á að syngja hér á landi? Ég hef mikinn áhuga á að syngja hér í óperu fyrir Þjóð- leikhúsið. Minn óskadraumur er að syngja Hoffmann í Ævintýri Hoffmanns, en ég er sannfærð- ur um að hægt yrði að setja upp það verk hér með eintómum ís- lenzkum söngvurum. Mér þætti vænt um, ef Þjóðleikhús'ið færði upp Ævintýri Hoffmanns, að það myndi eftir mér og leitaði jafnframt fyrir sér hvort hægt væri að fá mig lausan ef ég verð e’inhvers staðar á samningi á þeim tíma. Er grundvöllur fyrir fasta óperu hér? Þú heldur kannski að kominn sé grundvöllur fyrir fasta óperu hér við Þjóðleikhúsið? Það eru hæfir söngvarar fyr- ir hendi og ég held að hægt sé að byggja hér upp skilyrði til að gefa söngvurum tækifæri til þess að vinna að sínum áhuga- málum og á þann hátt koma upp óperu. Ef söngvarar verða ekki fastráðnir hér við Þjóðleik húsið eða einhver vísir í þá átt, þá verður langt í óperu hér á íslandi. Ef hlúð hefði verið að okkur sem sungum í La Boheme á sínum tíma, þá væri kominn hér liður í Þjóðleikhúsinu, sem héti föst ópera. “Nú er þetta fólk kom'ið á tvístring og verð- ur því varla byggt nema á nokkrum hluta þess fólks, ef fastráðnir yrðu hér söngvarar; Sumir halda ef til vill að skort- ur yrði á söngvurum, þegar sum ir þeir íslenzku söngvara, sem rfú eru á márkaðinum, heettu söng. Það er ég ekki hræddur v'ið. Það kemur alltaf maður 1 manns stað vegna þess áhuga, sem skapast í landinu, þegar hér er komin föst ópera. I öll- um löndum, þar sem ópera er, talar fólk um að þessi eða hinn sé að hætta og enginn geti kom ið í staðinn fyrir hann, en reynslan sýnir að alltaf kemur einhver á eftir. Einnig hefur ver ið talað um það, að leikstjóra vanti, sem gætu stjórnað óperu- uppsetningu. Þetta álít ég mestu vitleysu. Óperan hefur tekið miklum stakkaskiptum. — Nú Ieggja leikstjórar meginá- herzlu á le'ikinn 1 óperunum. Leikstjórinn þarf að hafa áhuga á tónlistinni, en hann þarf ekki að vera neinn sérfræðingur í tónlist. Leikstjóri, sem setti upp óperu gæti þess vegna ekki síð- ur sett upp venjulegt leikrit. Hefur þú sungið eitthvað inn á plötur undanfarið? Ne'i, það eru liðin nokkur ár síðan ég söng inn á, síðustu plöt una, en Svavar Gests hafði sam band við mig nýlega og bað mig að syngja 14 vinsælustu lög þjóðarinnar inn á plötu. Það gleður mig mikið að fá að spreyta mig á þessu og jafn- framt er ánægjulegt til þess að vita, að hér skuli vera til mað- ur, sem hefur áhuga á og getu að kynna og geyma fallegustu lög þjóðarinnar. Ætlarðu að leyfa okkur ís- lendingum að heyra í þér í þetta sinn? Já, ég fetla að reyna að halda tónleika núna 2. og 3. júní með aðstoð ungs og efnilegs undir- leikara, Ólafs Vignis Alberts- sonar, en hann hefur verið við nám í undirleik í London und- anfarin tvö ár. F.g vona bara, að ég verði ekki búinn að fá þetta blessaða kvef, sem ég fæ alltaf þegar ég kem heim vegna loft- lagsbreytingarinnar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.