Vísir - 29.05.1965, Side 8
p
VI S í iv . ^uugardagur 29. maí 1965.
íí_-ms^mtamss&sHmBaesaamamm
CJtgeíandr Blaðaútgatan VISIK
Ritstjóri- Gunnar G Schram
Aðstoðarritstióri: Axe' Thorsremso:
Fréttastjórar Jónas Krístiánssor
Þorsteinn C TTiornrenser
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi I7X
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Askriftargjald er so kr a mánuðr
I lausasölu 7 kr eint. — Sími 11660 (5 línur'
Prentsmiðja Visis - Edda h.t
„Smánarlegt met"
J>jóðviljinn var fyrir nokkrum dögum að reyna að
gera sér mat úr yfirliti, sem birtzt hafði í dönsku
blaði, um verðbólguþróunina í nokkrum löndum tvö
síðustu árin. Kom þar fram, að þessi óheillaþróun
hefur orðið nær því tvöfalt meiri hér á íslandi á
þessu tímabili en í Finnlandi, sem er næst á listan-
um. Þjóðviljinn kallar þetta ,smánarlegt met‘, og geta
víst allir verið sammála um, að við séum hér illa á
vegi staddir. En skýringar Þjóðviljans á því, hvers
vegna svona er komið, eru, eins og við mátti búast,
víðs fjarri sannleikanum.
Blaðið segir að viðreisnarstjórnin hafi látlaust
framkvæmt verðbólgustefnu síðan hún kom til valda.
Ekkert er sannleikanum fjær en þetta. Stefna við-
reisnarinnar var hvorki né er verðbólgustefna, heldur
þvert á móti. Og hefði stjórnin haft bolmagn til að
framkvæma stefnu sína út í æsar, væri ástandið
harlá ól|kt því sem það er nú. Stjórnáfandstaðan
þykist hér hvergi hafa nærri komið, en allir hljóta
þó að skilja, að eins öflug stjómarandstaða og sú,
sem hér er, getur haft margvísleg áhrif á gang mál-
anna, og ólíklegt er að nokkrum blandist hugur um
að hún hafi gert það, enda ekki farið leynt með
aðgerðir sínar, þótt hún sverji fyrir þær í blöðunum.
Allt sem hefur magnað verðbólguna, er fyrst og
fremst frá stjórnarandstöðunni komið, og flest af
því hefur verið ríkisstjórninni óviðráðanlegt. Hvaða
efnahagskerfi þolir 30—40% kauphækkanir á einu
ári? Hjá öðrum þjóðum þykja 3—5% mikið. Og auð-
vitað er það f jarstæða, sem engu tali tekur, að kaup-
hækkanir þurfi ekki að fara út í verðlagið. Hvað segja
þeir t. d. um landbúnaðarvörurnar í því sambandi?
Það var ætlun ríkisstjórnarinnar, að stöðva kapp-
hlaupið milli kaupgjalds og verðlags, en stjórnar-
andstaðan hefur beitt öllum tiltækum ráðum til þess
að magna það kapphlaup. Það situr því sízt á Þjóð-
viljanum að deila á ríkisstjórnina. Verðbólgan er skil-
getið afkvæmi kommúnista og þjóna þeirra, og þeim
þykir vænt um þetta afkvæmi sitt og vænta sér mik-
ils af því, þótt þeir láti sem þeim sé það leitt.
' Stjórnarandstaðan hefur aldrei borið fram til-
lögu, sem miðaði að því að draga úr þenslunni, en
tillögur hennar um hið gangstæða skipta eflaust
hundruðum, og hún hefur ævinlega snúizt öndverð
gegn öllum tilraunum stjórnarflokkanna í þá átt, að
stöðva verðbólguna. Þó veit stjórnarandstaðan eins
vel og hinir, að hér er verið að leika sér við voðann
og að ekki getur endað nema á einn veg, ef þjóðin
sér ekki að sér í tíma. Enn sjást þess þó engin merki,
að stjórnarandstaðan ætli að sjá að sér, heldur virð-
ist hún staðráðin í að setja æ fleiri „smánarleg met“.
☆
Cumarið 1954 komu upp ný
° vandamál í lífi Kennedy-
hjónanna. Það voru veikindi svo
alvarleg, að fyrstu- hjúskapar-
vandamálin féllu alveg í skugga
þeirra. Fyrst er að nefna veik-
indi í baki John Kennedys.
Áður hefur verið skýrt frá
því, að hann kenndi til sárs-
auka í bakinu á brúðkaupsdag-
inn sinn, þegar hann kraup nið-
ur við altarið í óþægilegri stell-
ingu. Það hefði mátt sjá þá á
andliti hans sársaukadrættina.
En Jack lét engan vita um það.
Veikindi hans áttu upptök sín
frá því hann var stúdent í
Harvard háskóla og hafði verið
að keppa þar í Rugby-fótbolta.
Þá hafði hryggur hans laskazt.
Þessi meiðsli höfðu svo tekið
sig upp þegar hann barðist í
Kyrrahafsstríðinu og japanskur
tundurspillir sigldi á fullri ferð
á tundurskeytabát, sem Kenne-
dy stjórnaði og klauf hann í
tvennt.
Ckurðaðgerð hafi svo verið
framkvæmd á Jack árið
1944 í sjúkrahúsi bandaríska
flotans. Eftir það hafði líðan
hans farið mjög fram. En árið
1952 í framhaldi af kosninga-
baráttunni til öldungadeildarinn
ar sem hafði þreytt hann mjög
mikið hafði sársaukinn farið
mjög að koma fram aftur. Fyrsta
sumarið eftir brúðkaupið 1954
dvaldist hann uiii tíma í Merry
wood hjá fjölskyldu Jacqueline
og þarna urðu veikindin og sárs
Jacqueline Kennedy, myndin tekin í ársbyrjun 1957 eða um það
leyti sem þau hjón höfðu „fundið“ hvort annað.
aukinn svo mikill, að hann varð
að fá sér hækjur til þess áð
geta gengið uppréttur. Meðan á
þessu stóð megraðist hann svo
mjög að hann varð eins og
beinagrind. Læknarnir voru í
efa um, hvort ný skurðaðgerð
væri farmkvæmanleg, þeir urðu
að vega það, að sjúklingurinn
var orðinn mjög veikur fyrir og
óvíst að hann þyldi nýja aðgerð.
Kennedy átti því úr vöndu að
ráða, spurningin hvort hann ætti
að hætta lífi sínu undir skurð-
hníf læknisins eða halda áfram
að lifa við þessar óþolandi kval-
ir.
24. október 1954 var John
Kennedy fluttur á Hospital for
Special Surgery í New York.
Var hann þá kominn að þeirri
niðurstöðu, að kvalirnar væru
svo óbærilegar að hann yrði að
hætta á uppskurð. Virtist hann
ella eiga fyrir höndum að ganga
við hækjur það sem eftir væri
ævinnar.
Skurðaðgerðin tókst ekki vel,
á eftir henni fylgdi mikill hiti
og bólgur og sjúklingurinn var
svo veikur að talið var að hann
gæti gefið upp öndina á hverri
stundu. Til hans var kallaður
prestur til þess að vera viðbú-
inn að veita honum hinztu
smurningu að kaþólskum sið. Og
foreldrar hans, bræður og syst-
ur söfnuðust saman að sjúkra-
beð hans um miðja nótt, þegar
líðan hans var sem verst.
’C'n Kennedy tókst að komast
yfir það versta og þegar
hann hafði yfirunnið lífshættuna
þá var honum fljótt að batna,
svo að hann gat farið út af
spítalanum fyrir jól og dvaldist
þá suður á Florida meðan hann
var að jafna sig.
Sex vikum síðar sneri hann
aftur til New York og enn ein
skurðaðgerð var framkvæmd á
honum. Að henni lokinni fór
hann aftur suður á Florida og
dvaldist þar í Palm Beach fram
í maí.
ona að nafni Janet Travell
var læknir hans en hann
hafði ekki áður verið til lækn-
inga hjá henni. Hún gerði
nokkrar uppgötvanir, sem hjálp
uðu honum mikið, hún spraut-
aði í hann lyfi sem kllast novo-
caine og gerði honum mjög gott.
Auk þess uppgötvaði hún að
annar fótur hans var eilítið
styttri en hinn og taldi hún að
þetta gæti hafa haft sín áhrif
að sjúkdómurinn tók sig upp á
ný. Lét hún gera á hann sér-
staka skó með allmiklu innleggi
á styttri fótinn sem jafnaði upp
muninn.
Kennedy. þakkaði þessum að-
gerðum hennar mjög hve góða
bót hann fékk á meini sínu og
gerði hana að föstum lækni sín-
um, sem síðar varð henni til
mikils heiðurs og virðingar þeg-
ar hann var orðinn forseti.
Kennedy var henni mjög þakk-
látur og viðhafði hann m. a.
þau ummæli um haná síðar
að henni ætti hann að þakka
bæði lífið og forsetaembættið. í
því fólst m.a. viðurkenning
hans á því að hann hefði aldrei
þolað hið mikla álag forseta-
kosninganna ef hann hefði ekki
notið lækningar hennar.
Tacqueline var stöðugt nær-
" stödd í veikindum Kenne-
dys og meðan hann var að ná
sér eftir þau. Hún skildi að
Kennedy sem var í eðli sínu
svo kraftmikill og virkur átti
mjög erfitt með að þola langa
legu. Hann myndi verða óþolin-
móður og niðurdreginrs.. Hún
gerði því allt til að létta honum
/