Vísir - 29.05.1965, Side 9

Vísir - 29.05.1965, Side 9
71 SIR . Laugardagur 29. maí 1965. 9 E þessum þætti er sugt frú þegtsr ósumEyndi ECennedy- hiónannu nóði hómnrki, og mikEum harmi þeirra sem leiddi þó að Eokum til sútta og hamingju leguna. Hún leitaði að óvenju- legum og skemmtilegum bókum til þess að fara með til hans á sjúkrahúsið og lagði sig fram um að velja honum skemmti- legar gjafir, sem yrðu honum tilbreyting og gætu komið hon- um til að brosa. Það kom einnig fyrir að hún bað kunningja þeirra að koma með til hans á sjúkrahúsið og valdi þá sér- staklega þá sem voru glað- lyndir og gamansamir og góðir að segja skemmtisögur til þess að hann gæti þannig notið af- þreyingar. Kvöld eitt var hún stödd í kvöldboði með Grace Kelly kvikmyndaleikkonunni frægu, sem sfðar varð furstynja af Mónakó. Grace var kunningi þeirra beggja hjónanna og fór hún að spyrja Jacqueline, hvern- ig eiginmanninum liði. Jacque- line stakk upp á því að þær skyldu skreppa saman og heim- sækja hann. Grace var strax til í það. Margir bandarískir spít- alar hafa frjálslegri reglur en tíðkast í öðrum löndum t.d. er sums staðar þar sem sjúklingar eru í einkaherbergjum hægt að heimsækja þá á öllum tímum sólarhringsins. Það var komið langt fram á nótt, þegar þær Jacqueline og Grace komu til sjúkrahússins. Þær hringdu útbúinn í allt og gat kastað sér af fullum krafti inn í stjórn- málabaráttuna. /~|g nú fengu þau gleðileg tíð- ^ indi, að Jacqueline gekk með barni. Þau höfðu fram að þessu einungis búið í fremur litlu leiguhúsnæði í Washington, en nú þegar von var á fyrsta barninu, og kannski fylgdu margir strákar og stelpur á eftir, þá ákváðu þau að kaupa McLean-húsið, stóra villu í Merrywood, skammt frá húsi Auchinloss-fjölskyldunnar. En aftur snerust hlutirnir til verri vegar. Jackie missti fóstrið og nú var farið að nálgast for- setakosningar árið 1956, þegar Kennedy fór að undirbúa sinn eigin frama. Fjarvistir hans frá heimili og eiginkonu urðu æ tíðari og æ lengri. Og nú fóru að heyrast fréttir um það að samkomulagið milli hjónanna væri ekki alltof gott, var jafn- vel talað um að þau væru að skilja. Þetta stafaði mikið af því að hún gat ekki fylgt hon- um eftir í tjsórnmálaleiðöngrum hans. En orðrómurinn þagnaði um tíma, eftir að uppvíst varð að hún gengi aftur með barni, svo að hún gæti ekki veitt manni sínum mikla hjálp í leið- öngrum hans. í þau fáu skipti að snúast í kringum eiginmann hennar, það talaði, starfaði og brosti fyrir hann til þess að vinna honum fylgi sem flestra fulltrúa. Hún ein Jackie var eins og utanveltu við allt þet'a fjaðrafok, gat varla hreyft sig, hvað þá hjálpað til. Maður hennar var alltaf á þeysingi og hún sá hann aðeins í svip og oftast úr fjarlægð. Það er hér var verið að berjast fyrir var að John kæmist í framboð sem varaforsetaefni við hlið Steven- sons. En hann tapaði atkvæða- greiðslunni, hann vantaði aðeins 28 atkvæði til að ná Estes Kefauver sem var valinn fram- bjóðandi. Kennedy tók ósigrin- um mjög þunglega, hann var ó- vanur að bíða ósigur og hafði allt á hQrnum sér. Þessi csigur snerti Jacqueline líka mjög illa, hún fylltist af leyndu samvizkubiti um að kannski hefði aðgerðaleysi henn ar haft þau áhrif að bardaginn tapaðist. Hefði hún haft sig meira í frammi gat verið að sigur hefði unnizt. Ef til vill fann hún líka einhverja ásökun í þessa átt hjá manni sínum sem var sár og niðurdreginn yfir þessum nauma ósigri. J^standið milli þeirra varð enn alvarlegra, þegar hann " ‘. ■ .v. :: ■' Hús Kennedy-hjónanna sem þau keyptu í Georgetown-hverfi í Washington. Þarna urðu þau loksins hamingjusöm eftir þriggja ára ósamiyndi og harma. dyrabjöllu við herbergi Kenne- dys og hafði hann dyrasíma til að tala í við þá sem frámmi stóðu. — Hver er þar? spurði hann í dyrasímann. Jackie svar- aði og breytti sér í málrómnum. — Það er næturhjúkrunarkonan. Hann svaraði: — Gangið inn. Svo gengu þær inn í rökkrið, Grace á undan. Kennedy hélt í fyrstu að þetta væri hjúkrurtar- konan, en þegar hann leit upp, sá hann að þetta var Grace sú fræga kvikmyndastjarna. Hann reis upp við dogg og fór að hlæja og hafði mjög gaman af heimsókn hennar. TVj'eðan hann var að ná sér og hvíla sig á Palm Beach, lét Jacqueline hann fá pensla og léreft til þess að fá hann til að reyna að mála myndir sér til dægrastyttingar. En eftir nokkr- ar tilraunir gafst hann alveg upp á málaralistinni. í stað þess steypti hann sér út í lestur á bókum um bandaríska sögu. Oft las Jacqueline fyrir hann heilu bækurnar og skrifaði nið- ur á smámiða minnisatriði úr bókunum. Or þessum lestri og miðum varð síðar bókin Profiles in Courage, sem áður hefur ver- ið minnzt á, en sú bók varð ákaflega vinsæl og metsölubók í Bandaríkjunum. í maí 1955 hafði Kennedy batnað svo að hann gat snúið aftur til starfa sinna í öldunga- deildinni. Hafði hann þá verið fjarverandi vegna veikinda í átta mánuði. Hann var þó mátt- lítill og varð enn að styðjast við hækjur. En með hjálp dr. Tra- vell hjarnaði hann svo við á fáeinum mánuðum, að hann var sem hún fór með honum, safn- aðist þvilíkur mannfjöldi í kringum þau, sem vildi taka í hendur þeirra, að það varð afar þreytandi fyrir hana. Camt fylgdi hún honum til Chi- cago á flokksþing demo- krata, þar sem ákveða skyldi forsetaframboð. En aðbúðin í Chicago var hræðileg. Hita- bylgja gekk yfir borgina, rök og kæfandi. Jafnvel andvarinn sem lék um borgina utan af prerfun- um var sjóðandi heitur og daun- illur. Jackie bjó á hóteli með Eunice mágkonu sinni í her- bergjum með kæliútbúnaði en henni leið tnjög illa. Allt Kennedy-fólkið karlar og kon- ur í fjölskyldunni var þarna til sagði henni að hann ætlaði að fara til Frakklands og dveljast tvær vikur í fríi í sumarbústað föður síns á Bláströndinni í Frakklandi. Jackie sem nú var komin átta mánuði á leið sá eiginmann sinn fara til Evrópu, sjálf varð hún eftir og dvaldist hjá tengdamóður sinni í New- port. Nú voru hjúskaparvanda- málin að ná hámarki sínu. Fjórum dögum eftir að eigin- maðurinn lagði af stað í ferð- ina var Jackie flutt á sjúkra- hús. Það varð að framkvæma skurðaðgerð, en barnið var lát- ið. Jackie varð sjálf mjög veik og læknarnir sögðu: — Við vit- um ekki, hvort hún lifir þetta af. Hann var á skemmtisiglingu einhvers staðar á Miðjarðarhafi. Það var örðugt að ná í hann til að koma skilaboðum til hans. En þegar honum bárust fregn- irnar, þá má hann eiga það, að hann brá skjótt við. Hann hélt þegar í stað í land og flaug með fyrstu ferð vestur yfir haf. Tackie lifði af en hún varð að " fá langa hvíld og á þeim hvíldartíma höfðu þau nú loks gott næði til að ræða vandamál sín. í fyrstu brutust fram sár- indi og harmur, en síðan kom- ust þau að samkomulagi, tókst að hreinsa upp mikið af and- stæðunum sem höfðu aðskilið þau. Eldurinn sem hafði logað milli þeirra varð að yljandi ást- arhita, sem kviknaði á ný. Þau nálguðust aftur og vildu allt gera til að bæta fyrir brot sin. Jackie hét því nú að sýna póli- tískri baráttu hans meiri áhuga en verið hafði og létti þar með um leið á samvizku sinni. John hét því á móti að gefa sér tíma til að sinna eiginkonu sinni og lifa heimilislífi. Þegar hún losnaði af sjúkrahúsinu og þau gengu saman arm í arm niður tröppurnar, þá var lífið orðið aftur allt annað og bjartara, þrátt fyrir þann mikla harm sem þau höfðu orðið fyrir en sigrazt á sameiginlega. Nú hófst skemmtilegur tími fyrir þau bæði. Það var sýnilegt að um leið og Jackie ætlaði að hjálpa honum á stjórnmálasviðinu, þá vildi Jack gera allt sem hann gæti til að lifa sig inn í áðal- áhugamál hennar, listir og sér- staklega málaralist. Þau vörðu löngum tíma í að heimsækja málverkasöfn og nú gerðist sú breyting á heimilishaldi þeirra, að listamennirnir vinir Jacque- line urðu velkomnir gestir á heimili þeirra og. áttu þau þannig mörg skemmtileg kvöld í hópi listafólks. Húsið sem þau höfðu keypt í Merrywood var stórt og það varð enn stærra og tómara eftir að þessir tveir at- burðir höfðu gerzt, fósturlátið og dauði barnsins. Þau ákváðu því að selja húsið og keypti Robert bróðir Johns það, í stað þess keyptu þau annað hús í Georgetown-hverfinu í Washing ton. Það er rautt tígulsteinahús á þremur hæðum með garði vöxnúm magnolíutrjám. Þau kölluðu það síðar „húsið sem færði okkur hamingjuna". Og Jack, hvar var hann?

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.