Vísir - 29.05.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 29.05.1965, Blaðsíða 15
VI S IR . Laugardagur 29. maí 1965. 15 Rest bezt koddar Endurnýjum gömlu sængUm: ar, eigum diin- og fiðurheld ver, æðardúns- og gæsadúns- sængur og kodda af ýmsum stærðum - PÓSTSENDUM. Dún- og fiður- hreinsun, Va. stíg 3 — Simi 18740 (örfá skref frá Laugarvegi). UlU! FRIEHÍ7 AH-YU! Y0UR.TRUST.IM /AE MAKES ME EASER. TO HELP YOU'. I WILL <50 WITH YOUTOTHE PLACEOFTHE 'MONEÝ- ROCKS'- 50 í CA.N TELL YOU WHAT YOUK G0L7 TREASURE IS WOfcTH... IP . CHIEF /AITI FIWFS AH HONEST TkAPER! ('ELAVIMS THEIK VISIT TO THE 'ILLASEORTHEir >PI7EK. PEOPLE ’ JUTIL TARZAM E0UL7 LEAKN iHE LANGUASE )F THE STKANSÉ ;keatukes;the- IRURUS ARE REA7Y TO LEAYE... AH-YU IS HAPPy YOU STAY WITH HWA’FOR LOWG VISIT-SO HE LEARNS MANY THIUSS FROMVOU! ^BUT REMEMBER, FR.IENP TARZAN.THESE AEE reoPie... not animalsj W" Ururmenn eru reiðubúnir að yfirgefa þorp Köngulóarættbálks ins eftir að þeir höfðu dregið dvöl sína þar til þess að Tarzan gæti lært tungu ættbálksins. Ah- Yu er ánægður yfir því hvað þú gazt dvalið leng'i þannig að hann gat teert margt af þér. En mundu nokkug Tarzan vinur, að þetta eru menn en ekki dýr. Ah-Yu . MU lUAMO vinur trúnaðartraust þitt veldur því að mér er mikið í mun að hjálpa þér. Ég ætla að fara með þér til staðarins þar sem pen'inga steinarnir eru — svo að ég geti sagt þér hvers þeir eru virði ef Mit'i höfðingi finnur heiðarlegan verzlunarmann. virðingu menn eins og hershöfð- inginn verðskulduðu Hún stóð þarna hreyfingarlaus og þögul, en Amber litli urraði og lét ófriðlega. Hershöfðingjanum leizt ráðlegast að bera upp erindi sitt formála- laust. „Ég tel það skyldu mína að gera enn eina tilraun til að sýna yðar hátign fram á það, að henni væri það mest sæmd að láta Bleika pard- usinn af hendi með fúsum vilja“, mælti hann. Dala prinsessa taldi virðingu sinni ekki samboðið að svara slíkri málaleitan, en tók að klappa hund- inum og reyna að sefa hann. Hershöfðinginn hélt þvi áfram: „Það er ekki nokkrum vafa bundið að úrskurður Alþióðadómstólsins mundi ekki falla yðar hátign í vil“, mælti hann. Hennar hátign virtist þreytt á stagli hans. „Þá þarftu ekki neinu að kvíða“, sagði hún. Hershöfðinginn strauk mikið al- skegg sitt á meðan hann undirbjó aðra sókn. „Sem eðalsteinn hefur Bleiki pardusinn takmarkað gildi", mælti hann, „en þvf meira sem tákn. Hann er tákn hins ótakmark- aða vaids þess, sem hefur hann undir höndum, fyrir þá hjátrú, sem ailur almenningur f ríkinu leggur á hann. Og sem slíkur fær hann aukið gildi ef yðar hátign lætur hann af hendi án þess til átaka eða málareksturs komi“ „Þú átt með öðrum orðum við það, að ég afsaii mér öilum völd- um um leið og ég léti Bleika pard- usinn af hendi, og þá vitanlega til þess, sem við honum tæki, það er að segia þeirrar ólöglegu stjómar, sem þú hefur myndað bar“. Hershöfðinginn baðaði út hold- miklum hreifunum. „Það er krafa bjóðarinnar“, mælti hann. „Það er þá víst ekki einsdæmi, að þjóð hafi verið glapin sýn“, mælti Dala prinsessa og fann, að nú fór hún að gerast reið, þvert á móti vilja sínum. „Þetta er öld þeirra fanta, sem hefjast til vaida í krafti lyga og blekkinga". Hershöfðinginn varð hins sama var hvað hann sjálfan snerti, enda þótt hann vildi hemja reiði sína og varðveita þannig virðuleika sinn f lengstu lög. Hann hvessti augum á prinsessuna. „Yðar hátign fer ef- laust nærri um það“, hvæsti hann, „hve leitt mér þótti að yðar hátign skyldi takast að flýja land. Ég hefði sannarlega haft gaman af að raibba við yðar hátign í góðu tómi, áður en ég hefði látið skjóta yður“. Dala prinsessa gekk skrefi nær hershöfðingjanum og brosti blfð- lega um leið og hún sparkaði harka- lega í vinstri sperrilegg hans. Hann rak upp öskur af sársauka og greip um fótinn. Lífvörðurinn hljóp fram, þó að vopnlaus væri og hendumar hon- um gagnslausar. „Nei, þetta er of langt gengið ...“ Dala sneri sér að honum og fór eins að. VESTMANNA- EYJAR | Afgreiðslu VÍSIS í Vest- I mannaeyjum annast Bragi Ólafsson, sími 2009. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er1 að ræða.^ SUÐURNES Útsölustaðir VÍSIS á Suðurnesjum eru: Vogar: Klöpp, Pétur Jónsson. Grindavík: Verzl. Aldan Sandgerði: Bókabúð Axels. Gerðar: Verzlun Björns Finn- bogasonar. Keflavík og Njarð- víkur: Georg Ormsson. Keflavíkurflugvöllur: Sölu- og veitingavagn inn. Aðalstöðin. ÁRNESSÝSLA i Útsölur VÍSIS í Ámes-1 sýslu eru: Hveragerði: Verzlunin l Reykjafoss Selfoss: Kaupfélagið Höfn. Arinbjöm Sigurgeirs- son. Eyrarbakki: Lilian Óskarsdóttir. Þorlákshöfn: Hörður Björgvinsson. „Hvað . . er eitthvað að?“ spurði Simone sakleysislega. „Fötin mín . . yfirfrakkinn minn og . . . “ „Æjá, það er satt. . . ég sendi þau í hreinsun“. Clouseau lögreglustjóri starði í forundran á eiginkonu sína. „Og hatturinn minn?“ „Börðin á honum voru hrukk- uð, svo að ég lét hann fljóta með“, svaraði Simone. „En . . . skórnir mínir?“ „Þeir voru orðnir svo óhrein ir, að það varð bókstaflega ekki komizt hjá að láta hreinsa þá“. í sömu andrá og Simone, hin unga og fagra eiginkona lög- reglustjórans, mælti þessi sak- leysislegu orð, sem báru um- hyggju hennar fyrir klæðaburði eiginmannsins svo fagurt vitni, voru fötin hans á hraðri ferð út úr anddyri hótelsins og niður að aldyraþrepin. Sir Charles Lytton sá um það. Hann hafði brett hattbörðin niður að framan og kragann á frakkanum upp, svo að vart sást í andlit honum. Að vísu var frakkinn bersýnilega alltof víður honum, en það gerði ekki svo mikið til. Það var öllu lakara með skóna, sem voru tvjeim númerum of stórir. Sir Charles varð að nota sérstakt göngulag til að missa þá ekki af fótum sér. Það stóð leigubíll úti fyrir. Sir Charles stefndi þangað. í sömu svifum kom lögreglubíll akandi á fullri ferð og stað- næmdist úti fyrir aðaldyrunum. Tveir lögregluþjónar stukku út úr honum og upp dyraþrepin, fram hjá Sir Charles. Sir Charles kleif inn í aftursæt ið á leigubílnum og sagði bíl- stjóranum, hvert hann ætti að halda. Þegar hann var í þann veginn að leggja af stað, tók Sir Charles eftir því, að hann hafði misst af sér annan skó lögreglustjórans, svo að hann bað bílstjórann að nema staðar, opnaði hurðina og náði í skóinn sem lá í fönninni. Svo skellti hann aftur bíldyr- unum og bíllinn ók af stað. 14 Rómaborg er fögur við sól- setur. En.Artoff hafði lítinn áhuga á sólarlaginu, þar sem hann lá í leyni bak við runna við þjóðveg inn og beindi sjónauka sínum að stórri, gljásvartri fólksbifreið, sem þræddi beygjurnar upp að hinu glæsilega setri prinsessunn ar. í aftursæti bifreiðarinnar sat sjálfur hershöfðinginn í splunku nýjum, gullborðaskreyttum ein- kennisbúningi með barminn þak inn glampandi heiðursmerkjum, sem hann hafði sjálfur veitt sér fyrir afrek sín. Hið mikla skegg hans var nýþvegið og snyrt, pok ar undir kaldgráum augum eftir helzt til mikla þaulsætni við drykkju í gistihúsinu nóttina áð- ur. Hörkulegir lífverðir sátu báð um megin við hann í bílnum og sá þriðji frammí, hjá bílstjóran um. Allir báru þeir, lífverðirnir og bílstjórinn, skegg niður á bringu að hætti hershöfðingjans. Það var þó að sjálfsögðu eilítið styttra og fyrirferðarminna en skegg hans, í virðingarskyni við tign hans og vald. Bíllinn nam staðar úti fyrir aðaldyrum setursins. Lífverðirn ir stigu út, svipuðust vandlega um með aðra hönd kreppta að marghleypuskefti í vasa. Þegar þeir Þóttvm. hafg.^ij^yj^að sid um að ekki lægju neinír leigu- morðingjar þar í leyni, steig hershöfðinginn út úr bílnum og rétti úr sér. Aðaldyr setursins opnuðust. Saloud stóð fyrir innan þröskuldinn og beið. Hershöfð- inginn hélt upp þrepin Einn af lífvörðunum tók sér stöðu hjá bílnum, annar við aðaldyrnar, en sá þriðji fylgdi hershöfðingj- um eftir inn yfir þröskuldinn. Saloud stóð í anddyrinu, virti fyrir sér lífvörðinn og sáust eng in svipbrigði á andliti hans frek ar en venjulega. Augu hans beindust ,að krepptri hendinni í vasa lífvarðarins. „Ekki nein vopn“ sagði Sal- oud hæversklega. Lífvörðurinn urraði að hon-1 um. Saloud brá arminum, svo leift- ursnöggt að ekki mátti auga á festa og greip föstu taki um úln- lið þeirrar handarinnar, sem líf- vörðurinn hafði á skammbyssu- skeftinu í vasanum. Lífvörður- inn veinaði af sársauka og reyndi að draga upp skamm- byssuna, en höndin var skyndi- lega orðin honum gagnslaus og hann dró hana gersamlega lam- aða og tóma upp úr vasanum. Enn brá Saloud arminum áður en-lífverðinum hafði gefizt ráð- rúm til að átta sig og hin hönd- in fékk sömu útreið, og þó sízt betri, ef marka mátti vein hans. Þá sveigði Saloud báða arma hans aftur fyrir bak og hélt báð- um úlnliðum hans þar eins og í skrúfstykki með vinstri hend- inni einni saman, á meðan hann fór í vasa hans með þeirri hægri og dró upp skammbyssuna, en bá sleppti hann takinu, og allt hafði þetta gengið svo skjótt fyrir sig, að jafnvel hershöfðing inn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Lífvörðurinn lét hallast upp að veggnum, andlitið var afskræmt af sársauka, þar sem í það sást fyrir skegginu. Þó. var augnaráðið, sem hers- höfðinginn sendi honum, miklu verra að honum þótti. Það minnti hann óþægilega á myrka klefana í dyflissunni heima, svo óþægilega, að honum meir en kom til hugar að setjast að á Rivieruströndinni fyrir fullt og allt. Saloud laut hershöfðingjanum hæversklega. „Þessa leið, ef þér viljið gfeiaCsýól vel...“ Það sýndi sig, að hershöfðihginn var í raun og sannleika garpur, sem ekki kunni að hræðast, er hann hætti á það að halda inn ganginn og standa augliti til aug- litis við Dölu prinsessu án þess að hafa vopnaðan og harðsnúinn líf- vörð sér við hlið. Lífvörðurinn elti hann eins og rakki og virtist af honum runninn allur hetjubragur, er hann naut ekki lengur vopna sinna. Dala prinsessa beið gestsins í stórum sal í austurálmu setursins og sneri baki við miklum glugga, er vissi út að friðsælli, lágri skógi vaxinni hlíð. Amber lá við fætur henni. en re'is upp og gelti ákaf- lega, þegar Saloud vfsaði hershöfð- ingjanum og lífverðinum inn í sal- inn. Hershöfðinginn skellti saman hælum og laut Dölu prinsessu lít- ið eitt. „Yðar hátign“, mælti hann. Það hefði mátt halda að Dala prinsessa sæi hann ekki. Hún hafði hlotið konunglegt uppeldi sem vænt anlegur ríkisarfi og vissi upp á hár hve mikla, eða öllu heldur litla

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.