Vísir - 29.05.1965, Page 16
fflorgm
Bjarnason alþm. og Jón Sigurðs-
son, forseti Sjómannasambands ís-
lands ávarp. Því næst afhendir
Pétur Sigurðsson alþm. og formað
ur Sjómannadagsráðs heiðursmerki
sjómannadagsins.
Að loknum hátíðahöldum á Aust
urvelli fer fram kappróður í
Reykjavíkurhöfn. — Konur Ur
Slysavarnafélaginu hafa kaffisölu
í Slysavarnafélagshúsinu á Granda
garði til styrktar sumardvöl barns
frá bágstöddum sjómannaheimil-
um.
Um kvöldið verða dansleikir í 7
samkomuhúsum. — Sjómannadags
blaðið kemur út að venju, og er
efni þess mjög fjölbreytt. Ritstjór
ar þess eru Halldór Jónsson og Guð
mundur íf. Oddsson.
Sjómannadagurinn er á morgun
og verða hátíðahöld fjölbreytt að
venju. Sú breyting hefur orðið, að
dagurinn er nú haldinn fyrr en
áður um land allt, en sjómannadag-
urinn var áður fyrsti sunnudagur
í júní. Á Hrafnistu, dvalarheimili
aldraðra sjómanna verður tekin í
notkun ný vistmannaálma, sem rúm
ar 64 vistmenn.
Sjómannadagurinn hefst kl. 8 um
morguninn með því að fánar verða
dregnir að hún á skipum í höfn-
inni. Aðalathöfnin fer fram á
Austurvelli. Þar mun séra Bjarni
Jónsson, vígslubiskup minnast
drukknaðra sjómanna og Guð-
mundur Jónsson syngur. Á eftir
flytja þeir Guðmundur í. Guð-
mundsson utanríkisráðh., Matthías
Ferró slappaði af upp við bákn hans, sem hann nefnir „Rottulögfræði“. Hann strýkur myndina
mjúklega. (Ljósm. Vísis I.M.)
Ferró opnar sýningu kl. 4 i dag:
Róandi að sýna hér
Xf'ERRÓ — þessi margumtalaði
— er kominn til landsins
á ný, þessi Ferró, sem hefur
Hverjir fá
bílana ?
Sjálfstæðismenn skrifstofa
Sjálfstæðisflokksins við Áustur
völl verður opin í dag til kl. 18
og á morgun sunnudag milii ki.
10-12 og 16-18 til þess að
fólki gefist tækifæri til að skila
af sér vegna happdrættisins
og jafnframt tii þess að gefa
þeim tækifæri, sem ekki hafa
þegar fengið sér miða, að taka
þátt f þessu glæsilega happ-
drætti um leið og þeir styðja
flokk sinn. Sjálfstæðismenn —
liggið ekki á liði ykkar. Fáið
ykkur miða hver og einn. Þann
ig getið þið stuðiað að gengi
flokks ykkar.
staðið í málaferlum úti i heimi
vegna nafnsins, sem hann gaf
sjálfum sér óvart í sakleysi
unglingsins. Og í dag kl. fjögur
er hann svo hjarta lítillátur að
opna sýningu í hrípiekum
kumbaldinum, Listamannaskál-
anum (rétt á eftir Valtý og Jó-
hannesi) — nýkominn frá París,
Moskvu, Flórens, New York —
nýkominn frá því að gera kvik-
mynd f franska sjónvarpið með
Salvador Dali („Hann Dali er
einn peningur — hann gengur
ekki eitt skref nema fyrir pen-
inga“, sagði Ferró).
Málarinn var súrrealistiskur í
klæðaburði, í molskinnsbuxum
moldarbrúnum — í blárri frá-
flakandi skyrtu úr striga og
hrafnsvörtu sivjótvesti (Iíklega
af langafanum).
Hann er farinn að líkjast föð-
ur sínum heitnum í útliti (Guð-
mundi frá Miðdal) — hann er
allur gildari en þegar hann var
hér síðast og sennilega ekki
eins duglegur að rokka eins og
þá.
„Þú hefur breytzt, Ferró“.
Framh. á bls, 6.
Magnús Jónsson óperusöngvari á Arnarhóli í gær.
Engin ópera hér fyrr en
fastráðnir verða söngvarar
— segir Magnús Jónsson óperusöngvari
Magnús Jónsson konungiegur
óperusöngvari er nýkominn til
landsins f sumarleyfi. Magnús
er arftaki Stefáns íslandi við
Kon.ungiegu óperuna í Kaup-
mannahöfn og hefur verið nem-
andi Stefáns. Hann var nú að
ijúka áttunda starfsári sínu þar.
Tí5ind?.ma0ur Visis ræddi viíi
Magnús í gær til þess að inna
hann frétta.
Þetta er orðin nokkuð löng
útlegð. 11 ár, sagði Magnús,
þegar hann var spurður hvernig
honum líkaði Vistin í Höfn. Hitt
er annað mál, að ég vildi helzt
hvergi annars staðar vera, fyrst
ég þarf á annað borð að vera
erlendis.
Ekki hefur þú verið í 11 ár
í Höfn?
Eins og kominn heim
í Höfn.
Nei, ég var fyrst f 3 ár við
nám á Ítalíu. Viðbrigðin við að
koma til Hafnar þaðan voru eins
og maður væri kominn heim.
Nú eft’ir 8 ár í Höfn er mig aft-
ur á móti byrjað að langa til
að koma hingað alkominn. Ekki
að dvelja hér eins og gestur á
Framh. á bis. 6.
Erkibiskup kaþólskra á
Norðurlöndum í heimsókn
í Landakotsspítala í gær. Frá hægri: Jóhannes Gunnarsson biskup,
Marteinn. (Ljósm. Vísis B. G.)
dr. Heim erkibiskup, faðir
Hér á landi er staddur um
þessar mundir yfirmaður
kaþólsku kirkjunnar á Norður-
Iöndum dr. Bruno B. Heim, erki
biskup eða Delegatus Apost-
olicus in Scandia, eins og em-
bætti hans heitir á latínu.
Erkibiskupinn kemur nú hing
að til lands fyrsta sinni, en hann
hefur aðsetur í Kaupmannahöfn.
Kemur hann hingað til þess að
ræða við fulltrúa páfa á íslandi,
hiiin kaþólska biskup íslands,
Jóhannes Gunnarsson, og til
þess að heimsækja hina
kaþólsku söfnuði hér á Iandi.
Auk þess hefur erkibiskupinn
kynnt sér sérstaklega Landa-
kotsspítalann og hinar miklu
stækkun hans sem í notkun
var tekin fyrir fáum misserum.
Þá mun erkibiskupinn og vænt-
anlega heimsækja Stykkishólm,
kirkjuna og klaustrið þar.
Héðan af landi fer erkibiskup
næstkomandi þrtðjudag.