Vísir - 24.06.1965, Síða 4

Vísir - 24.06.1965, Síða 4
á V í S I R . Fimmtudagur 24. júni 1969- ussíimsm&insiki MgaíWiia .ámkésuaxr MINNBNG: Arngrímur Ólafs- son — prentari Enn er einn af eldri prenturum borgarinnar hniginn 1 valinn. 17. júní fór sigð dauðans hamförum um borg og byggðir. Meðan al- menningur borgarinnar safnaðist saman á Amarhólstúni og naut gieðskapar í góðviðri dagsins, gægðist sláttumaður dauðans um sjúkrastofur spftala og hressingar- hæla. Brá hann brandi sínum og sló á lífsþráð þriðja bróðurins Fyrst fór Kjartan augnlæknir, þar næst Jóhann heildsali og nú Am- grímur prentari, sem er f dag bor- inn til hinztu hvildar. Arngrímur var fæddur að Hall-1 gilsstöðum í Hörgárdal 21. sept- ember 1889. Foreldrar hans voru Jómnn Jóhannsdóttir bónda og hreppstjóra að Ytra-Hvarfi í Svarf aðardal og Ólafur Jónsson bóndi og barnakennari á Hallgilsstöðum og síðar að Völlum í Svarfaðardal. Amgrfmur hóf prentnám hjá Oddi Bjömssyni á Akureyri 1. jan- Séra Philip — Frh. af bls. 9: vestur um haf. Þau settu fyrst bú í Winnipeg, en svo undar- lega vildi til, að henni féll ekki þar; kaus heldur að flytjast með manni sínum norður f Indíánabyggðina og setjast þar að og var það úr. Skömmu! eftir að þau komu þangað, I gerðist sá sorglegi atburður, að ’ hús þeirra brann að grunni og ; fjórar telpur ungar, sem þau1 áttu, fórust í brunanum. Nú eiga þau fjóra drengi, sem all- ir eru hinir mannvænlegustu, og veit ég ekki annað en að fjölskyldunni vegni vel ...“ íslenzka þjóðin „fyrsta flokks“ — Svo við snúum máli okk- ar frá Helga og Indíánunum . .. hefurðu komið hingað áður? i — Já, fyrir þrjátíu árum. ! — Og hvernig lízt þér á þig hérna? — Ekki nema vel. Að vísu veit ég ekki hvernig mér mundi falla að eiga heima hérna — geri ráð fyrir að hann geti orð- ið skrambi kaldur á veturna í þetta skiptið höfum við hjónin ferðazt nokkuð um Árnes- sýsluna, komið til Hornafjarð- ar og norður í Skagafjörð. Jú, mér lízt vel á mig héma, og þó sér f lagi húsakostinn ... við búum yfirleitt ekki í svona vönduðum og rúmgóðum híbýl- um í Kanada. Einkum var ég hrifinn af nýju sveitabæjunum, þar sem er rafmagn og öll ný- tízku þægindi. Svo reisuleg og vönduð bændabýli eru yfirleitt ekki f sveitunum hjá okkur, ekki almennt. Og ef ég má leggja dóm á þjóðina f heild eftir því fólki, sem við hjónin hðfum kynnzt, þá er þetta fyrsta flokks þjóð. Að vísu hef ég komizt að þvf að eldri kynslóðin er ekki að öllu leyti ánægð með þá yngri — en þannig er það vfst alls staðar, og þó verður svo víðast hvar f reyndinni, að sú yngri tekur þeirri eldri fram, að minnsta kosti að einhverju leyti“. úar 1906. Starfaði í þeirri prent- smiðju fram í nóvembermánuð 1910. Sigldi þá til Danmerkur þar sem hann hugðist auka þekkingu sín í prentlistinni. Vann hann þar í prentsmiðju S.L. Möllers árin 1911—1914. Þá sneri hann aftur heim t'il ættlandsins og vann þá ýmist í Félagsprentsmiðjunpi eða ísafold. Enn fór Arngrímur utan 1918 og dvaldi erlendis fram á árið 1923. Frá því á árinu 1924 vann hann við vélsetningu í Félagsprent smiðjunni. Á árinu 1964 var hann látinn hætta þar störfum, eftir langa og dygga þjónustu. Síðustu mánuðina fyrir andlátið vann hann í prentsm'iðjunni Leiftur. Arngrímur var formaður Reykja víkurdeildar Hins íslenzka prent- arafélags 1928. Garðstjóri félags- ins var hann um 18 ára skeið. Gerði hann þá merki félags'ins f garðinum fyrir framan húsið, sam andregið í stafinu H.I.P. Var það gert úr hellusteinum, sem hann flutti austan af Hellishéiði. Fyllti stafina með mold og gróðursetti þar í lágvaxin falleg blóm. Var merkið hið fegursta og augnayndi þeirra, sem leið áttu framhjá hús 'inu. Nú hefur það orðið að víkja fyrir stalii undir fánastöpg .félags ins. Á námgárunum, jafnhliða starf- inu, stundaði Amgrímur mikið í- þróttir, einkum sund og glímu. Vann hann það afrek að synda yfir Eyjafjörð — Þegar hann fór utan 1910, hélt hann ekki strax áfram starfi við prentiðnina. Tók sér nokkurra mánaða hvíld frá starfinu. Ferðaðist þá með norð- lenzkum glímumönnum í sýningar- ferð um mörg lönd Evrópu. Komst hann í þeirri ferð alla leið til Rúss lands. Ólafi Sveinssyni prentara, sem var vinnufélagi Arngríms heitins um áratugi, farast svo orð um Arngrím, í grein sem hann reit í Prentarann þegar Arngrímur átti 50 ára starfsafmæli: ,,Það er ekki fyrr en við nánari kynni utan i starfsins, sem hinn innri persónu- leiki kemur í ljós. Hann flíkar ekki tiifinningum sínum hversdags lega. I daglegri umgengni fyrir- finnur maður oftast fámálgan, en þó kátan og oft skemmtilega gagn orðan samverkamann. Hinar dýpri og einlægari tilfinningar Arngríms koma þá fyrst í ljós er íslenzk nátt úra, dauð eða lifandi, á hlut að máli. Arngrímur er umfram allt náttúruvinur og fegurðarunnandi. Ber viðleitni hans til að verða list málari og hinar ágætu ljós- og kvikmyndir hans vott um næm- leika hans á þessu sviði." I síðar; utanför sinni dvaldi Arn grímur um tíma í Þýzkalandi. Jafn hliða starfi sínu í Kaupmannahöfn stundaði hann á kvöldin dráttlist og málaralist. Einnig myndamót- un. I þessum listgreinum mun hann hafa fundið það verkefni, sem honum var hugstæðast, en gat því miður ekki stundað þær list- greinir sem skyldi vegna hins knýjandi brauðstrits. Ein af mót- unarmyndum hans skreytir nú skrifstofu Prentarafélagsins. Hún er af Jakobi Kristjánssyn'i, fyrsta vélsetjara landsins sem nýlega er horfinn af sjónarsviðinu. En Arn- grimur og Jakob voru starfsbræð- ur frá námsárum Arngríms á Ak- ureyri. Annar samstarfsmaður Arngríms síðustu áratugina, Árni Guðlaugs setti hann einnig fjöimargar blóma iurtir, sem döfnuðu vel, enda sýndi hann mikla natni og hirðu- semi við alla rætkun á bletti sín- um. Hreiðurkassa setti hann einn ig upp á húsið, svo smáfuglarnir gætu óáreittir verpt þar og ung að út, án þess að þurfa óttast yf- irtroðslur manna eða stærri og I sterkari málleysingja. Á Jónsmessudag 1953 fóru all- margir prentarar austur í „miðjan dal“ til gróðursetningar, undir stjórn fasteignanefndar félagsins og garðstjórans, Arngríms, sem þá hlaut nafnbótina skógræktarstjóri. í þeirri ferð voru gróðursettar 400 trjáplöntur, 200 af furu, 100 af lentu nokkrir í Kjarrbóli til Arr, gríms. Kom þá „andinn yfir karl- inn“ og fiutti hann erindi nokk- urt. ekki langt, en snjallt, og kvað sér ekki falla að bústaða- hverfið ætti sér ekki hentugra og fegurra nafn en „prentarabústaðir í Miðdal,“ eins og það er venju- lega kallað. Vildi hann festa við það hið draumfagra nafn á bæn- um, er geymzt hefur í Sturlungu, þar er segir frá draumum Jóreiðar „í miðjum dal“ og svo sem til á- réttingar þessari tillögu sinni og staðfestingar og í nafnfesti, varð Amgrfmi eftirfaramdi Ijóð af munn’h son, kemst svo að orði í grein í Prentaranum 1959, sem hann ritar um Arngrím sjötugan: „Hann er mikill hófsemdarmaður í öllu sínu líferni og ekki gjarnt að flana að hlutunum, íhugull og síleitandi að beztu úrræðunum. Hann telur gott að samlaga s'ig veðráttunni, lifa og hrærast með henni eins og við verður komið......Þvf gerir hann talsvert af því að bregða sér upp í Heiðmörk eða aðra nærliggjandi staði, þó í skammdeg'inu sé, og ganga þar um gólf, en klæðist þá að sjálfsögðu skjólfötum sauðkind arinnar. íslenzk náttúra og öræfa- kyrrð hefur alltaf heillað Arngrím og á þeim sviðum hygg ég að hann eigj sfn hugstæðustu viðfangsefni enda er augljóst, að hann hefur aflað sér óvenju mikillar náttúru- þekkingar." Amgrími kynntist ég fyrst, er við unnum saman í ísafoldarprent smiðju á fyrrí stríðsárunum, en enn nánari urðu kynni mín af hon- um, er við, ásamt vini okkar beggja, Hans Eide, stunduðum rjúpnaveiðar um nokkurra ára skeið. Segir Arngrímur skemmti- lega frá kynnum sínum við verzl- unarmanninn f grein í Prentaran- um 7.-8. tbl. árið 1949. Nefnist sú grein „Sál félagsskapar." Þegar við höfðum verið að veið- um uppi í Bláfjöllum og Rjúpna- dyngjum daglangt hlökkuðum við til að koma að Lögbergi til Guð- finnu til að geta svalað þorstanum með brennheitu kaffi. Þegar prentarar höfðu keypt jörðina Miðdal í Laugardal, var tekið frá svæði undir sumarbústaði fyrir prentara. Meðal þeirra, er fyrstir reistu sér þar sumarbústað var Amgrímur Ólafsson. Hann nefndi bústað sinn Kjarrból. Fram kvæmdi hann fljótlega margar lag- færingar á landskika sínum. Gresjaði skóginn og náði sér í beinvaxnar birkihríslur úr Bæjar- staðaskógi og gróðursetti í stað hins hálfvisna og kræklótta gróð- urs er fyrir var. Enda leið ekki langur tími unz blettur hans var orðinn sá fegursti er augun litu í bústaðahverfi prentara „í miðj um dal“. Auk trjágróðurs gróður- I Noregi var öllum uppi hönd mót hönd; þar létu óðul austanménn og ætta Iönd, en íslands dalir byggðust brátt af búa lýð, er hjá oss hófst á láði og legi landnáms tíð. Landið, vafið skrúða gröðri, skreytti sól. I skógunum var eggja fylgsni og unga skjól, en vötnin fæddu fiska mergð, svo fang varð til, og loftið fyllti fugla skari og fiskar hyl. Hér gáfust aldir auðs og gengis okkar þjóð. Það bjarmar enn af báli þvf, sem brann í glóð. Á eftir fara eymdarkjör og óláns tíð, en stofninn varð í striti og basli að stafkarls lýð. 1 öfugstreymi aldarfarsins eyddist mörk. Að lokum varð að tjásu runna hin tigna björk. — Vér græðum, ræktum, kveðjum þess, sem koma skal, — og nú er aftur manna ferð — I miðjum dal. sitkagreni og 100 af rauðgreni. For maður félagsins, Magnús H. Jóns- son, setti niður fyrstu plöntuna, sem hlaut nafnið Formannsplanta en þá næstu setti niður Þorfinnur Kristjánsson, heiðursfélagi stétt- arinnar og R. af F. Var þá talið, að prentarastéttir bæði íslands og Danmerkur hefðu lagt hönd að skógrækt í miðjum dal í Laugar- dal. Að aflok’inni þessari gróður- setningu höfðu alls verið gróður- sett þar 2000 ný tré. í grein í Prentaranum frá sama tíma segir svo: Um það leyti, er fólk hafði matazt um kvöldið og farið var að hugsa til heimferðar, Verði nú ljóðið og nafnið að áhríns orðum. Ég og kona mín þökkum Am- grími fyrir ánægjuleg kynni á far- inni ævibraut. Við vonum að hin- um megin bíði hans blómum skrýddar brekkur við blágrá lækj- ardrög og að hann fá'i þar að líta hóla og hálsa skrýdda, er heilla andann mjög. Ættingjum hans vottum við innilega samúð vegna fráfalls þessa mæta og góða drengs. Jón Þórðarson hvert sem þér farið/lwenærsem þérfarið hvernig sem þer feröist AIMENNAR , TSYGGINGARS' POSTHUSSTRJETl 9 SIMI17/00 ferðaslysatrygging Hjarta bifreiðarinnar er hreyfillinn, andlitið er stýrishjólið Það er margt hægt að gera til að fegra stýrishjólið yðar, en betur en við gerum það, er ekki hægt að gera. Og er það hagkvæmt? - Já, hagkvæmt, ódýrt og endingargott og . . . Viljið þér vita meira um þessa nýjung? - Spyrjið einfaldlega viðskiptavini okkar, hvort sem þeir aka einkabifreið, leigubifreið, vöru- bifreiö, eða jafnvel áætlunarbifreið. Allir geta sagt yður það. - Eða hringið strax í sima 21874, við gefum yður gjaman nánari upplýsingar. v

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.