Vísir - 24.06.1965, Síða 7

Vísir - 24.06.1965, Síða 7
V1 S I R . Fimmtudagur 24. iúní 1965. 7 Enn um hjartavernd prófessor Sigurður Samúels- son ritar grein hér í blaðið s.l. laugardag sem hann nefnir „Hjartavernd blaðamannsins". Prófessorinn svarar þar grein minni, „Hjartavernd“, sem birt- ist hér f blaðinu 9. júní s.l. Ég ritaði þá grein, til þess að fá svar við ýmsum spurning- um, sem vöknuðu f huga mér, þegar ljóst varð hve fyrirhuguð starfsemi landssamtakanna Hjartaverndar er gífurlega um fangsmikil. Próf. Sigurður álít ur skrif mín árás á samtökin Það var ekki ásetningur minn Próf. Sigurður segir m. a.: „ .. og er þar af lítt skiljanlegum ástæðum ráðizt allharkalega að samtökum þessurn". Það getur verið, að eitthvað leynist í grein minni, sem gæti bent til árásar, en ég kem ekki auga á það. Á hinn bóginn er ekki um það að villast, að próf. Sig- urður ræðst að mér í svari sínu, ýmist beint eða óbeint, en þó alltaf greinilega. Ég nefni nokkur dæmi: „ ... þegar byrj- endur í starfi viðhafa'ekki eðli- leg vinnubrögð ... „ ... ég vor- kenni þessum unga manni það hlutskipti, sem hann hefur valið sér ...“ „Þessi ungi ofurhugi *í blaðamannslíki". Einnig kemst hann þannig að orði, að ég læði einhverju inn, ég sé að hnjóða í segavarnir, ég fari með rangt mál o. s. frv. Próf. Sigurður er formaður Hjartaverndar og það er sennilega þess vegna, sem hann lítur grein mína þessum augum og gerir það ef til vill skiljanlegt, að hann fer svo hörðum orðum um mig. 'Ú'g vík nú að nokkrum atrið- ^ um, sem hafa komið fram í greinum okkar. Ég segi í minni grein að fáir myndu finn ast í þeirri hópleit, sem fram- kvæma á, sem ekki fyndust á annan hátt, en hefði átt að spyrja, hvort ekki myndu finn- ast fáir að tiltölu við 40.000 manna hóp. Próf. Sigurður seg- ir, að þeir, sem finnist, verði margir. Ég veit ekki við hvað próf. - Sigurður miðar, þegar hann segir margir. Próf. Sig- urður segir í grein sinni, að hjartalínurit sé tekið af öllum þeim sjúklingum sem leggjast inn á lyflæknisdeild Landspítal- ans (þeir eru yfir 1000 á ári) og þá finnist stundum einkenni um hjartasjúkdóma í sjúkling- um, sem engin einkenni hafa haft frá hjarta. Mér þykir lik- legt, að forráðamenn Hjarta- vemdar hafi reynt að áætla fjölda þeirra sjúklinga, sem myndu finnast við hóprannsókn irnar, þótt þeir hafi aldrei kennt sér meins, með athugunum á göngum lyflækningadeildar Landspítalans. Það væri fróð- legt að fá vitneskju um niður- stöðu slíkrar rannsóknar. Próf. Sigurður segir, að ég geri enga tilraun til þess að lýsa leitarstarfi því, sem fyrir- hugað er að koma á fót. Það er rétt, að nokkru leyti. For- ráðamenn Hjartaverndar hafa lýst því svo vel, að ég taldi enga ástæðu til að endurtaka það enda spurði ég fyrst og fremst um þau atriði, sem mér þóttu óljós. Ég segi í grein minni frá nið- urstöðum athugana í Dan- mörku, sem urðu til þess að Borgarspítalar Kaupmannahafn- ar, sem og fleiri lækningastofn- anir þar f landi, hættu notkun segavarnarlyfja. Þessar athug- anir þóttu leiða í Ijós, að lyfin væru gagnslítil og þar sem lyf- in geta haft óheppilegar auka- verkanir, þótti ekki ástæða til að halda notkun þeirra áfram. Próf. Sigurður segir orðrétt: „Vegna þess stóra hóps, sem nýtur þessarar meðferðar á lyf- læknisdeild Landspftalans, vil ég taka fram, að við teljum að þessi lækningaraðferð hafi kom ið að miklu gagni, og eru dán- artölur af völdum kransæða- sjúkdóma hér verulega lægri en í nágrannalöndm okkar, og þó einkum í því landi, sem blaðam. vintar til Danm. Próf. Sigurð- ur virðist telja, að mannslát af völdum kransæðasjúkdóma séu tiltölulega færri hér en í Dan- mörku, vegna þess að hér eru notuð segavarnarlyf en ekki þar. Það væri fróðlegt að fá niðurstöður þeirra rannsókna, sem próf. Sigurður styður þessa skoðun sína með. Ég sagði, að Hjartavernd hafi aldrei haldið á lofti almennum rannsóknum á tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. Með þessu átti ég við að samtökin hefðu aldrei lagt á þetta áherzlu í dagblöð- um og útvarpi. Ég játa, að þetta hlýtur að vera matsatriði. Ðróf. Sigurður ver talsverð- um hluta greinar sinnar til að ræða fjármál samtakanna. Ég hélt þvf fram, að fjárfram- lag til Hjartaverndar yrði tekið frá öðrum þáttum almennrar heilsugæzlu. Próf. Sigurður neit ar að svo verði. Ég hygg, að við höfum báðir á röngu að standa. Fé það, sem til Hjarta- vemdar fer, verður að nokkru leyti tekið frá öðrum þáttum almennrar heilsugæzlu, bæði beint og óbeint, en fé þetta mun verða tekið einnig frá öðru. Það má benda á, að fríðindi þau sem samtökin ef til vill fá, verður ekki unnt að veita öðrum líknarsamtökum. Ég lagði fram þá spurningu, hvort Hjartavernd eigi kröfu á styrk hins opinbera, þegar þar að kemur og hvort fénu væri ekki betur varið á annan hátt. Próf. Sigurður álasar mér fyrir, að ég skuli ekki hafa greint frá því hvernig unnt væri að verja fénu, öðruvísi en til Hjartavernd ar. Ég skal þess vegna ræða þetta stuttlega. íslendingar eru fátæk þjóð og mörgum nauð- synlegum málum er lítið eða ekkert sinnt vegna fjárhagsörð- ugleika. Ég skal taka tvö dæmi, sem próf. Sigurður þekkir af eigin raun. í vetur átti ég tal við 3 yfir- og aðstoðaryfirlækna Landspítalans. Þeir hörmuðu allir, hvað þörfum Landspítal- ans væri lítið sinnt. Aðstaða til lækninga væri verri en skyldi, vegna skorts á tækjum, rými og starfsmönnum. Það sama gilti um aðstöðu til kennslu við Landspítalann (hann á að nokkru leyti að vera kennslustofnun fyrir lækna- nema). Það hlýtur öðru frem- ur að vera féleysi, sem veldur þessu. — Það hefur margsinnis komið fram, að skortur á fé standi Háskólanum mjög fyrir þrifum og ekki sizt læknadeild- inni. Það er álit þeirra sömu, að hin slæma aðstaða Háskól- ans geri það að verkum, að hann sé einungis embættis- mnnaverksmiðja, en fullnægi ekki þeim kröfum, sem gerðar eru til nútíma háskóla. Hlutlægar umræður eru géðu múlefni til frumdréttur /4ð lokum vil ég leggja á það áherzlu, að það er ekki til-‘ gangur minn að spilla fyrir Hjartavernd með þessum skrif- um mínum enda tel ég að hlut- lægar umræður séu góðu mál- efni til framdráttar. Valdimar H. Jóhannesson. ☆ Ég sé ekki ástæðu til að svara grein þessari af tvennum ástæð um: I fyrsta lagi munu landssam- tök hjarta- og æðasjúkdóma- varnarfélaga á íslandi láta dag- blöð og útvarp fylgjast með starfsemi sinni eins og þeirra er venja. 1 öðru lagi mun ég ekki á þessum vettvangi ræða um á- kveðin læknisfræðileg efni, þótt tölur um það liggi fyrir. Frá minni hálfu verða því ekki af þessu tilefni meiri um- ræður í dagblaðinu „Vísi" um þetta málefni, en vil enda með sömu orðum og blaðamaðurinn: „Að hlutlægar umræður séu góðu málefni til framdráttar". Sigurður Samúelsson. • JÓNAS KRISTJÁNSSON: MAÐURINN, AAANNFÉLAGIÐ OG MENNINGIN j^okkrir þýzkir og bandarískir félagsfræðingar nota hug- takið valdshyggjumaður (Auto- ritare Persönlichkeit) til þess að einkenna vissan hóp manna, sem manna mest eru haldnir alls kyns hleypidómum. Sérkenni valdshyggjumanns- ins eru talin þessi: Mjög mikil áherzla á tengsl við meirihlut- ann og sannfæring um, að meirihlutinn hafi á réttu að standa. Sjúkleg undirgefni við venjur og siði meirihlutans. Umburðarleysi eða tilhneiging til að krefjast af öðru fólki undirgefni við þessar venjur og siði. Afturhaldssemi í stjórn- málaskoðunum. Að telja heim- inn og tilveruna vera ógnandi og óvingjarnlega. Tilhneiging til að sjá aðeins svart og hvftt í málum, einkum þó tilhneig- ing til að greina allt í „sterkt" og „veikt". Sjálfsréttlæting faríseans í siðferðismálum, einkum hvað viðvíkur kynlífi. Tilhneiging til að yfirfæra eig- in hvatir yfir á aðra, gera þeim þær upp og telja þær ráða gerðum þeirra. Hugsanagangur, sem sameinar lítið hugmynda- flug og fastheldni í stirðar for- múlur. Uppeldi hjá foreldrum, sem höfðu upp á litla ástúð að bjóða en þeim mun meiri kröf- ur til skilyrðislausrar hlýðni. Th. W. Adorno og nokkrir aðrir fræðingar, sem nota þetta hugtak, telja framangreind einkenni koma oft saman fram hjá vissum mönnum, og með því að leggja einkennin saman þessi einkenni bera oft keim af taugaveiklun, enda felst í þeim almennur ótti og tilfinning um öryggisleysi. Sálfræðilega er slík manngerð skýrð sem ár- angur baráttu milli tiltölulega Aðrir fræðingar telja hug- takið valdshyggjumaður vera of yfirgripsmikið. Þeir tala í þess stað um manngerðir á tak- markaðri sviðum, svo sem um svertingjahatara, gyðingahat- umenn gæta, að þessi einkenni koma oft fram hjá sama manninum, t.d. fer gyðingahatur oft sam- an við svertingjahatur. Fræðingarnir segja valds- hyggjumennina hneigjast til þröngsýni og vanahugsunar, fjandsemi við útlendinga, við aðrar stéttir manna og jafnvel við ókunnuga yfirleitt, og jafn- framt til dálæti á eigin stétt eða hópi manna. Valdshyggja er nátengd ein- ræðis- og alræðishyggju. hafa þeir fengið út þessa manngerð, — valdshyggju- manninn. Sömuleiðis telja þeir veiks sjálfs og valdsmannslegs en óskipulegs yfirsjálfs, svo notað sé orðaval Freuds. ara, þjóðernisdýrkendur, Kal- vínstrúarmenn, ríkisdýrkendur o.s.frv. Hins vegar ber þess að ☆ Bílar til sölu Á bifreiðaverkstæði lögreglunnar við Síðu- múla eru til sýnis og sölu Chevrolet station bifreið, árgerð 1960 og tvær Vespur, árgerð 1959. Upplýsingar á staðnum. Tilboð sendist Skúla Sveinssyni, varðstjóra, fyrir 1. júlí n.k. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 23. júní 1965. Hátíðasamkoma Vegina 50 ára afmælis norska sjómanna- heimilisins á Siglufirði verður í kvöld kl. 8,30 í húsi KFUM og K, Amtmannsstíg 2b. Aðalframkvæmdastjóri sr. Konrad Stom- ark, hr. vígslubiskup sr. Bjarni Jónsson og Ólafur Ólafsson kristniboði tala. Allir velkomnir. Samkomugestum gefst tækifæri að styrkja þetta göfuga starf. Den indre Sjömannsmisjón.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.