Vísir - 24.06.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 24.06.1965, Blaðsíða 9
VlSIR . Fimmtudagur 24. júní 1965. 9 „Helgi gamli Einarsson smíðaði fyrsta segl- skipið á Manitobavatni... átti margar verzl- anir... gaf út sína eigin mynt... Ég jarð- söng hann frá lítilli kirkju í Indíánabyggð, sem var þétt setin Indíánum, er sungu fullum hálsi við undirleik orgels og harmoniku...“ Sæfl og blessaður, svarar séra Philip Pétursson vingjarn- lega í símann, þegar ég hringi til ,hans vestur í City Hótel og spyr hvort að ég geti fengið að ratóa við hann svolitla stund. — En þá verður þú helzt að koma strax, segir hann, því að það vill svo til, að ég hef tíma af- lögu núna, en að örðu leyti er áskipað í dag og næstu daga. Þegar ég kný dyra á herbergi þeirra hjóna andartaki síðar, kemur til dyra spengilegur mað ur og býður mig innilega vel- kominn. Yfirvaraskegg hans og hár er dálitið tekið að grána, en að öðru leyti er hann unglegur í fasi og hreyfingum, svo að mér kemur það á óvart, þegar hann segir mér það nokkru seinna, að hann hafi verið þjón- andi prestur vestur í Kanada í þrjátíu og fimm ár. — Þrjátíu ár meðal íslend- inga, segir Philip Pétursson. Hef þótzt vera að prédika á ís- lenzku, það er að segja á vestur íslenzku í þrjátiu ár. — Etfir málfari þínu að dæma, verður ekki annað heyrt, en að það hafi verið góð og gild islenzka. ur, sem ílendist þar nokkurn tíma. Það er þvi óhætt að full yrða að íslenzkan hafi reynzt furðu lífseig, ég veit að minnsta kosti ekki til þess að mál nokk- urra innflytjenda annarra af norrænum uppruna hafi varð- veitzt jafnlengi. — Þú ert fæddur vestra? — Já, og faðir minn var ekki nema fimm ára, þegar hann fluttist með foreldrum sinum vestur. Móðir mín var aftur á móti ekki íslenzk nema í móður ættina, hún var fædd í Banda- rfkjunum og faðir hennar skozk ur. í söfnuði mínum, unitara- söfnuðinum, teljast á fjórða hundrað fullgildir meðlimir, en svo eru vitanlega bömin, eitt- hvað á þriðja hundrað, en ekki er nema um helmingur þessa fólks, sem ber íslenzk nöfn. Hitt er yfirleitt af öðrum Norður- landaþjóðum, þess vegna verð ég líka að messa á ensku, því að það fólk skilur ekki aðra tungu. Þannig er það líka í lút- herska söfnuðinum íslenzka í Winnepeg, en í söfnuðum úti á landi, sem áður voru taldir ís- lenzkir að einhverju leyti, munu messur á íslenzku hafa Sr. Philip Pétursson og kona hans við komuna til Rvikurflugvallar. sameinaði íslenzku landnemana áður í þjóðræknisfélögunum. — En hvernig er það um ungu kynslóðina, afkomendur landnemanna í þriðja og fjórða lið, sem mælir ekki lengur á ís- lenzku og hefur blandað blóði við aðra þjóðflokka — eru þeir ekki úr sögunni sem Vestu- íslendingar? — Nei . . . það ótrúlega er, jánsson hefur nýlega lokið við að skrásetja sögu íslendinga í Manitoba, sem er í þann veginn að koma út, en það verk vann hann að tilhlutan stjórnarvald- anna þar. Frá Helga Einarssyni — Og nú eru kiíif kyníégií kvistir, runnir úr islenzkum bæði seðla og mótaða peninga, og á ég sjálfur bæði fimm doll ara seðil, „Fair Fort Trading Company — Good for five doll ars“, stendur á honum, eins dollars seðil slíkan á ég líka og tvo mótaða peninga. Ég man ekki með vissu hvenær þessir peningar eru gerðir, en áreiðan- lega nokkuð snemma, sennilega um 1905 — 6. Helgi þessi var að sögn mikill maður vexti og gjörvilegur, en að öllum líkind- um meiri athafnamaður en fjár- málamaður. Komst einn gamall kunningi hans þannig að orði við mig, eftir jarðarförina, að Helgi Einarsson mundi hafa orð ið stórauðugur maður, hefðu ekki svo margir gerzt til að stela af honum, sem raun bar vitni“. „Og sjálf jarðarför gamla mannsins var allævintýraleg, eins og líf hans hafði verið. Það hringdi til mín maður í Árborg, sem kynnzt hafði Helga og hafði mikinn áhuga á göml- um íslendingum, enda sjálfur mikill íslendingur. — Gunnar Sæmundsson, heitir hann. Þetta var að vetri til, frost talsvert og snjór á jörðij. Hafði ég mælt mér mót við Gunnar Sæmunds- son fyrir norðan Winnipeg, og ók svo með honum, því að hann rataði leiðina. Þetta var sem sé ekki nein alfaraleið; yfir vatna- ísa að fara og síðan gegnum skóg og er ekki um neinn eig- inlegan veg að ræða, þar eð ekki er fært þarna um nema í vetrarfrostum, — fen og mýrar á sumrum, sem ekkert farartæki kemst um. En þama er þó rudd braut um skóginn til vetrarferða, og þótt- ist Gunnar vita, að Helgi gamli hefði sjálfur rutt þá braut á yngri árum. Þarna við Duffin- „Jú, mér lízt vel á mig hérna — Jæja, það er nú ýmislegt samt, svarar séra Philip og brosir við. Ég er að minnsta kosti hræddur um að mér mundi ganga erfiðlega, ef ég ætti að fara að prédika hér sem íslenzkur prestur. Það yrði ekki auðvelt fyrir mig að hafa alltaf góð og gild íslenzk orð á tak- teinum. íslenzk tunga að hverfa þar vestra .— Hvað um framtíð íslenzk- unnár vestur þar? — Hún hverfur sem mælt mál með þeirri kynslóð, sem nú er á miðjum aldri. Og ekki verður annað sagt en að hún hafi reynzt undralífseig, þvi að nú eru að verða liðin nfutíu ár síð an fyrstu landnemarnir ís- lenzku settust þarna að, eða þar sem kallað er Nýja-lsland. NIu- tíu ár í haust, en flestir komu landnemarnir þangað fyrir alda mótin. Eftir aldamótin fluttist ekki nema íaður og maður þangað að heiman, og nú má það heita alger undantekning. að maður flytjist þangað héðan kannski einn og einn námsmað- lagzt niður með öllu. En í sam- bandi við þessa tvo söfnuði í Winnepeg, þá hefurðu eflaust heyrt þes getið, að áður fyrr voru harðvítugar trúmáladeilur með íslendingum þar og ollu miklum klofningi, en eigi að síður tókst þeim að sameinast í Þjóðræknisfélaginu — en þar var sett í lög, að allt mætti ræða á fundum, nema trúmál og stjórnmál! Allar deilur úr sögunni — Hvernig er samkomulagið með þessum tveim söfnuðum nú? — Prýðilegt, allar trúmála- deilur fyrir löngu úr sögunni, safnaðarmeðlimir og jafnvel prestarnir sækja kirkju V.vor hjá öðrum, þegar svo ber undir. Og þegar kvenfögin efna til bazara, kaupir fólk úr báðum söfnuðum þá muni, sem þar eru á boðstólum, til styrktar safn- aðarstarfinu. Enda munu og all ir meðlimir eiga ættingja í báð um söfnuðum. Tungan og þjóð emið hefur þannig smám saman brúað bilið, eins og það tvennt að flestir telja þeir sig til ís- lendinga, hafa samband við aðra íslendinga, t. d. í þjóðrækn isfélögunum, þar sem þeir búa — og ef þeir flytjast í önnur byggðalög, eða til Bandaríkj- anna leita þeir þar uppi menn af íslenzku bergi brotna. Og þeir hæfileikar, sem sérkennt hafa íslenzku þjóðina heima, virðast furðu ríkir í þessu unga fólki — t. d. hefur það sumt getið sér orðstir fyrir bókmennt ir og ritstörf, eða skyldar grein ar. Laura Goodman Salverson samdi á sínum tima skáldsögur á ensku, sem hlutu mjög góða dóma, sumar hlutu „landstjóra- verðlaun", sem beztu skáldsög- ur á þeim tfma, sem þær komu út, en hún er nú hætt ritstörf- um fyrir löngu. En sonur henn- ar, George Salverson hefur tek- ið þar upp merkið, hann er fast ur starfsmaður við sjónvarps- stöð þar vestra og hefur samið mörg leikrit op leikþætti, sem þar hr.'i verið fluttir. Gustav Kristjánson er sér um og stjóm ar flutningi á dramatískum verk um í útvarpi — en auk þess er hann ágætur söngmaður, sem oft hefur komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Og Wilhelm Krist jarðvegi, að sjálfsögðu fyrir löngu úr sögunni þar vestra, og afkomendur þeirra með sam eiginlegt svipmót við heildina? — Ég jarðsöng Helga gamla Einarsson fyrir fjórum árum, en hann lézt níutíu og tveggja ára að aldri í Indíánabyggð við Doughriver. Það má segja, að hann hafi að vissu leyti verið kynlegur kvistur, hann var að minnsta kosti kjarnakarl, sem skaraði langt framúr öðrum að dugnaði, framtakssemi og um- svifum. Ekki veit ég hvaðan af íslandi hann var ættaður, en hann var fæddur hér heima og fluttist ungur vestur, þar sem hann settist að við Manitoba- vatn. Hann var ævintýramaður á vissan hátt, smíðaði fyrsta seglskipið, og síðan fyrsta gufu- skipið, sem var í förum á Mani tobavatni — smíðaði þau bæði sjálfur — og hafði mikla verzl- un við vatnið norðanvert, stofn aði og stjórnaði miklu fyrir- tæki, sem hann kallaði „Fair Fort Trading Company", og kenndi við fornt verzlunarvirki á þessum slóðum. Átti hann um skeið margar verzlanir, viðs- vegar við vatnið — gaf meira að segja út sína eigin mynt, Rætt vi<5 séra PHILIP PÉTURSSON, prest við íslenzka únitarasöfnuðinn i VINNEPEG ána er friðlýst Indíánabyggð, en því bjó Helgi gamli þar, að minnsta kosti síðustu árin, að hann hafði kvænzt Indína- konu, og átt með henni fjóra sonu, en konan var látin löngu á undan honum". „Og svo jarðsöng ég gamla manninn frá lítilli kirkju uppi á hárri hæð, sem gnæfir yfir ána. Var kirkjan þétt setin, en ekki nema fimm hvítir menn viðstaddir, hinir allir Indíánar. Sungu Indíánarnir útfararsálm- ana hárri raustu við undirleik orgels og harmoniku. Negldu svo synir Helga lokið á kist- una, sem bersýnilegt var að þeir höfðu sjálfir smíðað og lagt han" í, og báru hana út I garðinn, sem er alveg við kirkjuna. Og þar hvílir Helgi gamli Einarsson i kirkjugarðin- um uppi á hæðinni við Duffin- river, en þaðan sér út yfir Stöðvarflóann á Winnipeg- vatni ...“ — Hvað um syni Helga Ein- arssonar og Indíánakonunnar; hafa þeir reynzt dugandi menn? — Ég veit það ekki, nema hvað ég komst f nokkur kynni við einn þeirra, Henry Einars- son, sem rekur fiskiklakstöð við ána, og held ég að honum hafi gengið það vel. En hann fór í styrjöldina síðari, kynntist stúlku á Bretlandi, þegar hann dvaldist þar, kvæntist henni og fluttist hún svo með honum Frh. á bls. 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.