Vísir - 02.07.1965, Qupperneq 7
V*f S IR . Föstudagur 2. júlí 1965.
tj
á
Aðalfmdur sult-
fisksfrumleiðettda
Aðalfundur Sölusambands ísl.
fiskframleiðenda var haidinn þ.
18. júní.
Að venju sóttu fundinn fjöldi
saltfiskframleiðenda víðsvegar að
af landinu, en félagsmenn S.Í.F.
eru talsvert á þriðja hundrað.
Á árinu 1964 flutti S.Í.F. út
21.724 tonn af blautsöltuðum
fiski og 1.044 tonn af þurrkuðum
saltfiski. Aðal markaðslöndin voru
Brazilía, Bretland, Grikkland,
Ítalía, Portúgal og Spánn. Sala
þessa árs framleiðslu hefir gengið
mjög vel og er það af vertíðar-
framleiðslunni, sem flutt verður úr
landi blautsaltað þegar selt og
verður afskipunum lokið um
þessi mánaðamót. Hægt hefði
verið að selija meira magn af
blautsöltuðum fiski síðastliðið ár
og á þessu ári, ef birgðir hefðu
verið fyrir hendi.
Veruleg verðhækkun varð á salt
KIWANIS buðu
Hrufmstumönnum
Laugardaginn 12. júní bauð
Kiwanisklúbburinn Hekla vistfólki
á Hrafnistu í skemmtiför um
Reykjanesskaga með viðkomu á
Keflavíkurflugvelli. Skemmtiferð
þessi tókst frábærlega vél og varð
vistfólkinu til óblandinnar ánægju. |
fiski árið 1964 og talsverð hækkun
aftur í ár. Fundurinn ræddi ýmis
hagsmunamál saltfiskframleiðenda
og var eftirfarandi ályktun um
markaðsmál samþykkt einróma:
„Aðalfundur S.I.F., haldinn i
Reykjavík þ. 18. júní 1965, itrekar
fyrrj samþykktir um skaðsemi
þess, að margir útflytjendur í
hverri grein, fari með íslenzk
markaðsmál erlendis og varar við
þeirri þróun.
Það er álit fundarins, að mark-
aðsmálum og hagsmunum fiskfram
leiðenda sé bezt borgið með því,
a ðsala fiskafurða sé í höndum
sölufélaga framleiðenda og að það
sé til skaða fyrir framleiðendur
í heild að veita öðrum aðilum
en S.Í.F. leyfi til útflutnings á salt-
fiski“.
Einnig samþykkti fundurinn eft-
irfarandi áskorun til ríkisstjórnar-
innar um Hnuveiðar:
„Aðalfundur S.Í.F., haldinn í
Reykjavík 18. júní 1965, beinir
þeim eindregnu tilmælum til hins
opinbera, að gerðar verði hverjar
þær nauðsynlegar ráðstafanir, sem
þarf til að tryggja rekstursgrund-
völl þeirrar útgerðar, sem stunda
vill línuveiðar".
Á fundinum voru eftirtaldir
menn kosnir í stjórn S.Í.F.:
Bjarni V. Magnússon, frkvstj.,
Hafsteinn Bergþórsson, frkvstj.,
Loftur Bjarnasona, útgerðarm.,
Margeir Jónsson, útgerðarmaður,
Framhald á bls. 3
Á talstöðvarsýningu Hreyfils. Á myndinni sjást fuíltrúi Stomo, Sten Kristensen og Gestur Sigurjónsson
formaður samvinnufélagsins Hreyfils.
STORNO-TALSTÖÐVAR
FYRIR BÍLA 0G BÁTA
Fyrir nokkru efndi samvinnufé-
lagið Hreyfill til sýningar hér á
talstöðvum sem það hefur umboð
fyrir af svonefndri Storno-gerð.
Er það heiti skammstöfun á firma-
heitinu Store Nordiske, hins mikla
norræna ritsímafélags. En Storno
er dótturfyrirtæki þess. Var sýning
in í húsakynnum Hreyfils við
Grensásveg.
Talstöðvar frá Stomo hafa yerið
í notkun í leigubílum hér í bænum
síðan 1960. En nú er ætlunin að
selja hér fleiri gerðir af Storne-
talstöðvum, bæði ýmsar mismun-
andi tegundir til notkunar i bifreið
um og svo tæki sem hafa má á bif-
hjólum. Við minnstu tækin er höfð
rafhlaða og má hlaða þau við
venjulegan borgarstraum. önnur
em tengd við rafmagnskerfi farar-
tækjanna.
Þá var einnig á það bent á sýn-
ingu þessari, að sumar þessara
talstöðva eru gerðar fyrir fiskiskip
og mjög hentugar til þeirra nota.
KVEDJA:
Guðrún Bjarnadóttir
frá Lóni
Vistkona á Elliheimilinu Grund
Svo sem áður hefir verið skýrt
frá, stofnuðu Kaj Langvad verk-
fræðingur og kona hans frú Selma
Langvad, fædd Guðjohnsen, sjóð
við Háskóla íslands á s.l. sumri, og
er hlutverk sjóðsins að treysta
menningartengsl íslands og Dan-
merkur. Er þetta einn mesti sjóður
Háskólans, að fjárhæð röskar
700,000 krónur. Kaj Langvad verk
fræðingur hefir að auki í tilefni af
farsælli lausn handritamálsins á-
kveðið að bæta árlega myndarlegri
fjárhæð við tekjur sjóðsins, sem
til úthlutunar koma. Stjórn sjóðs-
ins er skipuð Ármanni Snævarr,
háskólarektor, formanni, dr.
Brodda Jóhannessyni, skólastjóra
og Sören Langvad verkfræðingi.
Stjómin v. .kaði nýlega eftir því
við dr. Kristján Eldjám, þjóð-
minjavörð, að hann flytti erindi
um íslenzka menningarsögu í
nokkmm dönskum skólum á veg-
um sjóðsins á hausti komanda.
Hefir dr. Kristján fallizt á þessi
tilmæli. Er þar með ráðin fyrsta
úthlutun úr sjóðnum, og er fjár-
hæð við það miðuð að gera þjóð-
minjaverði fært að dveljast í Dan
mörku nokkum tíma til rannsókna
I fræðigrein sinni.
Hlutl af sýningarplássi verzlunarinnar Persíu.
Vinir koma, hverfa hníga,
hvarlar margt i huga manns
upp til Drottins auðmjúk stíga
andvörp þreytta smælingjans.
Dýrðleg von mun dapra hugga,
Drottinn annast börnin sín.
í sjóndeprunnar sorga skugga
sazt þú lengi vina mín.
Brostir þú og benda vildir
á birtu, sem ei skugga er háð,
þungar gátur þótt ei skildir
þér var gefin mikil náð.
Samúð hlý með sorgabarni
og sérhverju því strái er kól.
Lítill fugl á hörðu hjarni
í huga þínum átti skjól.
Nú er jarðlífs sól þín sigin,
sér þú leið til vonalands,
dimmu þungu þrautaskýin
þrjóta í geislum kærleikans.
Hverf þú sæl til hærri heima
helgum Drottni þig ég fel,
minning þína mun ég geyma
meðan hér á jörðu dvel.
Hjartans kveðja. Hjartans þökk.
Guðrún Guðmundsdóttlr
frá Melgerði.
Ný og glæsileg
teppaverzlun
Fyrir rúmri viku var opn-
uð hér i bæ ný verzlun, er selur
gólfteppi, veggteppi, létt húsgögn
og gluggatjöld. Verzlun þessi ber
nafnið Persía, og er til húsa að
Laugavegi 31, í húsi Marteins Ein
arssonar & Co.
Húsakynni verzlunarinnar eru
hin rýmilegustu og einkar hentug
til glöggrar yfirsýnar á teppaúr-
valinu. Jafnframt því að hafa á
boðstólum teppi frá Bretlandi og
Norðurlöndunum, mun Perisa hafa
að bjóða fullkomið úrval af tékk-
neskum teppum, sem eru afar ó-
dýr. Tékkar hafa I áratugi fram-
| leitt teppi og flutt út til fjöl-
margar vestrænna landa, t.d. Norð
urlandanna.
Annað sem sérstaka athygli
vekur, eru sænsk rya-teppi, sem
teiknuð eru af listakonunni Mari-
anne Richter og framleidd af
Wahlbecks verksmiðjunum I Lin-
köbing.
Að því er sölustjóri hinnar nýju
verzlunar, Einar Bjarnason, tjáði
blaðamönnum, mun verzlunin
Perísa leitast við að hafa á boð-
stólum sem fullkomnast úrval gó>'
teppa og dregla, léttra hús<?a--
sem einkum eni hen*"-
bústaði, og svo úr'