Vísir - 02.07.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 02.07.1965, Blaðsíða 16
Bðaðamaður Vís- is fylgist með brottför síldveiði- sfeipannci í gær- kveldi Það liðu aðeins 3 tímar frá því að fyrsta skipið sleppti þar til öll skipin voru lögð af stað norður, nema þau, sem eitthvað þurfti að gera fyrir. Hér er Pétur Sigurðsson að leggja fann og annar bátur að sleppa. „Strákar, vítið þið um pláss?" Klukkan 7 I gferkvöldi til- kynnti Bjami Benediktsson for- siætisráðherra að samkomulag hefði náðst í deilunni um sild arverðið. Klukkan 9 sama kvöld var enga hreyfingu að sjá við Grandann, en um miðnætti vom svo til öll síldarskipin lögð á stað áleiðis norður, það var ekki eftir neinu að bíða. Nóg síld fyrir norðan. Það er greinilegt að mikil breyting hefur orðið á þeirri mannteg- und, sem mannar síldveiðiskip- in okkar nú og fyrir nokkrum árum. — Þá hefði verið von Iaust að ná saman mannskapn um á jafnskömmum tíma t d. vegna ölvunar. Nú streymdu þeir niður á höfn einn af öðr- um með pokann sinn, snyrti legir og rólegir menn. Hvernig lízt þér á samkomu lagið, spurðum við einn eftir annan. „Ja ég veit ekki. Ég hef aðeins heyrt um það óljóst, en það sem ég hef heyrt lízt mér vel á. Eitt er ég sérstak- iega ánægður með, sem er lof orð ríkisstjómarinnar að beita sér fyrir því að tekin verði upp vigt í stað mælingar við uppsk'ipun bræðslusíldar.“ Um síðast talda atriðið voru flestir sjómannanna sammála. Þeir sögðu að það munaði 100 mál um miðað við 1000 mála farm, Framh. á bls. 6. Á „kæjanum" var krökkt af sjómönnum, bílum, sj ópokum, eiginkonum, kærustum og forvitnum á- horfendum. Rúml.250bifreiðaárekstr- ar / júaímáttuBi einum Lögreglan í Reykjavík hefur undanfarið kvartað undan látlaus um bifreiðaárekstrum út allan júnímánuð. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir aflað’i sér í morgun hafa orðið rúmlega 250 árekstrar í s. 1. júnímánuði, bjartasta mánuði árs- ins og þegar ökuskilyrði eru yfir eitt eins góð og hugsazt getur. Sum’ir lögreglumenn vilja halda því fram að þessi árekstrafjöldi sé lítt skiljanlegur nema út frá þeim bæjardyrum einum að bif- reiðakennslunni sé meira en lítið ábótavant og taka þurfi hana til gagngerðar endurskoðunar. Ör- yggisleysi og vankunnátta öku- fólks komi í vaxandi mæli í ljós með hverju árinu sem líður, enda fjölmarga árekstra að rekja til þeirra orsaka. Um s.l. mánaðamót var á- rekstrafjöld'inn í Reykjavík kom- inn upp £ 1429, og er það nokkru hærri tala, en á sama tíma í fyrra. Aftur á móti er árekstrafjöldinn um næstu mánaðamót þar á und- an, þ. e. maí-júní, lægri heldur en um sömu mánaðamót i fyrra. En síðan hefur árekstrunum fjölgað stórlega eins og að framan er sagt, eða sem svarar milli 8 og 9 árekstrum á hverjum degi. Það þykir ekk'i góð útkoma að vetrin- um, þegar hálka er og slæm akst- ursskilyrði, en hvað þá í bjartasta mánuði sumarins. Já, við erum ánægðir með lausn deilunnar sögðu þeir Sigurður Péturs- son útgerðarmaður (til hægri) og Guðmundur J. Guðmundsson skip- stjóri á Pétri Sigurðssyni. Samkomulagið var að visu ekki eins hag- stætt og við fórum fram á, en það var heldur ekki við því að búast. — Ég er sérstaklega ánægður með, sagði Guðmundur, — að ríkisstjórn- in skuli vilja beita sér fyrir því, að vigtað verði upp úr skipununi, þegar landað verður til bræðslu, í stað þess að mælt sé. Ég hef marg- sinnis orðið var við, að það kemur minnst 100 málum meira upp úr skipinu ef vigtað er upp úr því miðað við fullfermi. — Það mikilvæg- asta við lausn deilunnar tel ég vera, sagði Sigurður, að flutningasjóður skuli ekki verða starfræktur í þeirri mynd, sem upphaflega var gert ráð fyrir og að tímamörkin eru færð aftur til 10. júní. Nýbyggingar, börn og listamenn Ræit v/ð Torsten Nilsson utanríkisráðherra Svía Torsten Nilsson Sænski utanríkisráðherrann, Torsten Nilsson, hélt heim- leiðis í dag eftir að hafa verið hér í opinberri heimsókn nokkra daga. Blaðamenn áttu tal við hann heima hjá sænska ambassadomum í gær og lét hann mjög vel yfir för sinni hingað. „Það, sem mér fannst eink- um áberandi í fari ísl. þjóðar- innar nú, er framtak hennar á öllum sviðum, og sú athafna- semi og annríki, sem maður verður alls staðar var. Það er mikið byggt af nýjum húsum, og maður sér mikið af börn- um“, bætir hann við — og það er ekki laust við að nokkurrar öfundar kenni í röddinni, enda helzta vandamál hans eigin þjóðar nú hve fátt fæðist þar af börnum. Torsten Nilsson var spurður um afstöðu Svía til þeirra vandamála, sem nú eru efst á baugi í heiminum. Hann kvaðst álíta það mjög mikil- vægt, að unnt reyndist að draga úr útbreiðslu kjarnorku- vopna; það væri álit Svía, að gera yrði alþjóðlegt samkomu- lag um það. Hann gat þess, að eins og tækniþróunin væri nú ör í heiminum, yrðu það stöð- ugt fleiri þjóðir, sem gert gætu sér slík vopn — þess yrði ekki mörg ár að bíða, að Svíar, til dæmis gætu framleitt þau. Um átökin í Vietnam sagði hann, að það væri von sín að sú deila yrði leyst á friðsamlegan hátt og blóðsúthellingar þar stöðvaðar. Hann kvað frjálst aukaframlag Norðurlandaþjóða til Sameinuu þjóðanna — en íslendingar hefðu og lagt þar Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.