Vísir - 03.07.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 03.07.1965, Blaðsíða 6
6 V í S I R . Laugardagur 3. júlí 1965. Hæstiréttúr — fyrrnefndu „götustæði“ krafðist Hreggviður þess að hann fjarlaegði húsið. Þegar því var ekki sinnt lét hann menn sína hefja niðurrif hússins og hófust þá lætin. Málavextir voru á þá leið, að bæjarstjórn Vestmannaeyja úthlut aði Hreggviði Jónssyni, bifreiða- verkstæðiseiganda í Vestmannaeyj um, lóð undir viðbótarbyggingu, j sem að nokkru var staðsett á.fyrirj huguðu götustæði, skv. skipulags i uppdrætti fyrir Vestmannaeyja' kaupstað, staðfestum af stjórnar- ráð'inu hinn 3. nóv. 1932. Þess vegna samþykkti bygging- arnefnd og bæjarstjórn Vestmanna eyja að leggja til, að skipulagi kaupstaðarins yrði breytt, á þá lund, að fyrirhugaður vegur yrði ,lagður niður“. Sk'ipulagsstjóra ríkisins var send , ályktunin til umsagnar og svaraði hann bréflega, að hann gæti fall izt á þessa tillögu. Munu mörg J dæmi þess, að stjómir kaupstaða : hafi taiið þetta fullnægjand'i, til ] breytinga á eldri, staðfestum upp | drætti. Ársæll Sveinsson, sem auk um fangsmikillar útgerðar og fiskverk unar í Eyjum, rekur timburverzl un þar, átt'i bráðabirgðahús, sem timburgeymslu í þessu áður fyrir hugaða götustæði. Hreggviður fékk samþykkta teikningu hjá byggingarnefnd og bæjarstjórn af viðbótarbygging- unni og fékk lóðale'igusamning, sem hann iét þinglýsa. Með þessi gögn í höndunum krafðist hann þess, að Ársæll hyrfi á brott með timburgeymsluhúsið og þegar því var ekki sinnt, lét hann menn sína hefja niðurrif hússins. Ársæll Sveinsson iagði þá íög- bann gegn niðurrifinu og höfðaði síðan mál til staðfestingar og skaðabóta. Hreggviður Jónsson svaraði með gagnsök og krafðist að réttur sinn til nýbyggingar yrði viðurkennd- ur og að Ársæli Sveinssyni skyldi gert að fjarlægja timburgeymslu- húsið að viðlögðum dagsektum. Einnig krafðist hann skaðabóta. Dómsniðurstaða bæjarþ'ings Vest mannaeyja varð á þá leið, að lög bannið var staðfest og Ársæli Sveinssyni tildæmdar kr. 10.000 í skaðabætur vegna viðgerða á húsinu. Hinsvegar var v'iðurkennd ur réttur Hreggviðs Jónssonar til þess að byggja á viðbótarlóðinni skv. lóðaleigusamningi, og í sam ræm'i við teikningu samþykkta af bæjaryfirvöidum. Ársæli var gert skylt að fjarlægja timburhúsið af lóðinni innan 15 daga frá lögbirt ingu dómsins, að viðlögðum 2000 króna dagsektum til Hreggviðs Jónssonar. Skyldi Ársæll Sveins- son og greiða Hreggviði Jónssyni kr. 6000 upp í málskosnað. I Hæstarétti fór málið nokkuð á annan veg. Lögbannið var að vísu staðfest, og bótafjárhæðin til Árssels Sveinssonar fyrir niðurrif- ið, kr. 10.000,00. En þýðingarmest fyrir skipu- lagsmál kaupstaða og sem „prin- cipmál" verður það atriði dóms- ins, að héraðsdómi um gagnsök- ina var hrundið og Ársæll Sveins- son sýknaður af kröfum Hreggviðs Jónssonar. Málskostnaðarákvæði Hæstarétt ardómsins var í samræmi við efnisniðurstöðuna þannig, að Hreggviður Jónsson skyldi greiða Ársæli Sveinssyni kr. 10.000,00 í málskostnað. Segir svo um þetta í dómsfor- sendum Hæstaréttar: „Tillögur stjórnvalda Vest- mannaeyjakaupstaðar um breyt- ingu á skipulagi kaupstaðarins voru eigi lagðar fyrir skipulags- nefnd ríkisins og Félagsmálaráðu- neytið tii úrlausnar skv. 19. og 20. gr. laga nr. 55/1921, sbr. 14. gr. sömu laga og 4. gr. laga nr.64/1935. Málið hefur eigi heldur verið tekið til meðferðar samkvæmt V. kafla laga nr. 19/1964, eftir að þau lög tóku gildi. Hefur því engin lögleg breyting orðið á skipulagi Vestmannaeyja til samræmis við lóðarsamning gagnáfrýjanda frá 14. febr. 1964. Gagnáfrýjandi get- ur því ekki byggt kröfur sínar á hendur aðaláfrýjanda, sem hags- muna hefur að jueta um skipulag á umræddu svipp!, á greindum samningi, þar sem hann brýtur í bága við gildandi skipulagsupp- drát t“ Fyrir hönd aðaláfrýjanda, Ársæl Sveinsson, flutti málið Páll S. Pálsson, hrl., en fyrir hönd gagn- áfrýjanda, Hreggvið Jónsson, flutti málið Árni Guðjónsson, hrl. ey, en eins og getið var um í Vísi fyrir skömmu voru meðal- mánaðartekjur þeirra, sem stunduðu grásleppuveiðar það- an 180 þúsund krónur á mán- uði. Leikhúsið — Grásléppan „Perles de Nord“, kavíarinn vinsæli selst mest til Frakk- iands, Spánar, Ungverjalands °g Englands, er hann seldur í 50 og 100 gramma glösum og einmg f kflódósum, þá til hót- ela. Einnið selst reykti állinn vel en nær engin álaveiði hefur ver ið þetta vor vegna óhagstæðr- ar veðráttu til álaveiða, veður þurrt, kalt og bjart. Má búást við því að veiðin fari að glæðast þegar dimma tekur í ágúst. Salan á þessum vörum hér heima er aðeins örlitið brot þess sem selst erlendis, en hefur þó frekar aukizt en hitt og hefur það fylgt auknum ferðamanna- straumi til landsins. Þótt álaveiði hafi gengið mið- ur hefur rætzt mjög vel úr grá- sleppuveiðinni þrátt fyrir haf- ísinn fyrir norðan. Hefur veiðzt á svæðinu allt vestan frá Ingólfs höfða austur að Þórshöfn, en mesta magnið veiddist þó við Skjálfandaflóann og þá frá Flat- ratnh al bls 16 björg Kjeld, Nína Sveinsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson og Bryn- dís Schram. Leiktjöld gerði Þor- steinn Gunnarsson. Sumarleikhúsið, sem hóf starf semi sina fyrir 10 árum heldur af stað frá Reykjavík á sunnu- dag og verða einþáttungarnir frumsýndir á Homafirði á þriðju dagskvöld að viðstöddum höf- undi, Verður síðan haldið norð- ur eftir Austfjörðum og um allt land og sýnt á öllum þeim stöð- um, sem fært er að sýna á, síðast verða tíu sýningar á Suð- urlandi en sýningar alls eru á- ætlaðar 60. Ekki eru ráðgerðar sýningar I Reykjavík að þessu sinni þar sem þrír leikenda fara út i haust. Ssnnþykkfu reikn ing ieykjuvíkur- borgur sumhljóðu Önnur umræða um reikninga Reykjavíkurborgar fyrir árið 1964 fór fram í borgarstjórn í fyrradag. Við umræðuna tóku til | máls Guömundur Vigfússon (K) Björn Guðmundsson (F) og Geir Ilallgrímsson, borgarstjóri. Að umræðum loknum fór fram at- kvæðagreiðsla og voru reikn- ingarnir samþykktir samhljóða með 12 atkvæðum, en kommún- istarnir 3 sátu hjá. Að venju deildu borgarfull- trúar minnihiutans á fjármála- stjóm borgarlnnar, en sjaldan hefur gagnrýni þeirra verið jafn máttlaus. — Endurskoðendur gerðu heldur enga athugasemd við reikningana. Reikningur Reykjavíkurborg- ar árið 1964 hefur verið prent- aður f bókarformi og er hann alls 340 síður að stærð. Rúðstefnu — Lundkynning — Framhald af bis. 16. sérfræðingar eða verkfræðingar, stærðfræðingar, veðurfræðingar og hagfræðingar. Um eina helgi fóru þátttakendur ráðstefnunnar í ferð að Sogsvirkjuninni að gufusvæð- inu við Hveragerði og að Búrfelli við Þjórsá. Fjallað var á ráðstefnunni um hinar ýmsu hliðar raforkumála og voru fyrirlestrar yfirleitt fluttir á morgnana, en umræður eftir há- degi. Engar ályktanir voru gerðar, enda það ekki tilgangur fundarins, heldur er tilgangurinn sá, að vís- indamenn geti skipzt á upplýsing- um og lært hver af öðrum, hvernig leysa ber hin ýmsu vanda- mál, sem upp koma í sambandi við raforkumál, bæði fjárhagsleg og tæknileg. Litla dóttir okkar ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR Ránargötu 11 ! verður jarðsungin frá Fríkirkjunni mánud. 5. júlí kl. 3 e.h. Pétur Ingvarsson Elín Halldðrsdóttir. Lítil prentsmiðja í fullum gangi á góðum stað í bænum til sölu. Þeir, sem hafa áhuga, leggi nafn sitt, heimilis- fang og síma inn á augld. Vísis fyrir 14. þ.m. merkt „Prentsmiðja“. Sumurhótel — Framh. af bls. 1: skrifstofa ríkisins rekur eru þessi: I heimavist Menntaskól- ans á Laugarvatni, að Varma- land’i f Borgarfirði, í heimavist Menntaskólans á Akureyri, að Eiðum, en sumarhótelið tók þar til starfa í fyrra og að Skógum undir Eyjafjöllum. Hefur Ferða skrifstofan skipulagt sérstakar sumarleyfisferðir m'iðaðar við legu hótelanna, þannig að ferða menn geta bæði haft bækistöðv ar á hótelunum og farið þaðan í ferðir eða ferðazt hér um bil kringum landið í sumarleyfinu og gist á hinum ýmsu sumarhót- elum. Auk hinna venjul. gesta herbergja á hótelunum verða til leigu svefnpláss á fjölbýlis stofum fyr'ir einstaklinga eða hópa, sem kjósa ódýrari gist- ingu. Hótelið að Búðum opnar um næstu helgi en þar hafa farið fram að undanförnu gagngerð- ar endurfcætur og stækkun. Verða tekin í notkun 10 ný tveggja manna herbergi og ný setustofa borðstofa var löguð inngangur og afgreiðsla. Eru nú að Búðum e'ins og áður var sagt um 45 gistirúm og auk þess 4 herbergi þar sem pláss er fyrir y 1J manns í rúmum. Um næstu helgi verður byrj að að taka á móti gestum á Löngumýri í Skagafirði í hús- mæðraskólanum þar. Verður þar gist'ing fyrir 20-25 manns og þar að auki svefnpokapláss með eldunaraðstöðu. Á staðn- um verður framreiddur morgun verður, og matur verður hafður fyrir hópferðir, sem panta fyrir fram. Tveir húsmæðrakennarar sjá um reksturinn i sumar Framh. af bls 16 ýmsum tilf. áþekkt veður. Þeir sækjast þvi eftir sól og sumri í sumarleyfum sínum og hafa til þessa flúið norðrið. En Mats kvaðst þess fullviss að þeir myndu í vaxand'i mæli heimsækja frændþjóðina í vestri og þeim mun fremur sem löndin væru mjög ó- lík. Hitt væri svo annað mál sagði Mats, að íslendingum væri heldur ekki néinn sérstakur greiði gerð ur með því að stefna hingað alltof mörgum útlendingum, á meðan hót elmálin væru i því lagi sem þau eru nú. Þess - skal að lokum getið, að fyrir utan það, sem að framan er sagt, starfar Mats Wibe Lund sem fastráðinn íslands-sérfræðing ur við ýms norsk og erlend blöð. Má þar nefna Norges Handels og Sjöfolk Tidende í Osló sem birtir jafnan mikið af fréttum og grein um frá Islandi. Þá hefur Mats verið ráðinn til að viða að efni og myndir frá íslandi í norska fjöl fræðiorðabdk, sem er í þann veg- inn að koma út. Flugsýning — Framh. af bls 16. vogsdal. Er mönnum ráðlagt að fara suður 1 Nauthólsvík til að fá sem bezta aðstöðu til að sjá listir hinna 6 rennilegu Tiger- flugvéla sem sýna. Baldvin Jónsson kvað stjóm Flugmálafélagsins heldur hafa komizt í feitt, þegar henni tókst að fá „englana“ til Is- lands, því í mörg ár hefir verið reynt að fá frægar flugsveitir til að koma hér við, en ekki tekizt fyrr en nú. Aðgangur að sýningunum verður ókeypis, en á staðnum verður seld dag- skrá. Hátalara verður komið fyrir á staðnum og hinum ýmsu þrautum lýst en sveitin hefur 22 atriði til að sýna, en ekki vitað hvað verður sýnt af þeim þrautum fyrr en foringi þeirra hefur kannað aðstæður við Skerjafjörðinn. Flugvélar „englanna" eru af Grumman-gerð, en flugvélar frá þeirri verksmiðju hefur sveitin alltaf notað en hún byrjaði 1946 á sýningunum. Yfirmaður sveitarinnar er sjó- liðsforingi, Bob Aumack að nafni og hefur um 5000 flug- stundir að baki. Flugvélarnar munu fljúga á um 900 km. hraða við sýningamar, og háv- aðinn sagður vera yfirþyrm- andi, enda eru vélarnar búnar svokölluðum eftirbrennurum, sem gera það að verkum að orka eldsneytisins er að fullu nýtt. „Flug þessarar sveitar á ekkert skylt við fífldirfsku", sagði Baldvin Jónsson, „þetta er ár- angur mikillar þjálfunar og ör- yggi sveitarinnar er frábært, enda hefur aldrei hlotizt af mannskaði við sýningamar". Þess skal getið að þegar vél- arnar eru næst hver annarri eru aðeins 36 þumlungar á milli þeirra. Sýningin tekur 29 mín- útur. íþróttir — Framh. af bls. 11. hefur hann lokið einum vetri af þrem. „Markvörðurinn Max Möller leikur með Horsensliðinu og með 1. deildarliði þeirra lék ég einn leik. Nokkra leiki lék ég líka með „öðru liði" félags- ins, en ég gat aldrei verið f al- mennilegri æfingu vegna náms- ins. Einn leikmann liðsins kvaðst Sigurvin þó ekki þekkja, það er nýliðinn Kai Poulsen, sem leikur h. útherja, það er mað- urinn sem Sigurvin á að gæta í leiknum. „Ég skal ekki leyna því að ég er dálítið tauga- óstyrkur og mjög þreyttur. Ég fór í útilegu um síðustu helgi, kom þreyttur heim, og þá lágu þar skilaboð um, að ég ætti að mæta til úrvalsleiksins. Síðan hafa verið stanzlausar æfingar og á daginn er það „akkorðs"- vinna. Á mánudaginn verðégað að hvílast vel, ef ég á að verða að gagni", sagði nýliðinn úr Keflavík. • Magnús Jónatansson er einn þeirra þriggja, sem munu á mánudagskvöldið klæðast ís- lenzka landsliðsbúningnum 1 fyrsta skipti. Magnús er vel að þessu kominn. Hann hefur 1 fjölmörg ár verið einn af okk- ar beztu Ieikmönnum. Magnús leikur ekki neitt „gIamour“spiI, hann er ekki sá maður, sem allra augu beinast að og það má segja að leikur hans sé laus við alla hnökra og útúrdúra. Hins vegar hefur hann ósjaldan verið maðurinn bak við Akureyrarsigurinn. Og nú er að vita hvemig hann kemur út með úrvalsliði, en það er mjög misjafnt. Sumir falla alltaf vel saman við úr- valslið, aðrir eru bara góðir með sínu félagsliði. Fréttamaður Vísis gerði ár- angurslausa tilraun til að ná í Magnús og óska honum til hamingju með valið og þvf var ekki hægt að birta hér nokkur orð eftir honum. Voru þær upplýsingar veittar í höfuð- borg Norðurlands að Magnús hefði upp úr hádegi lagt af stað akandi suður yfir Holtavörðu- heiðina með Jóni Stefánssyni, miðverði landsliðsins, og konu hans. Ég er samt ekki f nokkrum vafa um að Magnús mun í landsleiknum standa fyrir sínu, og kannski talsvert meiru. Ég er ekki svartsýnn á frammi- stöðu annarra leikmanna held- ur. Landsleikurinn á mánudag- inn er heldur ekki eingöngu undir þessum ellefu leikmönn- um kominn, — heldur líka þelm þúsundum áhorfenda sem flykkjast inn f Laugardal. Ég segi: Því meira og því betur sem „drengimir okkar" verða hvattir, þvf auðveldari verður róðurinn. — jbp —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.