Vísir - 03.07.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 03.07.1965, Blaðsíða 2
SíÐAN Á flösku yfir Ermusund Fyrir nokkru tók mað- ur éinn upp á því að sigla yfir Ermasundið á rúmstæði sínu. Og nú hefur sami maður Bob Platten ákveðið að sigla yfir þetta merkilega sund, sem allir vilja sigra, — á flösku. Raunar er þetta ekki venju- Jeg flaska eins og sjá má á HPH myndinni sem fylgir, enda er hún álíka stór og miðlungs róðr arbátur, og hefur að auki vélar afl og smíðuð úr léttu stáli. Kostaði þetta 170 sterl'ings- pund. „Flaskan" hefur verið þraut- reynd á tjörn einni nálægt 'i h 1 ÚHÍJU7 j-if •> í*)1' ' (•jj'ptji.f! ‘ i !ii ói Lundúnaflugvelli og gerir Plat- en sér góðar vonir um að sigra Ermasundið á þessum farar- kostL Flaskan sjálf er greini- lega auglýsing á vissri tegund af víni, en ekki viðurkennir Platten þó að þetta sé auglýs- ingabrella, Hver er maðurinn? Það persónugervi, sem mest hefur ver'ið apað eftir er án efa Oharlie Chaplin. Þúsundir leikara hafa klæðzt smókingföt um bowlerhatt, skóm sem benda nokkurn veginn beint upp til himins, og svo auðvitað með spanskreyrsstaf í þendi. Sam- eiginlegt með öllum þessum þús undum er það að engum hefur tekizt að lfkja efrir fyrirmynd inni að gagni. Það er áre'iðanlega erfitt fyr ir lesendur að gizka á hver það er sem er í Chaplin-búningnum á myndinni hér á síðunni. Ef við gæfum kost á þrem uppástungum, yrðu svörin senni lega: — Ne'i. — Ekki heldur. — Það var líka rangt. Nú, og hver er það svo sem er þarna. Það er hún Birgitta Bardot, — en hvernig áttuð þið að þekkja hana I fötum? Birgitta leikur í þessum föt um í smáatriði í nýrri kvik- mynd, sem er verið að taka þessa dagana. Mönnum til hug arhægðar skal þess getið að í öðrum atriðum myndarinnar klæðist hún mun léttar. 'iinP';: il '!i ll il ■■• ð . : • _i : : :: Kári skrifar: T> eykjavíkurborg opnaði fyrir skömmu tjaldsvæði inni í Laugardal, eða nánar til tekið rétt austan við sundlaugarnar, sem eru í byggingu. Þarna er slétt og góð grasflöt, nýreist Iftið skýli fyrir snyrtiherbergi og afgirt bílastæði.. Skemmtilegur staður. Það er kannske ekki hægt að segja, ag þetta sé mikið fyrir tæki, en þetta er nauðsyníegt og ráðamenn borgarinnar eiga þakkir skilið. Við sundlaugina á Akureyri hefur verið sérstakt tjaldsvæði og hefur það gefið mjög góða raun, enda má sjá þar oft á tíðum mörg tjöld. Bæði þessi tjaldsvæði eru á heppilegum stöðum. Á undan- förnum árum hefur verið að rísa upp glæsileg íþróttamiðstöð f Laugardalnum, leikvangur hef ur verið byggður og í byggingu er íþróttahús og sundlaug. — Þörfin fyrir gott tjaldstæði inni í sjálfri höfuðborginni held ég að sé flestum ljós, en sennilega verða það einkum erlendir ferða menn sem nota þetta tjaldsvæði. Bakpokalýður. Þegar ég minntist á erlenda ferðamenn mundi ég eftir stuttu miður varð ég að þurrka út nokk um dögum frá B. Þ., en því miður varð ég að þurka út nokk ur sterk lýsingarorð. Bréfið fer hér á eftir: Undanfarin sumur hef ég atvinnu minnar vegna gert mik'ið af því, að aka um þjóðvegi landsins og eftir því sem ég fer fleiri ferðir út á land, því Ieiðinlegri finnst mér þessi útlendi bakpokalýður, sem hingað sækir hvert sumar. Þetta fólk kemur hingað aura lítið og með það sem eitt æðsta takmark að lifa á sem spar- samastan hátt með því að þrengja sér upp á íslendinga. Þetta fólk flækist hér um þjóð vegina baðandi út örmunum í von um það að ökumenn leyfi þeim að fljóta með. Og það er ekki nóg með að þetta fólk biðji um að fá að fljóta með stuttan spöl heldur situr það yfirleitt í bílnum eins langt og það getur. Ég ætla að nefna gott dæmi um það hvað þessi tillitsemi og frekja getur geng- ið langt. Sl. sunnudag skrapp ég austur að Þingvöllum ásamt fjölskyldu minni. Þegar ég var kominn rétt upp fyr'ir Eillðaár- brekkuna, hitti ég á einn af þessum bakpokamönnum og ég hafði ekki fyrr stöðvað bif reiðina, en hann bað um að fá að sitja í til Akureyrar. Nú lang ar mig til að spyrja, er ekki hægt að banna þessum bakpoka lýð að ferðast um þjóðvegi landsins og þrengja sér upp á fóik, B. Þ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.