Vísir - 03.07.1965, Blaðsíða 8
p
(*a
VlSIR . Laugardagur 3. júlí 1965.
VÍSIR
(Jtgetandi: Blaðaútgáfan VISIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson
Þorstemn Ö Thorarensen
Ritstjórnarskrifstoíur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Askriftargjald er 80 kr á mánuði
1 lausasölu 7 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur)
Prentsmiðja Visis — Edda h.f
Ný byggingasvæði
Fyrir nokkrum dögum birtist hér í blaðinu ítarleg
frásögn af nýjasta hverfi Reykjavíkur, Árbæjarhverf-
inu, þar sem íbúðarhúsabyggingar eru nú nýhafnar.
Á þessum fagra stað í útjaðri borgarinnar mun á
næstu mánuðum og misserum rísa 4—6000 manna
hverfi. Skipulagning og bygging þessa stóra nýja
íbúðahverfis mun leysa úr húsnæðisvandræðum
margra og nú vinna borgaryfirvöldin að því að skipu-
leggja annað nýtt byggðahverfi, Fossvoginn, og að
því búnu Breiðholtshverfið svonefnda. Þannig þarf
áfram að vinna markvisst að því að skipuleggja ný
hverfi, svo ekki standi á úthlutun lóða og gerð gatna
og holræsa, heldur að þeir sem hug hafa á því að
byggja yfir sig og fjölskyldu sína geti sem allra fyrst
fengið jarðnæði til þess.
J>egar rætt er um lausn húsnæðismála Reykvíkinga
má minna á það, hve mjög lán húsnæðismálastjóm-
ar hafa hækkað frá því 'sem áður(v^ þíú er lánað
allt að 28Ö þúsund ■ krónum ,út á íbúð. nEr það um >;<
280% hækkun lánanna frá því sem var á tímúm
vinstri stjórnarinnar. Sá samanburður er þó vitan-
íega ekki raunhæfur vegna hækkaðs byggingarkostn-
aðar, nema tillit sé tekið til þeirrar hækkunar á þessu
tímabili. Hækkun byggingarvísitölunnar er á því
tímabili þó innan við 100%, svo af því sést að lánin
hafa mjög hækkað að raunverulegu verðgildi. Svo
mjög hafa sjóðir Húsnæðismálastjórnar nú verið efld-
ir, að tekjur þeirra eru nú tífaldar borið saman við
það, sem var fyrir tveimur árum. Það er gleðileg
staðreynd og öllum í hag, sem hyggjast koma sér
upp eigin íbúð.
Orð Gunnars
„Ég vona, að afhendingin megi verða báðum þjóð-
unum til gæfu“, sagði Per Hækkerup utanríkisráð-
herra Dana í gær, er hann undirritaði, ásamt Gunn-
ari Thoroddsen, samning um afhendingu hluta ís-
lenzku handritanna. Við íslendingar tökum af heil-
um hug undir þessi orð hins danska ráðherra. í hand-
ritamálinu hefur danska þjóðin sýnt stórhug og rík-
isstjórn hennar djörfung, sem íslenzka þjóðin mun
ætíð mikils meta. Við undirritun samningsins vitn-
aði Gunnar Thoroddsen í orð Gunnars á Hlíðarenda,
er hann mælti til Njáls: „Góðar eru gjafir þínar en
meira þykir mér vert um vinfengi þitt og sona þinna“
Undir þessi orð tekur öll íslenzka þjóðin. Danir hafa
sýnt í verki, að þeir skilja og meta að verðleikum
hver menningarfjársjóður handritin eru okkur íslend-
ingum, uppspretta þjóðernistilfinningar og samhengi
sögu. Sú gjörð danska þingsins og mikils meirihluta
iönsku þjóðarinnar að afhenda handritm mun á ís-
iandi metin sem vináttu- og drengskaparbragð er
seint mun fyrnast.
Allur
er
varinn
góður
Er tappinn öruggur? Þessi
spuming er undir skopmynd
Anders í Svenska Dagbladet.
Mynd af Boumedienne er á
tappanum í flöskunni með al-
slrska rauðvíninu (Vin Rouge d’
Algier) — en niðri í flöskunni
er annar tappi sem flýtur þar
á yfirborðinu og á honum er
mynd af Ben Bella. Rýkur hinn
tappinn úr stútnum — og hin-
um stungið í hann i staðinn?
Eða er það, sem gerzt hefir
aðe’ins byrjunin, og hvers örlög
verða þá að drukkna í rauðum
legi?
Það var mikil áherzla lögð á
það í upphafi byltingarinnar,
sem nú er um hálfs mánaðar
gömul, að þetta væri blóðsút-
hellingalaus bylting. En það
kom brátt í ljós að stuðnings-
mönnum Ben Bella varð aðeins
haldið niðri með því að tefla
fram herliði gráu fyrir járnum
í Algeirsborg, Constantine og
., Bon?. Fréttir bárust um átök,
að skotið hefði verið á stórar
fylkingar stúdenta, sem höfðu
að einkunnarorðum: Lifi Ben
Bella, niður með morðingjann
Boumedienne og þar fram eftir
götunum. Vafalaust hafa þessar
Beðið átekta með viðurkenn-
ingu á byltingarráðinu í Alsír
fréttir verði allmjög ýktar,
sumar hverjar að minnsta kosti
og af þeim sökum lét Bylting-
arráðið loka kúbanskri frétta-
stofu í Alsír, svo sem greint hef
ur verið í fréttum og vísa úr
landi tveimur fréttamönnum
L‘Humanité, sem er höfuðmál-
gagn franskra kommúnista. En
NTB-fréttir í gær hermdu, að í
óe'irðum í Bone (hafnarbæ A1
geirsborgar) myndu um 30
menn hafa fallið, er herlið
skaut á fylkingar stuðnings-
manna Ben Bella — flestir 22.
júnf. Nú er þar þó sagt allt
með kyrrum kjörum, en vopn-
að lið hvarvetna, en verðir
fjarlægðir inni £ Algeirsborg af
torgum og götuhornum.
ÞÖGLIR MENN
t yflrlitsgrein í norsku blaði
nú í vikunni segir á þessa Ieið:
Aðalmennirnir í París eru
þöglir menn. Þeir hafa verið
þöglir í tíu daga. Það á við um
Ben Bella og það á við um
manninn, sem sá um, að honum
væri steypt af valdastóli. Eng-
inn utan þröngs hrings getur
sagt með vissu hvort þaggað
hefur verið niðri f Ben Bella til
frambúðar eða hvort hann bara
er „dauður stjórnmálalega, en
annars við beztu heilsu“, eins
og einn af talsmönnumbylting-
arráðsins komst að orði nýlega.
Og enginn utan þessa sama
hrings getur sagt með nokkurri
vissu hvort Boumedienne hef-
ur sett sér það mark að verða
forsætisráðherra. Hann hefur
aldrei sagt að hann væri hinn
nýi leiðtogi — aldrei komið
fram í útvarpið og gert þjóð-
inni nána grein fyrir því, sem
gerzt hefur. Hið eina sem mað-
ur veit með fullri vissu er að
Boumedienne undirritaði til-
kynninguna , að „harðstjór-
anum“ Ben Bella, hefði verið
steypt og Byltingarráð tekið
stjórn landsins í sínar hendur.
í greininni er bent á, að ekki
sé vitað um nöfn allra, sem
sæti eiga í ráðinu — né hvaða
stjórnmálastefnu það muní
taka. Og þetta ráð hafi beðið
sinn fyrsta alvarlega ósigur, þeg
ar ekkert gat orðið af því, að
haldin yrði ráðstefna Asíu- og
Afríkuþjóða í Algeirsborg eins
og ákveðið var.
í greininni er þetta rakið
nokkru frekar á þessa leið:
„Eina huggunin fyrir þessa
herra (í Byltingarráðinu) er, að
Chou En-Lai og Súkarnó verða
að bera með þeim þann álits
hnekk, sem af þessu leiddi —
eða leiðtogum Kína og Indónes-
íu — þessum tveimur herrum
sem af miklum fjálgléik höfðu
lýst órofa vináttu sinni við Ben
Bella á mektardögum hans, en
voru svo áfjáðir í að halda til
streitu að ráðstefnan yrði hald-
in svo sem ákveðið hafði verið
að þeir af eigin hvötum litu
framhjá þeirri staðreynd, að
væntanlegur gestgjafi þeirra
var skynd’ilega horfinn — og
létu sig hafa það að viður-
kenna strax byltingarstjómina“
Ráðstefnunni hefur nú ver-
ið frestað þar til í nóvember —
er þriðja tilrauriin verður gerð
til þess að kalla saman Algeirs
borgarráðstefnu, en margt getur
gerzt á 4 mánuðum.
Það gæti verið að þeir ættu
eftir að iðrast þess be’isklega
að hafa verið svo fljótir á sér
að veita blessun sína þeim, sem
steyptu Ben Bella. Margt get-
ur gerzt þennan tfma. Léið-
togar bæði Sovétríkjanna og
Egyptalands hafa að minnsta
kosti tekið þá afstöðu að bíða
átekta. Bandaríkin og Frakk-
land hafa slegið á frest að við-
urkenna hina nýju stjórn. þótt
af öðrum ástæðum sé en liggja
til grundvallar ákvörðununum
í Moskvu og Kairo. í hinum
vestræna heim'i vona menn án
þess að gera sér neinar gylli-
vonir, að Byltingarráðið mark
stefnu sem verði ekki eins langt
til vinstri og stefna Ben Bellr
var — og leiðtogar landa eim
og Sovétríkjanna óttast það
Þess vegna er beðið. a