Vísir - 03.07.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 03.07.1965, Blaðsíða 15
V1SIR . Laugardagur 3. júlí 1965. 15 RACHEL LINDSAY: ÁSTIR Á RIVERIUNNI Þa8 var komið fram yfir mið- naetti, þegar flugvélin lenti á flug- vellinum I Ziirich. Flugvélin hafði orðið að fljúga í hring yfir borg- inni næstum klukkustund vegna þoku. Lance var nærri frávita af kvíða, en hann var neyddur til að fara í gistihús og bíða til morguns. Hann bað um að hann yrði vak- inn klukkan átta og fór svo að hátta. Auðvitað var hann vaknaður löngu áður en átti að vekja hann. Hann var kominn á fætur fyrir hálfátta og hafði hringt í sjúkra- húsið þegar, en Salberg prófessor hafði farið enn fyrr á fætur og var kominn í skurðarstofuna. Lance hefði aldrei trúað, að leigubíll gæti verið jafnlengi á leið- inni jafnstuttan veg, en loks snigl- i.ðist hann út úr miðhluta borgar- nnar, og nú var ekið upp í móti 'ð sjúkrahúsinu. — Mér þykir leitt að verða að segja yður, herra Hammond, sagði hjúkrunarkonan í móttökuherberg- inu, en hér er enginn sjúklingur, sem heitir Rose Hammond. — Lofið mér að tala við Sal- berg prófessor, sagði Lance stutt- lega. — Prófessorinn er að fram- kvæma skurðaðgerð, sagði hjúkr- unarkonan vinsamlega. Lance saup hveljur. — Svona snemma... — Hann byrjaði alltaf snemma. Þetta getur tekið tvo tíma enn, kannski lengur, en ef þér viljið bíða, skal ég sjá um að þér fáið kaffi. Það var ekki um annað að ræða en reyna að vera þolinmóður. Hann gekk fram í biðstofuna, gekk þar fram og aftur ,nam svo staðar við gluggann. Allt var hulið fönn, jafnvel tré og runnar í hvítum skikkjum. Allt svo friðsamlegt... og honum fannst einkennilegt til þess að hugsa, að f stofu í þessari byggingu var háð barátta upp á líf og dauða ... Það var komið fram yfir hádegi, þegar Salberg prófessor kom inn. — Herra Hammond, mér þykir leitt að þér skylduð verða að hafa svona mikið fyrir að ná tali af mér. Ég vissi ekkert um þetta ... — Það skiptir engu um það nú, sagði Lance, þurr í kverkum og áhyggjufullur á svip. Ég skil mæta vel, að þér verðið að gera yðar I ráðstafanir til þess að hafa vinnu- frið. — Kannski, en hjúkrunarkonan hefði nú samt átt að gera mér að- vart um komu yðar í gærkvöldi... Lance fannst sem gripið væri ís- kaldri hendi um hjarta hans. — Það var varðandi konu mína, ég veit að hér er enginn sjúkling- ur skrásettur sem Rose Homm- ond ... — Konan yðar er hérna, herra Hammond. Ég vissi bara ekki hvert náfn hennar var. Hef þó séð myndir af henni í blöðunum við og við. Hann horfði rólega á Lance. — Konan yðar lét skrásetja sig hér sem ungfrú Flowers. Það var sem fargi væri létt af Lance. — Ég verð að fá að sjá hana undir eins. Hvar er hún. — Þér verðið að bíða, herra Hammond. Konan getur ekki tekið á móti heimsóknum enn. — Hvað — hvað hafið þið gert við hana? spurði Lance og sleikti þurrar varirnar. — Ég gerði aðgerð á konunni yðar kl. 7 í morgun. Lance hneig niður í stól. Sal- berg prófessor lagði hönd á öxl hans. — Ég varaði konuna yðar við að láta gera á sér aðgerð án sam- þykkis yðar. En hún hvikaði ekki. — Hvers vegna hringduð þér ekki til mín? — Af því ég vissi ekki nafn yð- ar, herra Hammond. Það var sem hann væri að tala við barn. — Þá hefðuð þér ekki átt að gera aðgerðina. Ef hún hefði ekki lifað þétta af — hvernig hefðuð þér þá farið að? — Frú Hammond fékk mér bréf, sem ég átti að afhenda yður, ef illa færi... Gerið yður ljóst, að þegar konan yðar kom til mín var hún staðráðin I að láta mig gera þessa aðgerð. Hún er ekkert barn: Og þegar allt kemur til alls var það hún — og bara hún, sem gat ráðið úrslitum hvort ég gerði að- gerðina eða ekki . . . — Afsakið mig, herra prófess- or, sagði Lance þunglega, ég hef kannski engan rétt til að áfellast yður. — Á Englandi væri slik aðgerð ekki gerð án vitundar fjölskyldunn ar, ég veit það. Og ég vék frá reglu — því að mér var ljóst, að konan yðar taldi lífshamingju sína og ykkar beggja undir því komna, að þetta skref væri stigið. — Og — og hvenær vitið þér — ? — Við vitum ekkert fyrr en kon an yðar er komin til meðvitundar. - En —? — Farið að ráði mínu. Farið aft- ur í gistihúsið — þegar hún er komin til meðvitundar skoða ég hana — og sú skoðun leiðir í ljós hvort hún lamast eða nær fullri heilsu. — Lamast... ? Lance horfði á hann eins og í leiðslu. Vissi hann hvað hann var að segja ... Einhvern veginn komst hann til gistihússins. Honum hafði verið sagt að hann mætti koma klukkan sjö... enn margra stunda bið. Hann hringdi til Alans og sagði honum og Susan frá því, sem gerzt hafði. Svo hringdi hann til herra Tiverton, tengdaföður síns. Hon- um brá heldur en ekki. — Ég kem loftleiðis þegar, hvort sem þér líkar betur eða verr, sagði hann. Bíddu annars andartak, Lance. Mamma þín vill tala við þig.. . Það var ekki fyrr en hann heyrði rödd hennar, að honum fannst það einkennileg tilviljuri, að hún skyldj vera þarria . . . — Við~ Desmond ætlum að gifta okkur, sagði hún og honum fannst rödd hennar vera hlý og innileg, eins og hann mundi hana, þegar hann var drengur. — Við ætluðum að halda þvl leyndu svolítið lengur, mér fannst að við mættum til að segja þér þetta. — Það var indælt að heyra, hálfstamaði hann og gat lítið sagt meira, þó að hann sæi í hendi sér, að þetta boðaði farsæla breytingu í lífi móður hans og þeirra allra, gat hann -ekki um annað hugsað en Rose. — Kirkjuklukkan sló sjö, er hann var aftur kominn í móttökuher- bergið. Lance hafði ávallt talið öruggt, að hann gæti tekið hverju sem að höndum bæri með stillingu. Nú var hann ekki lengur öruggur um j það, hélt jafnvel, að hann myndi bugast gersamlega ,ef það ætti fyr- ir hann að koma að Rose yrði lömuð alla ævina eða ef hann missti hann. Og svo sat hann þama og beið og honum fannst hann hafa beðið fimm klukkustundir, þegar Salberg prófessor kom, en raunar hafði hann aðeins verið þarna fimm j mínútur — allur eitt bros og rétti ! honum hendina. j — Góðar fréttir — allt bendir til að þetta hafi gengið eins og bezt varð kosið, já, ég þori næstum að fullyrða, að konan yðar fái fullan bata, nú er það aðeins spurning um hvlld og tima. Lance sat grafkyrr. Hvert orð hljómaði sem væri honum strokið mjúkri hönd um vanga. Svo stóð hann upp og rétti úr sér. — Get ég fengið að sjá hana? spurði hann hásri, titrandi röddu. — Ég held það, sagði prófessor- inn eins og dálítið hikandi. Hún er vitanlega enn — hún hefur sof- ið, og ef hún opnar augun, sígur fljótt mók á hana aftur, en það er allt saman eðlilegt. Jú, þér get- ið lítið til hennar — smá stund. Lance gekk á eftir Salberg pró- fessor eftir löngum göngum og fóru þeir svo I lyftu upp á þriðju hæð. Loks námu þeir staðar við sjúkrastofúdyr. - Þér gætið þess ,að segja ekk- ert, sem kemur henni í hugaræs- ingu, sagði Salberg prófessor. Lance kinkaði kolli, - kom engu orði upp. Hjúkrunarkona, sem sat hjá rúm inu, stóð upp, er hann kom inn, og vék til hliðar, svo að hann gæti gengið að höfðalaginu á rúmi konu sinnar. Það var rétt svo að Lance j sæi hjúkrunarkonuna. Hann sá ekk- ert nema Rose, sofandi, föl á vanga og hann gekk á tánum til hennar og kyssti bleikan vangann, sem að honum vissi. Rose opnaði augun og horfði á hann. - Lance, hvað ert þú að gera hérna? spurði hún hvíslandi, veik- um rómi. — Ég hef verið að leita að þér og loksins fann ég þig, sagði hann og loksins fann ég þig. Og ég mun alltaf finna þig, elskan mln, hvar sém þú reynir að fela þig. — Ég skil ekki .hvíslaði Rose. Það er svo margt, sem þú skilur ekki nú, Rose, og við skulum ekki tala um það nú. Það eina sem ég vil segja er þetta: Ég elska ekki Susan, ég elska þig. Hægt og hægt fylltust stóru, gráu augun tárum. — Rose, elskan mín gráttu ekki, sagði hann áhyggjufullur. — Það eru bara gleðitár, hvísl aði hún, Lance það er búið að gera á mér uppskurð ... — Ég veit það — og allt gekk vel. Hann rétti úr sér. — Reyndu nú að sofna aftur. Mundu, að ég er hjá þér, verð alltaf hjá þér. Það leið eins og hægt andvarp frá brjóst5 ^ennar og fagurt bros lék um vaTir henni. — Hjá mér, — alltaf? hvlslaði hún. Lance tók hönd hennar milli handa sinna, horfði á konu sína, horfði á augu hennar lykjast aftur, svefninn síga á brár hennar. Hann varð þess var, að hjúkrun arkonan var kominn inn aftur. K.NOW UKUKUS PEACEFUL MEM| FR.IENP’ TAKZAM. WE REFUSEF THE SUNS STRAMSERS WAMTEF US TO USE ASAINST HARMLESS SPI7ER-PE0PLE! THEy PESERVEP THEIR FATE, FRIENP MtTlI WE (AUST SO aUlCK.LV TO THEIRTKA7INS- STATIOM ANP SEARCH IT. RU70LFO AM7 HIS SUMIAEM' 717 NOT COME TO ) AFRICA TO SELL... PEACE! )------ ' luIoTT Hún leit bara sem snöggvast á ungu konuna I rúminu. Svo fór hún og lokaði hljóðlega á eftir sér. Hún vissi, að sjúklingur henn ar var I góðum höndum. Endir Þú veizt að Ururumennirnir eru friðsamir Tarzan vinur. Við neituðum byssunum sem ókunnu mennimir vildu að við beittum gegn hinni meinlausu Köngulóar þjóð en þegar vondir menn miða byssum sínum á okkur verðum við pnðsamir menn reiðir. Þeir áttu örlög sín skilið Miti vinur. Við verðum að fara I flýti til verzlunarstöðvar þcirrá og leita í henni. Rudolf og lið hans kom ekki til Afríku til þess að selja frið. VÍSIR I flytur daglnga m. a.: nýjustu fréttir í máli og myndum sérstakv efni fyrir unga fólkit íþróttafréttir myndsjá rabb um mannlífið, séð f spegilbroti bréf fr* lesendum stjömuspá myndasögur framhaldssögu þjóðmáiafréttir og greinar dagbók VÍSIR er ódýrasta dagblaðið til fastra kaupenda. — áskriftarsími I Reykjavlk er: 116 6 1 ABCRANES Afgreiðslu VISIS á Akranesi annast Ingvar Gunnarsson, sími 1753. - Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. AKUREYRI Afgreiðslu VISIS á Akureyri annast Jóhann Egilsson, sfmi 11840, Afgreiðslan skráir nýja kaupendur, og þangað ber at snúa sér, ef um kvartnir er að ræða. VÍSIR ASKRIFENDAÞJONUStA Áskriftar- Kvartana- síminn er 11661 virka daga kl. 9-20, nema laugardaga kl. 9-13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.