Vísir - 10.07.1965, Page 6

Vísir - 10.07.1965, Page 6
VERÐLAUNAGETRAUN III. GETRAUNIN ER UM LEID KYNNING Á BÍLUM OG TÍZKUFATNABI VOLVO AMAZON Sænska fyrirtækið AB VOLVO í Gautaborg hefur í áraraðir verið í hópi frægustu bílafram- leiðenda f Evrópu. Og VOLVO bílarnir hafa svo sannarlega ekki verið amaleg auglýsing fyrir sænskan iðnað eða Svía yfirleitt., beir hafa á hverjum tíma verið dæmigert vitni um vandvirkni og framsýni. Umboð fyrir VOLVO hér á landi hefur fyrirtækið Gunnar Ásgeirsson h.f., sem einnlg hefur mörg önnur sænsk umhoð á sinni könnu. GUNNAR ÁSGEIRSSON h.f. hefur nú i nokkur misseri starfað í nýjum og glæsilegum húsakynnum að S uðurlandsbraut 12, þar sem skrifstofur, verzlanir og þjónusta eru til húsa, allt á sama stað. VOLVO bílarnir eru nú orðnir margir hér á landi .innflutningur á þeim tók mikinn fjörkipp, þegar AMAZON gerðin kom á markaðinn og vakti verðskuldaða athygli. Annars eru VOLVO bilarnir af ýmsum gerðum og stærðum, 5 manna fólksbílar í tveim stærðarflokkum, „station“ bílar, sendi- ferðabílar, vöruflutningabíiar, fólksfiutningabilar (t.d. flestir strætisvagnar á landinu) og jafnvel fjallabílar. VOLVO AMAZON er stærri bíllinn af 5 manna fólksbílnum og einnig „station“ bílnum. Hann er með körfustólum a-ð framan og bak þeirra má stilla fyrir mjóhrygginn eftir þörfum með einu handtaki. Að aftan er bekkur fyrir 3, sem skipta má í tvennt með púða. Lengd bílsins er 175“, lengd milli hjóia er 102i/2”, breidd 63%”, hæð 59V4” og beygjuradius 34” eða 10,4 m. Bíllinn er á gormum bæði að framan >og aftan, kjálkahemlar eru að aftan en diskahemlar að framan, dekkja- stærð er 690x15. Vélin i „standard útgáfunni" er 75 hestöfl með 4.500 snúninga á mínútu. Benzín- eyðsla um 8 1. á 100 km. 4 hraðaskiptingar eru áfram og hraðaskipting á alla. Innrétting er öll mjög vönduð, öryggisbelti fylgja öilum bílum. Verð „standard útgáfunnar" er 241—244 þúsund kr., eftir þvi hvort um er að ræða 2ja eða 4ra dyra bíl. létta hollenzka terylene-dragt frá Xonersmann i Amsterdam, sem Bernharð Laxdal í Kjörgarði i hefur á boðstólum. Framsætin i VOLVO AMAZON eru gerð til þess að vera þægileg fyrir hvern þann, sem i þau sezt, sannkallaðir hvíldarstólar. En aftur- sætin eru vafalaust líka þægileg. Vitið þér af hvaða bilategund og hverrar þjóðar gerðin American er? Ef svo er, þá skrifið svarið og klippið þennan reit úr og geymið, þar til öll getraunin hefur birzt SVAR: NAFN og heimili sendanda 3. verölaun: Bernharð Laxdal Fatnaóur frá Bernharb Laxdal Kjörgarði Gunnar Asgeirsson h/f fyrir 5 þús. kr. eftir eigin vali Tízkuskóli Andreu ERUÐ ÞÉR FRÓfl UM BILA? Siðan er tekin upp hollenzk ullarkápa frá Berghaus í Amsterdam og að lokum enskur leðurjakki. Það er verzlun Bernharðs Laxdals í Kjörgarði og i Hafnarstræti 94 á Akureyri, sem selur þennan fatnað. Verzlunin í Kjörgarði hefur starfað þar, síðan hann var opnaður fyrir áramót 1 959—’60. En verzlunin á A'kureyri er eldri, hefur starfað síðan 1938. Þetta er því gróið fyrirtæki. Bernharð Laxdal selur eingöngu kvenfatnað, t.d. dragtir, kápur, hatta, slæðu r, hanzka og töskur, buxur, plls og staka jakka, ennfrem- ur kjóla i verzluninni á Akureyri.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.