Vísir - 10.07.1965, Qupperneq 9
V í S I R . Laugardagur 10. júlí 1965.
9
Biblíufélagið 150 ára
Andleg menning íslenzkrar
þjóðar hvílir á tveim meginstoð-
<im. Önnur þeirra er algerlega
innlend: hinn forni bókmennta-
arfur okkar. Hin er alþjóðleg,
en runnin þjóðinni í merg og bein;
nin sameiginlega menning sem
kristindómurinn hefir skapað með
vestrænum þjóðum. En kristileg
menning grundvallast vitanlega á
Biblíunni. Hvorug þessara megin-
stoða má með nokkru móti kikna
eða bresta. Við megum hvorugt
afrækja, fombókmenntir okkar né
Biblíuna. En nú í seinni tíð virð-
ist nokkur ástæða til að óttast að
hvorugu sé gefinn sá gaumur er
skyldi. Við megum því gá að okk-
ur ef vel á að fara.
Hér verður ekki rætt um forn-
bókmenntimar, og þó ekki fyrir
þá sök, að ekki kynni að vera
full ástæða til að gera svo. Ýmsa
mun reka minni til þess, að einn
af okkar vitmstu og einn af okkar
beztu mönnum, guðfræðingurinn,
menntafrömuðurinn og ættjarðar-
vinurinn síra Magnús Helgason,
skólastjóri, sagðist hafa skipt nem
endum sínum í tvo flokka: þá sem
lesið höfðu fornsögurnar og þá
sem ekki höfðu lesið þær. Ekki
var um að villast að fyrir honum
var síðari flokkurinn líka síðri
flokkurinn og voru þó sjálfsagt
jafn-góðir efniviðir í báðum. En
sfðastur manna mundi hann hafa
viljað að við afræktum Biblíuna,
enda var það hann sem ásamt Har-
aldi Níelssyni tók saman Barna-
biblíuflá, eina hina beztu bók er
nokkru sinni var lögð íslenzkum
ungmennum í hendur. Sú bók hef-
ir þó um langt skeið verið með
öllu ófáanleg og er látin óendur-
prentuð — hvað sem því kann að
valda. En er það ekki svo um ærið
margar beztu bækurnar? Jú, því
miður. Það er eins og að sí og æ
skorti okkur vökumenn. Sá skort-
ur er þó hörmulegur; því „ár og
síð ég er f voða“. Alla okkar ævi,
frá vöggu til grafar, eigum við
heima f borg umsetinni af óvin-
um — jafnt þjóðin sem einstakl-
ingurinn, Biblían er ekki mikið á
dagskrá nú um sinn — nema hvað
prestarnir sækja í hana texta til
að Ieggja út af í sínum fátíðu, fá-
sóttu og því fáheyrðu prédikunum.
Og ef hún er nefnd, eða til hennar
hugsað, þá mun hún oftast einfald-
lega vera trúbókin, guðsorðabók-
in. Vitaskuld er hún þetta — og
umfram aðrar bækur. En guðsorð
er svo margt og „guðspjöll eru
skrifuð enn“. Eða er það ekki
suðsorð sem við förum með þegar
við syngjum „Ó fögur er vor
fósturjörð" og „Þú vorgyðjan
svífur"? Jú, svo sannarlega, enda
bótt guð sé í hvorugu kvæðinu I
nsfndur. Auk þess að geyma
suðsorð (og er þó langt frá að
öll megi hún teljast guðsorð) er
Biblían mesta bókmenntaritið sem
til er á okkar tungu. Ef fólki væri
sert þetta ljóst, er lítill efi að það
fnundj lesa hana meira en það
gerir. Það er tjón hve þetta er
vanrækt.
Ef okkur er alvarlega annt um
menningu þjóðarinnar, eigum við
óaflátanlega að vinna að þvi. að
hún Iesi fornritin, sögurnar og
Eddurnar og að hún lesj Biblíuna
'7n þá verðum við líka að sjá fyr-
'r því. að hún eigi kost á öllu
^essu í handhægum og aðlaðandi
itgáfum. Það véfða nú á dögum
að vera þær bækur sem handhægt
«é að taká með sér í rúmið. Og
líka þægilegt að lesa. Nú þarf að
vera gott letur og gott prent á
þeim bókum sem lesast eiga.
Guðbrandsbiblía (1584) er eitt
af stóru kennileitunum í íslenzkri
bókaútgáfu. Líklega má segja að
hún sé þar stærsta kennileitið. En
enginn maður les hana framar og
tiltölulega fáir áttu þess nokkru
sinni kost. Viðlíka fáir voru þeir
sem lásu Þorláksbiblíu (1644) og
Steinsbiblíu (1728). Nokkru Heiri,
og þó of fáir, hinir, er lásu Vaj-
senhusbiblíu (1747). Lengst af
hafði þjóðin þannig harla lítil
bein kynni af Biblíunni. Þó var
þetta sú bók, er hún öldum saman
þráði að kynnast — þráði það svo
að þráin var beinlínis andlegt
hungur. Það. var ekki fyrr
en á miðjum öðrum áratug nltj-
ándu aldar að alþýðu manna hér
á landi gæfist þess kostur að
seðja þetta hungur sitt.
Þrír menn erlendir hafa íslenzkri
þjóð til mestra he'illa stigið hér
á land af skipsfjöl, og enginn
þeirra kom fyrr en á nítjándu öld.
Þeir voru Rasmus Rask (1813),
Ebenezer Henderson (1814), og
Thor Jensen (1878). Það er aðeins
Ebenezer Henderson sem við ger-
um að umtalsefni í dag — í því t'il
efni að hálf önnur öld er liðin frá
því, er hann stofnaði íslenzka Bib
líufélagið hérna í Reykjavík. En
skylt er að segja nokkur deil’i á
manninum sjálfum áður en nánar
er sagt frá þeim atburði.
Dr. Ebenezer Henderson var
skozkur maður, fæddur í Dunferm
line, skammt frá Edinborg, 17. nóv-
ember 1874, og var þann'ig á þrí
tugasta aldursári er hann kom
hingað. Foreldrar hans voru al-
múgafólk. Hann var afburðamaður
að allri atgjörvi, til sálar og lík-
ama, var t. d. gæddur þeim fá-
gæta eiginle'ika að hvert tungumál
nam hann nær ósjálfrátt að kalla
mátti, enda urðu þau bæði mörg
og fjarskyld málin sem hann lærði.
Svo mikill persónule'iki var hann
að allir virðast hafa lotið honum,
jafnt æðri sem lægri. Eftir að hafa
numið fyrst úrsmíði en síðan skó-
smíði las hann guðfræði og var
útgáfustarf var með albniklum ó-
hægindum. Þannig neyddist félag
ið til að sætta sig við mjðg léleg
an pappír í Biblfuna. Nýlega hefir
sézt að því vikið í átölutón, hve
slæmur pappfrinn er. En slfkt er
harla óv'iðurkvæmilegt. Félagið
átti um tvo kosti að velja: að
prenta ekki eða að prenta á þann
pappír sem það gat sargað út, hvað
sem gæðum leið. Tll allrar ham-
ingju kaus það þann kostinn. að
prenta. En vitanlega varð bókin
fyrir þetta endingarlítil, sérstak-
lega bjá þjóð sem svo fer illa
með bækur sem við höfum jafnan
gert, og góð eintök af þessari út-
gáfu eru nú næsta féséð. Þess'i
Biblfa var geysimikið Iesin. Þeir
menn hafa án alls efa rétt fyrir
sér sem segja að hún hafi vetið
meira lesin en nokkur önnur út-
gáfa Biblfunnar á íslenzku.
í júnfmánuði 1814 var Hender-
son sendur hingað til lands með
þessar bækur til þess að sjá um
dre'ifingu þeirra. Skyldi hann fara
um allt landið, og svo gerði hann
sumurin 1814 og 1815, en vetur-
setu hafði hann í Reykjavík. Hann
steig hér á land að kvöldi þess 17.
júlí, eftir rúmlega mánaðar sigl-
'ingu frá Kaupmannahöfn, en þang
að fór hann svo aftur 20. ágúst
1815.
Um ferð þessa alla og dvölina
hér ritaði hann hina frægu Ferða-
bók sína, eitt hið merkasta rit sem
um ísland hefur verið skr'ifað, og
líka eitt hið skemmtilegasta þvf
frásögnin er öll svo lifandi og svo
full af fróðleik. Hún kom út í
tve’im bindum í Edinborg 1818,
með myndum og uppdrætti af land
inu. í fslenzkri þýðingu var hún
gefin út í Reykjavík 1957, ásamt
sögu Biblíunnar á íslandi, en þá
sögu hafði Henderson skrifað sem
bókarauka, og lauk henni að sjálf
sögðu með Biblíunni frá 1813. í
fslenzku þýðingunni er sögunni
haldið áfram allt t'il ársins 1957.
Er sá viðauki eftir Magnús Má
Lárusson og hinn fróðlegasti.
Nærri má geta hvort það hafi
ekk'i þótt sögulegur viðburður á
þeim tfma er þetta erlenda glæsi-
menni ferðaðist um allar sveitir
finna innan íslenzkrar prestastéttar
Og svo var það jafnan í sögu kirkj
unnar, enda þótt löngum fyndust
þar bæðí magrir og mislitir sauðir
innan um. Hinir voru án efa miklu
fleiri sem héldu uppi heiðri stéttar-
’innar. Það var haft að gamanmáli
að Sigurður skólameistari Guð-
mundsson grennslaðist jafnan eft
ir því hjá nemendum sínum, hvort
þeir ættu til klerklegra forfeðra að
telja, en kannsk'i var þetta ekki
alveg út í bláinn.
í Olffl&S ot'jay 'lötí 1111911
Dr. Ebenezer Henderson.
En við erum hér að minnast
afmælis Biblíufélagsins; ekki að
segja ferðasögu Henderson. Vita-
skuld undirbjó hann á ferðum sín-
um stofnun félagsins, en frá henni
sjálfri segir hann á þessa leið:
„Á prestastefnu biskupsdæmis-
ins, sem haldin var í dómkirkjunni
10. júlí, flutti síra Árni Helgason
prédikun um þetta efni (þ.e. hlut-
verk Biblíufélags) og gerði þar
skörulega grein fyrir nytsemi
Bibliufélaga. Hann talaði sérstak-
lega af mikilli tilfinningu um hið
feiknaumfangsmikla starf, er
Stofnað 10. júll 1815
prestvígður til trúboðs á Indlandi.
En sökum Napóleonsstríðsins var
ekkj í þann mund unnt að komast
þangað beint frá Bretlandi. Fór
því Henderson t'il Danmerkur og
hugðist komast þaðan, því Danir
höfðu þá, eins og kunnugt er, all
mikiar siglingar til Austur-India.
Ekki lánað'ist þetta þó og settist
hann þá að í Kaupmannahöfn sem
prédikari og tók líka að starfa
þar á vegum Brezka og erlenda
Biblíufélagsins. Meðal annars ferð
aðist hann til Noregs og Svíþjóðar
og stofnaði Biblíufélög.
{ Kaupmannahöfn komst hann í
kynni við Islendinga, einkum Grím
Thorkelin leyndarskjalavörð, og
nam íslenzka tungu. Brezka og er
lenda Bíblíufélagið tók sér nú fyrir
hendur að láta prenta á sinn kosn
að í Kaupmannahöfn fyrst Nýja
testamentið (1807) og síðan Biblí
una alla (1813) á isienzku (30001
eintök af Nýja testamentinu og
5000 eintök af Biblíunni). Vann
Henderson að þessum útgáfum.
Það leiddi af ófriðnum að þetta
landsins, gaf sig jafnt að lágum
sem háum og talað'i við lands-
menn á þeirra eigin tungu fullur
af brennandi áhuga fyrir andlegri
og líkamlegri velferð þjóðarinn-
ar. f förinni 1814 norður og aust-
ur um land og svo hringinn sunn-
anlands til Reykjavíkur, hefur
hann vitaskuld komið flestum á ó-
vart og hver maður orðið að mæta
honum óundirbúinn. f för hans um
Vesturland, Borgarfjörð og Norð-
urland sumarið 1815 hefur þetta
verið með nokkrum öðrum hætti
og prestar þá haft ráðrúm til að
setja upp sunnudagsandlitið, énda
grunar okkur stundum við lestur
sögunnar að svo hafi þeir gert.
Um almúgann er það aftur á móti
jafnan ljóst að eins og fólkið átti
sér einskis ills von, svo átti það
heldur ekki von á þessum góða og
göfuga gesti Á ferðum sínum hitt.i
Henderson flesta presta og pró-
fasta landsins og ekki getur okkur
dulizt það, er við lesum frásögn-
ina af heimsókninni t'il þeirra, að
mikið mannval hefur þá verið að
Brezka og erlenda Bibliufélagið
ynni, og hve ákaflega vel starf-
semi þess hefði lánazt. Gaf hann
stutt yfirlit yfír það, hvað félagið
hefði gert fyrir fsland. Hann lauk
máli sínu með þvi að brýna presta-
stefnuna um að koma til samvinnu
við þetta dýrlega mélefni og
grípa nú tækifærið til þess að
koma á fót svipuðum félagsskap á
íslandi.
Eftir messu tók prestastefnan
að ræða sín venjulegu fundarefni,
og seinna um daginn kom hún
saman í biskupsstofunni, og þaðan
voru stiftprófastur (þ.e. síra Mark-
ús Magnússon í Görðum) og pró-
fasturinn í Odda (þ.e. Steingrímur
Jónsson, síðar biskup) sendir heim
til mín til þess að fylgja mér á
fundinn. Allir hörmuðu að biskup-
inn gat ekki verið viðstaddur, en
hann hafði veikzt kvöldið áður.
Auk þess að viðstaddir voru stift-
prófasturinn og prófastarnir i
Odda, Hruna (síra Torfi Jónsson)
og Reykholti (síra Eggert Guð-
1 mundsson), sýndu þeir fundinum
þann sóma að sækja hann ísleifur
Einarsson dómstjóri og Bjarni
Þorsteinsson (síðar amtmaður) full
trúi í fjármáladeildinni f Kaup-
mannahöfn. Eftir að ítarlega hafði
verið gerð grein fyrir hlutverki
Biblíufélags, og fjárstyrk frá
Brezka og erlenda Biblfufélaginu
lofað, samþykkti fundurinn f einu
hljóði að félag skyldi stofnað. En
eftir að málið hafði verið rætt,
þótti það bezt ráðið, sökum fjar-
vistar margra þeirra, er talið var
beinlínis nauðsynlegt að sam-
þykktu og styrktu félagið, að
nægjast með að setja það á
laggimar, en fresta til næstu
prestastefnu að leggja síðustu
hönd á skipulagningu þess. Sömu-
leiðis að semja ávarp til allrar
þjóðarinnar, er undirritað væri af
veraldlegum og kirkjulegitm stjórn
arvöldum, um að veita félaginu
liðsinni. Skyldi það ávarp sent út
um land allt fyrir næsta vetur“.
Þá tekur Henderson upp í enskri
þýðingu fundargerðina, og endur-
þýdd eftir þýðingu hans, er hún
þannig:
„Þann 10. júlí 1895 héldu undir-
ritaðir fund með sér f Reykjavík
f því skyni að stofna íslenzkt
Biblíufélag á sama grundvelli og
sams konar félög vfðsvegar um
heim. Var ákveðið að slfkt félag
skyldi stofnað, og skyldi hlutverk
þess vera það, að vama þess f
framtfðinni að skortur verði á
Biblíunni á íslenzku og að efla út-
breiðslu hennar í Iandinu eftir því
sem þörf krefur. En sökum fjar-
vistar nokkurra hinna helztu
manna f landinu, var talið nauð-
synlegt að fresta þvf til 9. júlí
1816 að setja félaginu lög. Þeir
menn, er f félagið gengu, fólu
biskupinum Geir Vídalfn, stiftpróf-
asti sfra Markúsi Magnússyni
dómkirkjupresti sfra Áma Helga-
syni, dómstjóra fsleifi Einarssyni,
yfirréttardómara Bjama Thoraren-
sen, og landfógeta Sigurði Thor-
grfmsen að stefna áhrifamönnum í
landinu til fundar áðursagðan dag,
til þess að setja félaginu lög og
taka frekari ákvarðanir um störf
þess“.
Síðan eru taldir fundarmenn, er
lofa fjárframlögum. Þeir eru nftj-
án, en loforðin nema alls 87 rfkis-
bankadölum. Það vekur athygli, að
hartnær' fjórðungi þess fjár lofar
hinn hálærði, gáfaði, fðilgóði, en
blásnauði biskup. Hann hefur 20
dali silfurverðs.
Bæði Biblían og Nýja testament-
ið, sem Brezka og erlenda Biblíu-
félagið hafði látið prenta og sendi
Henderson með hingað til lands,
voru ýmist gefin eða seld mjög
vægu verði. Og jafnskjótt og
brezka félagið fregnaði stofnun
Biblíufélags hér, veitti það þessu
fámenna og félitla dótturfélagi
sínu £300 styrk. Og raunar hefir
það alla tfð verið óþreytandi i
stuðningi sínum við íslenzka
Biblfufélagið.
Þá hefir stuttlega verið gerð
grein fyrir uppruna og stefnu elzta
félagsins, sem nú starfar á fslandi.
Sögu þess er að sjálfsögðu ekki
unnt að rekja hér. Það tók
snemma að láta vinna að endur-
skoðun á hinni íslenzku þýðingu
Biblíunnar og lét prenta hana !
Viðey 1841 og er Ólafur Stephen-
sen talinn kostnaðarmaðurinn
Síðan var hún endurprentuð i
Reykjavfk 1859 og er sú útgáfa
Framh. á bls. 7