Vísir - 10.07.1965, Síða 15

Vísir - 10.07.1965, Síða 15
VíSIR . Laugardagur 10. júlí 1965. 15 JENNIFER AMES: Mannrán °g ástir SAGA FRÁ BERLÍN Lindu var nú skapi næst að reka honum utanundir. Hún sagði við | sjálfa sig, að hann væri einmitt | að þeirri manngerð, sem hún hefði j andstyggð á, og það var blátt á- fram ósvífið af honum að láta það út úr sér, að fyrir henni lægi að eiga leiðinlega ævi, ef hún færi heim. Og allt í einu fannst henni að hún væri þreytt. Hún greiddi fyrir gosdrykkinn, reis á fætur og fór upp í herbergi sitt. Hún svaf ekki vært um nóttina. Henni fannst hún vera að dansa við David Holden á mjórri brú, sem sveiflaðist til í lausu lofti — og svo var hann allt í einu farinn að dansa við aðra. Og svo dreymdi hana herra Sell horfa brennheitu augnaráði beint í augu hennar og segja með ástríðuþunga: — Þú hittir mig bráðum aftur, Linda' Hún andvarpaði í svefninum og bylti sér á hina hliðina. 3. kapituli Linda fylgdi föður sínum alveg að leigubílnum daginn eftir, er hann var í þann veginn að aka af stað í heimsóknina til herra Sells. Hún lagði ósjálfrátt á minr.ið heimilisfangið, sem hann lét bíl stjóranum f té. Hún horfði áhyggiu fullum augum á eftir bílnum með an til hans sást, þótt hún segði við sjálfa sig, að það væri heimskulegt að ala þessar áhyggj ur sýknt og heilagt. Hún vissi, að faðir hennar mundi verða kominn aftur löngu áður en færi að skyggja. Hún komst að þeirri nið urstöðu, að bezt væri fyrir sig, að fara í búðir eða til hárgreiðslu- konu, til þess að henni fyndist ekki tíminn eins lengi að líða. Hún brosti með sjálfri sér og hugsaði á þá leið, að það myndi brátt fyrir allt hafa minni útgjöld í för með sér, að fara til hár- greiðslukonunnar. Hún tók þá á- kvörðun um, að fara f glæsilega hárgreiðslustofu í grennd við gisti húsið, og henni datt í hug, að láta greiða sér samkvæmt nýjustu Berlfnartízku svona til tilbreyting- ar. Og hár hennar var klippt og kembt og strokið og margar „upp setningar" reyndar en þegar öllu var lokið, var hárið greitt upp í hnakkanum og nokkrir lausir lokkar hafðir efst á enninu. Henni var dálítið skemmt af tilhugsuninni á leið í gistihúsið um það hvað faðir hennar myndi segja um þessa hárgreiðslu, því að kannski yrði hann kominn, og það myndi allar götur ekki dragast lengi, að hann kæmi. Hann var nú ekki kominn, svo að hún fór aftur •tjl herbeÉgii síns,’fór f bað og’ Hafðf fataskjpti til miðdegisverðar ,og svo fór hún aftur til herbergis föður sfns. Hún barði á dyrnar, tók svo f þær, en þær voru læstar, barði svo tvisvar eða þrisvar, yppti öxlum og hugsaði sem svo: „Það er svo sem auðvitað, hann hefir gleymt sér yfir þessum forngripum. Ég verð víst að horfast í augu við, að hann komi of seint til miðdegisverðar. Hún gekk niður f salinn til þess að bíða þar, skemmti sér við að geta sér til um af hvaða þjóðerni menn og konur væru, þar til hún allt í einu uppgötvaði, að miðdegis verðinum var um það bil að verða lokið. Líklega hafði faðir hennar neytt miðdegisverðar með herra Sell og gleymt að minnast á það við hana, að gera fáð fyrir þeim möguleika. Hún settist þvf að borði og neytti miðdegisverðar sfns og svo fór hún aftur inn i salinn og hélt áfram að bíða. Hetnni fannst tfminn aldrei ætla að líða. Og nú vaknaði óttinníhuga hennar magnaðri en fyrr. Hvað gat hafa tafið föður hennar svona fengi? Klukkan sló 9. Hún ieit oft á klukkuna — sá vísana nreyfast hægt — og bráðum var klukkan langt gengin 10. Hvers vegna kom faðir hennar ekki? Hann hafði ekki sagt neitt um að fara neitt annað en til herra Sell, en ekki gat hann þurft allt síðdegið og kvöldið líka til þess að líta á nokkur gömul glös. Og nú minntist hún þess, sem staðið hafði á lappanum, að hún ætti að reyna að koma í veg fyrir að faðir hennar færi til Pferdhof- strasse eða hefði nokkuð saman að sælda við fólkið, sem hann hafði kynnzt þar. Hafði þá verið alvara á bak við þetta? Var það þá ekki glettni, spaug, eins og faðir hennar hafði sagt? Og nú hvarf henni allt f einu allur efi — eitthvað hlaut að hafa komið fyrir föður hennar. Og eitt hvað varð að aðhafast og það taf arlaust. Hún flýtti sér upp, smeygði sér í ullarkápu, hljóp niður stigann og út, og var svo heppin að ná í leigubíl þegar. Það var ekki löng leið til bú- staðar herra Sells, en það kom henni óvænt, að hann átti heima í húsi við skuggalega götu sem var skammt frá Pferdhofstrasse. Eft- ir útliti hans að dæma hefði mátt ætla, að hann byggi f glæsilegu íbúðahverfi, en svo datt henni í hug, að erfitt myndi að fá íbúðir f Berlín og margir myndu verða að sætta sig við að búa í íbúðum í leiðinlegum, skuggalegum hverf um, þar til annað betra byðist. Samt jókst ótti hennar, þegar hún hringdi bjöllunni eftir að hafa veitt því athygli, að ekkert nafn skilti var á hurðinni. Kannski hafði hún heyrt skakkt og þetta var ekki hið rétta heimilisfang? Hún ætlaði að fara að snúa við, er dyrnar opnuðust og herra Sell kom sjálfur til dyra. Hann var undrandi á svip, er hann sá hana — Hann var hár og virðulegur og henni varð ljóst á svipstundu, að hún hafði aldrei séð virðulegri mann, kurteisari eða meira aðlaðandi. Og þegar þetta áliOLþehhar h&fði' skotið ! rót um á eiriu andartaki rétti hann hönd sína eins og öllu til áherzlu, brosti til hennar heillandi brosi og sagði: — Ungfrú Redfern, ef mér i skjátlast ekki? Dóttir prófessors- j ins? Afsakið að ég þekkti yður ekki rétt f svip, en kynni okkar | eru líka mjög skömm — við hitt j umst rétt sem snöggvast í íbúð i herra Lehmanns eins og þér mun • ið. En þetta kemur mér skemmti- l lega á óvænt, þótt ég geri mér i Ijóst, að þér komið ekki mín vegna i heldur til þess að útskýra fyrir mér ; hvers vegna faðir yðar kom ekki eins og okkur hafði talazt til. Hún náfölnaði og gat aðeins ; stunið upp: ; — Eigið þér við, að faðir minn | hafi alls ekki komið síðdegis í dag ; . . • en það hlýtur hann að hafa ! gert. Ég heyrði hann sjálfan segja ’ við bílstjórann að aka hingað. Þess ; vegna vissi ég heimilisfang yðar. Hann hristi höfuðið og virtist \ mjög hugsi. ; - Ég get rulvissað yður um, ! að hann kom ekki hingað, ung- ; frú Redfern. Ég beið hans klukku i stundum saman og loks sannfærð- i íst ég um að eitthvað hefði orðið. i þess valdandi, að hann kom ekki. j Hann þagnaði og brosti svo til 1 hennar. — Ég þekki vitanlega ekki föður yðar eins vel og þér, en er hann ekki einn af þeim, sem framkvæma tafarlaust það, sem þeim dettur í hug? Ef tii vill hefir hann komið við einhvers staðar til þess að líta á forngripi, og það tekið miklu lengi tíma, en hann hafði búizt við, eða eitthvað ruglazt í kollinum á honum, þeir eiga það til þessir hágáfuðu vfsindamenn. Verið nú ekki svo óttaslegnar, ungfrú Red fern, hann verður kominn heim í gistihúsið. er þér komið þangað aftur. En við skulum ekki standa héma lengur, má ég ekki bjóða yður inn andartak til þess að fá glas af vfni? Þegar hún opnaði munninn og ætlaði að mótmæla varð hann fyrri til — Nei, neitið mér ekki um þetta ég mundi líta á það sem móðgun við mig persónulega. Það mundi verka þannig á mig, að þér vær uð smeykar við að vera einar með mér, en ég get fullvissað yður um, að ég ér ekkert hættulegur. Gerið svo vel og gangið inn. Ég ætla að greiða fyrir bflinn. Við náum sjálfsagt fljótt f annan, er þér far ið heim. i Linda hikaði enn. Það var fjarri því að hana langaði til þess að fara þarna inn. Ekki var það þó vegna þess, að henni geðjaðist ekki að manninum, en hún var næstum smeyk við hið segulmagnaða að- dráttarafl hans, — Það réð þó úrslitum hve óttaslegin hún var um föður sinn, og þótt hún vildi komast sem fyrst heim í gistihús ið, ef hann væri kominn þar, þá gat hugsast að frekari kynni við herra Sell gætu orðið að liði, ef — ef faðir hennar væri ekki kom- inn, og hún orðið einhvers vísari um kynnj jfjjgur hennar;og þessa manns -L, ,og svo gat hún ekki neitað honu’m um að koma inn án þess að vera ókurteis. Og loks — hann var kominn út á götu til þess að greiða bílstjóranum fyrir ökuferðina áður en hún vissi af. Þegar hún var komin inn í stofuna gat hún ekki varizt því að hugsa, að þetta væri einkennileg íbúð fyrir slíkan mann sem herra Sell. Allt var frekar fornlegt og úr sér gengið og eins og enginn hlutur væri á sínum stað. Þarna hafði ekki verið tekið til hvað þá gert hreint f háa herrans tíð, en hann virtist hafa lesið f huga hennar, því að þegar hann kom inn hló hann og útskýrði þetta fyrir henni. — Þetta er ekki mín íbúð, sagði hann. Ég lánaði hana af vinum, sem eru fjarverandi, til þess að geta notað hana f viðlögum eftir hentugleikum. Ég bý nefnilega vanalega hjá foreldrum mínum í húsi þeirra skammt fyrir utan borgina. Ég hafði hér þetta safn Feneyjaglasa sem faðir yðar hafði fengið áhuga á. Og ég játa hrein skilnislega, að ég hafði í huga að selja þau, ef ég gæti fengið fyrir þau verð. sem mér líkaði. Menn hafa, eins og þér skiljið, nóg við peningana að gera á þessum tím um, ekki sfzt þeir, sem ekki eru í fastri stöðu . MOk BEMTOt NOJ K ME5SAGE iS COMIWSj IMFORVOU...FKOM 4 HEAPQUAKTERS! UKGENT CAPTURE TAR.ZAR AUV£H Einníg þetta kom henni óvænt. Það hafði ekki flögrað að henni, neitt annað en að þessi glæsilegi heimsmaður hlyti að vera velmeg- andi maður í kaupsýslustétt, eða vellríkur og gerði það sem hann lysti. VÍSIR flytur daglega m. a.: — nýjustu fréttir í máli og myndum — sérstak. efni fyrir unga fólki — íþr — myn — rabb Uu: mannlífið, séð í spegilbroti — bréf frA lesendum — stjömuspá — myndasögur ,_i — framhaldssögu ’FJjb — þjóðmálafréttir — dagbók og greinar m.. tsm VÍSIR er ódýrasta dagblaðið ^ til fastra kaupenda. I( — áskriftarsímí í Reykjavík er: 116 6 1 AKRANE$ Afgreiðslu VISIS á Akranesi annast Ingvar Gunnarsson, sími 1753. - Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber aö snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. AKUREYRI Afgreiðslu VISIS á Akureyri1 annast Jóhann Egilsson, simi 11840 - Afgreiðslan skráir nýja kaupendur, og þangað ber at snúa sér, ef um' kvartnii er að ræða. Loksins sé ég þennan Tarzan eins og mig langaði til í gegnum sterkan miðunarkíki á fflabyss- unm Þetta er vissulega dagur, sem foringi okkar mun halda upp á. Fjandinn hafi hann, Benito. Við látum hann sem æti handa krókódílunum í ánni, engan mun gruna hvað kom fyrir hann, Nei, Beni’to, það komu skilaboð frá aðalstöðvunum. Það er árfðandi að við tökum Tarzan l’ifandi. VÍSIR ASKRIFENDAÞJONUSTA Áskriftar- Kvartana- síminn er 1661 virka daga kl. 9-20, oema > laugardaga ki. 9—13. |

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.