Vísir - 21.07.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 21.07.1965, Blaðsíða 5
VI SIR . Miðvlkudagur 21. júlí 1965. 5 utlönd í morgun utl ön K morg-un útlönd í racraun utlönd í mopgun VÆNLEGRIHORFUR’ AD &USKA STJÓRNIN HALDI VELU Seinustu fréttir frá Grikk- landi herma, að stjóm Athana- siades Novas kunni að halda velli, en hann biður um traust þingsins, sennilega í næstu viku. Sex ráðherrar til viðbótar unnu embsettiseiða sína í gær og er stjómarmynduninni þar með tal ið lokið og eiga sæti í henni hálfu færri þingmenn en í stjóm Pappandreu. Það var í rauninni ekki fyrr en kunnugt varð um val ráðherranna 6, sem nú hafa tekið sæti í stjóminni, sem menn fóru að styrkjast í þeirri trú, að forsætisráðherr ann kynni að halda velli, þrátt fyrir almenningshylli þá, sem Pappandreu nýtur, en það er talið hafa haft miður góð áhrif á suma stuðningsmenn hans, hve kommúnistar höfðu sig mik ið í frammi, er hann kom til Aþenu í vikunni og var hylltur af „hundruðum þúsunda", eins og sagt var í fréttum. Þá er það talið hafa spillt mjög fyrir Papp andreu, er það vitnaðist að upp lýsingaþjónustan eða 4 menn í henni, sem stóðu beint undir hans stjóm höfðu stundað síma hleranir, og einkum hlustað eft ir tali stjómmálaleiðtoga. Þeir era báðir i sama flokki Pappandreu, sem nú er orðinn 77 ára, og Athanasiades Novas og í gærkvöldi var talið, að af 170 þingmönnum flokksins hefðu um 100 ekki verið bún- ir að taka afstöðu, en í morgun taldi Brezka útvarpið aðstöðu Novasar hafa styrkzt frá í gær. Anathiades-Novas forsætisráðherra. Staðgengill Nkrumah / Moskvu á leið til Hmoi KWESI ARMAN, fuUtrúi Ghana i London, var í morgun kominn til Moskvu á leið sinni til Hanoi. Brezka útvarpið segir, að talið sé að hann fari í stað Nkramha forseta Ghana, en Ho, Chi Minh bauð honum nýlega að koma í opin bera heimsókn til Norður-Vietnam,, — en hann tók fram, að honum væri ekki boðið sem nefndarmanni í Friðamefnd samveldisins. Þess era talin sjást nokkur merki að áfram verði reynt að koma þvi til leiðar, að samkomulagsumleit- anir verði hafnar um Vietnam. — Kína og Norður-Vietnam kunni að Bátur óskast Pfj m Kf Skekta eða lítll bátur óskast til kaups. Sími 18454. Jeppakerra óskast Jeppakerra óskast til kaups. Sími 18454. • JARÐÝTA Jarðýta laus 18 tonna. Vanti þig að láta vinna. Sími 16337 og 38617 á kvöldin. MULTI MINOR RAFMAGNSMÆLAR fyrirliggjandi Garðar Gíslason h.f. Bifreiðaverzlun fallast á það, svo fremi að Bretar hafi ekki forastuna. Robert McNamara landvarnaráð herra Bandaríkjanna er nú á heim leið frá Suður-Vietnam. Fyrir burt förina vildi hann ekkert um það segja, hvort hann legði til við Johnson forseta, er heim kæmi að Iið Bandaríkjanna í S.V. yrði aukið. Undangengna 3 daga hafa Viet- congliðar gert árásir daglega á flug völl nálægt Saigon, en þeim var öllum hrandið. ► Stuðnlngsmenn Pappandreu fyrrverandi forsætisráðherra á GrikkL sem nú er 77 ára efndu til nýs mótmælafundar í gær honum til stuðnings, að þessu, sinni á Krít. — Pappandreu kveðst vera viss um, að verða kominn aftur í forsætisráðherra stólinn bráðlega ,en bingið verð ur að samþykkja traust til Nov asar fyrir 1. ágúst, eigi hann að halda völdum. Bandariskur blökkumaður, sem varð fyrir skotárás í Suður ríkjum Bandaríkjanna fyrir 4 dögum er iátinn i sjúkrahúsi. Heitið er 20,000 doilurum fyrir upplýsingar sem leiða til þess að árásarmaðurinn náist. LÍFLÁTSHEGNINCAR AF NUMDAR Á BRETLANDI Það má telja fullyíst, að lífláts- hegningar verði afnumdar í Bret- Iandi og lögin um afnámið taki gildi í október. Frumvarp Sidney Silvermanns um afnám henginga, sem neðri málstofan afgreiddi nýlega til lá varðadeildarinnar, var samþykkt I henni í gærkvöld'i við aðra um- ræðu með 100 atkvæða mun, en áð ur fyrr, er frumvarp um afnám var fyrir lávarðadeildinni, var það fellt með miklum atkvæðamun og sýnir einkum atkvæðagreiðslan í þessari deild hve mikil breyting hefur orðið á afstöðu manna til málsins á undangengnum árum. Marz — Framh. af bls. 7. hefjast. Enn vora vísindamenn- imir eins og milli vonar og ótta En betur rættist úr þessu en á horfðist. Það.kom síðar í ljós, að öll tæki Mariners 4 höfðu verkað eins og þau áttu að verka og allt var í himnalagi. Þegar ljósmyndatökunni var lokið stanzaði bandið, snerist aftur á bak og hóf sjónvarps- sendingu til jarðar á fyrstu myndinni alveg eins og það átti að gera. Dr. William Pick- ering yfirmaður rannsóknar- stöðvarinnar í Pasadena sagði að þar með hefði þungu fargi verið af sér létt. Það hefði verið óskemmtilegt ef þetta 6 milljarða króna fyrirtæki hefði allt rannið út í sandinn hjá honum. Fjrátt fyrir það segja ljós- myndirnar sem náðust litla sem enga sögu. Hitt er í raun- innj merkilegra sem ýmis mæli tæki í Mariner 4 sendu frá sér. Það hefur t.d. vakið furðu,’ að mælitæki sýna, að ekkert segul svið fylgir Marz. Þetta höfðu menn tæplega getað ímyndað sér og ályktunin af þv£ er ein- föld, það er mjög lítið eða ekk- ert jám í Marz. Vísindamenn fást varla til að trúa þessu svo undarlegt er það. Minnast menn þess 1 því sambandi að mikið er af járni f loftsteinum sem falla til jarðar. Erfitt væri fyrir mannlegar verar á Marz að skapa þar menningarþjóð- félag án jáms og hætt er við að styrjaldir ef þær viðgang- ast þar séu æði framstæðar ef járnið vantar. Aðrar upplýsing ar, sem mælitækin senda frá Marz benda til þess, að and- rúmsloftið þar sé æði lítið og þunnt. Mælingarnar sýna að þéttleiki þess sé aðeins 1/20 af þéttleika andrúmsloftsins á jörð inni. Og það er á þessari stað- reynd ,sem vísindamenn telja nú orðið mjög ólíklegt, að nokk uð líf, eða nokkuð verulegt líf sé á Marz. Tjetta eru merkilegustu upp- lýsingar sem fengizt hafa úr þessari ferð Mariners 4. En þær valda mönnum vonbrigð- um. Áður töldu vfsindamenn líklegt að líf leyndist á Marz. Hún var talin sú reikistjarnan önnur en jörðin þar sem lífs- skilyrði væru einna bezt. Ven- us sem er nær sólu en jörðin hefur verið talin alltof heit, en ytri reikistjömumar svo sem Jupiter og Saturnus hafa verið taldir alltof kaldir. Þeir era miklu fjær sólu en bæði jörðin og Marz og þar ríkir eilífðar frost. -pn sé nú ekki neitt líf á Marz ■®"< þá er hætt við að Jörðin sé eina reikistjarnan í þessu sólkerfi þar sem líf leynist. Þá verðum við aftur að fara að trúa á frásagnir Gamla testa- mentisins að jörðin sé hinn guðs útvaldi hnöttur sem hafi Iifandi verur skríðandi í dölum og sléttum sínum. Það væri á- fall fyrir vísindin. Hins vegar gefur það vissar vonir um að mannkyn þessarar jarðar geti átt allt þetta sólkerfi fyrir sig. Þá verður enginn vandi að fara og nema land á hinum reiki- stjömunum. Fyrstu landnemam ir koma að ónumdu landii sem þeir geta þá ræktað með öllum þáttum jarðneskra lífvera, gerl um, þörungum, mosum, svepp ur, sniglum, ánamöðkum, mink um og mönnum. Það verður eins og að byggja upp örkina hans Nóa taka að sér tvö dýr sitt af hvoru kyni. Og svo boð- orðið lítið breytt. Farið og yrkið og uppfyllið Marz.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.