Vísir - 21.07.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 21.07.1965, Blaðsíða 8
Otgefandi: BlaðaGtgáfan VISIK Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjöri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn O. Thorarenser Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr á mánuði í lausasölu 7 kr eint. — Sími 11660 (5 llnur) Prentsmiðja Visis - Edda h.f Flókin vandamál þjóðviljanum verður tíðrætt um átökin í Vietnam. Hann helgar þeim öðru hvoru forustugrein og birtir af þeim margar fréttir, hvort tveggja samið af mikilli hlutdrægni og í áróðursskyni. Vandamál hinna van- þróuðu þjóða eru víðtæk og flókin og mörg þeirra þess eðlis, að þau eru okkur íslendingum algerlega framandi. Fréttum af atburðum þar sem deilur og átök eiga sér stað er oft varlega trúandi. Þær eru tíðum hlutdrægar, hvor aðilinn um sig reynir að fegra sínar gerðir og sinn málstað. Hið sanna er, að margar hinna vanþróuðu þjóða, sem hafa verið að fá sjálfstæði síðustu árfti, eru ekki færar um að stjórna sér sjálfar, enn sem komið er. Þær eiga fæstar nægilega reynda stjómmálamenn, og því verða stjórnir þeirra að meira eða minna leyti leiksoppar utan að komandi afla. Kjör almennings eru hörmuleg, jafnvel meiri hlutinn sveltur sums staðar, og þar sem svo er ástatt, er auðvelt að æsa til óeirða. Fólkið hugsar sem svo, að ástandið geti ekki versnað og hver breyting sé því líkleg til batn- aðar. Þarna sjá kommúnistar sér auðvitað leik á borði. Þeir reka þar áróður sinn, lofa fólkinu gulli og grænum skógum, en því miður er tilgangurinn fyrst og fremst sá, að nota það sem verkfæri í valda- baráttu kommúnista til he'msyfirráða. Fæst af þessu fólki hefur hugmynd um, hvað kommúnismi er, en erindrekar kommúnista á meðal þess vita það þeim mun betur, og nota sér fáfræði þess út í æsar. Þjóðviljinn hlýtur að vita það, að hugsjóna- stríð er háð í heiminum milli lýðræðis og kommún- isma. Það er öllum ljóst, sem nokkuð vilja vita, að Rauða Kína ætlar sér að ná algerum yfirráðum í Viet- nam, og síðan allri Suðaustur-Asíu og jafnvel Ind- landi. Þetta geta ekki forvígisþjóðir frelsis og lýð- ræðis í heiminum látið afskiptalaust, og þess vegna þarf engan að undra þótt til átaka hafi komið. SóÖaskapur ferðafólks JTyrir nokkru var um það rætt í forustugrein Alþýðu- blaðsins, hve sóðalegt væri víða á stöðum við þjóð- veginn og víðar þar sem ferðafólk hefur áð. Er full ástæða til að fleiri blöð víti þennan sóðaskap. Það er sannarlega löngu kominn tími til að íslendingar leggi hann niður, ef þeir vilja heita menningarþjóð. Bréfarusl, matarleyfar, pappaöskjur, dósir og tómar flöskur, oft brotnar, liggja eins og hráviður á mörgum þessum stöðum. Slík umgengni er þjóðar- skömm, og blöðin ættu að hafa samstöðu um að víta hana oft og rækilega, og útvarpið mætti gera það líka. V í S 1 R . Miðvikudagur 21. juii I»„5. Sóð inn Álftafjörð Súðavfk á ströndinni andspænis, yfir gnæfir fjallið Kofri. VESTFIRZKUR ATHAFNA MAÐUR ÁTTRÆÐUR Grímur Jónsson frá Súðavík mikill athafnamaður við ísa- fjarðardjúp i marga áratugi varð áttræður 5. apríl s.l. í Súðavík hafði hann lengi verið máttarstólpi sveitarfélagsins, bóndi, útgerðarmaður, kaupmað ur, í stuttu máli sagt, driffjöð- ur allra bjargræðisvega þar. En Grímur var aldrei nýmóð ins forstjóri í lúxusbíl og lúxus villu, með skrifstofu og einka ritara. Löngum stóð hann f slorinu við hlið verkamanna sinna, þegar vel aflaðist. Skrift imar varð hann að annast í hjá verkum, þegar aðrir nutu verð skuldaðrar hvíldar. Þó mun Grímur aldrei hafa átt svo ann ríkt, að hann gæfi sér ekki tóm til að fagna gestum, enda var honum samtaka um alla rausn og höfðingsskap hin ágæta kona hans, Þuríður Magnúsdótt ir, sem jafnan studdi allt, er til heilla horfði heimili þeirra og byggðarlagi. Grímur er fæddur 5. apríl 1885 að Bæ í Kaldramaneshr., Strandasýslu. Voru foreldrar hans Jón Valgeir bóndi þar Her mannsson og kona hans Guð rún Jóhannesdóttir frá Dranga vík. Tilviljun ein mun hafa ráð ið því að þau hjón settust að í Súðavík. Höfðu þau tekið sig upp af Ströndum með þeim á- setningi að flytja til Ameríku um 1890. En hér sannaðist hið fomkveðna, að eigi má sköpun renna. Jón Valgeir vildi eigi fara svo af landi brott, að hann hefði ekki kvatt vinafólk sitt í Æðey, Guðmund stórbónda þar Rósinkarsson og konu hans Guðrúnu Jónsdóttur. En þegar halda skyldi frá Æðey, var kom ið ófært veður. Urðu þessi at- vik þess valdandi, að Jón Val- geir missti af Ameríkufarinu. Var hann næstu tvö árin bú- settur á ísafirði, unz hann flutt ist til Súðavíkur, á heimajörð- ina, hið foma höfuðból, og rak þar síðan útveg og búskap lengi við góðan orðstír. Grímur sonur þeirra fór ung ur í Möðruvallaskóla og braut skfáðist þaðan árið 1902. Síðan fór han- i Verzlunarskóla ís- lands, sem stofnsettur var 1905 og var þá tveggja ára skóli. Brautskráðist Grímur úr Verzl- unarskólanum árið 1907. Er hann því einn í hópi þeirra tíu nemenda, sem fyrstir braut- skráðust úr þeim skóla. Upp frá því má segja, að Grímur háfi nær óslitið helgað átthögum sínum starfskrafta sína, fyrst í nokkur ár við verzlunarstörf £ Bolungarvík og Hnífsdal, en frá 1913 í Súða- vík. Og þar var enginn lið- léttingur á ferð, „betri voru Grímur Jónsson frá Súðavík handtök hans / heldur en flestra tveggja", eins og skáld- ið sagði. Þrek og áræði alda- mótaskynslóðarinnar hafði hann þegið í vöggugjöf. En menntun hans og forystuhæfi- leikar skipuðu honum í sveit hinna ágætu manna, sem á fyrstu áratugum aldarinnar voru með dugnaði sínum að leggja grundvöll að þeirri at- vinnuþróun, sem vér nú njót- um góðs af. Við ótrúlega erfið- leika var að etja, fjárskort, van þekkingu og íhaldssemi. En þrátt fyrir allt var mikið í fólkið spunnið. Eimdi enn eftir af hinum forna þrótti, ekki sízt hjá sægörpunum við Djúp og víðar á Vestfjörðum. Vonir glæddust. Menn sáu rofa fyrir nýjum degi, þegar vélbátar tóku að leysa árabátana af hólmi. Tækni hins nýja tíma lagði mönnum til aflmiklar vél- ar í baráttu þeirra við Ægi. Þeir voru ekki lengur ber- skjaldaðir í átökum sínum við óblíða náttúru. Afkastamikil atvinnutæki margfölduðu framleiðsluna. Þessi þróun er öllum svo kunn, að óþarfi er að rekja hana. Hitt vill oft gleymast, að hún var að verulegu leyti bor- in fram til sigurs af fáum for- ystumönnum. Enginn kunnugur mun mæla því í gegn, að Grím- ur Jónsson frá Súðavík hafi í sínu byggðarlagi verið einn þessara ótrauðu brautryðjenda. í forystuhlutverki sínu hefur honum vafalaust verið það styrkur, að hann er maður gjörvilegur, hávaxinn, þrekinn, mikill að yfirbragði og vallar- sýn. Súðavík og hagur fólksins þar hafa jafnan verið Grími hug- leikin málefni og það engu síður eftir að hann heilsu sinnar vegna varð að draga sig í hlé og flytja til Reykjavíkur. Atvinna, aflabrögð og árferðir í Álftafirði hafa verið honum rík í huga. Þau hjón, Grímur Jónsson og Þuríður Magnúsdóttir, hafa oft minnzt síns forna byggðar- lags, kirkjunnar og sveitunga sinna með höfðinglegum gjöf- um, enda aldrei legið á liði sínu, ef gott málefni þurfti stuðnings við. Kona Gríms, frú Þuríður Magnúsdóttir, komin af kjarn- góðum sunnlenzkum ættum. dóttir Magnúsar Símonarsonar í Þorlákshöfn. Er frú Þuríður hinn mesti kvenskörungur, sem sópað hefur að hvar sem hún hefur komið við sögu. Hefur myndarskapur hennar innan- stokks að öllu leyti verið sam- boðinn framtaki bónda hennar út á við. En gestrisni þeirra hjóna beggja og hjálpfýsi hafa margir notið. Þess munu nú allir góðir menn minnast með virðingu og þökk. Þeim hjónum varð eins sonar auðið Jir það Magnús skipstjóri Grímsson, sem fetað hefur i fótspor feðra sinna og helgað sig útveg og fiskveiðum. Allir hinir fjölmörgu vinir þeirra heiðurshjóna Þuríðar og Gríms Jónssonar frá Súða- vík munu við þessi merku tfma- .nót óska þeim heilla og bless- unar um leið og þeir þakka þeirra miklu rausn og mann- dómsbrag. Fjölvar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.