Vísir - 24.07.1965, Blaðsíða 5
VI S IR . LTýjardaginn 24. júlí 1965.
5
utlönd í morpum útlönd í morgjm
útl
morsiui
utlönd í mormm
Henry Cabot Lodge, Rabert McNamara og Wheeler hershöfðingi.
Bandaríkm verða að stór-
auka her sinn í S- Víetnam
Baráftukjarkur hers Suður-Víefnam sagður lomaður
Þegar þeir komu aftur til
Washington að lokinni förinni
til Suður-Vietnam voru þeir
alvarlegir á svip leiðtogamir,
sem myndin er af, þeir Henry
Cabot Lodge, sem tekur við af
Maxwell Taylor, í Saigon, Ro-
bert McNamara’ landvamaráð-
herra, og Wheeler hershöfðingi,
yfirmaður bandaríska herfor-
ingjaráðsins. Og það var enginn
furða, því að horfumar era allt
annað en glæsilegar.
Þrátt fyrir stöðugar loftárásir
á samgönguleiðir f Norður-
Vietnam, birgðaskemmur her-
mannaskála, streyma sjálf-
boðaliðar stöðugt frá N.Viet-
nam suður á bóginn, eða fluttir
sjóleiðis í smábátum að næt-
urlagi, og mikill hluti Suður-
Vietnam er á valdi Vietcong og
þeirra, sem þá styðja. Stjómar-
herinn í Suður-Vletnam er all-
stór 500,000 manns, en sið-
ferðisstyrkur hermanna er ekki
upp á marga fiska, eins og nú
er komið. Bandaríkin hafa þeg-
ar tvöfaldað herafla sinn á
skömmum tíma f landinu, og
hafa nú 80,000 manna her, og
það er talið opinbert leyndar-
mál í Washington, að það verði
að auka þetta lið að miklum
mun.
Vietcong ræður samkvæmt
bandarískum heimildum yfir
165.000 manna liði, en reyndir
hermenn í skærahemaði halda
því fram, að þar sem vel hagar
til fyrir skæruhemaði þurfi að
minnsta kosti 20 hermenn móti
hverjum skæraliða.
Framh. á bls. 6.
Léleg sfldveiði Norð-
monno við íslnnd.
í NTB-frétt í gær frá Álasundi r hektolítrum, en á sama tíma í fyrra
segir, að síldveiði Norðmanna við
Island í sumar hafi verið einhver
hin lélegasta um margra ára bil.
Skreið út um glugga með eitt
dýrasta málverk heimsins
nam hann 350.000 hl.
Orsökin er í fyrsta lagi lítil þátt
taka í síldveiðunum, aðeins y5 liluti
m.,, . ____ lonooo flotans í fyrra er nú með, í öðru
J_____________________________lagi eru veðurskilyrði ekki talm
| hafa verið hagstæð. Loks, að síld-
' veiðamar hafi nú staðið mánuð, og
j geti enn glæðzt, en þó frekar litlar
j horfur á því, þótt síðustu dægur
j hafi afli glæðzt dálftið, og eitt
j síldveiðiskip sé á leið til Noregs af
miðunum með 3300 hl.
1 maí sfðastliðnum fannst í
farangursgeymslu í Birmingham
eitt frægasta málverk heims, en
því hafði verið stolið fyrir 4 árum
— úr National Gallery (málverka-
safni rfkisins) í London, en þar
var nýbúið að koma þvf fyrir. Mál-
verkið var af hertoganum af
Wellington málað af einum fræg-
asta málara heims — Goya 1812.
Það var hinn 21. ágúst 1061 að
morgni, sem allt í einu kom í
ljós, að málve'rkið sem rfkið hafði
keypt fyrir yfir 18 milljónir króna,
var horfið. Þjófurinn hafði falið
sig í snyrtiherbergi og er allir
voru farnir úr safninu og búið að
loka tekið málverkið og skriðið
með það út um glugga.
Og mikið var leitað, en það er
ekki fyrr en Daily Mirror fær
nafnlaust bréf um hvar málverkið
sé að finna. Og svo gerist það, að
Kempton nokkur Bunton fer inn
í lögreglustöð í West End í Lond-
on og kveðst geta gefið upplýsing-
ar um þjófinn. Hann var yfir-
heyrður í 20 klst. og svo var mál-
ið tekið fyrir í rétti i London
fyrir nokkrum dögum. Bunton er
bílstjóri að atvinnu.
Hertoginn af Wellington.
-fc Avereill Harriman sérlegur
sendiherra L. B. J. Bandaríkja
forseta er nú í Bonn til stjórn
málalegra viðræðna. Hann sagði
í gær, að Bandaríkjastjórn og
Sovétstjórnin vildu vinna gegn
því, að fleiri þjóðir fengju yfir
ráð kjamorkuvopna, en greindi
á um leiðimar. Afvopnunarráð-
stefnan kemur saman f Genf á
þriðjudaginn kemur og verða
þá bomar fram tillögur í þessu
efni m. a. frá Bretum.
'k Tilkynnt er í London að
Elisabet drottning og maður
hennar Filippur hert. hafi þeglð
boð um að koma í opinbera heim
sókn til Belgíu í mai á næsta
ári. Yrði það þá í fyrsta sinn
á 40 árum sem rikjandi þjóð-
höfðingi á Bretlandi fer í opin
bera heimsókn þangað.
★ Ctför Sotriosar Petrouiias,
unga stúdentsins, sem drepinn
var í götuóeirðum f Aþenu fyrr
í vikunni, fór fram f fyrradag.
— 7-8000 manns söfnuðust
saman fyrir utan heimili hans
hljóðlátlega og dreifði mann
fjöldinn sér síðan friðsamlega.
ic Cm alit Finnland, að und-
anteknu Lapplands-léni, eru
gengnar í gildi sérstakar ráð-
stafanir vegna ikviknunar-
hættu af völdum langvarandi
þurrka og vatnsskorts.
Aðfara nótt föstudags var
kveikt í 3 olíugeymum f Libyu,
og voru þeir i eigu Esso-olíu-
félagsins. Hermdarverkamenn
munu hafa kveikt í þeim.
•Ar Novas forsætisráðherra
flutti ræðu sama dag og sagði
að mikill meiri hluti þjóðarinn-
ar elskar konung sinn og virti
og þjóðlegri einingu mest ör-
yggi í, að hann væri áfram við
völd. Hann kvaðst vongóður
um að halda velli á þingi f
næstu viku, er hann fer fram
á traust þings'ins.
-ár Aukakosning hefir farið
fram í Hove á Englandi og hélt
íhaldsflokkurinn þingsætinu og
fékk 62% atkvæða (68,4% í
þingkosningum sl. haust).
★ Bandarísk sprengjuflugvél
var skotin niður á fimmtudag
f Dinh-héraði um 410 km. norð
austur af Saigon.
if Skoðunakönnun í Frakk-
landi hefur leitt í ljós, að 54-
64 af hverjum hundrað Frökk-
um vilja De Gaulle áfram sem
forseta.
úr Ólöglegt verkfall póst-
manna í Kanada hefur breiðzt
út til 20 borga víðsvegar um
land.