Vísir - 24.07.1965, Page 16

Vísir - 24.07.1965, Page 16
Langardagur 2í. ]uli r !'sliiiiilllllllllil Yzt á nesinu sólþurrku þeir sultfísk Saltfiskur breiddur til þerris f sólskininu á Seltjamamesi. Sólskinið, hlýindin og góða veðrið kom í góðar þarfir. Allir sem vettlingi gátu valdið og ekki vom bundnir við störf f húsum inni fóm út í sólina til að fá sér sóibað. En veðrið var notað til fleira en sólbaðs. Yzt á Seltjarnarnesi er lítill fiskverkunarstöð, sem kallast Pórir h.f. Þegar ljósmyndara Vísis bar þar að, var starfs- fólkið í óða önn að notfæra sér góða veðrið með því að breiða saltfisk út til þerris upp á gamla , mátann og sólþurrka hann. Það er liðin tíð hér í Reykja- vík, þegar saltfiskreitirnir náðu yfir stór og víðáttumikil svæði þar sem þá voru úthverfi bæj- arins inni á Kirkjusandi, uppi við Háteig og á Melunum. Enn má þó sjá leifar stakkstæðanna iíSvo sem á holtinu rétt fyrir norðan hina nýrisnu Háteigs- kirkju. Nú er lítið um það, að salt- fiskur sé sólþurrkaður. Megnið af fiskinum fer nú í annað svo sem frystingu og svo er farið að þurrka fiskinn í húsum inni. Unglingar störfuðu að þvf að breiða fiskinn út, nú er ekki lengur notuð venjuleg grjót- hleðsla fyrir stakkstæði heldur er fiskinum raðað á grindur. Stúlkurnar tvær sem sjást á myndinni heita Vilborg og Framh. á bls. 6. Jakoh Jakobsson bendir d að mikil síld er þar í sjónum og vonar að hún gefi góðan afla þegar líður á sumarið Enn einu sinni em allir orðn- ir gáttaðir á þeim furðufiski síldinni og skilja hvorki upp né niður í henni. Júlímánuði er að verða lokið, engin síld hefur sézt f allt sumar norðan land og síðustu daga veiðist sama og engin síld fyrir austan. í stað þess er síld mokáð upp við Suðurlandið, auðvitað á þeim eina stað, þar sem verk- fall stendur, svo er hún flutt til Faxaflóa þar sem vinnuafl skort ir, en verksmiðjumar á Austur landi að verða síldarlausar. Rúsínan á pylsuendanum á þessu er svo að íslenzk síldar- skip em farin að streyma út til að veiða síld suður undir Skot- landi. Menn vita varla hvað úr þessu verður, aðeins búið að salta um 60 þús. tunnur upp í Ný þyrla í september Andri Heiðberg, kafari, mun fá í septembermánuði nýja þyrlu af Brantley 305 gerð frá Bandaríkj- unum. Þyrlan er með tvöföldum stýrisútbúnaði, tekur fimm manns í sæti og er fyrst og fremst ætluð til aðstoðar við köfun, en mun einnig notuð til leiguflugs. Flug- hraði hennar er 120 mílur á klukku stund og verður hún að öllum lík- indum staðsett í Hafnarfirði. Þyrl- an átti upphaflega að koma fyrr, en vegna mikilla anna hjá verk- smiðjunni verður hún ekki tilbúin fyrr en 1 haust. meira en 300 þús. sem búið er að selja fyrirfram. Til þess að reyna að fá ein- hverjar reiður á þetta átti Vís- ir í gær stutt samtal við Jakob Jakobsson fiskifræðing, sem nú var staddur hér í bænum í stuttri ferð heim til sín og bað hann um einhverjar skýringar á háttalagi sildarinnar og hvað væri hægt að gera sér vonir um. — Það er ekki gott ástandið núna, sagði Jakob, en ég býst við að þetta lagist í ágúst og sérstaklega í september. Norski sildarstofninn er í sjónum austur af íslandi. Og það er mjög stór stofn. Hann hefur bara ekki komið á miðin og ekki safnazt í torfur, en ég geri mér vonir um að það lagist. Það gæti orðið skyndileg breyt ing á þessu og þá farið að veið- ast mikið af sild. Jakob kvaðst að vísu eiga mjög erfitt með að spá alveg á- kveðið um þetta. Aðstæðumar í sjónum væm mjög óvenjuleg- ar, hinn kaldi Austur íslands- straumur væri enn mjög sterk- ur. En sem sagt, hann taldi enn sterkar líkur á að síldveiði yrði góð fyrir austan land sérstak- lega þegar líður á haustið. Hann minntist þess að ýmsir erlendir fiskifræðingar hefðu stundum tekið að spá alllöngu fyrirfram um síldveiði við ís- land og markað það af stærð stofnsins, en nú í sumar hefði það komið greinilega í ljós, að með því væri ekki öll sagan sögð, síldin þyrfti líka að safn- ast í torfur en ekki vera dreifð í sjónum til þess að koma að gagni. Framh. á bis. 6. Von um kaldavatns- leiðslu í Mosfells- sveit Mosfellssveitarbúar eygja nú möguleika á vatnsveitu um sveit- ina, en all örðugt hefur verið með vatnsbói þar. Hafa boranir sem gerðar hafa verið nálægt Óskoti bæorið lítinn árangur. Nú er hins vegar meiri von, þar sem menn hafa komið auga á þann möguleika að virkja uppsprettulindir sem eru inni í Seljadal, skammt frá Þor- móðsdal. Gamalkunnugir menn Framh. á 6. sfðu Styrkur og fíutningur söltunursíldur til að auku atvinnu á Norðurlundi Atvinnumálanefnd Norður- lands hélt fund á Siglufirði á fimmtudaginn og hefur nú tekið ákvarðanir um aðgerðir til að bæta úr atvinnuástandi norðan- lands. Hefur nefndin ákveðið tvennt. í fyrsta lagi að greiða niður flutning á söltunarsíld til Norð urlandsins og í öðru lagi að taka á rekstur togarann Þor- stein þorskabít og láta hann hefja síldarflutninga til Norður landsins í næstu viku. Nefnd þessi var skipuð sam kvæmt samkomulagi ríkisstjórn arinnar og Alþýðusambands Norðurlands 7. júlí s. 1. til að hafa forustu um bráðabirgða- aðgerðir til úrlausnar alvarlegu atvinnuástandi á Norðurlandi. Sitja í henni þessir menn: Vé- steinn Guðmundss. framkvæcd- arstj. sem er formaður nefnd- arinnar, Jón Þorsteinsson alþm, Stefán Friðbjarnarson bæj- arritari, Óskar Garibalda- son form. verkamannafélagsins Þróttar og Bjöm Jónsson alþm. Tveir þeir síðastnefndu voru skipaðir skv. tilnefningu Alþýðu sambands íslands og Alþýðusam bands Norðurlands. Nefndin hefur heimild rikis- stjómarinnar til að verja 3—4 milljónum króna til aðgerða í því skyni að bæta atvinnu- ástandið á Norðurlandi. Nefndin hefur nú ákveðið að veita fyrst um sinn styrk til einstakra skipa til flutninga á síld sem veiðist sunnan Bakka- flóadýpis vestur fyrir Tjörnes og nemur styrkurinn 40 kr. á uppsaltaða tunnu, að því til- skyldu að söltunarstöðvarnar greiði 20 krónur til viðbót- ar. Sé síld flutt til Húsavfkur skal greiðslan vera 10 kr. lægri. Nefndin ákvað bráðabirgðaskipt ingu á styrkfénu til einstakra staða en saltendur á hverjum stað ákveða skiptingu sfn á milli. Þá hefur nefndin ákveðið að annast tilraunaflutninga á sfld með sérstöku skipi og hefur togarinn Þorsteinn þorskabítur verið útbúinn í því skyni. Nefnd in sér um útgerð skipsins, en trúnaðarmaður síldarsaltenda verður um borð og annast kaup á sfldinni fyrir hönd síldarsalt enda. Mun skipið hefja flutning í næstu viku.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.