Vísir - 24.07.1965, Síða 6
6
VIS IR . Laugardaginn 24. júlí 1965.
Við byggjum —
Framh. at dis i
ma'nn, Eggert Gíslason,“ sagði
eigandi Jóns Garðars, í hófi
sem haldið var á skrifstofum
útgerðar Guðmundar Jónsson-
ar eftir komu skipsins. „Við
gátum selt samning að smíði
skipsins en vildum ekki, enda
þótt Eggert hefði ákveðið að
hætta skipstjórn hjá okkur. Að
vísu lítur ekki vel út í dag á
komudegi Jóns Garðars, lítil
sem engin síldveiði fyrir Aust-
urlandi og lítil við Eyjar, en
við munum starfa sem fyrr á
þeirri bjargföstu trú að allt
gangi vel“.
JÓN GARÐAR, GK 475, er
næst stærsti síldarbátur lands-
ins. Aðeins Reykjaborg RE er
stærri eða 336 lestir brúttó,
en hið nýja skip mun vera 317
lestir, en hann er búinn öllum
nýjustu skipsstjórnartækjum og
að auki ísvél til að halda aflan
um frískari ef hann þarf að
bíða lengi eftir löndun og það
sem e.t.v. er nýstárlegast er
síldardæla at nýjustu gerð.
Síldardæla í Höfrungi III frá
Akranesi reyndist ekki sem
bezt í stórri síld, en dælan sem
nú er um borð er talin mun
betri en sú sem var í Höfrungi.
Jón Garðar var smíðaður í
skipasmíðastöðinni í Harstad í
Noregi. Samið hafði verið um
að ljúka smíðinni fyrir septem-
ber, en skipasmiðirnir luku við
smíði tveim mánuðum áður og
því er skipið nú komið til
landsins og getur á sunnudag-
inn hafið eltingarleikinn eftir
sfldinni, þeim furðulega og ó-
útreiknanlega fiski.
Þegar Jón Garðar kom að
bryggju um kl. 18 £ gær var
fjölmenni á bryggjunni í Sand
gerði. Allir sem vettlingi gátu
valdið höfðu safnazt saman til
að fagna komu hins nýja skips
Gunnar Guðmundsson sonur
Guðmundar Jónssonar frá Rafn
kelsstöðum sá um móttöku
skipsins í Harstad en skipstjóri
er Víðir Sveinsson ungur mað-
ur, maður sem var skipstjóri á
Vfði II í 2 ár.
Blómabnllið í
Hveragerði í kvöld
Hið árlega Blómaball, sem
Kvenfélag Hveragerðls heldur til
ágóða fyrir leikskólann, sem sett-
ur var á stofn í fyrra, verður hald
ið í Hótei Hveragerði í kvöid og
hefst klukkan 9.
Salur hótelsins verður prýddur
blómum, og hafa garðyrkjumenn
staðarins reynzt kvenfélagskonum
ákaflega hjálplegir við uppsetn-
ingu og gefið blóm. Þama verður
eins og áður kjörin blómadrottn-
ing ársins", og verður hún kjörin
úr hópi þeirra stúlkna, er á ball-
inu verða. Það hefur komið
fyrir að fegurðardrottning ís-
lands hefur hafið feril sinn sem
blómadrottning f Hveragerði.
Saksóknari í máli Bretans Ger-
alds Brooke, sem handtekinn var
i Moskvu, krafðist þess fyrir rétt-
inum í gær, að hann yrði dæmdur
í 7 ára fangelsi eða harðasta dóm,
sem lög leyfa fyrir það afbrot, sem
hann er sakaður um (áform um
dreifingu áróðursrita og slíkt).
Saksóknari sagði, að kveða yrði
upp dóm, sem reyndist alvarleg
aðvörun til allra útlendinga, sem
I reynsluför gekk skipið 11 I
sjómílur að sögn skipstjóra og
reyndist að öllu leyti mjög vel.
Umboðsmaður Verksted A/S
Harstad, Nielsen að nafni, sagði
að þetta væri 6. skiptið sem
skipasmíðastöð þeirra smíðaði
fyrir íslendinga. Eitt skip væri
nú í smíðum til viðbótar, það
er skip fyrir Einar Árnason og
Eggert Gíslason fyrrverandi
sikpstjóra á bátum Guðmundar
á Rafnkelsstöðum.. Verð hins
nýja báts var 18 milljónir
króna.
Síldin
Framhalö -I ->'■ i.
en nýlega hefur verið unnið að
stækkun verksmiðjunnar. Hjá
verksmiðjunni starfa í sumar
milli 70 og 80 manns.
Undanfarið hefur mjög lítil
síld borizt hingað aðeins litið
magn hverju sinni, en hins veg
ar er sildin prýðileg. Þegar fitu
magnið var mælt síðast reyndist
það vera 21%. Eins oger.erekki
hægt að segja að útlitið sé gott,
en flestir vona að ástandið fari
að skána fljótt eftir aðra helgi“,
sagði Einar.
RAUFARHÖFN.
„Hingað kom í gær bátur inn
með 300 til 400 mál og er það
fyrsti báturinn sem við höfum
fengið hingað inn til Raufarhafn
ar með sfld í meira en hálfan
mánuð, en alls hefur verksmiðj
an brætt um 77 þús. mál“ sagði
Eiríkur Ágústsson, verksmiðju-
stjóri Síldarverksmiðju rfkisins
á Raufarhöfn, þegar Vísir átti
stutt viðtal við hann í gær.
Hjá verksmiðjunni vinna um
80 manns en meðal afköst eru
um 5 þús. mál á sólarhring.
NESKAUPSTAÐUR.
„Við erum búnir að taka á
móti 120 þús. málum og bræðslu
lýkur hér sennilega á rnorgun",
sagði Kristinn Sigurðsson for-
svarsmaður síldarbræðslunnar f
Neskaupstað, þegar við ræddum
við hann f gær. Við verksmiðj
una starfa milli 30 og 40 manns
og bræðir verksmiðjan 4500 til
5000 mál á sólarhring.
I Neskaupstað hefur verið
saltað á hverjum degi undanfar-
ið og einnig brætt allan sólar
hringinn, en hins vegar hefur
lítið magn af sfld borizt þangað
undanfama daga. Kristinn sagði
að margir bátar lægu nú þar f
höfninni og biðu eftir fréttum
frá síldarmiðunum „en við er-
um vongóðir um að þetta lagist
í ágúst“, sagði Kristinn að lok
um.
VOPNAFJÖRÐUR.
„Hér hefur ekkert verið brætt
í lengri tíma“ sagði Sigurður
Jónsson forsvarsmaður sfldar-
bræðslunnar þar. Alls hefur
verksmiðjan á Vopnafirði brætt
um 67 þús. mál og er það heldur
minna magn en á svipuðum
tíma í fyrra. Um 60 manns
starfa við verksmiðjuna
og eru meðal afköst
hennar á sólarhring um 4 þús.
mál. Bræðsla hófst í verksmiðj
unni 10. júní. „En hér bfða allir
vongóðir um að það rætist úr
hugleiða að hafa afskipti af innan-
landsmálum Sovétríkjanna.
Brooke játaði fyrir rétti fyrsta
dag réttarhaldanna (s.l. fimmtu-
dag) að hann hefði tekið að sér
hlutverk sitt fyrir rússneskan
æskulýðsfélagsskap.
f v ’ ,
Framhaldsrétt hermir, að Brooke
hafi verið dæmdur til 5 ára „frels-
isskerðingar". ,
þessu á næstunni, annars virð
ist síldin annað hvort komin til
Vestmannaeyja eða útlanda!"
sagði Sigurður.
ESKIFJÖMJUR.
Síldarbræðslan á Eskifirði hef
ur tekið á móti 90 þús. málum
frá þvf 28. maf Hraðfrystihúsið
þar stóð fyrir uppbyggingu verk
smiðjunnar og rekur þar einnig
síldarsöltun. Undafarna daga
hafa hafa nokkrir bátar lagt upp
síld á Eskifirði, en um mjög
lítið magn hefur verið að ræða
og er nú verksmiðjan þar að
bræða síðustu síldina. Meðal af
köst hennar á sólarhring eru
um 2300 mál.
Leiðrétting
í frétt um fiskirannsóknr í
Vísi 17. þ. m. féll niður heil
lína, og auk þess slæddist inn
meinleg prentvilla, þar sem
greint var frá veiðiaðferðum
Breta og I’slendinga. Þannig á
málsgreinin að hljóða: „Hann
sagði, að Islendingar beittu
fiskveiðiaðferðum ólíkum þeim
brezku; þeir hefðu tekið í þjón-
ustu sína kraftblakkirnar. Ekki
væri svo að skiija, að aðferðir
brezkra væru meira gamaldags,
o.s.frv.“.
Bandaríkin —
Framhald af bls. 5.
Robert McNamara hefir nú
gert Johnson forseta grein fyr-
ir horfunum. Og er beðið birting
ar opinberrar greinargerðar um
tillögur MacNamara og hvað
gert verði.
Seinustu fréttir herma, að
Johnson forseti hafi í gær
(föstudag) haldið áfram að
ræða ástand og horfur í Viet-
nam við helztu ráðúnauta sína.-
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum mun forsetinn til-
kynna ákvarðanir sínar í næstu
viku — ef til vill í byrjun vik-
unnar. Hann mun áður ráðgast
við helztu þingleiðtoga bæði
demokrata og republikana.
Meðal þeirra, sem þátt tóku í
viðræðunum í gær voru: Mc-
Namara, Dean Rusk, Earle
Wheeler hershöfðingi og
McGeorge Bundy sérlegur ráðu
nautur L.B.J. í málum sem
varða þjóðaröryggi. Einnig
ræddi hann við aðalleiðtoga
flokkanna á þingi: Mik Mans-
field (dem.) og Everett Dirksen
(rep.).
Ekkert er vitað með vissu
um viðræðurnar, nema að það
er meginatriði hvort auka skuli
stórlega herafla Bandaríkjanna
í Suður-Vietnam.
íþróttir —
Frb at bls. 2
Flavio.
Ekki er talið víst að Garrinca
verði með. Hann getur það, ef
hann vill sjálfur, — en spurn-
ingin er bara: Vill hann vera
með? Margir telja að hann muni
ekki vilja það, hann hafi aðrar
ráðagerðir.
Enda þótt Braziliumenn séu
taldir sigurstranglegir er þó
langt frá þvf að þeir virði ekki
aðrar þjóðir. Þeir segja að þeir
muni sérstaklega vara sig á
Englandi og Portúgal með
Eusebio, þá er það hið nýja
landslið Spánar. Rússar, Ung-
verjar og Austur-Þjóðverjar.
Og ekki eru það síður Svíar,
ef þeir ná saman öllum atvinnu
mönnum sínum fr_á útlöndum.
Þá gæti farið svo að HM i
Englandi yrði endurtekning á
HM 1958. Svfþjóð - Brazilía
í úrslitum.
— Sem sagt peningar skipta
ekki máli hjá Brazilíumönnum.
Saltfiskur —
Framhald af bls. 16.
Soffía og voru hinar ötulustu
við verk sitt.
Einn eigandi fyrirtækisins
var þarna líka staddur. Hann
heitir Skúli Þorleifsson og hef-
ur alið allan sinn aldur við sjó-
inn og útveginn, uppi á Skaga,
síðan um langt skeið austur í
Þorlákshöfn. Hann segist nú
engan bát gera út og ekki
sagðist hann hafa lengur áhuga
á að reka mikla fiskverkun,
hann keypti fisk af bátunum,
þetta væri mátulegt fyrir mann
þegar komið væri yfir miðjan
aldur.
Við spurðum hann hvort
hann væri einj maðurinn á ís-
landi sem enn sólþurrkaði salt-
fiskinn. Hann hélt að einhverjir
fleiri gerðu þetta. Það væri í
sjálfu sér vitleysa að vera að
þessu því að ekkert fengist
meira fyrir fiskinn þannig. En
þetta er miklu betri og hollari
vara. Sólskinið gæfi fiskinum
alveg sérstakt bragð og líkast
til vítamín lfka. Svo mikið er
víst að fisksalarnir sækjast
mikið eftir þeim sólþurrkaða.
Við fiskverkunarstöðina Þóri
má einnig sjá talsvert mikla
skreiðarhjalla.
¥afasleiðsla —
Framh. af bls 16
vissu um þessar lindir, en þær
hafa ekki komið til tals fyrr þar
sem menn héldu að of langt væri
að sækja vatnið þangað.
Málið er nú í athugun. Ef að úr
þessu yrði og þetta talið fram-
kvæmanlegt myndi ekki þurfa að
dæla vatninu, þar sem hæðarmis-
'múhfúr ér hógur. Ef til fram-
kvæmda kæmi er líklegt að vatns-
leiðsla myndi vera lögð niður í
Reykjahverfið og svo áfram um
sveitina niður að Lágafelli.
Enn er von —
Framh. af bls. 16
Rétt er að benda á það í sam
bandi við ummæli Jakobs, að
þó síld fari að veiðast vel fyr-
ir austan yrði það vart hin
stóra góða söltunarsíld, heldur
yngri og minni síld. Enda mun
hluti af síldarsölusamningunum
hafa verið þannig formaður að
ef stóra síldin fengist ekki
mætti þess í stað salta minna
sfld. ,
Um ferðir íslenzkra síldveiði
skipa á miðin við Hjaltlands-
eyjar sagði Jakob að þær væru
athyglisverðar. Þær sýndu hve
þýðingarmikið það væri að
hafa stór og vel út búin síld-
veiðiskip, sem gætu leitað á
fjarlæg mið þegar afli bregzt
hér heima.
Dr. Jakob vildi gjalda varhug
við auknum veiðum af stofnin-
um sem nú er verið að veiða
við Suðurland. Hann taldi að
ekki væri hægt að segja bein-
línis, að stórhætta stafar af
þessum veiðum. En nú væri
verið að veiða í „gúanó“ síld af
stofni sem gæfi okkur söltunar-
síld að vetrinum. Þessi stofn er
ekki það stór að hann geti bor-
ið aukið álag. Ef hann er veidd-
ur í stórum stíl að sumarlagi,
þegar hann er að hrygna, gæti
það haft sínar afleiðingar fyrir
vetrarsíldveiðina. Þannig verð-
ur þetta spurning um hvort er
þjóðhagslega mikilvægara að
veiða þessa síld í bræðslu nú,
eða til manneidis að vetrinum.
Hestamenn —
■mI' ai t
tjöldum og fjallakofum. Ferðin
gekk í alla staði vel, en veðr-
átta var þó heldur votviðrasöm
I þessari ferð voru m.a. Einar
Sæmundsen, Jón H. Bjarnason,
Haraldur Sveinsson, Grímur
Guðmundsson og Birgir Krist-
jánsson.
Annar hestamannahópur er
nú á leiðinni yfir hálendið. Þeir
lögðu af stað af Fljótsdalshér-
aði og ætluðu síðan að fara
norðan jökla og koma niður að
Kalmanstungu. Því var jafnvel
fleygt að til mála kæmi að þeir
létu kasta til sín niður úr flug-
vél heykögglum þegar þéir
væru á því svæði sem haglaus-
ast var. Með þessum hóp er m.
a. Sverrir Sch. Thorsteinsson,
jarðfræðingur.
Enn hefur blaðið fregnað að
hópur reykvískra hestamanna
sé í ferð kringum Vatnajökul.
R’iðu þeir austur Skeiðarársand
og austur um Skaftafellssýslu
og síðan átti að koma til baka
vestur á bóginn yfir hálendið
norðan jökla. I þeim hóp’i eru
m.a. Þorlákur Ottesen og Öm
O. Johnson.
Barnaspítali Hringsins
I gær var hér í blaðinu frétt um
barnaspítala þann sem verið er
að setja upp í Landsspítalanum.
Var hann þar kallaður barnadeild
Landspítalans, en rétt heiti hans
er Barnaspítali Hringsins, en það
er kvenfélagið Hringurinn sem hef
ur um langt árabil unnið að bví
að koma honum upp.
Messur á morgun
Grensásprestakall. Guðsþjón-
usta f Breiðagerðissk. kl. 10.30
séra Felix Ólafsson.
Elliheimilið Grund. Guðsþjón-
usta kl. 2 e. h. Heimilisprestur-
inn.
Haligrímskirkja: Messa kl. 11
Cand. theol Bragi Benediktsson
prédikar. Séra Jakob Einarsson
þjónar fyrir altari.
Fríkirkjan: :Messur falla niður
næstu sex sunnudaga. Séra Þor-
steinn Björnsson.
Neskirkja: Messa kl. 10. Séra
Jón Thorarensen.
Kvenfélag Laugamessóknar.
Munið saumafundinn mánudag-
inn 26. júlí kl. 8.30. — Stjórnin.
Æskulýðsfélag Bústaðasóknar.
Áríðandi fundur á mánudagskvöld
kl. 8.30 í Réttarholtsskóla. Rætt
um sumardvölina að Löngumýri.
Stjórnin.
Þökkum ynnilega auðsýnda samúð við fráfall og útför
eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu
GUÐBJARGAR GÍSLADÓTTUR,
Freyjugötu 45,
Jóhann Kr. Hafiiðason
Hjálmar Jóhannsson
Hafliði Jóhannesson
Vigdis Jóhannesdóttir
Gunnsteinn Jóhannesson
Valgerður Guðmundsdóttir
Svanfríður Ingibergsdóttir
Einvarður Halivarðsson
Steinvör Eigilsdóttir
Jón Jóhannsson
og barnabörnin.
BROOKE dæmdur ■ 5 ára
„frelsisskerðingu##
iB