Vísir - 24.07.1965, Page 7
V1SIR . Laugardaginn 24. júll 1965.
7
Hvað hafa kvikmyndahúsin
að bióða þessi kvöldin
Nú er kominn sá tími, er sum
kvikmyndahúsanna eru lokuð
vegna sumarleyfa, og eins og að
vana á þessum tlma, þegar
fækkað hefur í bænum eru sýnd
ar spennandi og jafnvel hroll-
vekjandi myndir, en úrvals-
myndir látnar bíða þar til aftur
fer að fjölga í bænum. Annars
er það ósmár hópur, sem ávallt
sem sækir myndir, se múast má
við að séu æsispennandi. Hvað
sem efninu líður eru margar
þeirra vel gerðar og sumar
mæta vel leiknar. En þeir sem
vilja eitthvað, sem meira gildi
hefur, eiga á betra völ, því að
nokkrar framúrskarandi myndir
eru sýndar um þessar mundir,
og tel ég þar fremsta frönsku
kvikmyndina Syndin er sæt, í
Hafnarfjarðarbió, sem er frábær
lega vel leikin af frönskum úr-
valsleikurum svo sem Femand
el Danielle Darrieux og mörgum
öðrum. Hið fagra lif, einnig
frönsk mynd, er sýnd í Bæjar-
bíó í Hafnarfirði, áhrifamikil
og vel leikin mynd, og Susan
Slade, í Laugarásbíó, með Troy
Donahue og Connie Stevens í
aðalhlutverki, mynd úr nútíma
kvik,.
mynair
J
kvik
myndir
kvik
Imyndir
lífinu í Bandaríkjunum, ungling
inga, sem verða að berjast og
sigra vegna mótlætis og for-
dóma, og gera það af því að í
þeim er góður efniviður, eru
á þroskaskeiði en heilsteypt-
ustu manneskjur, sem við sðgu
koma, og gott að kynnast þeim.
Tónabíó sýnir Flóttann mikla,
sem vakið hefur mikla athygli.
Háskólabíó hefur sýnt við mikla
aðsókn spennandi mynd, sem
nefnist Svartígaldur. Myndin er
frönsk, en tal á ensku. Nýja
Bíó er með nýja mynd Dóttir
mín er dýrmæt eign, og er það
mynd af léttara taginu.
Stjömubíó sýnir Gyðjuna Kali,
um morðhreyfingu á Indlandi,
og Austurbæjarbíó hefur byrjað
að sýna kvikmyndina Sjö lykl-
ar, sem gerð er eftír einni sögu
hins snjalla reyfarahöfundar
Lloyd Nolan og Connie Stevens í myndinni SUSAN SLADE
Edgars Wallace. Kópavagsbíó
hefur verið að endursýna
Monde Cane, seinni myndina.
Gamla Bió og Hafnarbió hafa
ekki sýningar sem stendur.
Það sést nú oft í auglýsing
um kvikmyndahúsanna, að
myndin sem auglýst er „sé fyrir
alla fjölskylduna" - Væntanlega
fær það ávallt staðizt, ef svo
er auglýst, en það fer ekki vel
á því — eins og stundum kem
ur fyrir — að áður en sýnmg
slíkrar myndar hefst er sýnt
brot úr myndum, sem alls ekki
ættu að koma fyrir augu bama
og unglinga.
— L
ÆTTFAÐIRINN -
Framh. af bis. 9.
I
atvinnulífi, þegar styrjöldinni
lyki. Kaupsýslumenn i Banda-
ríkjunum voru mjög hræddir
við þetta og eignir og hluta-
bréf lækkuðu um tfma stórlega
í verði. En þeim missýndist
enn, flestum nema Joseph
Kennedy. Hann notaði þetta
tækifæri til að kaupa mikla
fasteign, skýjakljúf f viðskipta-
hverfi Chicago. Kaupverðið var
13 milljónir dollara og hann
þurfti ekki að leggja á borðið
nema eina milljón. í stað sam-
dráttar hófst nú mikil útþensla
í viðskiptalífinu og síðan hefur
Kennedy grætt um 60 milljónir
dollara á þessum skýjakljúf.
Leigutekjurnar eru nú álíka
miklar á einu ári og kaupverð-
ið var upphaflega eða 13 mill-
iónir dollara.
peningamir voru sem sagt
aðeins tæki. Að vísu hvarfl
aði það stundum að Joseph
Kennedy að reyna til með að
verða forseti sjálfur. En svo
mikill tími hafði farið í að
afla auðsins, að hann sá nú
að hans eigin leið í Hvíta hús-
ið væri lokuð. En hann gat
samt haft sín áhrif. Fyrst átti
hann sinn mikla þátt í því að
Roosevelt var valinn í forseta-
framboð í Demokrataflokkn-
um 1932. Meðan flokksþingið
stóð yfir var Roosevelt búinn
að gefa upp alla von um að
komast í framboð, vegna þess
að hinn bamalegi blaðakóngur
Hearst var á móti honum, en
hann réði yfir þeim 86 at-
kvæðum á flokksþingi sem
réðu úrslitum. En þá var það
Joseph Kennedy sem tókst að
leita Hearst uppi og sannfæra
um það, að Roosevelt væri það
forsetaefni sem minnst böl
fylgdi. Roosevelt gerði sér
fyllilega grein fyrir þeim greiða
sem Kennedy gerði honum með
þessu og umbunaði honum með
þvf að skipa hann sendiherra
í Bretlandi.
En Joseph stóð sig ekki vel
í þeirri stöðu. Hann gerðist
andsnúinn Churchill en fylgis-
maður Chamberlain, vildi hann
umfram allt semja frið við
Þjóðverja. Höfundur bókarinnar
leiðir líkur að því að Joseph
hafi tekið þessa afstöðu vegna
þess að hann óttaðist að synir
hans myndu falla i styrjöld ef
Bandaríkin flæktust í hana.
AJú fóru böm hans að vaxa
úr grasi og snemma för
Joseph að undirbúa valdabar-
áttu fyrir elzta son sinn Joe.
En það fór eins og hann hafði
óttazt, Joe fór í herinn, gerðist
flugmaður og sjálfboðaliði við
hættulegt viðfangsefni og lét
lffið. Næstelzti sonurinn var
John, hann varð stríðshetja en
skaddaðist alvarlega f baki. Nú
skyldi hann verða forsetaefni.
Ýmsir aðrir erfiðleikar steðjuðu
að fjölskyldunni. Ein dóttirin
Kathleen giftist enskum aðals-
manni sem féll í styrj., nokkru
síðar fórst hún í flugslysi.
Ein dóttirin Rosemary var ekki
heil á geðsmunum og þurfti
mikið til þess að vinna að leyna
þeirri staðreynd. Áhyggjur
steðjuðu að Joseph og hann
fékk magasár og varð tauga-
veiklaður.
En ekkert skyldi stöðva óska-
draum hans, að sonur hans
Jack yrði forseti Bandaríkj-
anna. Sjálfur vissi Jack lengi
vel ekki hvað hann vildi. Hann
skrifaði bók um styrjöldina sem
varð mjög þekkt. En hann var
veikur maður, hann þjáðist af
stöðugum bakverkjum og
gekkst undir alvarlegan upp-
skurð. það munaði mjóu að
hann lifði það af. En eftir
nokkur ár sigraðist hann á öll-
um þessum erfiðleikum og gat
kastað hækjunum frá sér.
garáttan hófst fyrir því að
gera þennan unga og ó-
reynda mann að stjórnmála-
manni. Fyrst var það kosning
i héimaríkinu Massachusetts
um sæti í öldungadeild Banda-
ríkjanna. Mótframbjóðandi
hans var Henry Cabot Lodge
kominn af hinum virðulegustu
og göfugustu ættum fylkisins,
forfeður hans höfðu verið þar
forustumenn eins konar hof-
goðar í marga mannsaldra, en
nú reis ætt sem hafði verið
fyrirlitin og fátæk upp gegn
goðunum.
Jþað var faðirinn Joseph fyrst
og fremst sem skipulagði
kosningabaráttuna fyrir hinn
óreynda son sinn. Baráttan
virtist vonlítil t.d. þegar Jack
fór að ganga um fátækrahverf-
in í Boston og uppgötvaði líkt
og hirðmær sem aldrei hefur
difið hendi í kalt vatn, að til
voru fjölskyldur sem áttu að-
1 einsr eitt’ baðherbergi og fyrir
kom að salemi hafði verið
komið fyrir í sjálfu eldhúsinu.
Joseph sagði syni sínum að
ekki kæmi til greina að setja
upp neina ákveðna stefnuskrá,
sem sumir yrðu á móti. Fram-
bjóðandinn yrði að vera allt
fyrir alla. Á einum staðnum
skyldi fordæma Mac Carthy
þar sem það kæmi sér vel, en
þegar átti að fá Jack til að
undirrita yfirlýsingu um að
hann hefði andúð á Mac Carthy
svaraði Joseph: — Það kemur
ekki til mála, Mac Carthy er
einn af beztu vinum mfnum.
Það var líka með ráði gamla
mannsins sem Jack lýsti því
yfir á kosningafundum, að hann
væri andvígur skoðunum föð-
ur síns á ýmsum sviðum.
Joseph Kennedy var t.d. al-
þekktur fyrir andúð sína á Gyð-
ingum. En á fundi með Gyð-
ingum lýáti Jack því hátíðlega
yfir að hann væri andvígur
fQður sínum á því sviði og fékk
hann glymjandi lófatak að
þökkum.
Jack sigraði glæsilega í þess-
um öldungadeildarkosn-
ingum og þá þegar fór gamli
maðurinn að berjast fyrir því
að koma honum í framboð í
næstu forsetakosningum. Og
nú var það tækifæri komið, að
beita auðæfunum til að afla
valdanna. Enginn veit með
vissu hvílíkum óhemju fjár-
munum Joseph eyddi i þessu
skyni. Þá var hann ekki spar á
fé sitt. Hann skipulagði skjót-
lega heilt kerfi fylgismanna og
baráttumanna, sem náði um öll
Bandarfkin. Séð var um það að
kynna hinn unga mann fyrir
þjóðinni í blöðunum og gefa
fólki þá ’.kveðnu mynd og aug-
lýsingu sem hann þyrfti. Kenne
dy var yngsti öldungadeildar-
maðurinn, en hann varð brátt
meðal þeirra þekktustu, þvf að
alltaf voru blöðin að halda
nafni hans á lofti.
|7orustulið demokrataliðsins
sá þetta en gerði sér ekki
fyllilega grein fyrir því, hve
víðtæk þessi barátta og skipu-
lag var fyrr en um seinan. Er
þess t.d. minnzt að frú Roose-
velt kom það allmikið á óvart,
þegar Kennedy var allt í einu
talin bjartasta von demokrata-
flokksins, en hún og margir
aðrir vildu að Stevenson yrði
áfram foringi og frambjóðandi
flokksins. Þegar henni varð
ljóst, að Kennedy var að ná
yflrhöndinni sagði hún og and-
varpaði: — Þeir segja allir að
hann sé ekki bezti maður, —
en hann sé maðurinn sem
muni sigra og því fylgja allir
homum að málum.
Harry Truman fyrrverandi
forseti Bandarikjanna hitti
Joseph Kennedy og lét í Ijósi
undrun yfir því hve miklu of-
forsi hann beitti til að koma
syni sínum I forsetaframboð.
Spurði Truman hvort Jack
Kennedy gæti ekki beðið eins
og eitt kjörtímabil eða tvö,
hann væri svo ungur ennþá.
Joseph Kennedy svaraði: —
Það er rétt að hann er ungur
og gæti beðið. En ég er orðinn
72 ára og vil gjarnan hafa hönd
í bagga með því þegar hann
býður sig fram til forseta.
FORSTJÓRASTARF
Staða forstjóra Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins er laus til umsóknar. Laun sam-
kvæmt hinu almenna launakerfi ríkisstarfs-
manna. Umsóknir sendist fyrir 5. ágúst n.k.
til landbúnðarráðuneytisins.
Landbúnaðarráðuneytið 22. júlí 1965
FORSTJÓRASTARF
Stöðu forstjóra Rannsóknastofnunar iðnað-
arins og staða forstjóra Rannsóknastofnunar
byggingariðnaðarins eru lausar til umsóknar.
Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi
ríkisstarfsmanna. Umsóknir sendist fyrir 5.
ágúst n. k. til iðnaðarmálaráðuneytisins.
Iðnaðarmálaráðuneytið, 22. júlí 1965.
TSL SÖLU
Gítarmagnari af Bird gerð með innibyggðu
ekkót$eki. Uppl. í síma 41612 eftir kl. 6 á
kvöldin til kl. 9.