Vísir - 26.07.1965, Blaðsíða 8
p
VÍSIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóran Jónas Kristjánsson
Þorsteinn Ó. Thorarensen
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði
1 lausasölu 7 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur)
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Innflutningur húsa
Senn verður hafizt .handa um framkvæmd hinnar
miklu íbúðaráætlunar sem ríkisstjórnin samþykkti
í sambandi við verklýðssamningana hér sunnanlands
fyrir nokkru. Eitt ákvæði þeirra fjallaði um það að
atthugað skyldi hvort ekki væri skynsamlegt að
flytja inn tilbúin hús svo unnt yrði að hraða fyrsta
áfanga áætlunarinnar, byggingu 250 ódýrra íbúða
handa launþegum. Hér er um hið merkasta mál
að ræða. Sjálfsagt er að gera hið fyrsta tilraun með
innflutning nokkurra slíkra húsa, reisa þau hér í
borg og hyggja að hver kostnaðurinn reynist og hve
reynslan verður að öðru leyti af byggingu þeirra.
Auk þessa er margt sem bendir til þess að innflutn-
ingur tilbúinna húsa myndi geta lækkað byggingar-
kostnaðinn hér á landi frá því sem nú er. Er það
reyndar engin furða vegna þess að hér er hann hærri
en alls staðar annars staðar í nágrannalöndunum
vegna smárra byggingareining^gg J^agstæ^ra lánab
kjara. Loks er á það að líta að innflutningur rSlíkrai'i
húsa er engin ógnun við afkomu íslenzkra iðnaðar-
manna. Þeir hafa fangið fullt af verkefnum sem end-
ast munu þeim næstu árin. En einn hængur er á
þessari hugmynd. Tollur af tilbúnum húsum er 60%.
Hann gefur ríkissjóði engar tekjur í dag vegna þess
að innflutningur er enginn. Þann toll ætti að lækka
stórlega. Með því yrði innflutningur gerður kleifur
og ríkissjóði þar með sköpuð veruleg tekjulind.
Slíka tollalækkun ætti að framkvæma sem allra
fyrst því hún er undirstaða þessarar lausnar húsnæð-
isvandræða þjóðarinnar.
Hækkun hitaveitugjaldsins
Eini flokkurinn sem í bæjarstjóm lagðist gegn hækk-
un hitaveitu og strætisvagnagjaldanna voru komm-
únistar og hefur málgagn þeirra þyrlað upp nokkr-
um moðreyk um málið. Ástæða er því til þess að
minna á þau rök sem að baki hækkuninni lágu og
borgarstjóri Geir Hallgrímsson skýrði frá á borgar-
stjórnarfundi. Hitaveitan leggur nú æðar í mörg ný |
hverfi og var f járfesting hennar við þær framkvæmd- |
ir 100 millj. króna síðasta ár. Eigið fé Hitaveitunnar, |
sem hún gat lagt til þessara framkvæmda, var aðeins
24%. Hitt varð að fá að láni. Nauðsynlegt er því að
auka tekjur Hitaveitunnar, því það er óefað réttlæt-
ismál að allir borgarbúar fái sem fyrst að njóta
kosta hennar. Á það má líka benda að ef verð heita- 1
vatnsins hefði fylgt verðlagsþróuninni frá 1952 ætti I
það að vera 2 krónum hærra miðað við verkamanna ]
kaup. Með þessar staðreyndir í huga mun mörgum j
verða skiljanlegra eftir en áður hverjar orsakir liggja 1
til hækkunar á fyrrgreindum gjaldskrám. g
Si
- ★ -
Tfim einu sinni er farið að
deila um laxinn. Hann hef-
ur löngum verið þrætuepli
manna á meðal. Hann varð m.
a. orsök þess samkvæmt fom-
um frásögnum að Ingimundur
gamli sá heiðursmaður og
höfðingi þeirra Vatnsdælinga
var veginn og mörgum öldum
síðar hófust að nýju deilur um
veiðiréttindi á sama stað um
veiðiréttindi í Vatnsdalsá. Deil-
ur um veiðiréttindi eru þannig
ekkert nýmæli. Menn hafa bari-
izt og deilt um þann fisk sem
er mörgum kostum búinn.
Hann er bragðbezti og gómsæt-
asti fiskur sem til er á jörð-
inni. Og hann er skemmtilegur
fiskur, menn hafa kynnzt því
um aldaraðir að hann er fiskur
með skapgerð, sumir halda því
jafnvel fram að hann kunni vel
að hugsa og margar sögur og
frásagnir eru til af því, hvemig
honum hafl tekizt að leika á
mennina, f mörgum tilfellum sé
vitið meira niðri í árstraumnum
heldur en uppi á bakkanum.
Laxinn er óafmáanlega tengd
ur fegurð og yndi landsins
okkar. Skáldin hafa lýst því
sem einum þætti sveitasælunn-
ar, að laxar stökkva og stikla
fossa. Og það má sjá hvers
virði hann er okkur af þeim
VÍSIR . Mánudagur 26. júlí 1965.
Þekking manna á lifnaðar-
hátturn laxins fer vaxandi
TPV TBJbíf
Óíi Ttdsri
.-TiSníðs&'slgöí 8rv
09 —’-iemMttf •setbémfá
jíi&Zl Cíj, , TEÍ5&ÖU/,.i .ii'í'ili'
'it ir
risaupphæðum sem menn eru
nú reiðubúnir að greiða fyrir
einn dag með stöng f á, þótt
það sé jafnvel undir hælinn
lagt, hvort við fáum nokkum
fisk á land.
A nnars er það undarlegt, hvað
menn hafa lítið vitað um
lifnaðarhætti laxins, þrátt fyrir
þau miklu „persónulegu"
kynni sem menn hafa af hon-
um. Veiðimenn hafa að vísu
þótzt geta sálgreint eða
psychoanalyserað laxinn sem er
að þvf kominn að bíta á flug-
una eða laxinn sem hefur bitið
á og streitist á móti, notfærir
sér. strauminn til þess að ná
mikilli ferð og ætlar að slíta
línuna. Menn hafa skapað
hálfgerða fræðigrein um skap-
gerð laxins, hvaða beitu hann
vilji bfta á í ýmiss konar veðri
og ýmiss konar aðstæðum í vatn
inu.
Menn hafa ennfremur, eink-
um á sfðari árum tekið upp
laxarækt í stórum stíl og hafa
t. d. orðið stórfelldar framfarir
í því efni og aukning á laxa-
klaki. Við þetta laxaklak hafa
menn kynnzt rækilega vexti
ungseiðanna frá því hrognin
klekjast út ög þar til þau hafa
stækkað nógu mikið að óhætt
er talið að sleppa þeim út.
En þrátt fyrir þetta hafa
menn verið , alls ófróðir um
margt varðandi lifnaðarhætti
laxins og það er ekki fyrr en nú
á allra síðustu árum, sem ýmis
legt er farið að upplýsast sem
og hann kom frá. Það er marg-
reynt með merkingum, að lax-
inn kemur eftir langa og fjar-
læga dvöl í úthafinu alltaf aft-
ur til þeirrar ár þar sem hahn
hefur alizt upp. Nú hafa kana-
dfskir laxa-fræðingar komizt til
botns í því, hvernig hann fer
að því að finna leiðina heim.
Skýringin á þessu er þó svo
furðuíeg, að laxinn verður okk
ur meira undrunarefni á eftir
en áður. Þessir Kanadamenn
hafa sem sé komizt að því að
laxinn syndir heim eftir
stjörnum og sól. Þau eru hon-
um leiðarmerki eins og hinum
fornu sæförum. En ekki nóg
með það. Þegar hann fer að
nálgast fósturjarðarstrendur er
það lyktarskyn hans sem hjálp-
ar honum til að finna hinn
rétta árós. Lyktarskyn hans er
ótrúlega næmt og hann þekkir
lyktina af vatninu úr sinni
heimaá. í hans augum eða rétt-
ara sagt nefi ef hann þá hefur
nef, hefur sérhver á sína sér-
stöku lykt'og þegar hann fyll-
ist heimþrá eftir æskustöðvum
þá birtist sú tilfinning í lyktar-
skynjuninni. Svo kemur hann
heim úndir strendur íslands oa
þegar hann verður var við
fyrstu lykfaréinkenni sinnar ár,
þá má'öera ráð fvrir að honnm
verði líkt innanbriósts og ís-
lendingi á heimleið, sem sér
Hvannadalshnúk gægiast upp
fyrir sióndeildarhringinn. Það
verður hans fvrsta fiallasýn.
Svo virðist þó sem hann setji
ekki á sig lyktina úr ánni sinni
aftur heim til árinnar sem
hann rann úr.
jyjenn hafa nú líka komizt
á snoðir um ýmislegt áður
óþekkt um ástalíf laxins.
Menn hafa getað fylgzt með
þvf með nýjum tækjum og
myndavélum hvernig hrygnan
grefur sér holu í árbotninn, á-
líka stóra og lítið vaskafat og
gýtur hrognum sínum í hana.
Hængurinn er hjá henni ogi,
örvar hana með ýmsum hætti.
Er ekki annað að sjá en að
þetta sé hin mesta hamingju-
stund hjá þeim, enda er laxinn
svo greindur fiskur að hann
hlaut að eiga fullkomið ástalíf.
Strax og hrygnan hefur gotið
hrognum sínum kemur hæng-
urinn að og liggur yfir meðan
svil hans taka til starfa. En
hér hafa fræðimennimir upp-
götvað nokkuð nýtt sem ekki
var áður þekkt í dýraheiminum.
Hrognin eru svo mörg, að það
er hætta á því að þau frjóvgist
ekkj öll. Oft er þar að auki
nokkur straumur í vatninu svo
að sæði hængsins vill fljótt
berast á brott. En þá hafa
laxafræðingarnir veitt því at-
hygli, að venjulega koma yngri
fiskar til hjálpar. Örlitlir laxar
rétt nýsprottnir upp af seiðis-
stiginu og sveima um hrognin
og þeir sjá um .það að frjóvga
hvert einasta egg. Það er mik-
ilsvert vegna lifnaðarhátta lax-
ins að sem flest hrogn frjóvg-
ist og þanning leysir móðir
náttúra það.
ekki var áður vitað um.
J axinn er einstæður fiskur
J Menn hafa t.d. löngum
undrazt hæfileika hans t.i’ að
rata aftur. heim á sömu slóðir
fyrr en hann er að renna til
sjávar Það er hægt að flytja
unglax milli fljóta. Síðan renn-
ur hann til hafs með venjuleg-
um hætti og kemur að jafnaði
j^yjasta uppgötvunin sem
laxafræðingar hafa gert er
það að þeir hafa nú loksins
fundið einn þeirra staða, þar
Framh. á 7. síðu