Vísir


Vísir - 26.07.1965, Qupperneq 9

Vísir - 26.07.1965, Qupperneq 9
V1 S IR . Mánudagur 26. júlí 1965. 9 ☆ Loftleiðir eru að reisa mikið gistihús úti á Reykjavíkurflug- velli eins og kunnugt er. Þar er um að ræða eitt hið stærsta átak í gistihúsamálum okkar, og allir v'ita að þar sem Loft- ieiðir standa að, er ekki dregið úr kröftunum. Vísir snéri sér til Þorvalds Guðmundssonar að Hótel Holt, en hann er Loft- leiðum önnur hönd — og ekki sú vinstri — við þessar fram- kvæmdir og spurði hann hvern- ig gengi og hvað væri hæft í þvf, að gistihúsið yrði að nokkru leyt'i byggt erlendis og flutt hingað til uppsetningar. — Það er nokkuð til i því, skilveggir allir verða smíðaðir úti í Beigíu og gengið frá þeim til uppsetningar í gistihús'inu úti þarna koma til með að njóta þar góðs af, t.d. flugturninn, er þess að vænta að fleiri aðilar en Loftieiðir standi undir kostn aði af því mannvirki. — Og sérð þú svo um rekst- ur gistihússins fyrir Loftleiðir? — Nei, ég verð eingöngu hjálplegur við að koma rekstri gistihússins á fastan grundvöll, koma öllu í gang, eins og það er kallað. Að sínu ieyti eins og ég hef haft hönd í bagga með byggingunni, vegna nokk- urrar reynslu minnar á þessu sviði — fyrst í sambandi við Hótel Sögu og svo hérna hjá sjálfum mér. Þetta verður að sínu leyt'i eins og með rekstur inn á Hótel Sögu. Þar var svo um samið, að ég kæmi öllu á rekspöl, en væri svo laus allra mála, þegar reksturinn væfi kominn á fastan grundvöll. Við eigum að læra erlendis — en halda beztu sérkennum okk- ar. — Hvað um starfsfólk við HI8 nýja hótel Loftleiða í smfðum á Reykjavíkurflugvelli. > á Reykjavíkurflugvelli. En þvf var horfið að þessu ráði, að við komandi iðnaðarmenn treystust ekki til að ljúka því verki á á- kveðnum tfma og fyrir ákveðið verð. Að sjálfsögðu var fyrst snúið sér til innlendra aðila, og þá auðvitað þeirra, sem séð hafa um bygginguna, svo að þarna er eingöngu manneklan f viðkomandi iðngreinum hér á landi, sem veldur að leitað er til erlendra aðila. Belgisku framleiðendumir senda svo hingað upp fagmenn, sem hafa umsjón með uppsetningu veggj anna. — Hvað um húsgögnin? Verða þau smíðuð erlendis? — Nei, þau verða öll smfðuð héma. Eins verða íslenzk teppi á öllum gólfum og göngum. Allt sem hægt er að fá gert hér verður gert hér heima. — Hvað verður gistihúsið margra herbergja? — Það verða hundrað og tólf gestaherbergi — öll tveggja ' manna, svo að alls verður hægt að hýsa þarna 224 gesti. Svo verða matsalir og setustof- ur, vitanlega verður þama bar, en ekki lögð nein áherzla á að hafa þá stóra eða marga. Slíkt þekkist hvergi nema hér á landi þar sem gistihúsmenning getur talizt ríkjandi. Gestimir eiga að geta fengð sér hressingu, t.d. fyrir mat en það er ekki ætlast til að þe'ir sitji að stöðugri drykkju, enda gera þeir ekki ráð fyrir slíku. — Hvenær er gert ráð fyrir að gistihúsið verði búið til notk unar? 1 maímánuði næstkomandi. ’ Enn sem komið er hafa allar á- ætlanir staðizt, svö að ekki er nein ástæða til að kvíða því að svo verði ekki. Þama er þó um að ræða meiri verklegar fram- kvæmdir en sjálfa gistihúsbygg inguna og allan frágang innan- stokks, því að gera verður mik ið holræsi til frárennslis frá gistihúsinu og út f aðalæð — en þar sem aðrar byggingar þetta nýja gistihús Loftleiða? Hvað verður það margt — Um hundrað manns. Nokk uð af þvf fólki er nú við nám og þjálfun erlendis. Það er nauðsynlegt, að starfsfólkið njóti erlendrar þjálfunar — en ég er þeirrar skoðunar, að samt sem áður eigum við að halda öllum okkar beztu sérkennum f sambandi við móttöku og um- önnun gesta. Ekkert bukt og beygingar, slfkt er okkur ekki eiginlegt og yrði aldrei nema hjákátlegur leikaraskapur. Ekk ert smjaður. Við eigum að taka gestunum af hæversku og sýna þeim þá alúð og hugulsemi, sem einkennt hefur fslenzka gestrisni alla tíð. Það kunna góðir gestir vel að meta. hvað an úr heiminum, sem þá ber að Og við eigum að kappkosta að búa þeim þægilegt og vingjam- legt og stöhreint umhverfi, þann tfma, sem þeir dveljast, þá þurfum við heldur ekki að kvfða umgengni þeirra eða framkomu. Fólk, hverrar þjóð- ar sem er, hagar sér iangflest að minnsta kosti mjög f sam- ræmi við umhverfið og það andrúmsloft, sem þar ríkir. Þannig er það lfka með mann sjálfan. — Hefur þú ánægju af að fást við gistihússrekstur? • Rætt við — Já, sannarlega. Og ekki einungis ég, heldur öll fjölskyld an. Við erum lfklega e'ina „hótelfjölskyldan" hérna. Við vinnum öll að rekstri Hótel Holts, öll fimm, konan, ég og bömin þrjú. Sonur okkar var Við lögfræðinám, en hefur nú f bili helgað sig rekstri hótels- ins og sama er að segja um dóttur okkar, og önnur sem nú er starfandi kennari við há- skólann f Giesen í Þýzkaland'i — hún vann líka við hótelið hér um skeið. Safnaði listaverkum um árabil með þetta fyrir augum. — Og hvemig gengur rekst- urinn héma? Ertu ánægður með hann? — Hann gengur eins vel og á verður kosið. Yfir sumarið verður hvert rúm skipað og ég geri mér vonir um að við þurf um ekki heldur að kvíða gesta- skorti yfir vetrarmánuðina. Það er komið úr tízku, að fólk ut- an af landi búi hjá vinum og kunningjum, þegar það kemur hingað til bæjarins. Því finnst á allan hátt þægilegra og frjáls ara að búa f góðu gistihúsi. Ég get nefnt þér eitt smáatriði. Þurfi gestir að hringja f síma. þurfa þeir einungis að segja stúlkunni Við símaborðið núm- erið, og þá sér hún um það. Þetta finnst þeim þægilegt og vafsturslaust. Og svona er um margt. Og hvað erlenda gesti snertir þá virðast þeir kunna vel við.sig hjá okkur. Ég get til dæmis sýnt þér héma rnörg | bi^P^yétn'f í þelr hafa skrifað okkur, þegar he'im var komið, þar sem þeir þakka það atlæti, sem þeim hafi verið auðsýnt héma. Og nú er ég farinn að sjá andlit og andlit aftur, og þetta gleður mig 'innilega. Við göngum um hótelið, Þor- j valdur vekur athygli mfna á einkar skemmt'ilegum lágmynd- um, brenndum f leir, sem prýða gangveggi. Þær eru eft- ir Ragnar Kjartanss. í „Glit“ og Hring Jóhannsson, sýna ýmis at riði úr þjóðlífi okkar fyrr og nú siðum og atvinnulífi og eru með skemmtlegum, sterkum séreinkennum listamannanna. Mun þetta f fyrsta skipti, sem slík listaverk skreyta bygging- ar hér á landi. Þegar kemur inn í h'in vistlegu gestaherbergi hanga þar og málverk fslenzkra iistamanna á veggjum. — Þannig er það f hverju her bergi, segir Þorvaldur, e'itt mál verk á vegg eftir íslenzkan listamann. Það eru mörg ár sfð- an ég byrjað'i að safna mál- verkum — í þessu skyni. Þama geturðu tii dæmis séð dálftið ó- venjulegt málverk eftir me'ist- ara Kjarval. „Skriðjökull í sól- skini“ Ætli það sé ekki eitt með fyrstu abstraktmálverkum sem gert hefur verð hér á iandi. Taktu eftir hvern'ig hann skrif ar nafnið sitt — Jóhannes Sveinsson Kjarval, þannig hafð'i hann það áður. Gestimir veita þessum málverkum athygl'i og finnst fróðlegt að kynnast þannig i íslenzkri list, einkum þeim erlendu. Niðri í borðsal hangir stórt málverk eftir Gunn laug Scheving og málverk af bátum við bryggju eftir Finn Jónsson. Eitt af beztu málverk um hans, að ég tel. Við göngum út á svalirnar. Þaðan er fögur sýn í sólskin- inu vestur yfir bæ'inn og höfn- ina. Bæinn, segir maður af gömlum vana. Nú er bærinn orð inn að borg, hefur tekið á sig borgarsvip og íbúarriir eru farn ir að tileinka sér borgarmenn- ingu með kostum hennar og ó- kostum. — Þegar maður var að alast upp hér í nágrenriinu, virti maður stóru húsin fyrir sér með lotningu, verður Þor- vald’i að orði. Nú eru þetta orðn ir kumbaldar, sem jafnvel standa í veginum fyrir því að stærra verði byggt. — Ertu ánægður með Hótel Holt, Þorvaldur? — Já, það er ég — eða öllu heldur verð, þegar öllum frá- gangi er lok'ið. Það er vandað, “ byggingu þess hagað í sam- ræmi við þá reynslu, sem ég hafði aflað mér, ,og allt m'iðað við að reksturinn verði sem auðveldastur og hagkvæmastur, gert ráð fyrir hverju smáatriði fyrirfram, um ieið og unnið var að uppdráttunum, þannig að allt yrði ein samræmd heild og allt fengi á sig svipeinkenni, sem bezt hentuðu. Jafnvel borðbún aðurinn og mataráhöldin. Hend ing hvergi látin ráða um það hvemig til tækist. Þannig á það að vera, og þannig verður það að vera. En fyrst og fremst ber að m’iða allt við það, að gestinum lfði vel um leið og hann stígur inn fyrir þröskuld inn og þangað til hann fer og kveður í þeim ásetningi að koma aftur, eigi hann hér le'ið um garð .. hólelrekstur Þorvald Guömundsson um Allir skilveggir gerðir úti í Beigíu — 112 tveggja manna herbergi — Hundrað manna starfslið — Margt af því nú við nám og þjálf- un erlendis.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.