Vísir - 28.07.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 28.07.1965, Blaðsíða 3
V1S IR . Miðvikudagur 28. júlí 1965. 3 Blómadrottningin, Ásrún Auðbergs dóttir, 19 ára hjúkrunamemi, frá Ási f Ásahreppi í Rang., var vel að sigrinum komin. Laugardagskvöld um hásum- ar í þessari vin, Hveragerði, með sínum heitu uppsprettum og suðræna gróðri i glerhúsum ... og dansinn dunaði. Tiiefnið: Blómahátfðin, sem Kvenfélagið í Hveragerði gengst fyrir ár- lega til þess að búa litiu böm- unum í haginn með Ieik- og föndurskóla. Þessi hátíð hefur verið haldin ámm saman og hlúð að henni eins og gróðri sem gefur af sér ávöxt. Og þeg ar kvenþjóðin Ieggst á eitt með að gera eitthvað úr garði, svo að prýði sé að, er ekki sökum að spyrja. Velklæddur unglingur, en bindislaus gengur að miðasöl- unni og spyr, hvort hann verði ekki að setja upp hálstau áður en hann gengur inn eins og hon um fyndist ekkert sjálfsagðara Þetta Iýsti viðhorfi þeirra, sem mættu til leiks á þessari sumar hátíð austanfjalls. Sviðið var eins og horft væri inn í hitabeltisrjóður; þar dúll- uðu Tónabræður úr Reykjavfk og bar mikið á Arnþóri Jóns- syni „gítarpleier“ að öðmm ó- löstuðum: þeim Finni Stefáns syni (sem einnig Iék á gítar), Júlíusi Sigurðssyni, saxafónleik Fegurðargyðjumar ganga til keppni. Blómadrottning in önnur frá hægri. (Myndir: b. s. og stgr.). BlÓMAHÁm I HVÍRASCRÐI Arnþór gítarleikari er frá Hólsfjöllum. Honum tókst líka að túlka nátt- úruöflin í shake- og twistlögunum. Dansinn dunaði f Hótel Hveragerði s.I. laugardagskv öld. ara, og tmmbuslagaranum Gunnari Ingólfssyni. Þarna ægði saman sundur- leitu fólki, ráðsettum borgurum virðulegum frúm, twistandi æskufólki, blaðamönnum og lögreglu, en það gaf fagnaðin- um skemmtilegan heildarblæ. Kvenfélagskonumar áttu sinn þátt í því að gefa tóninn: öll- um leið yndislega innan um blóm og unga fegurð, sem var til sýnis. Einn lítill koss ... en ósköp saklaus.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.