Vísir - 28.07.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 28.07.1965, Blaðsíða 11
SíÐAN Hanna Rassmussen: — Ég er ekki ánægð með upphæðina, þá mundi það heldur borga sig að búa til nýtt hneykslismái. Hið ljúfa líf er leiðigjarnt hana til að leika í kvik- mynd gerðri eftir bók- inni, en Hanna, sem flestir kannast við úr fréttum fyrir hneykslis- Danski forleggjarinn Stig Vandkjær sá er gaf út bók Hönnu Rassmus- sen „Hið Ijúfa líf er leiði gjarnt“ vill nú ólmur fá • • fimm aura • • • kúlur • f smáborg í USA birtist svo- hljóðandi fyrirsögn á forsiðu: „Helmingur borgarstjómarinn- ar eru glæpamenn". Fulltrúi borgarstjórnar hringdi strax í ritstjórann og sagði að ef ekki birtist leiðrétting yrði höfðað meiðyrðamál. Daginn eftir birtist þessi fyrir sögn í blaðinu: „Helmingur borg arstjórnarinnar er heiðarlegur". □ □ □ □ □ □ rosjI?. ... j Dómá'ri nokkur var ákaflega mótfallinn hjónaskilnuðum og lét því setja eftirfarandi skilti á dyr sínar: Hugsið ykkur tvisvar um, stúlkur mínar áður en þér skilj ið við hann, því það er lítil huggun af meðlaginu á köldum vetramóttum □ □ □ 9 □ □ □ Heyrzt hefur að á rakara-' stofu hér í bæ hafi einn rakar- 'inn lotið niður að viðskiptavin-' inum og hvíslað: — Afsakið en vomð þér með; rautt hálsbindi þegar þér kom; uð inn? — Nei, svaraði mannauming' 'inn undrandi. — Nú, hvíslaði þá rakarinn,! þá hlýt ég að hafa skorið yður! á háls. □ □ □ □ □ □ Hver hafði hugmynd um að; hin alræmda brezka klukka' „Big Ben“ væri kölluð svo efti S’ir Henry Benjamin Hall, er um að klukkunni væri komið fyrr þar sem hún er árið 1856.! sá, Síldin hefur sitt stolt Síldin er fiska fegurst í sínu umhverfi. Það er ekki einungis verðmætisins vegna, að hún hef ur hlotið heiðursnafnbót'ina „silfur hafsins". Skart hennar minnir hezlt á glitrandi sam- kvæm'isklæðnað dándiskvenna. Enda er henni talið svipa um margt til kvenþjóðarinnar um skap og hegðun. Duttlungafull með afbrigðum, sjaldan á þeim stað , sem helzt skyldi ætla, veður upp'i með uggasveiflum, eins og hún vilji eggja þá, sem að henni sækja, en komin á bólakaf, þegar til hennar á að taka. Haft er eftir kunnum síld veið'iskipstjóra áður fyrr, þegar hann var spurður hvað réði veiðigæfu hans. „Ég er þri- kvæntur, karl minn og hef þekkt þær fleiri ...“ En nóg um það — konur og síld hafa löngum þótt sýnd en ekki gef- in veiði. Að sjálfsögðu á síld- in einnig sitt stolt, eins og kon ur, þó að á stundum virð'ist dá lítið djúpt á því. Og það virð- ist svipað eðlis hjá báðum, svo að um er um samsvipun að ræða. Síldin virð'ist ekkert frá- bitin þvi að hún sé veidd, ekki eins leitt og hún lætur — hún vill e'inungis að það kosti við komanda dálitla fyrirhöfn og eltingaleik. Hún móðgast aidrei af þvi. En þegar menn hætta algerlega að líta við henni, láta ekki sjá s'ig á miðunum dag eftir dag, hvemig sem hún veð ur og gefur færi á sér — þá sver hún sig enn i ættina við kveneðlið, og móðgast til hefnda. Og hefnd'ir hennar eru sömu ættar — stekkur í fang- ið á öðram sem næst er til staðar. Og hún viðurkennir ekki neinar ástæður — skyldi maður þekkja það — öll pólitikin, verk föll og þessháttar era henni hé- gómi, sem hún tekur ekki til greina. Þegar hún sjálf er ann- arsvegar. Þetta vita sildarskip stjóramir og þurfa ekki að vera þrikvæntir til. Þeim kemur þvi ekki á óvart, þó að síldin hafi stokkið til Hjaltlands, þó að þeim þyki að sjálfsögðu hart, að verða að elta hana þangað. Kannski hugsa þeir sem svo með sjálfum sér, að þéim hafi verið nær að vera við á stefnu mótsstaðnum úti fyrir Austur- landi, í stað þess að æða til Reykjavfkur og þykjast vera hættir að skipta sér af síld ... málvarðandi símavændi í Rómarborg, er gjörsam lega horfin. Danska stúlkan Hanna Ras- mussen lenti fyrir fáum áram siðan i miklu símavændis- hneyksl’i í Róm, en dró sig þá út úr „hinu ljúfa lífi“ og býr nú með þriggja ára dóttur sinni Monicu, í iúxusfbúð í útjaðri Rómar. Porleggjarinn hefur ár- angurslaust sent henni bréf og símskeyti, jafnvel farmiða til Kaupmannahafnar, en ekki ból ar neitt á Hönnu. Eftir að hún hafði dregið sigf út úr skemmtanalffinu tók hún að skrifa bókina, sem er nokk urs konar lýslng á siðspilling- unni meðal leikara og slíkra á italfu og menn telja að bókin líkist mjög kvikmyndinni „Hið ljúfa líf“ sem Fellin'i gerði. Hún Iýsir barnæsku Hönnu hvemig hún, sem kvikmynda „hálf“ stjama kynntist næturllfi Róm- ar, hvemig það „Ijúfa líf leik- ur hana, svo hún dregur sig í hlé. Danskur blaðamaður náð'i tali af Hönnu, og spurði hana hversvegna hún vildi ekki leika í myndinni. i fifif9TjgíB , , .. . fíanna sagði að bók'in væri skrifuð I flýti, hún ætti eftir að endurskrifa hana, og ætlaði þá að gera það fyrir amerískan markað. Hún sagðist gjaman v’ilja leika í mynd sem væri gerð eftir bókinni, en eftir því hvemig myndin um Christine Keeler várð, þá vild'i hún ekki að danskir gerðu mynd eftir bók hennar. Hanna sagðist vilja leika í ameriskri mynd, ef ung stúlka yrði látin Ieika hana á æskuskeiði, en hún léki sjálf 1 síðari hlutanum. — Auk þess ér ég ekki ánægð með þessar hundrað þúsund krónur sem ég átti að fá. Amerískir borga miklu betur, og þeir gera líka betri myndir, sagði þessi fyrr verandi hneykslisdama, núver- andi virðuleg og húsmóðurleg móðir. Kári skrifar: ■]Y|aður er nefnir sig „Hannes á hinu hominu“ hefur hringt og beðið þess að minnzt verði á „misskilda réttlætis- kennd", eins og hann komst að orði, hjá póstkassaritara Al- þýðublaðs'ins. Misskilin réttlætiskennd. Segir Hannes að þar sé tal- að um að sú kenning, að börn menntamanna hafi meiri greind en böm verkamanna, séu fráleit I hugum fslendinga. Þar sé jafnaðarmennskunn'i hossað svo fáránlega,- að nú sé krafizt að allir hljóti jafnar gáfur. Póst- kassaritarinn ætli sér að ve- fengja rannsóknir visinda- manns eftir kokkabók Karls héitins Marxs, og sé þar enn ein sönnunin á nytjaleysi þeirra kenninga. Nauðsynlegar rannsóknir. — Það er fullkomlega í anda Krists frá Nazaret að rétta lit- ilmagnanum hjálpandi hönd, segir „Hannes á hinu horn'inu“ — en er ekki gengið út í öfgar þegar afneitað er rannsóknum sérfróðra vísindamanna á þeim forsendum, að með því að birta þær sé verið að níðast á verka lýðnum. Auðv'itað sé það eðli- legt að börnin mótist af for- eldrum sínum og heimili og skýrslur Matthíasar alls ekki birtar til að níða verkalýðinn niður, þvert á móti kunni þær að verða til mikillar aðstoðar þegar unnið sé að rannsóknum á, hvernig hægt sé að bæta og efla menntun þjóðarinnar. Jafnaðarmennska á kústskafti. — Það er hlálegt að sjá menn ríða gandreið á kúst- skafti jafnaðarmennskunnar, segir „Hannes á h'inu hominu" að lokum. — veifandi misskildu resepti úrelts, þýzks heimspek- ings. -'ÆHB B1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.