Vísir - 28.07.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 28.07.1965, Blaðsíða 8
VIS I R . Miðvikudagur 28. júlí 1965. "P Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR kltstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axei Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensec Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreíðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði I lausasölu 7 kr. eint. — Simi 11660 (5 llnur) Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Tvennit timar |>essar vikur liggur straumur íslenzkra ferðamanna úr landi suður á bóginn til sólríkari og heitari landa. Áður en upp í ferðina er lagt fá þeir ríflegan gjald- eyri umyrðalaust í farareyri. Kjósi þeir að berja að dyrum í einhverjum banka nágrannalandanna með íslenzkan seðil í hönd eru engin vandkvæði á ferð- um. SeðJinum er umyrðalaust skipt í erlenda mynt. íslenzka krónan er með öðrum orðum orðin gjald- geng á peningamörkuðum álfunnar. Þetta er reynsla þúsunda íslenzkra ferðamanna þessar vikumar. Flest- ir mega þeir þó muna tímana tvenna. Hver minnist ekki hiris gengdarlausa brasks með erlendan gjaldeyri og svartamarkaðssölu á peningum, sem hér tíðkaðist fyrir nokkrum árum? Þá fengu menn ekki nema mjög naumt skammtaðan farareyri hjá gjaldeyrisyfirvöld- unum vegna hins alvarlega gjaldeyrisskorts. Afleið- ingin var sú, að svartur markaður á þessu sviði blómgaðist og dæmi voru til þess að dollarinn var seldur á tvöföldu verði. Þetta var leiður kapituli í sögu þjóðarinnar eftir styrjöldina. Hann var skráð- ur á hafta- og hallærisátunum, þegar fjármálastefna eysteinskunnar brenndi mark sitt á þjóðlífið. Með störfum viðreisnarstjórnarinnar urðu hér mikil og heillavænleg þáttaskil. Gjaldeyrisvaraforði hafði áð- ur oftast enginn verið og ástandið hið versta í þeim efnum. Með viturlegri og framsýnni fjármálastjórn tókst að efla gjaldeyrissjóðina verulega. Hin miklu gjaldeyrisvandræði hurfu og þar kom, að erlendir bankar byrjuðu að taka íslenzku krónuna gjaldgenga, í stað þess að virða hana einskis. Þar með hvarf svarti markaðurinn með gjaldeyrinn, eins og allir vita. Fátt sannar betur að vel tekst til í málum þjóðar- innar ef stjórnarstefnan er rétt. Bitlaus vopn Qft hefur það verið rakið hér í Vísi hve aðþrengd þjóðin var orðin á árum fjármálastjórnar Eysteins Jónssonar og Framsóknarflokksins. Hömlur og bönn mættu borgaranum hvar sem hann fór Vantrúin á framtíðina setti mark sitt á allar framkvæmdir. Það var kreppa í þjóðlífinu. Ólíkt er þetta tímabil við- reisnartímanum síðustu árin. Aldrei hafa fram- kvæmdirnar verið eins miklar í landinu. aldrei stór- hugúr þjóðarinnar meiri. Hún gengur nú bjartsýn til þeirra verkefna, sem hennar bíða. Svo er að Fram- sókn sorfið í útlegðinni, að hún reynir að túlka það sem eitthvert ógæfumerki að greiðsluhalli varð sið- asta ár á ríkissjóði, vegna óvenjumikilla fram- kvæmda. Slíkt er þó fráleit túlkun, enda hefur iðu- lega verið greiðsluhalli á ríkissjóði hér á landi sem erlendis. Er það til marks um skort Framsóknar á gagnrýnisefnum, að hún skuli eiga það eitt eftir árás- arefna á ríkisstjórnina, að í fyrra hafi verið fram- kvæmt of mikið í landinu! Ula er komið flokki, sem vopn sín verður að smíða úr þannig viði. kvik,. myiiair MIÐSLLINH kvik myndir ifeiíMl kvik Bgðmyndir my'ííifr [kvik [myndir kvik myndir Úri-A 1myndir Kim Stanley. Háskólabíó er nýbyrjað að sýna kvikmynd, sem greinilega fær mikla aðsókn, og er henn ar líka verð, sakir efnis og hlut verkameðferðar. Myndin nefn- ist hér Miðillinn (Séance on a wet aftemoon, Miðilsfundur á úrkomusíðdegi). Myndin fjallar um konu, sem var alin upp í þeirri trú að hún vferi gædd óvenjulegum m'iðilshæfileikum, og virðist því lengur sem leið hafa miklað fyrir sér þessa hæfileika. Ýms ir sækja miðilsfund'i hjá henni, þar sem hún ber trúgjörnu fólki skilaboð að handan. Kon Richard Attenborough. an er fögur og aðlaðandi og er gift manni, sem dáir hana og lætur að v’ilja hennar og óskum í öllu. Með konunn'i hefur þróazt sú hugmynd, að þau hjónin fái bam „Iánað“ eins og hún kall ar það, framfylgi vandlega gerðri áætlun, og skili svo barrii og lausnargjaldi, eftir að málið hefir verið á allra vör- um og bamið fundið fyrir at- beina hennar sem miðils. Kon- unni finnst sem sé, að hún njóti ekki þeirrar viðurkenningar sem hún ætt'i skilið. En raun- ar liggja ræturnar dýpra og til þess tíma, er hún eignaðist eina barn sitt, Arthur, dreng sem dó andvana. Þráin eftir honum og hugsanirnar um hann und’irrót þessa meins sem þjáir hana æ meir — þráin eftir drengnum. Eiginmaðurinn er viljalaust verkfæri f hendi konu s'innar, og sér að lokum hvert stefnir með andlegt heilsufar konu sinnar, að hún er að verða geðveik, þegar hún fer að tala um að stíga skref- ið til fulls og láta Arthur fá telpuna, sem ,þau ,,lánuðu“ fyr ir leikfélaga. Þá tekur hann loks kjark í sig og seg'ir henni meiningu sfna, að þau séu í rauninni afbrotamanneskjur. Þau hafa falið telpuna í húsi sínu, og það er hann sem bjarg ar því, sem bjargað verður, lífi telpunnar, en leynilögreglan hefir haft þau hjónin gmnuð, og er hún kemur á heimili hjónanna, og kemur því svo fyrir, að konan getur ekki neit að að hafa fund með þeim og manni hennar og kemur þá hði sanna í ljós af hennar e'igin vör- um ,og öllum er ljóst hversu á- statt fyrir henni. Hér er stiklað á stóru. — Kim Stanley Ieikur Myru, kon- una, af djúpum skilningi, og eftirminnilega, en eiginmanninn leikur Richard Aettenborough og sk'ilar hlutverkinu með á- gætum. Judith Donner fer með hlutverk litlu telpunnar, Am- öndu, og skilar því eðlilega, og val í smærri hlutverk hefir einnig tekizt vel. — Myndin er ein hin athyglisverðasta sem hér hefur sézt um nokkurt skeið. — I VÍSIR KYNNIR: Islenzkar unglingahSjómsveitir Dumbó sextett, fremri röð f. v.: Reynir Gunnarsson, Ásgeir R. Guðmundsson, Finnbogi Gunnlaugs- son. Aftari röð: Trausti G. Finnsson, Sigursteinn Hákonarson, Ragnar Sigurjónss., Trausti Hervarss. Fyrsta hljómsveitin, sem við kynnum í þessum þætti, er DUMBÓ Sextett og Steini (Sig- ursteinn) frá Akranesi. Þeir hafa um tíma leikið á Hótel Sögu, en eru nú lagðir af stað í hljómleikaför um landið, þar sem þeir munu leika fyrir dansi á mörgum stöðum út þennan mánuð. Þetta eru hinir allra geðugustu piltar, með ósköp venjulegt hár! og kurteislega framkomu. Sigursteinn Hákonarson heit- ir söngvarinn, fæddur árið 1947 með brún augu og brúnt hár. Hann er iðnnemi. Ásgeir R. Guðmundsson er hljómsveitarstjóri og leikur á orgel. Ásgeir starfar hjá bæj- arfógetanum á Akranesi, er fæddur árið 1942, bláeygur með ljós-skollitt hár. Finnbogi Gunnlaugsson er annar af gítarleikurum hljóm- sveitarinnar, fæddur árið 1945, iðnnemi. Hann er dökkhærður með gráblá augu. Trausti G. Finnsson er einn- Framh. á 4. síðu I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.