Vísir - 28.07.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 28.07.1965, Blaðsíða 7
V ! S IR . Miðvikudagur 28. júli 1965. llMllMlijm I.. UNDIR JOKLI Á Hellnum er verið að stækka bátabryggjuna. — Ég veit bara ekki hvernig tíminn hefur get að liðið svona fljótt seg- ir Lóa Kristjánsdóttir forstöðukona gistihúss- ins að Búðum um tíu ára skeið, og hún heldur á- fram, hvert sumar á að I vera það síðasta en allt- af kemur maður aftur. Við erum staddir nokkr- ir blaðamenn í stofunni að Búðum ásamt fleiri gestúm. Þetta er um kvöld, dagurinn hefur verið óvenju fagur, sól skin og hiti og það er reisugilli að Búðum. Talið berst að jöklinum, sem baðast hvítur f sólarroða. Fujsi- jama þeirra Snæfellinga og fleiri. íÁhrifamáttur hans verður al- drei kannaður til fulls. Hvítur, tákn hreinleíkans, hins eilífa, hver svarar þessu, ef til vill skáldið, sem hefur komið hing- að til að skrifa. Og velvildin umlykur gestinn. Stafar frá víðfeðmu útsýni gluggans, grasgrænu teppinu á stofugólfinu og brúnum borð- um þiljanna. Hún speglast I hlýju brosi Alexanders Guð- mundssonar okkar góða ferða- félaga og orðum gestanna, sem hverjir af öðrum færa fram ámaðaróskir til hjónanna Lóu og Friðsteins. Einn smiðanna dregur gítar- inn upp úr púss'i sínu og gömul lög og ný era sungin, og hótel- gestir virða það til velvirðingar á þessum hátíðisdeg'i hjón- arma. Það er gengið til sængur, þeg ar liðið er á nóttu, kyrrðina rjúfa aðeins skærar raddir ung- mennanna, það er erfitt að slíta gamninu meðan enn er bjart af nóttu og svefngalsinn hefur náð tökum á þeim. Skrýtnir fugíar. Það era viða til skrýtnir fugl ar. Hver skilur mann, sem vill sitja á stéini og horfa á fugl? Þegar komið er að fuglabjargi eins og á Hellnum þar sem máf urin situr sem fastast hjá unga sínum á sillu sinn'i og skeytir lítt eða engu mannaferðum. Eða þegar krían gargar yfir hausamótum manns, steypir sér eins og „blár engill“ til þess að komast í návfgi Við óvininn. Hljóðhimnumar taka á móti skerandi garginu og þau boð berast upp í heilann, að nú eigi að taka til fótanna og verj ast með öllum tiltækilegum brögðum eins og að sveifla sjó rekinni spýtu yfir höfði sér. Þá er hlutverk fuglafræðingsins og fuglaskoðarans sem leggja Skáldið kemur 1 hlað. af stað í veiðiförina með ljós- myndavélina á lofti ef til vill ekki eins torskilið. Þeirra paradís gæti verið á Á klettasillum býr mávurinn með unga sína. Snæfellsnes'i og þangað venja þeir komur sínar margir. Hellnar við litla vík með gargandi mávi á klettasillum og smábátabryggju, sem er ver ið að stækka, vaxand'i útgerð í litlu plássi. Nútíminn á litlu búðarborði, þar sem bæði er hægt að kaupa enskt gotterí og sfgarettustauk, sem spilar „On the street where you l'ive,“ meðan parið innan í gegnsæu tóminu dansar hringinn rétt- sælis og rangsælis þangað til upptrekk'ingin er búin. Tarzan á svörtum skinnstakk í fjarska gnæfa Lóndrangar og á vinstri hönd þegar ekið er vestur nesið er ás, sem margir ferðalangar aka framhjá og ekki ve'ita neina sérstaka at hygli. Það er þó vel þess virði að leggja á sig nokkurra mín- útna göngu upp brattann til þess að uppgötva gíginn með vatni í botni. Bárðarlaug, þar sem Bárður h'inn hvíti Snæfells áss baðaði sig til foma. Þetta er aðeins ein hinna fjölmörgu eldgosamyndana, sem Snæfells- nes er svo ríkt af og er svo bundin jarðsögunni og sögu ís- lands. Ofan af skúrþakinu dingla tveir sólbrúnir fætur. Á öðram er uppreimaður strigaskór en hinn er ber. Tólf ára Tarzan á stuttbuxum og svörtum skinn- stakk situr þama og hlær strfðnislega framan í heiminn, ljós hárlubbinn fellur niður á sólbrennt ennið. Skömmu síðar er snáði farinn að hjóla um bryggjuna á Amarstapa og ber sig mannalega þrátt fyrir ve'iku tána, sem strigaskórinn hlífir. { leit að Um miðjan dag er ekið frá Búðum. Skáldið er nýkom'ið í blað eftir að hafa verið við nokkur vötn að skoða fugla. Þegar ekið er út heimkeyrsluna stendur roskin kona úti f mýr- inni með grasið upp á miðja kálfa og horfir þenkjandi kring um sig á fffuna, sem breiðir úr sér. Skozkur fífusérfræðingur, sem hefur í fífuleit uppgötvað ísland Á m'iðri Fróðárheiðinni milli Búða og Ólafsvíkur gerist sann kallað Fróðárundur. Þoka hef- ur hvflt yfir jöklinum að sunn anverðu og ekki hefur sézt til sólar. En sem við erum stödd á heiðinni komum Við úr þokunni í glampandi sólskini. Vftt og breitt sér yfir dimmbláan Breiðafjörð með þokubakka yfir Barðaströndinni. Við ökum framúr litlum trakk. Á máluðu skilti standa orðin Iceland Bio- logical Expedition, og innifyrir era fjórir ferðalangar kven- menn á bezta aldri, lffeðlis- fræðingar á eltingi við upprana lífsins. Tvö kauptún Ólafsvík, kauptún með ný- tízkulegum húsum og kirkju f smíðum. En ferðalanginum verður ef til vill starsýnna á gamalt, veðurbarið hús, sem sól og særok hafa leikið grátt. Gamla búðin ljóslifandi, stigin framúr sveitasæluskáldsögum nítjándu aldarinnar. Gildir, blá gráir krossbitar ná frá búðar- borði upp í lágt loftið og kaup- staðarferðin, hátindur sælunnar færist nær skynjuninni og verð ur að veraleika í stað þess að vera fjarlægt hugtak liðins tíma Á Hellissandi hefur nútíminn éinnig haldið innreið sína með nútímahúsum og sjoppunni, ekki langt frá malarkambinum á Rifi sem ber við jökulinn f fjarska, hvítan, tákn eilífðar- innar. Með strigaskó til hlífðar tánni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.