Vísir - 16.08.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 16.08.1965, Blaðsíða 2
Fimmti leikurinn i röð sem Valur tapar Keflavík heldur enn áfram í kapphlaupinu um íslandsmeist- aratignina í ár. Með tveim harð sóttum stigum gegn Val í gær tókst þeim að vera með áfram i kapphlaupinu ásamt KR og Akranesi, en stendur þó verr að vígi en KR. Keflvíkingar unnu Val eftir hörkuspennandi leik með 4:3 í gær en ekki verður annað sagt, en að Keflvíkingar séu vel að þeim sigri komnir. Leikurinn var líflegur, fjör ugur og spennandi, veðrið var mjög gott til keppni og áhorfend- ur margir, eitthvað á 2. þúsund. Varnir beggja liða voru í megn- asta ólagi ekki hvað sízt á m'iðj- unni, en þar vantaði Björn Júlíus- son hjá Val og Högna Gunnlaugs- son hjá Keflavík, en hann fór út vegna meiðsla eftir 15. mín leik I gær. Framlína Vals var öllu skemmtilegri, léttari og sótti skemmtilega upp kantana, en Keflvíkingar reyndust samt hættu legri með gegnumbrotin upp miðj- una. Fyrsta markið skoraði Kefla- vík á 18. mín. og var þar að, verki Einar Magnússon, sem not- færði sér að Sigurður Dagsson missti bolta frá sér og skallaði Framh. á bls. 7. „Fíllinn" — verndargripur Þróttara dugði vel í baráttunni. Hér veifar Axel Axelsson fílniim. Við hliðina á Axel stendur bróðir hans Guð- mundur. Ómar Magnússon, fyrirliði Þróttar, Guttormur Ólafsson, Haukur Þorv aidsson, Eysteinn Guðmundsson, Jón Björgvinsson, Þorvarður Björns- son, Halidór Bragason, Jens Karlsson, Ólafur Brynjóifsson, Guðmundur Axelsson og Axel Axelsson. FRAIil fELlUR 12. DCILD — Síðasfi vonarneisfinn sBökhnaði i gærdag Fram er fallið í 2. deild, rót- grónasta knattspyrnufélagið, sem til þessa hefur fallið úr 1. deildinni. 1 gær slokknaði síð- asti vonarneistinn hjá Fram, þegar Akureyringar unnu þá með 2:1, sem voru verðskulduð úrslit. Jafnvel vítaspyrna 7 mín frá leikslokum, gat ekki sett Akureyringa í hættu hvað því viðvíkur að tapa stigi úr leik þessum. Leikurinn var f heild einn hinn öm urlegasti í 1. deildinni í sumar. Framarar voru greinilega fyrirfram búnir að tapa leiknum, — fyrir- fram búnir að tapa mótinu og falln ir í 2. deild. Þessvegna kom aldrei upp nein baráfta í liðinu og enda þótt Akureyringar væru fremur daufir, tókst Fram aldrei að koma þeim í neina ættu að gagni. í fyrri hálfleik var aðeins eitt i....rk skorað. Það gerði Kári Árna son, sem tókst að vinna skalla- einvígi fyrir marki Fram, en bolt- i kom fyrir markið úr horn- spyrnu og skoraði Kári laglega efst upp við þverslána, en Hall- kell markvörður var framarlega og boltinn fór yfir hann og inn. Á 24. min. ■seinni hálfleiks sko- aði Kári enn. Hann var fylginn og harður og komst fram hjá Ant oni miðverði hægra megin og lék á markvörðinn og skoraði laglega 2:0. Framarar áttu mjög léleg tii- þrif f þessum leik, og þess vegna var eins og fall þeirra f 2. deild hafi verið óumflýaniegt. Skásta sem sást til framlínunnar f leikn- um var skot Helga Númasonar á 27. mín. af vítateig, sem lenti í stöng. Mark sitt skoruðu Fram- arar á 38. mín. seinni hálfleiks. Það var dæmd vítaspvrna á hönd á Jóni Stefánssyni, miðverði Ak- ureyrar og úr henni skoraði Helgi Númason í annarri tilraun, en þá fyrri varði Einar Helgason en hafði hreyft sig of snemma. Eftir þetta ógnuðu Framarar ekkert verulega og það verður ekki sagt að þeir hafi gefið nokkra von um að jafna, hvað þá að sigra Framh. á 7 síðu Baráttuand- |ínn ekki nógui Það er athyglisvert við leiki ] i Fram í 1. deild í sumar að 6< ' leikjanna hafa tapazt á aðeins j i einu marki, þetta er talandi < ' dæmi um það að baráttuandi1 , liðsins hefur ekki verið nógur. ] í sumum þessar leikja hef- < ' ur Fram verið mjög óheppið. 1J ifyrra sneri dæmið öðru vísi; > við hjá Fram. Þá var hepþnin < [ævinlega 12. „leikmaðurinn" fj > liði þeirra og áður en Framarar< [ vissu af höfðu þeir fengið 4 j >stig í íslandsmótinu, — út á < > tvö sjálfsmörk! Þannig getur þetta gengið íj j knattspyrnunni. * VI SIR . Mánudagur 16. ágúst 1965. ÞRÓTTUR FER UPP í I. DCILD KEFU VlKnmVM 4,2 Jöfnuðu 3:2 þegar 3 mín. voru eftir gegn Vestmunna- eyjum og unnu á framlengingu með 7 mörkum gegn 3 Sjaldan eða aldrei hefur önnur eins háre>sti verið í stúkunni á Laugardalsvelli og s.l. laug- ardag, þegar barizt var um sætið í 1. deild að sumri. Lúðrablástur og hrossabrestir gerðu sitt til að hvetja leikmennina 22, sem áttu erfiðan dag í rigningunni sem gerði þá blauta og þunga. Það var barizt til síðasta blóðdropa og sigurinn ekki gefinn fyrr en í fulla hnefana, — og sá sterkari hlaut að fara með sigur af hólmi. Þróttur vann með 7:3, eftir að leikar höfðu staðið 3:3 eftir tvo 45 mínútna hálfleiki. í framlengingunni sem stóð í 2x15 mín. skoraði Þróttur hvorki meira né minna en 4 mörk! Vestmannaeyingar voru sannar- lega ákveðnir í byrjun leiks. Þrótt arar fengu vart að koma við bolt- ann og sóknin var öll á Þróttar- markið. Vestmannaeyingar áttu skot í stöng og fram hjá, og oít greip Guttormur markvörður Þrótt ar mjög vel inn í. Það var ekki fyrr en á 16. mín að Guðm. Axelsson átti fyrsta skot Þróttar á mark. Aðalsteinn Sigurjónsson, mið- herji skoraði fyrsta markið fyrir ÍBV á 19. mín. Hann óð einn upp og skoraði örugglega, en miðvörð urinn var allt of framarlega og missti af sínum manni. Ekki leið nema mínúta og Hauk ur Þorvaldsson jafnaði úr góðu færi, en hann fékk boltann fyrir markið frá Axel Axelssyni. Á 37. mín. átti Þróttur stangarskot. Það var vel framkvæmd aukaspyrna Ax els Axelssonar, sem skall á þver- slánni. Á 43. mín. fyrri hálfleiks skoraði Haukur Þorvaidsson 2 :1 fyrir Þrótt. Hann tók aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateiginn, og skall hún innan á stöng af miklu afli og lenti síðan aftan á hálsi bak- varðar ÍBV og í netinu. 1 seinni hálfieik skoraði Aðal- steinn mjög svipað mark hinu Framh. á 7. síðu .g Hl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.