Vísir - 16.08.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 16.08.1965, Blaðsíða 6
6 V1SIR . Mánudagur 16. ágúst 1965. Rýmingarsala Takið eftir, rýmingarsölunni lýkur á þriðjudag, notið tækifærið og gerið góð kaup á hagstæðu verði. EJmíElA með fatriaðinn á íjöískylduna Laugaveg 99, Snorrabrautar megin - Sími 24975 Afgreiðslumaður Afgreiðslumaður í gólfteppaverzlun óskast til starfa strax. Verzlunin Persia, Laugavegi 31. Sími 11822. Sólheimabúðin auglýsir, nýkomið ódýru þýzku herranær- fötin komin aftur. Nærbuur, stuttar, verð kr. 31.00 Bolir, verð kr. 31.00 Drengjanærföt ódýr. Nærbuxur, stuttar, verð kr. 26.00 Nærbolir, verð kr. 26.00 Herra flúnelsskyrtur kr. 125.00 Pólsku drengjagallabuxurnar kr. 148. o.fl. SÓLHEIMABÚÐIN Sólheimum 33. — Sími 34479. , Frá Matsveina og veitingaþjónaskólanum Matsveina- og veitingaþjónaskólinn tekur til starfa 3. sept. Innritun fer fram í skrif- stofu skólans 16. og 17. ágúst kl. 3-5 s.d. Skólastjóri FERÐABÍLAR 9—17 farþega Mercedes-Benz hópferðabiHr af nýj- ustu gerð til leigu í lengri og skemmri ferðii. - Síma vakt allan sólarhringinn. í FERÐABÍLAR . Sími 20969 lítilsháttar síldveiði í Reyðarfjarðardýpi Sæmilegt veður var á síldar- miðunum, en sáralítil veiði s.l. nótt. Nokkur sk'ip fengu lítils- háttar veiði í Reyðarfjarðar- dýpi. Samtals fengu 10 skip 3.050 tunnur, þar af 1 400 tn. við Hrollaugseyjar. Krossanes 400 tn. Gunnar 400, Hafþór 250, Brimir 250, Bára SU 300, Jón á Stapa 200, Gulltoppur 400, Sunnutindur 250, Árni Magnússon 200, Guð- björg GK 400. Striplingar á sundi Sigurjón Sigurðsson Lögreglusljóri fimmtugur i dug Sigurjón Sigurðsson, lögreglu- stjóri er fimmtugur í dag. Hann er sonur Sigurðar Bjömssonar brunamálastjóra í Reykjavik og konu hans Snjólaugar Sigur- jónsdóttur. Sigurjón lögreglu- stjóri er lögfræðingur frá Há- skóla íslands 1941 og varð lög- reglustjóri í Reykjavík árið 1947, fyrst settur, en skipaður árið eftir. Hann hefur starfað mjög mikið í nefndum, sem hafa fjallað um löggpezlu, um- ferðarmál og almannavamir. Kona Sigurjóns er Sigríður Magnúsdóttir, fædd Kjaran, og eiga þau sex böm. Kartöflur — Frh af bls. 16: og notaðar þar með góðum ár- angri í nokkur ár. Virtist þetta gefa góða raun, einkum í kyrru veðri, því reykur þessi er þung ur og leggst vel yfir. Einnig hefur ný aðferð t'il varnar kartöflugrösum gegn næturfrostum verið reynd ný- lega. Byggist hún á dreifingu vatnsúða. Var það Finnlaugur Snorrason bóndi á Arnarstöð- um í Árnessýslu, sem notaði hana fyrstur manna hér. Finn- laugur prófaði vatnsúðunina á 4ra ha. kartöfluakri. Stóð kart- öflugrasið óskemmt þar sem úðakerfið náði til, en féll á smá j hluta akursins þar sem úða- > kerfið náð'i ekki til. Kostar út- : búnaðurinn til vatnsúðunarinn- ! Á sunnudagskvöldið hirti lög- reglan ölvaða striplinga sem voru að svamla í sjónum £ Nauthólsvík- inni. Þar var um pilt úr Hafnarfirði og stúlku úr Kópavogi að ræða, bæð'i drukkin. Hafði pilturinn Iagzt til sunds út á fleka sem lá í sjón- um framundan víkinni. En þegar hann ætlaði að synda til lands aft- ur óx honum vegalengdin — rétt- Hrekstur — Framh. af bls. 1: skildum. Yfirleitt munu farþeg- arnir í þeirri bifreið hafa orðið verr úti, hvað meiðsli snerti, heldur en farþegamir £ strætis- vagninum. Þó nokkrir strætis- vagnsfarþegar voru einnig flutt ir til læknisskoðunar og aðgerð ar £ slysavarðstofuna. ar um 200 þús. kr. I Hólohátíð — um. Kvað hann, eins og sakir stæðu, ekki hafa verið tekna neina ákvörðun um slikan skóla á þeim stað, en fólksfjölg un væri orðin gífurlega ör og eflaust kæmí að þvf að skóli yrði reistur að Hólum. Til að mynda væri Menntaskólinn á Akureyri nú þegar yfirfullur, og ekki ráðlegt að reyna að fjölga nemendum þar. En jafn- framt benti skólame'istari á, að á þessari miklu öld hraðans og breytinganna, væri rik þörf á skóla í kyrrlátu og rólegu um- hverfi, fjarri ys og erii aldar- innar. Að lok’inni ræðu Þórarins voru lesin Ijóð eftir Valdimar Snævar og sfðan söng Karla- kórinn Feykir úr Blönduhlíð nokkur Iög úti fyrir kirkjunni. Á eft’ir var haldinn aðalfundur Hólafélagsins og hátíðinni lauk með kvikmyndasýningu. ara sagt: sundleiðin — £ augum svo hann þorði ekki. Varð þá að kalla á lögregluna til að sækja peyj ann og skaut húri út báti eftir honum. Skammt frá var fáklædd stúlka, einnig ölvuð, að busla í sjónum og flutti lögreglan þau bæði niður á lögreglustöð. Þrír erlend- ir sjömenn lagðir inn nær snmtímis Þrir erlendir sjómenn voru lagð ir inn á sjúkrahúsið á Patreks- firði á einum sólarhring fyrir helg ina, og var sinn maðurinn af hverju skipinu. Á föstudaginn kom Ross Captun frá Grimsby með veikan mann og um kvöldið kom Thyr- ingen frá Bremerhaven með veik- an mann. Veikindi þessara tveggja manna eru ekki talin hættuleg. Þá kom á laugardagsmorguninn Valida frá Fleetwood með háseta, sem hafði misst framan af fingri. Var hann einnig fluttur á sjúkra- húsið, og lágu þrir erlendir sjó- menn þar i einu. -J.E. Bílþjófur — Framh. af bls 16 lokið við að skila af sér síðasta far þeganum, sem hann hafði flutt, fundu bílstjórar af Bæjarleiðum sjálfir bflinn í einu úthverfanna og þjófinn inni í honum. Þar varð fátt um kveðjur og var manngarmurinn afhentur lögreglunni. Var hann nokkuð undir áhrifum áfengis og játaði hann strax báða bílstuldina Hann var fluttur í fangageymsluna Hvorugur bíllinn var skemmdur svo sjáanlegt væri. JjaldsvæBiAkureyrarbæjar vinsælt meðal ferðamaima 1 sumar hefur verið mjög mikið um skemmtiferðafólk á Akureyri og telja menn meira en nokkru sinni fyrr. En á hinu þykir líka bera, að ferðamenn- imir séu farnir að fara gætileg- ar með fé sitt og reyna allt sem hægt er til að spara sér gisti og veitingakostnað á ferðum sín- um. Ef afkoma gisti og veit- ingahúsanna á Akureyri því ekki í samræmi við þennan aukna ferðamannastraum. Sér- staklega hefur borið á því, að þó ferðamenn taki sér gistingu, þá er' það algengt áð menn snæði ekki máltíðir á sama stað, svo að örðugt er að halda uppi veitingasölu. Þá hefur það nú komizt mjög f tízku meðal ferðafólks að hafa tjöld með sér og búa í þeim. Gefst þetta sérlega vel þegar blíðviðri og sól er eins og oft hefur verið nú f sumar. Fer þetta og saman við að gerð og gæði tjalda þeirra sem nú eru á boðstólum hefur tekið miklum framförum og lita- skraut ríkir í tjaldbúðum í stað hinna einlitu hvítu tjalda sem áður voru notuð. Til þess að hjálpa slíkum tjaldbúum hefur Akureyrarbær komið upp tjaldsvæði á Sund- laugartúninu og f vor var komið þar upp snyrtihúsi með varð- manni. Hefur þar oft verið margt tjalda og tjaldbúar legið vfða f sólbaði úti fyrir tjald- stæðinu. Tjöldin hafa ver- ið margvísleg að gerð sum f furðulegum sniðum og mis- munandi stærð og litum, eins og Akureyrarblaðið ísiendingur lýsir þessu nýlega, en það birti einnig mynd þá sem hér fylgir með. Þegar hún var tekin voru um 20 tjöld á svæðinu, en þau höfðu verið helmingi fleiri nótt- ina áður. Eins og venja er höfðu margir tekið sig upp um morguninn og haldið för sinni áfram austur að Mývatni eða enn lengra. Esza

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.