Vísir - 16.08.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 16.08.1965, Blaðsíða 8
í? Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn 0 Thorarenser Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr á mánuði I lausasölu 7 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Visis — Edda h.f Hentistefnuforinginn Núverandi formaður Framsóknarflokksíns er líklega frægastur allra íslenzkra stjórnmálamanna fyrir það, að halda fram þveröfugum skoðunum á sömu hlutum eftir því hvort hann er í stjórn eða stjórnarandstöðu. Árin 1962 og 1963 fóru tekjur ríkissjóðs verulega fram úr áætlun vegna þess að innflutningur varð meiri en hægt hafði verið að gera ráð fyrir með ná- kvæmustu athugunum. Tolltekjurnar urðu því mun hærri en reiknað hafði verið með í fjárlögum og greiðsluafgangur hjá ríkissjóði þessi tvö ár nær 300 millj. kr. Ríkisstjórnin leit svo á, að þegar þensla í efna- hagslífinu og hætta á verðbólgu, sé háskalegt, ef rík- issjóður er rekinn með halla og því æskilegra að hann hefði greiðsluafgang til þess að vinna gegn verð- bólguhættunni; og þetta var líka einróma álit þeirra hagfræðinga og annarra sérfróðra manna, sem stjórn in hafði sér til ráðuneytis. En út af þessu sjónarmiði ætlaði stjórnarandstaðan blátt áfram að ærast. Hún réðist harkalega á ríkisstjórnina fyrir greiðsluafgang- inn, sagði að tekjurnar hefðu verið áætlaðar of lágt af ráðnum hug og linnti ekki látum að fá þessum greiðsluafgangi eytt hið bráðasta. Fremstur þar í flokki var Eysteinn Jónsson, núverandi formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi fjármálaráð- herra. Hann hélt því fram ,að óhætt væri að áætla tekjurnar svona lágt og hægt að gera það af miklu meiri nákvæmni, ef vilji væri til. Við athugun á því hvernig tekjuáætlanir stóðust á 9 ára tímabili, frá 1950-1958, sem Eysteinn var fjár- málaráðherra, kemur í ljós, að tekj- urnar fóru að meðaltali 24% fram úr áætlun á ári. Á 5ára tímabili Gunnars Thoroddsens í sama embætti fóru þær aðeins 9% fram úr áætlun að meðaltali. Þá er bezt að athuga hvað Eysteinn Jónsson sagði um greiðsluafgang ríkissjóðs í fjárlagaræðu 1954. Hann sagði orðrétt: „Það verður að telja mjög mikilsvert ,að ríkissjóður hafði greiðsluafgang á þessu ári. Er augljóst að slíkt vegur nokkuð á móti þeirri miklu þenslu, sem nú er í öllu fjármálalífi landsins og dregur úr þeirri hættu að verðbólga myndist og ný verðhækkunaralda skelli yfir.“ — Og hann sagði ennfremur: „Þá er það ekki síður ánægjulegt og þýðingarmikið ef ríkissjóður gæti í slíku góðæri, sem nú er, eignast cinhverja fjármuni, sem hægt væri að leggja til hlið- ar og nota til nauðsynlegra framkvæmda síðar, þegar þörf væri á ráðstöfunum af hendi hins opinbera til þess að halda uppi nægilegri atvinnu í landinu. Verð- ur áreiðanlega seint metinn til fulls sá hagur, sem þjóðinni gæti af því orðið, ef ríkissjóður gæti haft greiðsluafgang í góðærum ... “ Er hægt að hugsa sér ófyrirleitnari hentistefnu- mann en þetta? V í SI R . Mánudagur 16. ágúst Iðfíii. Til kosningadags, 19. september mun Ludwig Erhard kansiari flytja 500 ræður Ludwig Erhard og stefnir að því, að hann verði þjóðarflokkur, flokkur allra, hverrar stéttar sem þeir eru, se mgeta aðhyllzt hugsjón flokksins. Erhard mun flytja að minnsta kosti 500 ræður í kosningabar- áttunni víðsvegar um Þýzka- land. í kosningabaráttunni mun verða deilt mest um innanlands málin því að óeiningin er ekki í meginatriðum um utanríkis- málin milli þeirra Erhards og Willy Brandt, eða um Norður- Atlantshafsbandalagið, samstarf milli Efnahagsbandalags Evrópu (sammarkaðsbandalagsins EBE) og engilsaxnesku stórveldanna beggja, Bretlands og Bandaríkj anna, en hinn svo kallaði flokks Kosningar í Yestur-Þýzkalandi — kosningaharáttan hafin Höfuðkempur kosninganna, sem fram fara í Vestur-Þýzka- landi 19. september næstkom- andi, eru þeir Ludwig Erhard kanslari, Wfllý, . Brajidt stjóri Vestur-Berlínar1|o leiðtogi demokrata Erich Mendé og Franz Josef Strauss, sem að- eins að nafninu er flokksfélagi Erhards, en hann er höfuðleiö- togi kristilegra demokrata í Bayern, og fullvíst talið, að hann geti lagt þunga lóð á metaskálarnar, þegar til ákvörð unar kemur um það hver verð ur fyrir valinu til þess að mynda ríkisstjórn að þingkosn- ingum loknum. Erich Mende hefur svipaða aðstöðu og Franz Josef Strauss því að horfur eru litlar, að Er- hard fái hreinan meirihluta í kosningunum, og er það jafn vel viðurkennt af vinum hans og samherjum. Erich Mende er ieiðtogi lítils Fran: J. Strauss en áhrifamikils lýðræðisflokks, Og kann að fá aðstöðu til all mikilla áhrifa, þótt hann kunni að tapa nokkrum kjördæmum. ,..||osni.ngabgráttan, hófst í Dortmund hieð ræðúm þeirra dr. Konrads Adenauers fyrrver andi kanslara og Ludwigs Er- hards kanslara. Og fleiri ieið- togar kristilegra lýðræðissinna tóku þar til máls. Hefir það vafalaust átt að hafa sín áhrif á íbúa Dortmund, að í þeirra borg var kosningabaráttan haf in af helztu mönnum flokks Kristilegra lýðræðissinna, og skal ósagt um áhrifin, en á tvennu má vekja athygli: Erhard getur bent á, að Dort- mund, sem var í rústum eftir síðari heimsstyrjöldina, sé nú nútímaborg með breiðum götum og trjágörðum, björtum og hreinlegum verksmiðjubygging- um, og þar fram eftir götunum, að Dortmund sé skínandi sýnis horn vestur-þýzkrar velgengni og góðrar stjórnar eftir styr- jöldina, — en jafnaðarmenn hafa þau rök fram að bera, að vestur-þýzkum jafnaðarmönn- um megi þakka Dortmund nú- tímans, því að þeir hafi hatt þar með höndum stjórn bæjar mála allt frá styrjaldarlokum. Það var auðveldara fyrir Adenauer en Erhard að skilm- ast við jafnaðarmenn, þvi að iengst af á valdatíma hans voru forsprakkar krata „gaml- ir herrar með gamla tímans sjónarmið í tengslum við það akademiska, en án tengsla við raunveruleikann“' — Willy Brandt, ieiðtogi jafnaðarmanna er nýja tímans maður, baráttu maður, sem af eigin reynd sem borgarstjóri í Vestur-Berlín, þekkir vandamálin, hann er kunnugastur ailra ástandi og horfum þar austur frá. Hann hefur unnið að því að lagðar verði á hilluna hugsjónirnar um jafnaðarmannaflokk sem verka lýðsflokk í „þrengri merkingu" félagi Erhards, Franz Josef Strauss er meiri Gáuilisti en sjálfur De Gaulle, og opinskátt stefnir hann að því að verða fyrir valinu sem kanslari. (Þýtt að mestu). — a. Willy Brandt Adenauer

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.