Vísir - 16.08.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 16.08.1965, Blaðsíða 9
V1SIR . Mánudagur 16. ágúst 1965. ☆ gtúlkan á benzínaf greiðslunni við þjóðveg- | inn gekk að dælunni og kippti slöngunni af standinum og stakk siöngunni á kaf í tank- opið á stórum Mercedes Benz — trukki... hrá- olían fossaði inn... Hún hélt um ranann. Á meðan skein sólin fram- @ an í hana. Þetta var rösk leg stúlka. Rykið þyrlaðist upp af þjóð- veginum, sem liggur norður og vestur, og þama Við Þverholt I Mosfellssveit, um 16 kflómetra frá Reykjavík, er umferð á öll- um tímum sólarhringsins. í greiðasölunni, sem er áföst við smur- og viðgerðarverkstæðið eru seldar heitar pylsur, gos og kók, kaffi, súpur, harðfiskur, kex í löngum bunum, já, þetta innfluta súkkulaði kex, sem þjóðin hámar í sig, sennilega af því að hana vantar sætindi ofan á súra tilveruna. „Einstaka mann vantar kannski salt“, sagði maðurinn, sem rekur staðinn, Halldór I-ár usson að nafni. lVráungi kemur inn og fer að verzla. Hann hafði verið benzínaður þ. e. a. s. bíllinn. „Áttu sokka, frænka?“ „Bara krep“, segir sú, sem stjómaði dælunni áðan. „Eru þeir nokkuð góðir þess- ir?“ „Ég nota þá sjálf i vinnuna", segir hún, sem gengur ýmist í Átján ára, afgreiðir | BP Þverholti í Mos., nemi í Kennaraskólanum, heitir Kristín og vill vinna „þar sem hún er í sambandi við lífið.“ Hún fór glæsilega að þvi að „dæla á“ þennan stóra Mercedes Benz (Ljósm. stgr.) VEÚINN trekvartbuxum úr molskinni eða þröngum nankinsbuxum cg er á lágum skóm og í peysu. ,.Ég æt!a að fá þá“. „Fleira fyrir þig“. „Nei — heldurðu að Tommi sé við núna?“ „Tommi vinnur til sex“, segir hún. „Heldurðu, að Úlfhildur sé við?“ „Hún Úlla?“ „Já, Úlla“. „Úlla er í bænum“. „Heldurðu, að Hadda sé heima?“ „Hún er örugglega heima“. „Bless frænka mín“. „Bless ...“ Enginn hafði komið ’inn til þess að kaupa pylsur í þetta sinr. nema blaðamaðurinn. Ctúlkan, Kristín Kjartansdótt- ° jr. er átján ára og verður í öðrum bekk Kennaraskólans næsta vetur. „Ætlarðu að verða kennari?" „Ég veit ekki — það fer eftir því, hvernig gengur. Hvernig er hægt að vita, hvað maður á eft ir að gera?“ i „Ætlarðu að verða stúdent úr Kennaraskólanum?“ ,,Ég býst við því, ef ég hlýt einkunnina sjö og þar yfir, upp úr fjórða bekk ...“ annars véit maður aldrei hvað gerist". „Lærirðu ekki sérstakt í skólanum?" 1 „Svolítið v uppeldisfræði". „Hvaða námsgrein var eftir- læti þitt?“ „Stærðfræði". „Vannstu hérna í fyrra líka?“ „Nei, þá var ég hjá borgar- dómara“. „Hvað gerðirðu þar?“ „Ýmis skrifstofustörf, skr'if- aði endurrit úr „bókum“ og svo voru það réttarhöldin. „Og hér ertu líka í sambandi við lífið?“ „Ég v’il einmitt vera á þannig stöðum". „Lærðirðu ekki sérstakt tungumál hér, t. d. af bílstjór- unum?“ „Ekki held ég — ég var meira vör við það í fyrra — þá var það lagamálið". „Hverriig hagar fólkið sér, ■ sem þú afgréiðir?“ „Upp og ofan. Sumt er tæp- ast hægt að afgreiða — annað er.til prýði“. „Hvað gerirðu undir erfiðum kringumstæðum í afgreiðslu?” „Ég reyni í lengstu lög að sýna kurteisi og þolinmæði”. VestuNslenzkur hugvitsmuður fínu- ur upp sérstuku steinsteypuvél Blaðið Lögberg-Heimskringla birtir grein úr blaðinu „The Finan cial Post“ um steinsteypuvél, sem steypir plötur til húsabygg- inga á ódýrari hátt en áður hefur verið hægt, og átti íslenzkur mað ur Marvin A. Thorsteinsson í Winnipeg frumkvæðið að hug- niyndinni". Vegna greinarinnar í Financial Post átti Lögberg-Heimskringla viðtal við Marvin og segir þar: Við heimsóttum hann og konu hans, Frances á hinu snotra heim ili þeirra, sem staðsett er á fögr um stað á Rauðárbakkanum. Þau eiga einn son tuttugu og eins árs, Thomas Marvin, er stundar nám við Manitobaháskólann — vita- skuld í engineering deildinni og f'iórar dætur, sú yngsta fimm ára. Marvin er maður, sem ekki lætur mikið yfir sér, bað mig þess orða íðast að nefna sig ekki „inventor“, 1 áhugi hans og djúphyggia koma liós begar talið snýst að hugðar- num hans Hann er fæddur i 'Vinnipeg 17 nóvember 1917, naut -arna- og miðskólamenntunar hér >g byrjaði að vinna í raf- og véla- verkstæðum. Hann gekk í Canad- íska sjóherinn og varð einn af 13 sjóliðum sem valdir voru úr hópi þúsunda sjóliða til að nema elect- rical engineering (crash program) og var hann orðinn Electrical sub- lientenant í sjóhernum þegar styrjöldinni lauk. Mrs. Thorsteinson, sem hefur mikinn áhuga á starfi manns ; síns, þótt hún segist lítinn skiln ing hafa á því, bendir mér á lítinn electrical motor sem stóð á hillu í framherberginu. Marvin hafði fundið hann í járnarusli þar sem ■ úrgangi frá verkstæði var fleygt 1 — og hafi hann fægt hann og fág- i c þar til af honum var orðin hin mesta stofuprýði. „Ef til vill hefur hann komið úr verkstæði Thomas A. Edisons" sagði hann og fór mjúkum höndum um þessa litiu véi, en á hana var merkt: patented 1880 — „og hún er f lagi og getur unnið enn!“ Marvin vann að steinsteypuvél sinni um tvö ár — hina fyrstu i frummynd hennar gerði hann með höndunum úr úrgangsjárni (scraps) i og nú þegár honum hefur tekizt að selja þessa hugmynd sína get ur hann verið sjálfstæður og unn ið upp á eigin spýtur. Hann hefur f hyggju að koma sér upp málm bræðsluverkstæði í framtíðinni og óskum við honum góðs gengis. Faðir Marvins var Aðalsteinn (Alec) Thorsteinson, fæddur að Gardar, N. Dakota, sonur Þorst. Þorsteinssonar, sem var ættaður úr Eyjafirði .fluttist til Ontario 1874, Þaðan til Winnipeg og kvæntist þar Sigrfði Magnúsdóttur frá Köldukinn í Þingeyjarsýslu. Þau námu land fyrir sunnan Garðar 1880 og bjuggu þar til 1914 er þau fluttu til Seattle. — Aðalsteinn var einn af tíu börnum þessa hjóna Hann var sergeant í fyrri styrjöld inni, var ágætur smiður, Lézt í maí 1964, 77 ára. — Ekkja hans og móðir Marvins, Mrs. Kristín Thor steinson, á heima i Maryland Street hér í borg. Foreldrar henn ar voru Magnús Melsted, er ættað ur var úr Þingeyjarsýslu, fluttist vestur til Nýja íslands með móð- u sinni og bræðrum 1876 og fimm árum síðar til Dakota, og kona hans Valgerður Stefánsdóttir Bryn jólfssonar. Sjmir þeirra Aðalsteins heitins og frú Kristínar Thorsteinsson eru ágætlega gefnir. Tveir eru dánir, Rúrik og Ttefán, en Baldwin er f þjónustu National Research Coun- cil í Ottawa, Magnús er machinist hjá Pritchard Engineering Co. Ltd. i Winnipeg og Marvin er gæddur góðri hugvitsgáfu, svo sem nú hef ir verið skýrt frá. Marvin A. Thorsteinsoc Stóraukning flugfar- þega hjá Fiugfél. ísl. Mikil aukning hefur orðið í sum af á flutnirg ira Flugfélags íslands bæði innan lands og eins milli landa. Flutti félagið 5109 farþega milli íanda í júnímánuði og er það rúmlega 13% aukning frá í fyrra og sætanýtingin 70% í stað 60% í fyrra. Arðbær fragt var 77 tonn, sem er örlítið minna en á sama tíma í fyrra. Frá áramótum til júníloka var F.í. búið að flytja 34.862 arðbæra farbega en eftir sömu sex mánuði í fyrra var talan tæp 30 þús. Aukn ingin var 17,73%, sætanýting 56,38% á móti 53,96% í fyrra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.